Morgunblaðið - 09.04.1998, Page 36

Morgunblaðið - 09.04.1998, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Píslarsagan skynjuð upp á nýtt Um páskana flytur Kór Langholtskirkju Mattheusarpassíuna eftir Jóhann Sebasti- an Bach. Verkið er eitt mesta stórvirki tónlistarsögunnar og ásamt Jóhann- esarpassíunni stærsta og þekktasta tón- verk Bachs. Hulda Stefánsdóttir fjallar um tónleikana og ræðir við stjórnandann, Jón Stefánsson, og kórsöngvarann og sóknar- prestinn séra Jón Helga Þórarinsson. MATTHEUSARPASSÍAN verður að þessu sinni flutt á þrennum tón- leikum í Langholtskirkju; á skírdag, föstudaginn langa og nk. laugardag, 11. apríl, kl. 16 hvern dag. Passían tekur hátt á þriðju klukkustund í flutningi. Hljóðfæraleikarar eru 40 og kórarnir tveir, 90 manna Kór Langholtskirkju og 50 manna Gra- dualekór unglinga upp að 18 ára aldri. Einsöngvarar eni þau Olöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Bergþór Páls- son, Eiríkur Hreinn Helgason, Stephen Brown og Michael Goldthorpe, sem fer með hlutverk guðspjallamannsins. Stjórnandi er Jón Stefánsson. A tungumáli barokksins stendur passía fyrir tónverk sem tekur fyrir á dramatískan hátt síðustu kvöld- máltíðina, svik Júdasar, fangelsun, réttarhöld og krossfestingu Krists. Passían er sungin en þó ekki sviðsett eins og óperan. Einsöngvarar og kór syngja hlutverk þeirra sem fram koma í píslarsögunni. Sögumaður er guðspjallamaðurinn. Milli hinna eig- inlegu atburða era sungnar aríur sem byggja á og bæta við þema verksins. Mattheusarpassía Bachs er samin árið 1727. Þetta er mikið verk og óumdeilanlega eitt mesta stór- virki tónlistarsögunnar ásamt Jó- hannesarpassíunni. Mattheusarpassían féll í gleymsk- unnar dá við andlát tónskáldsins, eins og nær öll verk Bachs. Þögnin er ekki rofín fyrr en 80 áram síðar þegar ungt tónskáld, Felix Mendels- sohn, uppgötvar Mattheusarpassí- una og flytur á tónleikum. Æ síðan hefur passían hljómað með reglu- bundnum hætti á páskahátíð lúters- trúarmanna og víða hefur skapast sérstök hefð fyrir flutningi verksins. Kór Langholtskirkju hefur áður flutt Mattheusarpassíuna, árið 1992. Hún heyrðist fyrst í fullri lengd hér á landi árið 1982 þegar Pólýfónkórinn flutti verkið undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Áhersla á trúarlega túlkun verksins Rúm klukkustund er fram að fyrstu sameiginlegu æfingu hljóm- sveitar og kórs þegar stjórnandinn, Jón Stefánsson, gefur sér tíma fyrir stutt spjall við blaðamann. Það er ekki laust við að kominn sé skrekkur í hann, enda fáir dagar til stefnu. Jón segir að þó sé mikill munur á því að flytja verkið öðru sinni samanborið við hið fyrsta. „Áður fór mikill tími í að undirbúa sig og læra verkið. Núna get ég notað tímann betur í boðskapinn og túlkun á trúarlegu innihaldi verksins. Og það kemur oft fyrir á hverri æfingu að manni renn- ur kalt vatn milli skins og hörands." Uppistaða tónverksins er að sjálf- sögðu Mattheusarguðspjallið en samstarfsmaður Bachs við smíðam- ar var skáldið Picander sem lagði honum til eigin ljóð um þessa sömu atburði auk þess sem Bach kaus að setja inn 1 verkið nokkur þekkt sálmalög þess tíma. Passían er því verulega margbrotin í samsetningu og allri gerð og skiptir miklu máli við flutning Mattheusarpassíunnar að áheyrendur hafí undir höndum upp- lýsingar um efnislega framvindu verksins. „Picander er undir mjög sterkum áhrifum píetismans eða heittrúarinnar. Textinn er tilfinn- ingahlaðinn og hann einkennir mikill trúarhiti og einlægni,“ segir Jón. „Loks era það sálmalög og sum þeirra þekkjum við enn í dag; Ó, höf- uð dreyra drifið og Á hendur fel þú honum, textar sem era gæddir þess- ari sömu innlifun, en verkið í heild sinni er alveg makalaus samsetn- ing.