Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 20

Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður hjá KS í stað taprekstrar UM 8,6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Skag- fírðinga á síðasta ári á móti liðlega 163 milljóna króna tapi árið áður. Munurinn skýrist af því að 11 millj- óna kr. hagnaður varð af Fiskiðj- unni Skagfirðingi hf. í stað yfir 200 milljóna kr. taps árið áður. Rekstrartekjur KS voru 2.465 milljónir kr. og höfðu aukist um 10% milli ára. Rekstrargjöld voru 2.423,7 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta varð 2,5 milljónir kr. Hagnaður af sölu eigna nam 7,9 milljónum og hlutdeild í tapi eignatengdra fyrir- tækja var 1,9 milljónir kr. þannig að hagnaður ársins varð 8,6 millj- ónir kr. Eigið fé KS var í árslok 1.130 milljónir og var eiginfjárhlut- fall tæplega 50%. Á nýafstöðnum aðalfundi Kaup- félags Skagfirðinga gerði Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri breyting- Viðsnúningur í rekstri Fiskiðjunnar Skagfírðings ar á afkomu dótturfélags KS, Fisk- iðjunnar Skagfirðings hf., að um- talsefni. Fyrírtækið skilaði nú 11 milljóna kr. hagnaði á móti rúm- lega 200 milljóna kr. halla árið áð- ur. Fiskiðjan hefur gengið í gegn- um mikla endurskipulagningu á síðustu tveimur árum. Þórólfur sagði að stjómendur fyrirtækisins hafi sett sér það markmið að rekst- urinn næði jafnvægi á árinu 1997 og það hafi gengið eftir. „Stjóm- endur settu langtímamarkmið ofar stundarvinsældum og mörkuðu fé- laginu rekstrarlegan starfsgmnd- völl. Þrátt fyrir mikið gjöminga- veður tókst að sigla fyrirtækinu óbrotnu gegnum brimskaflinn. Engar veiðiheimildir vom seldar, þvert á móti hefur fyrirtækið nú verið að kaupa varanlegar heimild- ir,“ sagði Þórólfur. Hann sagði einnig að KS ætti vemlega fjár- muni bundna í hlutafé í sjávarút- vegi sem ekki skiluðu arðgreiðslu inn á rekstrarreikning með beinum hætti en margt benti til að með bættum rekstri gæti þar orðið breyting á næstu áram. Stofna viðskiptastofu Fram kom hjá kaupfélagsstjór- anum að á síðustu áram hafi KS verið skapaðir möguleikar til þátt- töku í verslun og viðskiptum á landsvísu. Til að auka það og skapa ný tækifæri hafi verið undirbúið og ákveðið að stofna Viðskiptastofu KS, þar sem þrír starfsmenn mynda rekstrareiningu til að að- stoða deildir KS við innflutning og öflun viðskiptasambanda. Við- skiptastofan tekur til starfa 1. maí. Frá sama tíma hefur Ómar B. Stef- ánsson, fyrram vörahússtjóri, ver- ið ráðinn markaðsstjóri fyrir versl- unarstarfsemi og framleiðsluein- ingar KS. KS ráðgerir að fjárfesta í mjólk: ursamlaginu fyrir 40 milljónir kr. I haust verður sett þar upp osta- pressa og auk þess sem keypt eru tæki til vinnslu á mozzarella-osti. Með þessu er búið að fjárfesta í samlaginu fyrir 150-200 milljónir kr. á sjö áram. „Okkar áhersla er að með þessari fjárfestingu verði samlagið eitt allra hagkvæmasta mjólkursamlag landsins í rekstri. Án teljandi fjárfestinga getum við aukið framleiðslu um 5-8 milljónir lítra. Skagfirskum bændum er þess vegna óhætt að stækka bú sín verulega á næstu áram,“ sagði Þórólfur. Fram kom hjá kaupfélagsstjór- anum að fyrir forgöngu Félags sauðfjárbænda í Skagafirði hafi verið rætt um hagkvæmni þess að hafa aðeins eitt sláturhús í hérað- inu en niðurstaða væri ekki fengin. Þá kom fram að í athugun væri að fóðurstöð félagsins sæi svæðinu frá Húnavatnssýslu í vestri að Tjör- nesi í austri fyrir loðdýrafóðri. Á síðasta ári var lokið byggingu nýrrar fóðurversksmiðju í Vall- hólmi. Heildarkostnaður var um 80 milljónir kr. Fram kom hjá Þórólfi að framleiðsla og sala hefði farið vel af stað. Þá er kaupfélagið aðili að félagi um virkjun við Villinga- nes. BM FLUTNINGAR Nýsímcmúmer Nú hafa tekið gildi ný símanúmer hjá BM Flutningum i AÐALNÚMER Einnig bætist við beint innval í eftirtaldar deildir: FUUGSVIÐ 569 8010 SJÓSVIÐ 569 8020 FJÁRMÁLASVIÐ 5698030 VDM/FRÍSVÆÐI 569 8040 VÖRUAFGREIÐSLA 5698045 HRAÐSENDINGAR 5698050 TOLLASVIÐ 569 8060 IBM TRANSPORT LTD./^&N BM FLUTNINGAR EHF. viES - Alhliða flutningsmiðlun Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavfk, sfmi 569 8000 Kaupfélag Skagfirðinga Úr reikningum ársins 1997 fíekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 2.465,1 2.423,7 2.239,6 2.212,1 +10,1% +9,6% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Eignarskattur 41,4 (26,1) (12,7) 27,5 (17,3) (11,2) +50,6% +51,2% +13,2% Hagnaður af reglul. starís. eftir skatta Hagnaður afsöiueigna Hlutdeild í afkomu eiqnatengdra fyrirí. 