Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur í Háskóla Islands njdta fjarkennslu frá Háskólanum á Akureyri Vísirínn að því sem koma skal Morgunblaðið/Þorkell ÁGÚSTA Pálsdóttir, kennari í bókasafns- og upplýsingafræði, Páll Skúlason, rektor HI, og Jón Torfi Jónasson, prófessor og deildarfor- seti í félagsvísindadeild HI, í beinu sambandi við nemendur í kennslustofunni - og kennara norðan heiða á skjánum. , Morgunblaðið/Kristján Á AKUREYRI fylgdust þau Þorsteinn Gunnarsson, rektor, Sigrún Magnúsdóttir, yfirbókavörður og umsjónarkennari námskeiðsins, Ragnheiður Kærnested, forstöðumaður fagbókasafns FSA, og Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður með því sem sunnamenn höfðu fram að færa. í MYNDVERI í kjallara Odda sitja um 40 nemendur í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla ís- lands og taka þátt í gagnvirkri kennslustund sem fram fer frá Há- skólanum á Akureyri, með hjálp fjarkennslubúnaðar háskólanna beggja. Á skjá í Reykjavík sjá nem- endur kennara sinn á Akureyri, en kennarinn sér nemendurna í Reykjavík á sínum skjá á Akureyri. Kennarinn bregður upp glærum, sem sendar eru beint á stórt sýn- ingartjald við hlið skjásins, og út- skýrir jafnóðum, rétt eins og allir væru inni í sömu kennslustofunni. Umsjón með námskeiðinu, sem ber yfirskriftina „Starfsemi og rekstur safna og upplýsingamið- stöðva", hefur Sigrún Magnúsdótt- ir, yfirbókavörður við Háskólann á Aloireyri, og ásamt henni annast kennsluna þau Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður og Ragnheiður Kjærnested, forstöðumaður Fag- bókasafns Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fjarkennslubúnaðinn hafa háskólarnir í láni frá Lands- símanum, endurgjaldslaust til tveggja ára. Óþrjótandi inöguleikar Kennaramir hafa sett upp vefsíð- ur á veraldarvefnum með öllum leiðbeiningum til nemenda, svo sem námslýsingum, kennsluáætlun og leslistum, auk þess sem nemendum gefst kostur á að hafa samband við kennara með tölvupósti þaðan. Á leslistunum er jöfnum höndum vís- að í prentuð rit og rit á vefnum. Að lokinni kennslustund í gær- morgun var efnt til blaðamanna- fundar, þar sem þessi nýjung í fjar- kennslu við háskólana var kynnt. Einnig voru viðstaddir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, norðan heiða, og í Odda þeir Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, og Jón Torfi Jónasson, pró- fessor og deildarforseti í félagsvís- indadeild, auk kennara i bókasafns- og upplýsingafræði. í ávarpi sínu óskaði Páll Skúlason nemendum og kennurum til ham- ingju með framtakið og sagði að þessi kennsla væri vísirinn að því sem koma skyldi, möguleikamir væru óþrjótandi. Hugmyndin er að smám saman taki fleiri greinar hina nýju tækni í sína þjónustu, kennar- ar í Háskóla íslands muni einnig kenna nemendum á Akureyri, auk þess sem komið verði á samstarfi við erlenda háskóla. Hjá háskóla- mönnunum kom ennfremur fram eindreginn vilji til þess að efla tengsl háskólanna við Austurland og Vestfirði og auka þannig mögu- leika fólks þar á háskólanámi óháð fjarlægðum. Sjálfur sagðist Páll hlakka mikið til að fá tækifæri til að kenna námskeið í heimspeki í fjar- kennslu og bauð um leið sérstak- lega Þorsteini kollega sínum á Akureyri að taka þátt í því. Hafa betri aðgang að kennurum gegnum tölvupóst Nemendur voru almennt mjög ánægðir með skipulagningu nám- skeiðsins af hálfu Háskólans á Akureyri en ræddu um ýmis tækni- leg vandamál, sem flestir virtust þó vera sammála um að auðvelt yrði