Morgunblaðið - 09.04.1998, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 09.04.1998, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA f DAG „Vér páskahá- tíðhöldum“ í þessari páskahug- vekju segir sr. Heimir Steinsson: Friðþægingarfórn Krists og upprisa eru tvær greinar á sama meiði, og hann nefnist endur- lausn. SKÍRDAGUR er runninn upp. Þar með er höfuðhátíð kristinna manna í raun og veru gengin í garð. Skírdagur er hinn fyrsti fímm daga, sem allir eru helgaðir síðustu stundum Jesú á jörðu, innsetningu heil- agrar kvöldmáltíðar, kvöl frels- arans, krossdauða hans og upp- risu frá dauðum. Hátíðin er samfella. Enginn hluti hennar verður frá heildinni skilinn. Merking upprisunnar á páska- dag er beintengd þeirri við- burðarás, sem á undan fór. Þetta kemur skýrt fram í lat- neskum sálmi frá tíundu öld, en hann hljóðar á þessa leið í ís- lenzkri þýðingu. Vér páskahátíð höldum og honum þakkir gjöldum, er sættí Guð við sekan mann og sjálfan dauðann yfirvann. Hallelúja. (Sálmabók 151). Fyrsta hending þessa sálm- vers er yfírskrift hátíðarinnar allrar. Framhaldið segir oss, hvert er efni hátíðarinnar, til- greinir niðurskipan hennar. Hátíðin er tvíþætt: í fyrsta lagi hefur Kristur með krossdauða sínum komið á sáttargjörð milli Guðs og manna. I annan stað yfirvann hann dauðann sjálfan með upprisu sinni. Þetta hvort tveggja þökkum vér í senn. Hvorugt verður frá öðru skilið. Friðþægingarfórn Krists og upprisa eru tvær greinar á sama meiði, og hann nefnist endurlausn. Páskaundrið Upprisa Krists á páskadags- morgun er grundvöllur kristins dóms. Upprisan er staðfesting þess, að þér er ætlað að lifa að eilífu, lesandi minn góður. Páskaundrið opinberar, hvað þín bíður að loknum hérvistar- dögum. Umfram allt er þó páskaund- rið síðara hámark þeirra tíð- inda, er hófust á fóstudaginn langa. Þú átt ekki einungis í vændum eilíft líf. Þú ert einnig frelsaður frá synd þinni og sekt nú þegar, hólpinn í dag og æv- inlega. Úrslitahríð allrar sögu er á enda kljáð. Guð hefur brot- ið myrkravöld dauðans á bak aftur og endurskapað þig. Páskadagsmorgunn veit á helg- un þína hið ytra og innra, Krists fyllingu í hugskoti þínu og breytni þinni. Tökum því undir hinn foma sigursöng: I heimi þrátt var styrjöld stríð, en styijöld sú var hörðust, er þá var háð til lausnar lýð, er líf og dauði börðust. A dauða sigur dýrlegan með dauða sínum lífið vann, Því hljómi: Hallelúja. HaUelúja. (Sálmabók 157). Sannfræði páska frásagnanna Allt frá upphafí kristins dóms gjörðust menn til að ve- fengja sannleiksgildi páskafrá- sagnanna. Það vefang stendur frammi enn þann dag í dag, eft- ir nær 20 aldir. Um eitt voru menn þó sam- dóma frá öndverðu: Gröf Krísts var tóm að morgni páskadags. Jesús hafði verið lagður í hana að kvöldi föstudagsins langa. Þaðan var hann horfínn á þriðja degi. Enginn hefur rengt það, hvorki fyrr né síðar. Af þessum sökum hefur gröfin tóma löng- um orðið tákn páskanna í vit- und kristinna manna. Um hana er ekki ágreiningur. Frásagnir guðspjallanna af upprisunni eru hver með sínum hætti. En í öUum aðalatriðum ber þeim saman. Hinn upprisni birtist lærisveinum sínum við ýmis tækifæri, vitraðist þeim fáum saman og í fjölmenni. Nokkrir þeirra efuðust allt að einu. Heilsusamlegur efi er fórunautur páskaundursins á hverri tíð. Veigamestu rökin fyrir sann- fræði páskasögunnar eru á þessa leið: Eftir krossfesting- una voru lærisveinar Jesú bug- aðir af þeim ósköpum, er yfír þá höfðu dunið: Meistari þeirra hafði verið handtekinn, píndur og kvalinn, dæmdur og lífiátinn með svívirðilegum hætti. „Vér vonuðum, að hann væri sá, er leysa mundi Israel," sögðu lærisveinamir á leið sinni til Emmaus að kvöldi páskadags (Lúk: 24:21). Nú var sú von að engu orðin, og ekkert blasti við förunautum Jesú annað en nið- urlægjandi ósigur. Eðlilegustu viðbrögð þeirra