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg FYRSTA verkefni nýstofnaðs barna- og unglingakórs við Langholtskirkju, Gradualekórsins, var að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar árið 1992. Sumir þessara fyrrverandi meðlima kórsins eru nú í Kór Lang- holtskirkju og orkaði verkið svo sterkt á þau á sínum tíma að þau reyndust kunna flestalla kórsöngvana þótt þau hefðu aðeins sungið hluta verksins áður. JÓN Stefánsson stjórnandi í mikilli sveiflu á æfingu. Morgunblaðið/Ásdís EINSÖNGVARARNIR Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Eiríkur Hreinn Helgason, Michael Goldthrope sem fer með hlutverk guðspjallamanns- ins, Bergþór Pálsson og Stephen Brown. „Góðir guðspjallamenn eru vandfundnir," segir Jón Stefánsson. „Upplifun á við spennandi stórmynd“ Sóknarpresturinn, séra Jón Helgi Þórarinsson, er einnig meðlimur í kómum og blandar sér nú í samræð- umar. Brátt kemur í ljós að með kómum syngur einnig eiginkona hans, Margrét Einarsdóttir. Séra Jón Helgi á að baki söngnám og segir að það veiti sér mikla ánægju að fá að syngja með kórnum auk þess sem það styrki tengsl sín við tónlistarstarfið í kirkjunni. „Upplifunin á Mattheusar- passíunni er ekki ólík því að horfa á stórmynd á borð við Titanic. Það er svo margt að gerast í sögunni að hún heldur manni hugfóngnum og þessir tæpu þiár tímar líða furðufljótt,“ segir séra Jón Helgi. „Það er ekki nokkur vafi að þetta er mikil trúarleg reynsla fyrir þann sem boðskapurinn er ein- hvers virði, sem er sá stóri hluti lands- manna sem kristnin hefur mótað. Áheyrendur skynja píslarsöguna al- veg upp á nýtt.“ Tónlist er stór þáttur í öllu safnað- arstarfi Langholtskirkju og þá ekki síst kórastarfið, en nú starfa einir sex kórar við kirkjuna. Fyrstan skal telja sjálfan Kór Langholtskirkju en meðlimir hans eru nú um 90. Kam- merkór Langholtskirkju er sprottinn úr aðalkórnum. I Gradualekórnum era um 50 börn og unglingar upp að 18 ára aldri. Kórskóli Langholts- kirkju hefur verið starfandi um nokkurt skeið og kór yngri barna á aldrinum 3 til 7 ára. Loks er það kór eldri félaga úr Kór Langholtskirkju og þar er áhuginn síst minni, því á stofnfund kórsins í febrúar mættu 60 áhugasamir kórsöngvarar. Með passíuna í blóðinu ÞESS eru nokkur dæmi að fjölskyldutengsl finnist meðal þátttakenda í flutningi Mattheusarpassíunnar. Hjón syngja saman í kórnum, og jafnvel feðgin og mæðgin. Hjónin Daði Kolbeinsson, óbóleikari, og Sesselja Hall- dórsdóttir, víóluleikari eru að taka þátt í flutningi Mattheusarpassíunnar í þriðja sinn. Dóttir þeirra, Gunnhildur, virðist hafa smitast af passíuáhuga foreldranna því hún syngur nú með í Gradualkómum. Þau Daði og Sesselja eru hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit íslands og segja að það sé skemmtileg tilbreyting að starfa með smærri hljómsveit í Langholtskirkju sem kalli á önnur vinnubrögð. „Hér er góður andi og það hefur verið skemmtilegt að leika fyrir Jón í þau bráðum 24 ár sem við höfum komið að tónlistarflutningi í kirkjunni," segir Sesselja. Að sögn Daða er það toppurinn fyrir hvem óbóleikara að leika í Mattheusarpassíu Bachs. Verkið kreíjist þrenns konar óbóhljóðfæra og mikið sé um dúetta og einleikskafla fyrir hljóðfærið. „Maður fær ekki oft tækifæri til að láta svo mikið að sér kveða í einu verki og það er mjög eftirsóknarvert að fá að leika þetta verk.“ Gunnhildur hefur verið í Gradualkóm- um í 3 ár. Henni finnst Mattheusarpassían mjög skemmtilegt verk að syngja. En hvemig skyldi heimilislífið vera þegar nær dregur tónleikum? „Gunnhildur kvartar stund- um yfir því að við séum alltaf að leika sömu kaflana aftur og aftur," segir Daði og hlær. „Við fömm gjaman á skíði á morgnana en ég fer síð- an heim á hádegi til að blása svolítið í hljóðfær- ið. Annars em nú ekki allir sem fá tækifæri til að æfa sig heima með fjölskyldunni og verða því að láta sér nægja kvöldæfingamar.“ Þau em sammála um að Mattheusarpassían sé með fal- legri verkum tónbókmenntanna. „Það myndi kristna hvem heiðinn mann að hlýða á verkið.“ Morgunblaðið/Ami Sæberg HJÓNIN Daði Kolbeinsson og Sesselja Halldórsdóttir og dóttir þeirra Gunnhildur fara á saman á skíði á morgnana og æfa Bach á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.