að kippa í liðinn. Fram kom að sumum hefði þótt það óþægilegt í fyrstu að hafa eingöngu samskipti við kenn- arana í gegnum sjónvarpsskjá og tölvupóst. Það breyttist þó til mik- illa muna eftir að hópurinn hafði hitt kennarana augliti til auglitis. Raunar var haft á orði að með tölvupóstinum hefðu nemendur jafnvel betri og markvissari aðgang að kennurunum en þeim sem þeir sjá augliti til auglitis á hverjum degi. Þá kom fram hjá nemendum ánægja með þá þjálfun sem þeir hefðu fengið á námskeiðinu í því að sækja sér efni á netið. Kennarinn, Sigrún Magnúsdóttir á Akureyri, var á því að tilraunin hefði tekist mjög vel og samskiptin við nemend- ur og kennara í Háskóla íslands öll ánægjuleg. Jón Toi-fi gerði að umtalsefni þá ósk Háskóla Islands að ná betur til almennings með fræðsluvarpi en sagði ýmsa þröskulda hafa orðið á þeim vegi. Nú yrði hins vegar von- andi bráðlega hægt að gera aðra at- lögu með hjálp fjarkennslutækninn- ar og nefndi hann sérstaklega í þessu sambandi að efla þyrfti tengsl háskólanna við Austurland og Vest- firði. Vinsamlegar ábendingar fremur en gagnrýni Aðspurðir um viðbrögð við um- mælum forseta Islands, Olafs Ragn- ars Grímssonar, um lítt tækni- vædda háskólakennslu hér á landi, kváðust rektoramir báðir skilja orð hans sem vinsamlegar og skynsam- legar ábendingar um að huga betur að þessum málum, fremur en gagn- iýni á kennsluna. Þróunin væri haf- in og ætlunin væri að taka eitt skref í einu og flana ekki að neinu. Kostn- aðurinn við að byggja upp öflugt fjarkennslukerfi væri mikill fyrir fá- menna þjóð eins og Islendinga og finna þyrfti þá tækni sem hentaði best hér. Að sögn Páls verður þegar á næstu vikum og mánuðum farið í það að gera áætlun um tilhögun fjarkennslumála í Háskóla Islands. Þá væri einnig hafin mikil þróun á því sviði hjá Kennaraháskóla Is- lands, auk háskólanna á Akureyri og i Reykjavík og áhugi væri á því að koma á öflugu samstarfi þeirra á milli. Mexíkóheimsókn íslensku forsetahjónanna Tækifærí fyrir íslenskan sjáv- arútveg * / Forseti Islands, hr. Qlafur Ragnar Grímsson, og frú Gnðrún Katrín Þorbergsdóttir hafa undanfarna daga __ 7 — ■ —--- dvalist í Mexíkó. I samtali við Stefán A. Guðmunds- son, fréttaritara Morgunblaðsins, fjallar forseti um dvöl þeirra hjóna þar í landi. Morgunblaðið/Vilhelm ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, ræðir við Magnús Gústafsson, forsfjóra Coldwater, og Jón Ingvarsson, stjórnarformann Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í fyrirtækinu Nautico. HEIMSÓKN forsetahjónanna hófst með hressingardvöl í Huatulcu, á Kyrrahafsströnd Mexíkó, þar sem Emesto Zedillo Mexíkófor- seti á sumarhús. Að því búnu var haldið til Mazatlán og Gyayamas, þar sem íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki voru heimsótt og fundur haldinn með forseta Mexíkó í Mexíkóborg. Forseti íslands segist hafa átt mjög ánægjnlega dvöl í Huatulco, sem hafi nánast verið ævintýri líkust. „Við erum mjög þakklát forseta Mexíkó fyrir þá miklú gestrisni sem hann og allir aðrir hafa sýnt okkur. Minnisstæðar vikur „Við borðuðum grænmeti sem óx í garðin- um eða nágrenninu, snæddum fisk á kvöldin sem veiddur var við ströndina og kryddaður með ótal kryddjurtum sem einnig voru rækt- aðar í garðinum. Þessi dvöl var sérstaklega dýrmæt fyrir Guðrúnu Katrínu því hún náði ótrúlegum kröftum á þessum vikum. Við gát- um verið afslöppuð, án þess að þurfa að hugsa um klæðnað eða formlegheit. Við syntum í hafinu, fórum í göngutúra og nutum þessa yndislega umhverfis. Þessar vikur voru okkur mjög minnisstæðar, kannski líka vegna þess að veturinn hefur verið okkur í fjölskyldunni erfiður og alls ekki víst framan af í veikindum Guðrúnar Katrínar hvort við ættum eftir að eiga slíkar stundir saman.