2,6 7,9 (1,9) (1,0) 21.5 (184,1) ■63,2% Hagnaður (tap) ársins 8,6 (163,6) - Efnahagsreikningur 3i.desemben 1997 1996 Breyting | Eignir: | Fastafjármunir 1.490,3 1.346,6 +10,7% Veltufjármunir 785,6 775,6 +1,3% Eignir samtals 2.275,9 2.122,2 +7,2% | Skuidir og eigið fé: \ Eigið fá 1.130,2 1.100,7 +2,7% Langtímaskuldir 303,8 231,4 +31,3% Innlánsdeild 434,9 416,4 +4,4% Skammtímaskuldir 407,0 373,7 +8,9% Skuldir og eigið fá samtals 2.275,9 2.122,2 +7,2% Sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 106,6 100,5 +6,1% Yfirlitsnámskeið um lagareglur sem gilda um Netið HINN 28. og 29. apríl nk. mun Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands í samstarfi við Lögfræðingafélag íslands gangast fyrir síðdegisnámskeiði um þau lög sem gilda um Netið. Námskeiðið er m.a. ætlað hug- búnaðarfólki og lögfræðingum og opið öllum sem áhuga hafa. Markmið þess er að kynna regl- ur sem gilda í tengslum við Netið. Farið verður í þá grann- tækni sem liggur að baki Net- inu og nauðsynleg er til að skilja leikreglur þess. Megin- reglur þeirra réttarsviða sem varða Netið verða útskýrðar og farið verður í hvernig þeim er beitt um Netið. Ótal spurningar Með tilkomu þess hafa sprottið ótal spumingar: Gilda engin lög um Netið? Er al- menningi heimilt að nýta sér allt efni á Netinu, þ.e. hlaða því á tölvur sínar, prenta það út og vista? Hver hefur forgang til netfangs? Hefur vöramerkja- réttur áhrif í þeim efnum? Geta menn dreift klámi og öðra ólög- legu efni í gegnum erlenda þjónustuaðila? Hvenær hefur stofnast til samnings á Netinu? Lögum hvaða lands ber að beita um ágreiningsefni í tengslum við Netið? Hvernig mun lög- gjafinn bregðast við? Á nám- skeiðinu verður leitast við að svara ofangreindum spurning- um m.t.d. gildandi laga. Þá verður og litið til þróunar á al- þjóðavettvangi. Helstu efnis- þættir verða; almennt um Net- ið, réttur til netfanga, samn- ingsgerð og greiðslur, skattaá- lagning vegna viðskipta, tján- ingarfrelsi og refsiverð hátt- semi, höfundarréttur. Umsjónarmenn og aðalfyrir- lesarar verða þau Jónína S. Lár- usdóttir hdl. og Ragnar Aðal- steinsson hrl., en gestafyrirlest- ur flytur Helgi Jónsson, for- stöðumaður INTIS. Upplýsing- ar og skráning í símum 525 4923 og 525 4924, myndsína 525 4080 og tölvupósti endurm@rhi.-hi.is Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsfræði - eins árs nám með starfi - hefst í ágúst 1998 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnu- lífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þeir Kristján Jóhannsson lektor, Magnús Pálsson markaðsráðgjafi hjá Markmiði, Jóhann Magnússon rekstrarráðgjafi hjá Stuðli ehf., Halldór S. Magnússon forstöðumaður hjá Islands- banka, Jón Þórisson fórstöðumaður söludeildar (slandsbanka, Ólafur Asgeirsson íslandsbanka, Ágúst Einarsson alþingismaður, Ingjaldur Hannibalsson prófessor og Hafsteinn Már Einarsson rannsóknastjóri hjá Gallup. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumörkun. Markaðsfræði og markaðsathuganir. Sölustjórnun og sölutækni. Flutningafræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Utanríkis- verslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Stjórn námsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson prófessor, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræð- ing og markaðsráðgjafa úr stjórn ÍMARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækni- skóla íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða um 260 klst. auk fornáms í stærðfræði. Námið hefst í ágúst 1998, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16:00-20:00 einu sinni í viku, alls 16 klst. á mánuði. Auk þess er kennt ýmist á föstudögum kl. 14:00-18:00 eða á laugardögum kl. 9:00-13:00 (samtals þrisvar í mánuði), alls 12 klst. á mánuði. Þátttökugjald fyrir námið er 150.000 kr. Umsóknarfrestur er til 6. maí 1998. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum fást hjá : Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík Sími: 525 4923 Bréfasími: 525 4080 Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.