hefðu verið á þá lund að hverfa aftur hver til síns heima og fella hina stuttu sögu prédikarans frá Nazaret í gleymsku. En hér fór á annan veg. Inn- an fárra vikna tóku postulamir að boða mönnum þau tíðindi, að sögu hins fyrirlitna og kross- festa leiðtoga þeirra væri ekki lokið. Saga hans væri þvert á móti að hefjast - saga hins upp- risna. Fáum árum síðar vom lærisveinarnir og skjólstæðing- ar þeirra lagðir af stað út um borgir Rómaveldis, þar sem þeir hvarvetna sögðu tíðindin nýju. Nú er ekki svo að skilja, að þeirra bíði hrós og lofstír fyrir þennan boðskap. Þvert á móti: Þeir voru sjálfir ofsóttir og líflátnir fyrir tiltæki sitt. Hefði ekki verið skynsam- legra að þegja? - Jú eflaust. - En postularnir gátu ekki þag- að. Reynsla þeirra af nærveru hins upprisna var svo sterk, að þeim héldu engin bönd. Kristur er upprisinn Það að kirkja Krists skyldi yfirhöfuð komast á laggimar á fyrstu öld tímatals vors er kraftaverk, sem ekki verður skýrt nema með vísun til ann- ars og enn stærra kraftaverks, og það er upprisa frelsarans sjálfs. Vöxtur kirkjunnar fyrstu þrjár aldir ítrekaðra ofsókna staðfestir hið sama. Orð hinna trúuðu á páskum vora byggð á sögulegri staðreynd: „Kristur er upprisinn. - Kristur er sann- arlega upprisinn." Með þau orð á vöram fögnum vér öll upprisuhátíðinni og segj- um hvert með öðra: Gleðilega páska. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær staður og þjónusta VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „VIÐ erum nokkrai’ konur í kvennaklúbbi sem fórum út að borða í Listhúsið í Laugardal. Viljum við lýsa yfír ánægju okkar með al- veg frábæran stað. Það var mjög vel tekið á móti okk- ur, maturinn var ferskur og góður og þjónustan frábær og verðinu mjög stillt í hóf. I boði var hlaðborð með frábærum salatbar og hægt að fá sér aftur og aftur. Ekki spillti fyrir að hafa öll listaverkin í kringum sig.“ Þakklátar konur. Staðreyndavilla í auglýsingu í MORGUNBLAÐINU þriðjudaginn 7. apríl birtist auglýsing á bls. 25. Þessi auglýsing er um PIN-núm- er frá nokkrum fyrirtækj- um. I auglýsingunni er slæm staðreyndavilla, þ.e. þar er mynd af mannsheila en heilinn snýr öfugt á myndinni. Vakti þetta sér- staka athygli mína því ég kenni líffærafræði á Akur- eyri. Vildi ég benda hlutað- eigandi á þetta. Sigurður Bjarklind. Kannast einhver við fólkið? KRISTINN hafði samband við Velvakanda og hefur hann áhuga á að vita hvort einhver kannast við fólkið á þessum myndum. Aftan á annarri myndinni stendur „Börn Bjarna Guðmundssonar læknis". Þeir sem hefðu upplýsingar um þessar myndir eru beðnir að hafa sam- band við Kristin í síma 421 4145. Tapað/fundið í raiðbænum GLERAUGU í svörtu plasthulstri, hörðu, og fílma í peningapyngju týndust sl. föstudagskvöld, líklega í miðbænum. Skilvís finnandi hafí samband í ::íma 551 3373. Svört taska týndist í miðbænum TASKA, stór og svört, týndist á Litla ljóta andar- unganum eða í miðbænum sl. mánudag. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 561 6273. Gullarmband týndist í Bláfjöllum GULLARMBAND, merkt á lási, týndist líklega í Blá- fjöllum fyrir rúmlega fjór- um vikum. Skilvís finnandi hafí samband í síma 552 6623. Dýrahald Högni týndist Gulbröndóttur högni týnd- ist frá Laufásvegi 5. apríl. Hann er eyrnamerktur R- 7H128. Þeir sem hafa séð kisa hafi samband í síma 552 5064. Fundarlaun. SKAK liin.sjón Margeir Pétursson MILLILEIKIR geta ver- ið öflugt vopn, en geta líka snúist í höndunum á mönn- um eins og í þessari skák. Hvítur drap ekki strax til baka á f3, en skákaði með biskup á b5 í millileik. Staðan kom upp á hraðmóti sem haldið var í tengslum við stóra opna mótið um daginn. Bandaríkja- maðurinn G. Khomeriki (2.205) var með hvítt og átti leik, en Eistinn Jan Ehlvest (2.610) hafði svart og átti leik. Byrjunin var þannig: 1. b3 - d5 2. f4 - Rffi 3. Rf3 - g6 4. Bb2 - Bg7 5. e3 - Bg4 6. Be2 - c5 7. h3 - Bxf3 8. Bb5+?? Og nú höfum við stöðuna á stöðumyndinni. 