Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 25

Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 25 Pólitísk óvissa í Þýskalandi eftir kosningarnar til þings sambandslandsins Sachsen-Anhalt Ásakanir ganga á víxl vegna aukins fylgis öfgaflokka Leiðtogar jafnaðarmanna og kristilegra demókrata kenna hvor öðrum um aukið fylgi öfgasinnaðra flokka á hægri jafnt sem vinstri væng þýska flokkakerfísins. Rósa Guðrun Erlingsddttir, fréttaritari Morgun- blaðsins, fylgdist með kosningunum og við- brögðum þýskra stjórnmálamanna. ÚRSLITA kosningahelgarinnar í Sachsen-Anhalt í Þýskalandi var beðið með mikilli eftirvæntingu vegna stórsigurs Jafnaðarmanna- flokksins (SPD) í kosningunum í Neðra-Saxlandi þann fyrsta mars sl. Tilnefning Gerhard Schröders sem kanslaraefni SPD fylgdi í kjöl- farið og hefur hún stóraukið fylgi SPD í skoðanakönnunum. Eins hafa kosningar til landsþinga á þessu ári meira pólitískt vægi en endranær vegna yfirvofandi þingkosninga 27. september. SPD og Græningjar hafa sett sér það sameiginlega markmið að binda enda á 16 ára valdatíð Helmut Kohls kanslara og þar með sam- steypustjórn CDU, flokks kanslar- ans, og Frjálslynda demókrata- flokksins (FDP). Eins hefur Helmut Kohl mátt sæta mikilli gagnrýni úr eigin röðum en áður tryggir flokks- bræður hans hafa opinberlega bent á mikilvægi mannabreytinga í for- ystu flokksins til að knýja fram sig- ur í kosningunum í haust. Wolfang Scháuble, formaður þingflokks CDU sem talinn er líklegastur sem eftirmaður Kohl, og Theo Waigel, fjármálaráðherra og formaður bæverska systurflokksins CSU, hafa dregið fram ágreining flokk- anna með persónulegum ásökunum í fjölmiðlum. Ósamstaða kristilegra demókrata Fyrir helgi gaf þingflokkur CDU/CSU út þá yfirlýsingu að beð- ið yrði með allar meiriháttar ákvarðanir þar til úrslit kosning: anna í Sachsen-Anhalt væru kunn. í dag, þriðjudag, fundar þingflokkur- inn að nýju og telja fréttaskýrendur ekki ólíklegt að krafíst verði afsagn- ar Helmut Kohls. Ófáir þingmenn kristilegra demókrata hafa viður- kennt opinberlega að ef CDU tapaði miklu fylgi í Sachsen-Anhalt þyrfti að snúa blaðinu við og hefja kosn- ingabaráttuna með nýtt kanslara- efni í broddi fylkingar. Eins og í kosningunum í Neðra- Saxlandi í mars sl. er SPD sigur- vegari kosninganna með 35,9% at- kvæða. Flokkurinn náði þó ekki hreinum meirihluta eins og fjöl- margar skoðanakannanir höfðu gef- ið til kynna og bætti stöðu sína að- eins um 1,9 prósentustig. CDU fékk einungis 21,9% atkvæða í sinn hlut og er það 12,5% minna fylgi en í kosningunum árið 1994. Fylgistap CDU er hið mesta til fjölda ára og er Helmut Kohl gerður perónulega ábyrgur fyrir hrakförúm flokksins í austurhluta Þýskalands þar sem hann hafi ekki staðið við öll þau lof- orð sem hann gaf þjóðinni í kjölfar sameiningar iandsins. Jafnt Græningjar sem flokkur frjálsra demókrata náðu ekki 5 pró- sentamarkinu og náðu þar með ekki kjöri. PDS, arftakaflokkur SED, hins gamla kommúnistaflokks Aust- ur-Þýskalands, hlaut 19,4% at- kvæða sem festir hann í sessi sem þriðja sterkasta flokk nýju sam- bandslandanna í austri. Þó svo að túlka megi úrslitin svo að SPD sé sigurvegari kosninganna er staðan æði flókin þar sem Græn- ingjar, fyrrverandi samstarfsflokk- ur SPD, eru horfnir af sjónarsvið- inu. Minnihlutastjórn SPD og Græningja var háð stuðningi PDS þar sem litið var svo á að það hefði verið skárri kostur en að mynda samsteypustjórn SPD og kristi- legra demókrata. SPD hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir samvinnu sína við PDS í Sach- sen-Anhalt. Tengslin við fortíðina og SED geri að verkum að PDS sé ekki pólitískt marktækur flokkur. Á hinn bóginn er ekki hægt að horfa fram hjá miklu og sívaxandi fylgi flokksins sem túlka má sem skýr skilaboð um það að þriðjungur kjós- enda fyrrverandi Austur-Þýska- lands er óánægður með gömlu vest- ur-þýsku flokkanna. Samstarf við CDU? Talið er líklegt að Reinhard Höppner, forsætisráðherra landsins og formaður flokksdeildar SPD í Sachsen-Anhalt, muni reyna að ná samningum við CDU um meiri- hlutastjórn þar sem aðrir flokkar koma varla til greina. Samsteypu- stjórn CDU og SPD kæmi báðum flokkum illa í Ijósi væntanlegra þingkosninga því báðir hafa lýst yfir andstöðu við slíka lausn á landsvisu. Myndun samsteypustjórnar SPD og CDU telja stjórnmálaskýrendur besta kostinn í slæmri stöðu þó fáir telji stjórnina hæfa til að leysa úr pólitískum vanda sambandslands- ins. Sachsen-Anhalt stendur á barmi gjaldþrots og hefur komið efnahagslega einna verst út úr sam- einingu Þýskalands. Á vissum land- svæðum mælist allfc upp í 50% at- vinnuleysi. í þéttbýli og stærri borgum má búast við að þriðji hver vinnufær maður sé án atvinnu og á framfæri hins opinbera. Uppgangur öfgasinna Enginn flokkur hafði sérstakt til- efni til að fagna þegar úrslitin lágu fyrir. 