Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 80

Morgunblaðið - 09.04.1998, Side 80
[ Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPIN KERFIHF IW1 HEWLETT PACKARD S3.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes Promigm partner www.nyherii.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Allt að 25% verðmunur á hjólbarða- skiptingu 25% munur reyndlst á hæsta og lægsta verði hjólbarða- skiptingar, umfelgunar og jafnvægisstillingar þegar starfsfólk samstarfsverkefnis ASÍ, BSRB og Neytendasam- takanna gerði verðsamanburð á 27 verkstæðum fyrir skömmu. Lægst var verðið 2.800 krónur, en hæst 3.500 krónur. Könnunin var gerð á nokkrum stöðum á landinu. Hinn 15. apríl næstkomandi rennur út frestur til að skipta yfir á sumardekk. ■ 25% verðmunur/22 Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson Mál drengsins sem enga skólavist hefur fengið í vetur Selfyssingar samþykkja að veita drengnum skólavist BÆJARSTJÓRN Selfoss sam- þykkti einróma í gær tillögu Ing- unnar Guðmundsdóttur bæjarfull- trúa um að veita dreng úr Reykja- vík, sem býr á fósturheimili í Vill- ingaholtshreppi, skólavist í grunn- skóla á Selfossi. Mikil umræða hef- ur átt sér stað að undanfömu um málefni drengsins sem hefur enga skólavist fengið í vetur. Ingunn hafði áður borið tillöguna upp í skólaráði Selfoss en þar var henni hafnað. Hún sagðist í gær vera mjög ánægð vegna niðurstöðu bæj- arstjómarinnar. „Við fengum þetta erindi í haust og emm búin að veltast með þetta eins og fleiri. Ég hef ekki verið ánægð með þann velting þó að ég hafí tekið þátt í öllum afgreiðslun- urji. Ég ákvað því að fá fram afstöðu bæjarstjómar og hún var mjög ein- dregin. Ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Ingunn. Bæjarstjórn fól forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að ganga frá samningum við Reykja- víkurborg sem fyrst, svo nemand- inn gæti notið skólagöngu það sem eftir er af skólaárinu. I umræddri tillögu og bókun sem samþykkt var í bæjarstjórn Selfoss í gær segir að ijóst sé að Reykjavík- urborg beri alla ábyrgð og allar skyldur í þessu máli samkvæmt lög- um. „Umræða sem fram hefur farið á opinberum vettvangi hefur því miður ekki borið vitni um þá stað- reynd, heldur hafa sveitarfélögin í Flóanum legið undir ómaklegum ásökunum. Framgangur þessa máls er áminning til sveitarfélaganna um að sveitarfélög sem þurfa að taka börn frá heimilum sínum og vista annars staðar verða að seinja um skólaúrræði áður en vistun kemur til framkvæmda. BS leggur áherslu á að svo verði gert í framtíðinni." Sólskinsstund á fjöllum Isafjiirdui'. Morgunblaðið. FJÖLMARGIR Vestfírðingar hafa notið veðurblíðunnar und- anfarið með því að bregða sér á skíði eða stunda einhverja aðra útivist. A sunnudag nutu margir sólarinnar á Breiðadalsheiði milli Skutulsíjarðar og Önundarfjarð- ar og meðal þeirra voru Sigurð- ur Jónsson, framkvæmdasijóri Skipasmíðastöðvarinnar á Isa- firði, og fjölskylda hans. Þau hjón Sigurður og Sólveig Sigurð- ardóttir, sem eru á myndinni ásamt börnum sínum, þeim Ragnari Óla og Björk, höfðu með sér tjald og hitunartæki og fengu sér sunnudagskaffi á heiðinni. Þá hlóðu þau skjólvegg til að skýla sér fyrir norðanáttinni sem var fremur köld þennan dag. Bretaprins vill koma með syni sína til Islands KARL Bretaprins sagði að hann vildi koma til íslands og veiða lax ásamt sonum sínum, Vilhjálmi og Harry, og lýsti yfír eindregnum stuðningi við tilraunir Norður- 4 TBRtlantshafslaxasjóðsins (NASF) til að draga úr laxveiðum í sjó á fundi, sem haldinn var við ósa ár- innar Dee við Aberdeen í Skotlandi á þriðjudagskvöld. Að sögn Orra Vigfússonar, stofnanda sjóðsins, komu um 250 manns til kvöldverðarfundarins, sem haldinn var í fjáröflunar- skyni. Hann sagði að ræða Karls hefði vakið athygli og hann rakið áhyggjur sínar af stöðu villtra laxastofna. „Hann vék frá skrifuðum texta ^jinum og flutti hjartnæma ræðu af því þegar hann hóf veiðiskap fjögurra ára og veiddi laxaseiði í lítinn ketil handa ömmu sinni, drottningarmóðurinni, sem er á 98. aldursári og mikil veiðimann- eskja," sagði Orri. „Síðan sagði hann frá fyrstu löxunum, sem hann hefði veitt, sjö eða átta ára ^JBramalI, og lýsti yndislegum veiði- dögum á Islandi. Hann kvaðst vilja koma aftur til veiða á íslandi einhvern tímann með syni sína með sér.