8. - Rfd7! 9. Bxg7? (Mun betra var 9. Dcl - Bxg2 þótt svartur standi til vinn- ings eftir bæði 10. Bxg7 - Bxhl 11. Bxh8 - e6! 12. Ke2 - Bg2 og 10. Hgl - e5! 11. Hxg2 - Dh4+ með peði meira og sókn) 9. - Bxdl 10. Bxh8 - Bxc2 og með drottningu fyrfr hrók vann Ehlvest auðveldlega. SVARTUR leikur og vinnur! BRIDS IJm.sjón Guðmundur Páll Arnar.von Jón Baldursson og Magnús Magnússon spiluðu í liði Georges Rosenkranz í tveggja daga sveitakeppni í lok vorleikanna í Reno. Rosenkranz er 82 ára og spilaði við Peter Boyd, en þriðja parið í liðinu voru Hollendingarnir Westra og Leufkens. Sveitin endaði í öðru sæti, aðeins broti úr stigi frá því fyrsta! Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 10642 ¥Á2 ♦ ÁD54 *D82 Suður ♦ ÁKD93 ¥76 ♦K10972 Vestur *5 Norður Austur Suður - Jón - Magnús Pass 21auf Pass 2Spaðar Pass 2grönd Pass 3grönd Pass 41auf Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5tíglar Pass 6spaðar Allir Pass Skýringar: 1 spaði: 11-15 HP, minnst fimmlitur. 2 lauf: Krafa í geim, spurning um skiptingu. 2 spaðar: Fimmlitur í spaða og tvílitur í hjarta. 2 grönd: Biðsögn. 3 grönd: Fimm tíglar og eitt lauf. 4 lauf: Spuming um kontról. 4 hjörtu: Fjögur kontról (ás=2, kóngur=l). 4 spaðar: Spuming um staðsetningu kontróla. 5 tíglar: í spaða og tígli, en ekki þjarta. 6 spaðar: í versta falli þarf spaðinn að koma 2-2. Víkveiji skrifar... Það hefur orðið æ stærri þáttur í páskahaldi landans að sækja ýmiss konar list- og menningarvið- burði. Ber að fagna þessu enda eru engin mannanna verk jafn vel til þess fallin að lyfta andanum og list- irnar. Eins og gefur að skilja er kirkjulistin einkar blómleg yfir helgidagana en einnig hefur færst í vöxt að listasöfn og -stofnanir og ýmsir hópar efni til sýninga og tón- leika um páskana. Að þessu sinni ber hæst flutning Langholts- kirkjukórs á Mattheusarpassíu Bachs. Það er ekki oft sem ráðist er í flutning á þessu gríðarmikla verki sem tekur þrjá klukkutíma og því er hann ávallt stórviðburður. Ber að fagna þessu framtaki Lang- holtskirkjukórs sérstaklega. Það er þekkt vandamál í opin- beram byggingum á Islandi að salemisaðstaða sé ónóg eða ófull- nægjandi. Víkverji man ekki betur en að það hafi hreinlega gleymst að gera ráð fyrir salernum í aðalbygg- ingu Háskóla Islands á sínum tíma og sömu sögu er að segja af nýlegri byggingu félagsvísindadeildar há- skólans sem nefnist Oddi, þar gleymdist að gera ráð fyrir salern- um á fyrstu hæð. í báðum þessum tilfellum var málunum bjargað fyr- ir horn, í aðalbyggingunni tókst það ágætlega en í Odda var ein- hverju klastrað saman úti á miðju gólfi. En svo eru líka tilfelli þar sem gert er ráð fyrir salernum en þau bara ekki höfð nógu mörg. Þetta á til dæmis við um Borgarleikhúsið þar sem Víkverji hefur mátt standa í röð í hléum með blöðrana í spreng. Greinilega hefur gleymst að hafa það í huga að í leikhúsi hleypur fólk ekki til að kasta af sér vatni hvenær sem er heldur bíður fram í hlé og þá ríður á að aðstaðan anni eftirspurn. Mættu leikhúsmenn huga að því hvort ekki mætti leysa þessi mál með einhverjum hætti áður en „slys“ verður. Fyrst Víkverji er nú farinn að tala um Borgarleikhúsið verð- ur hann að minnast á annað sem mætti fara betur í því ágæta húsi. Það er mikill galli að fatahengið í húsinu skuli vera opið og gæslu- laust. Víkverji hefur að vísu skilið eftir flík sína á þessum snögum en hann hefur alltaf tæmt vasana af öllum verðmætum og setið með þau hringlandi í buxnavösunum á sýningum sem er vitanlega ekki þægilegt. Ekki veit Víkverji hvort þetta skipulag - sem virðist einna helst lykta af einhverjum spamaði - hafi leitt til einhverra „slysa“ en það býður augljóslega hættunni heim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.