12,9% fylgi DVU, öfgasinnaðs hægi’iflokks, skyggði á allt annað. Fyrir stjórnmálamenn og almenn- ing er uppgangur flokksins mikið áfall. Þegar 27% kjósenda undir 31 árs aldri og þriðjungur atvinnu- lausra ákveða að kjósa slíkan flokk er aðeins hægt að túlka það sem harða gagnrýni á stóru flokkana. Almenningur í fyrrverandi Austur- Þýskalandi fínnst hann hafa verið svikinn með innfluttum lausnum vestur-þýskra stjórnmálamanna. I stað efnahagslegs uppgangs býr meirihluti fólks við fjárhagslegt óöryggi og atvinnuleysi sem kemur í veg fyrir að það að njóti hins nýja „frelsis". I síðustu kosningum var PDS flokkur óánægðra Austur-Þjóð- verja. Flokkurinn hefur þurft að að fínna sér stað mitt á milli stjórnar- andstöðunnar og stjórnarflokkanna því hvergi er hann velkominn. Hinir flokkarnir geta hins vegar ekki horft alfarið framhjá flokki er hefur 20% fylgi. DVU getur hins vegar varla talist stjórnmálaflokkur þar sem skráðir meðlimir hans eru aðeins um 100 einstaklingar. Á meðan á kosninga- baráttunni stóð hafði flokkurinn Reuters REINHARD Höppner, forsætisráðherra Sachsen-Anhalt, fagnar sigri í kosningun- uni á sunnudag. ekki kosningaskrifstofu, aðeins ófullkomna stefnuskrá, kosninga- fundir voru leynilegir og leiðtogar flokksins neituðu öllum óskum fjöl- miðla um viðtöl. Ósmekkleg kosn- ingaherferð sem byggðist svo til einvörðungu á útlend- ingahatri kostaði flokk- inn þrjár milljónir þýskra marka, sem er um helmingi meira en t.d. SPD eða CDU eyddu í þessum kosningum. Formaður flokksins, Gerhard Frey, milljóna- mæringur og útgefandi öfgasinnaðra tímarita, gi-eiddi allan kostnað úr eigin vasa. Leiðtogar CDU segja þessa þróun vera afleið- ingu stjórnarhátta SPD í Saehsen-Anhalt og sam- starfí þeirra við PDS. SPD og Græningjar kenna pólitík CDU/CSU á landsvísu um aukið fylgi DVU, og benda leið- togar flokkanna sérstak- lega á aðgerða- og úr- ræðaleysi ríkisstjórnar- innar í Bonn andspænis hinu mikla atvinnuleysi í austurhluta landsins. Það þarf að sjálfsögðu að taka úrslit kosninganna alvarlega því þessi póli- tíska þróun hjálpar ekki efnahagslegum uppgangi í austur- hlutanum. Erlendir fjárfestar eru nú þegar byrjaðir að hafna tilboðum í Thúringen, Brandenburg og Sach- sen-Anhalt vegna uppgangs nýnas- ista á þessum svæðum. Kosningar í Sachsen-Anhalt Kjósendur í sambandslandinu Sachsen-Anhalt í austurhluta Þýzkalands sneru í kosningum á sunnudag baki við Kristilegum demókrötum, flokki Helmuts Kohls kanzlara, en sigurvegarar kosninganna voru jafnaðarmenn og hægriöfgaflokkurinn Deutsche Volksunion (DVU). ' ú L'? 1 ,rV V -'-"V - i i ®. ' .sSachsén^ Berlín Anhalt....,i| /. V VVS K,á L AN D V v-, r- V-W” v V- 'lí “ . 1, 4 ipr-V V-U J l Eingöngé flokkar meö \ yfir 5% atkvæöa fá y þingmenn kjörna. 35,9% URSLIT SPD Jafnaöarmannaflokkurinn c CDU Kristilegir demókralar < ) 22,0% PDS Lýðræðissósíalistar < > 20,0% DVU Þýzka þ]óðarbandalagið < >12,9% FDP Frjálsir demókratar < ) 4,2% Græningjar 03’2% & § & Þráðlausi H§ðA PHILIPS Aloris PHIUPS hvergi ódýrara ■ 900 Mhz. ’ Þyngd simtóls 170 g. 1 Dregur allt að 100 metra innanhúss, ■ Dregur allt að 300 metra utanhúss. 1 (slenskur leiðarvisir. Staðgrertt: 14.900,- PHILIPS Xalio Þrjár gerðir: Xalio 6200 • Stafrænn sími • Þyngd símtóls 170 g. • Dregur 100 metra innanhúss. • Dregur 300 metra utanhúss. • Ekkert suð, kristaltær hljómur. • íslenskur leiðarvísir. Xalio 6600 með stafrænum sfmsvara • Stafrænn sími. • Handfrjálst símtól. • 20 númera nafnavalsminni. • Möguleiki á 5 aukasímtólum. • íslenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 19.900,- Staðgreitt: 26.900,“ Hljómsýn - Akranesi Tölvutæki - Akureyri Xalio 6400 • Eins og 6200 + handfrjálst símtól. k900,- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Xalio 6850 handfrjálst aukasímtól • Hleðslutæki fylgir með. Staðgreitt: 14.900,- Heimskringlan - Rvík Póllinn - ísafirði & &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.