Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður hjá KS í stað taprekstrar UM 8,6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Skag- fírðinga á síðasta ári á móti liðlega 163 milljóna króna tapi árið áður. Munurinn skýrist af því að 11 millj- óna kr. hagnaður varð af Fiskiðj- unni Skagfirðingi hf. í stað yfir 200 milljóna kr. taps árið áður. Rekstrartekjur KS voru 2.465 milljónir kr. og höfðu aukist um 10% milli ára. Rekstrargjöld voru 2.423,7 milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta varð 2,5 milljónir kr. Hagnaður af sölu eigna nam 7,9 milljónum og hlutdeild í tapi eignatengdra fyrir- tækja var 1,9 milljónir kr. þannig að hagnaður ársins varð 8,6 millj- ónir kr. Eigið fé KS var í árslok 1.130 milljónir og var eiginfjárhlut- fall tæplega 50%. Á nýafstöðnum aðalfundi Kaup- félags Skagfirðinga gerði Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri breyting- Viðsnúningur í rekstri Fiskiðjunnar Skagfírðings ar á afkomu dótturfélags KS, Fisk- iðjunnar Skagfirðings hf., að um- talsefni. Fyrírtækið skilaði nú 11 milljóna kr. hagnaði á móti rúm- lega 200 milljóna kr. halla árið áð- ur. Fiskiðjan hefur gengið í gegn- um mikla endurskipulagningu á síðustu tveimur árum. Þórólfur sagði að stjómendur fyrirtækisins hafi sett sér það markmið að rekst- urinn næði jafnvægi á árinu 1997 og það hafi gengið eftir. „Stjóm- endur settu langtímamarkmið ofar stundarvinsældum og mörkuðu fé- laginu rekstrarlegan starfsgmnd- völl. Þrátt fyrir mikið gjöminga- veður tókst að sigla fyrirtækinu óbrotnu gegnum brimskaflinn. Engar veiðiheimildir vom seldar, þvert á móti hefur fyrirtækið nú verið að kaupa varanlegar heimild- ir,“ sagði Þórólfur. Hann sagði einnig að KS ætti vemlega fjár- muni bundna í hlutafé í sjávarút- vegi sem ekki skiluðu arðgreiðslu inn á rekstrarreikning með beinum hætti en margt benti til að með bættum rekstri gæti þar orðið breyting á næstu áram. Stofna viðskiptastofu Fram kom hjá kaupfélagsstjór- anum að á síðustu áram hafi KS verið skapaðir möguleikar til þátt- töku í verslun og viðskiptum á landsvísu. Til að auka það og skapa ný tækifæri hafi verið undirbúið og ákveðið að stofna Viðskiptastofu KS, þar sem þrír starfsmenn mynda rekstrareiningu til að að- stoða deildir KS við innflutning og öflun viðskiptasambanda. Við- skiptastofan tekur til starfa 1. maí. Frá sama tíma hefur Ómar B. Stef- ánsson, fyrram vörahússtjóri, ver- ið ráðinn markaðsstjóri fyrir versl- unarstarfsemi og framleiðsluein- ingar KS. KS ráðgerir að fjárfesta í mjólk: ursamlaginu fyrir 40 milljónir kr. I haust verður sett þar upp osta- pressa og auk þess sem keypt eru tæki til vinnslu á mozzarella-osti. Með þessu er búið að fjárfesta í samlaginu fyrir 150-200 milljónir kr. á sjö áram. „Okkar áhersla er að með þessari fjárfestingu verði samlagið eitt allra hagkvæmasta mjólkursamlag landsins í rekstri. Án teljandi fjárfestinga getum við aukið framleiðslu um 5-8 milljónir lítra. Skagfirskum bændum er þess vegna óhætt að stækka bú sín verulega á næstu áram,“ sagði Þórólfur. Fram kom hjá kaupfélagsstjór- anum að fyrir forgöngu Félags sauðfjárbænda í Skagafirði hafi verið rætt um hagkvæmni þess að hafa aðeins eitt sláturhús í hérað- inu en niðurstaða væri ekki fengin. Þá kom fram að í athugun væri að fóðurstöð félagsins sæi svæðinu frá Húnavatnssýslu í vestri að Tjör- nesi í austri fyrir loðdýrafóðri. Á síðasta ári var lokið byggingu nýrrar fóðurversksmiðju í Vall- hólmi. Heildarkostnaður var um 80 milljónir kr. Fram kom hjá Þórólfi að framleiðsla og sala hefði farið vel af stað. Þá er kaupfélagið aðili að félagi um virkjun við Villinga- nes. BM FLUTNINGAR Nýsímcmúmer Nú hafa tekið gildi ný símanúmer hjá BM Flutningum i AÐALNÚMER Einnig bætist við beint innval í eftirtaldar deildir: FUUGSVIÐ 569 8010 SJÓSVIÐ 569 8020 FJÁRMÁLASVIÐ 5698030 VDM/FRÍSVÆÐI 569 8040 VÖRUAFGREIÐSLA 5698045 HRAÐSENDINGAR 5698050 TOLLASVIÐ 569 8060 IBM TRANSPORT LTD./^&N BM FLUTNINGAR EHF. viES - Alhliða flutningsmiðlun Holtabakka v/Holtaveg, 104 Reykjavfk, sfmi 569 8000 Kaupfélag Skagfirðinga Úr reikningum ársins 1997 fíekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Rekstrargjöld 2.465,1 2.423,7 2.239,6 2.212,1 +10,1% +9,6% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Eignarskattur 41,4 (26,1) (12,7) 27,5 (17,3) (11,2) +50,6% +51,2% +13,2% Hagnaður af reglul. starís. eftir skatta Hagnaður afsöiueigna Hlutdeild í afkomu eiqnatengdra fyrirí. 