“ Orri bætti því við að prinsinn ætti boð um að veiða lax á íslandi. Hann sagði að Bretaprins hefði einnig lýst yfir því að hann styddi aðgerðir á borð við að veiða laxa og sleppa þeim, en það hefði verið mikið hitamál í veiðiheiminum undanfarin tvö ár. Orri flutti ræðu á kvöldverð- arftmdinum þar sem hann gerði grein fyrir markmiðum NASF. Stofnunin ynni að því að ffiða lax- inn í Norðurhöfum með því að kaupa kvóta í sjó, en það væri erfitt að réttlæta það á meðan hann væri veiddur í net við Bretland. Nú gæti hins vegar verið að reknetaveiðar Breta legðust brátt af. Ihuga reknetabann Talið er líklegt, að Jack Cunn- ingham, landbúnaðarráðherra Bretlands, muni taka til athugun- ar að banna enskum sjómönnum að nota reknet í Norðursjó. Er til- gangurinn sá að vernda laxinn en helmingur laxaflans er tekinn í Morgimblaðið/Steve Martin KARL Bretaprins ásamt Stewart Spence og hjónunum Orra Vigfússyni og Unni Kristinsdóttur. reknet áður en hann nær að ganga upp í árnar. Kom þetta fram í The Daily Telegraph í fyrradag. Cunningham, sem er sjálfur áhugamaður um laxveiðar, sagði að hann byggist við því, að nefnd, sem falið hefiir verið að endur- skoða lög um veiðar á laxi og ferskvatnsfiski, myndi skoða til hvaða ráða væri best að grípa til verndar laxinum en á síðasta ári veiddist minna af honum en nokkru sinni fyrr. Það eru eink- um reknetin við norðausturströnd Englands, sem eru mönnum þyrn- ir í augum, en í þau koma árlega um 50.000 laxar og jafnmikið af sjóbirtingi. Vaxandi reknetaafli Ríkissljórn íhaldsflokksins ákvað á sínum tíma að hætta út- gáfu nýrra reknetaleyfa og siðan hefur leyfishöfunum fækkað úr 1411 89. Laxafli reknetabátanna hefur samt verið að aukast á sið- ustu árum og er meðal annars nýjum og betri netum þakkað það. Hafa þessar veiðar bitnað sérstaklega á skosku ánum en í þær ganga 80% laxins í Bretlandi. I Skotiandi hafa þó reknetaveiðar verið bannaðar í mörg ár. Fínn miðill ehf. Bandarískt fyrirtæki kaupir 50% ÚTVARP , FM hf., fyrirtæki feðganna Arna Samúelssonar og Björns Amasonar í Sam-bíóunum, keypti í gær 50% eignarhlut Afl- vakans hf. í Fínum miðli ehf. sem rekur fimm útvarpsstöðvar. Ami og Björn áttu fyrir helmingshlut í félaginu. Gengið var frá kaupunum á hádegi í gær og hálftíma síðar framseldu Ai-ni og Björn svo 50% eignarhlutann til bandarísks fjöl- miðlafyrirtækis. Um er að ræða stórt fyrirtæki sem starfrækir bæði útvarps- og sjónvarpsstöðvar í Bandaríkjunum. Að sögn Ama er salan nánast fullfrágengin. Ekki er unnt að greina frá nafni fyrirtækisins að svo stöddu. Greint verður opinberlega frá kaupunum á Islandi og í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Ami segir að umrætt fyrirtæki muni taka mikinn þátt í starfsemi útvarps- stöðva Fíns miðils enda búi það að mildlli reynslu og þekkingu á rekstri útvarps- og sjónvarps- stöðva. „Þeirra aðferðir eiga eftir að koma vel í Ijós hér á landi á næstu mánuðum. Þeir búa yfir mjög mikilli þekkingu á þessu sviði,“ sagði Arni. Byggja upp öflugt Ijósvakafyrirtæki Baldvin Jónsson, stjómarfor- maður Aflvakans hf., sem einnig hefur verið stjómarformaður Fíns miðils, kvaðst í gær vera mjög ánægður með eigendasldptin og að aðilar sýndu því áhuga að koma inn í þennan rekstur af fullum krafti í þeim tilgangi að byggja upp mjög öflugt ljósvakafyrirtæki. Greinilegt væri að tekist hefði vel til við upp- byggingu Fíns miðils á undanforn- um sjö ámm og að gera það að áhugaverðu fjölmiðlafyrirtæki. „Ég skil mjög sáttur við þetta fyr- irtæki og er yfirmáta ánægður með þróun mála,“ sagði Baldvin. „Aflvakinn hefur byggt upp út- varpsstöðvar sínar á undanfomum sjö árnrn. Samkeppni ljósvaka- miðla er mjög hörð og erfitt að fóta sig því það gætir mikillar ósann- girni í samkeppninni. Menn eiga í baráttu við Ríkisútvarpið sem nýt- ur lögbundinna afnotagjalda og er jafnframt að keppa á hinum frjálsa auglýsingamarkaði. Þótt við höfum vakið athygli Samkeppnisstofnun- ar á ýmsum þáttum í rekstri RÚV hefur ekki verið tekið tillit til þess og RÚV ekki farið eftir því. I öðm lagi er um mismunun að ræða, þeir sem auglýsa í ljósvakamiðlum þurfa að greiða 10% gjald af aug- lýsingum í Menningarsjóð. í allri þessari baráttu er mjög ánægju- legt að sjá að þrátt fyrir þetta hef- ur vaxið upp úr þessu mjög gott fyrirtæki sem gengur vel. Það býr að góðri blöndu útvarpsstöðva. Mér fannst kominn tími á það per- sónulega á þessum tímamótum að snúa mér af fullum krafti að öðmm spennandi verkefnum sem ég er að vinna að,“ sagði hann. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 15. apríl. Fréttavefur Morgunblaðsins verður með fréttaþjónustu yfir páskana. Slóðin er www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.