“ Forseti sagði þau hafa reynt margt nýtt á þessu tímabili, m.a. hefði hann látið undan þrýstingi heimamanna og stundað köfun. Að loknu námskeiði hjá sérfræðingum hafi kút- arnir verið spenntir á bakið á honum og hann kafað drykklanga stund í sjónum. „Ég held að ég hafi lengst verið í kafi í 40 mínútur og fór niður á sex til átta metra dýpi. Ég hefði ekki trúað því fyrirfram að hafið byði upp á slíka undraveröld; þetta hljóðlausa umhverfi, að synda með fiskunum og þessi mikla litadýi-ð sem blasti við manni.“ Miklir möguleikar í sjávarútvegi I vinnuhluta heimsóknarinnar heimsótti Ólafur Ragnar m.a. þau íslensku fyrirtæki sem hafa haslað sér völl í Mexíkó. Segir for- seti þau hafa náð miklum árangri á undan- förnum árum og að miklir möguleikar séu áfram til staðar. „Kannski hafa umræður um sjávarútvegsmál á íslandi blindað okkur dálít- ið fyrir því hvað við stöndum framarlega sem þjóð þegar allt er skoðað á þessu sviði. Þá á ég við framleiðslu veiðarfæra, veiðiaðferðir skipanna, vinnsluaðferðir í landi og síðan sölukerfið um heim allan, sem er okkur kannski miklu dýrmætara en við gerum okk- ur grein fyrir. Eitt af því sem vekur sérstakan áhuga hér í Mexíkó er aðgangur að hinu mik- ilvæga sölukerfi íslenskra sjávarafurða, úti um allan heim. Við Islendingar þurfum þess vegna að átta okkur á því að ef við höfum vilja og vit til að nýta þann mannauð, sem við höfum í sjávarútvegi, þá getum við gert góða hluti.“ Ólafur sagði stjórnvöld í Mexíkó gi-einilega hafa mikinn áhuga á að efla samstarf við íslendinga á öllum sviðum sjávarútvegs og jafnvel auknum tilraunaveiðum íslendinga í mexíkóskri landhelgi. „Margar aðr- ar þjóðir hafa áhuga á því að komast inn í sjávarútveg Mexíkó. Þeir eru hins vegar hræddir við það vegna þess að sumar eru dálítið harð- skeyttar og fyrirferðarmiklar. Við Islendingar erum hins vegar það smáir að þeir óttast okkur ekki. Við erum þeim ekki ógn.“ Árangursríkur fundur með Zedillo Ólafur Ragnar segir stjórnvöld í Mexíkó og Ernesto Zedillo forseta hafa sýnt einstæðan velvilja í heim- sókninni. „Það kom kannski skýrast fram í því að Zedillo forseti sá til þess að sett yrði upp sérstök dagskrá til að við hjónin ásamt íslensku viðskiptafólki gætum hitt hann. Það var auðvitað mjög mikilvægt fyrir framtíðarhagsmuni íslendinga hér. Sá fundur okkar með Zedillo forseta var mjög árangursríkur. Við vitum nú þegar að hann hefur mælst til þess við fjölda stofnana í Merfkó að þær sinni sérstaklega samskiptuin við Islendinga, efli þau og greiði götu þeirra fyrirtækja sem hér eru. Og í landi sem Mexíkó, eins og stjórnkerfið er byggt upp, skiptir slíkur velvilji auðvitað miklu máli.“ Éorsetahjónin áttu einnig einkasamræður við Zedillo-hjónin og segir Ólafur Ragnar þær hafa verið mjög ánægjulegar. „Þar kom fram mikill áhugi forsetans á Islandi og samskipt- um Mexíkó við Norðurlönd og Evrópu en samningaviðræður við Evrópusambandið um viðskiptatengsl Evrópu og Mexíkó eru að hefjast. Einnig ræddum við menningarmál og vaxandi áhuga á íslenskri menningu í Mexíkó. Forsetinn hefur áhuga á að greiða götu ís- lendinga á því sviði og hefur reyndar einnig látið þau boð út ganga síðustu daga að efla beri slík samskipti."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.