2,6 7,9 (1,9) (1,0) 21.5 (184,1) ■63,2% Hagnaður (tap) ársins 8,6 (163,6) - Efnahagsreikningur 3i.desemben 1997 1996 Breyting | Eignir: | Fastafjármunir 1.490,3 1.346,6 +10,7% Veltufjármunir 785,6 775,6 +1,3% Eignir samtals 2.275,9 2.122,2 +7,2% | Skuidir og eigið fé: \ Eigið fá 1.130,2 1.100,7 +2,7% Langtímaskuldir 303,8 231,4 +31,3% Innlánsdeild 434,9 416,4 +4,4% Skammtímaskuldir 407,0 373,7 +8,9% Skuldir og eigið fá samtals 2.275,9 2.122,2 +7,2% Sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 106,6 100,5 +6,1% Yfirlitsnámskeið um lagareglur sem gilda um Netið HINN 28. og 29. apríl nk. mun Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands í samstarfi við Lögfræðingafélag íslands gangast fyrir síðdegisnámskeiði um þau lög sem gilda um Netið. Námskeiðið er m.a. ætlað hug- búnaðarfólki og lögfræðingum og opið öllum sem áhuga hafa. Markmið þess er að kynna regl- ur sem gilda í tengslum við Netið. Farið verður í þá grann- tækni sem liggur að baki Net- inu og nauðsynleg er til að skilja leikreglur þess. Megin- reglur þeirra réttarsviða sem varða Netið verða útskýrðar og farið verður í hvernig þeim er beitt um Netið. Ótal spurningar Með tilkomu þess hafa sprottið ótal spumingar: Gilda engin lög um Netið? Er al- menningi heimilt að nýta sér allt efni á Netinu, þ.e. hlaða því á tölvur sínar, prenta það út og vista? Hver hefur forgang til netfangs? Hefur vöramerkja- réttur áhrif í þeim efnum? Geta menn dreift klámi og öðra ólög- legu efni í gegnum erlenda þjónustuaðila? Hvenær hefur stofnast til samnings á Netinu? Lögum hvaða lands ber að beita um ágreiningsefni í tengslum við Netið? Hvernig mun lög- gjafinn bregðast við? Á nám- skeiðinu verður leitast við að svara ofangreindum spurning- um m.t.d. gildandi laga. Þá verður og litið til þróunar á al- þjóðavettvangi. Helstu efnis- þættir verða; almennt um Net- ið, réttur til netfanga, samn- ingsgerð og greiðslur, skattaá- lagning vegna viðskipta, tján- ingarfrelsi og refsiverð hátt- semi, höfundarréttur. Umsjónarmenn og aðalfyrir- lesarar verða þau Jónína S. Lár- usdóttir hdl. og Ragnar Aðal- steinsson hrl., en gestafyrirlest- ur flytur Helgi Jónsson, for- stöðumaður INTIS. Upplýsing- ar og skráning í símum 525 4923 og 525 4924, myndsína 525 4080 og tölvupósti endurm@rhi.-hi.is Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsfræði - eins árs nám með starfi - hefst í ágúst 1998 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnu- lífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þeir Kristján Jóhannsson lektor, Magnús Pálsson markaðsráðgjafi hjá Markmiði, Jóhann Magnússon rekstrarráðgjafi hjá Stuðli ehf., Halldór S. Magnússon forstöðumaður hjá Islands- banka, Jón Þórisson fórstöðumaður söludeildar (slandsbanka, Ólafur Asgeirsson íslandsbanka, Ágúst Einarsson alþingismaður, Ingjaldur Hannibalsson prófessor og Hafsteinn Már Einarsson rannsóknastjóri hjá Gallup. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumörkun. Markaðsfræði og markaðsathuganir. Sölustjórnun og sölutækni. Flutningafræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Utanríkis- verslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Stjórn námsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson prófessor, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræð- ing og markaðsráðgjafa úr stjórn ÍMARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækni- skóla íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða um 260 klst. auk fornáms í stærðfræði. Námið hefst í ágúst 1998, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16:00-20:00 einu sinni í viku, alls 16 klst. á mánuði. Auk þess er kennt ýmist á föstudögum kl. 14:00-18:00 eða á laugardögum kl. 9:00-13:00 (samtals þrisvar í mánuði), alls 12 klst. á mánuði. Þátttökugjald fyrir námið er 150.000 kr. Umsóknarfrestur er til 6. maí 1998. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum fást hjá : Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík Sími: 525 4923 Bréfasími: 525 4080 Netfang: endurm@rhi.hi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.