Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 25 Pólitísk óvissa í Þýskalandi eftir kosningarnar til þings sambandslandsins Sachsen-Anhalt Ásakanir ganga á víxl vegna aukins fylgis öfgaflokka Leiðtogar jafnaðarmanna og kristilegra demókrata kenna hvor öðrum um aukið fylgi öfgasinnaðra flokka á hægri jafnt sem vinstri væng þýska flokkakerfísins. Rósa Guðrun Erlingsddttir, fréttaritari Morgun- blaðsins, fylgdist með kosningunum og við- brögðum þýskra stjórnmálamanna. ÚRSLITA kosningahelgarinnar í Sachsen-Anhalt í Þýskalandi var beðið með mikilli eftirvæntingu vegna stórsigurs Jafnaðarmanna- flokksins (SPD) í kosningunum í Neðra-Saxlandi þann fyrsta mars sl. Tilnefning Gerhard Schröders sem kanslaraefni SPD fylgdi í kjöl- farið og hefur hún stóraukið fylgi SPD í skoðanakönnunum. Eins hafa kosningar til landsþinga á þessu ári meira pólitískt vægi en endranær vegna yfirvofandi þingkosninga 27. september. SPD og Græningjar hafa sett sér það sameiginlega markmið að binda enda á 16 ára valdatíð Helmut Kohls kanslara og þar með sam- steypustjórn CDU, flokks kanslar- ans, og Frjálslynda demókrata- flokksins (FDP). Eins hefur Helmut Kohl mátt sæta mikilli gagnrýni úr eigin röðum en áður tryggir flokks- bræður hans hafa opinberlega bent á mikilvægi mannabreytinga í for- ystu flokksins til að knýja fram sig- ur í kosningunum í haust. Wolfang Scháuble, formaður þingflokks CDU sem talinn er líklegastur sem eftirmaður Kohl, og Theo Waigel, fjármálaráðherra og formaður bæverska systurflokksins CSU, hafa dregið fram ágreining flokk- anna með persónulegum ásökunum í fjölmiðlum. Ósamstaða kristilegra demókrata Fyrir helgi gaf þingflokkur CDU/CSU út þá yfirlýsingu að beð- ið yrði með allar meiriháttar ákvarðanir þar til úrslit kosning: anna í Sachsen-Anhalt væru kunn. í dag, þriðjudag, fundar þingflokkur- inn að nýju og telja fréttaskýrendur ekki ólíklegt að krafíst verði afsagn- ar Helmut Kohls. Ófáir þingmenn kristilegra demókrata hafa viður- kennt opinberlega að ef CDU tapaði miklu fylgi í Sachsen-Anhalt þyrfti að snúa blaðinu við og hefja kosn- ingabaráttuna með nýtt kanslara- efni í broddi fylkingar. Eins og í kosningunum í Neðra- Saxlandi í mars sl. er SPD sigur- vegari kosninganna með 35,9% at- kvæða. Flokkurinn náði þó ekki hreinum meirihluta eins og fjöl- margar skoðanakannanir höfðu gef- ið til kynna og bætti stöðu sína að- eins um 1,9 prósentustig. CDU fékk einungis 21,9% atkvæða í sinn hlut og er það 12,5% minna fylgi en í kosningunum árið 1994. Fylgistap CDU er hið mesta til fjölda ára og er Helmut Kohl gerður perónulega ábyrgur fyrir hrakförúm flokksins í austurhluta Þýskalands þar sem hann hafi ekki staðið við öll þau lof- orð sem hann gaf þjóðinni í kjölfar sameiningar iandsins. Jafnt Græningjar sem flokkur frjálsra demókrata náðu ekki 5 pró- sentamarkinu og náðu þar með ekki kjöri. PDS, arftakaflokkur SED, hins gamla kommúnistaflokks Aust- ur-Þýskalands, hlaut 19,4% at- kvæða sem festir hann í sessi sem þriðja sterkasta flokk nýju sam- bandslandanna í austri. Þó svo að túlka megi úrslitin svo að SPD sé sigurvegari kosninganna er staðan æði flókin þar sem Græn- ingjar, fyrrverandi samstarfsflokk- ur SPD, eru horfnir af sjónarsvið- inu. Minnihlutastjórn SPD og Græningja var háð stuðningi PDS þar sem litið var svo á að það hefði verið skárri kostur en að mynda samsteypustjórn SPD og kristi- legra demókrata. SPD hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir samvinnu sína við PDS í Sach- sen-Anhalt. Tengslin við fortíðina og SED geri að verkum að PDS sé ekki pólitískt marktækur flokkur. Á hinn bóginn er ekki hægt að horfa fram hjá miklu og sívaxandi fylgi flokksins sem túlka má sem skýr skilaboð um það að þriðjungur kjós- enda fyrrverandi Austur-Þýska- lands er óánægður með gömlu vest- ur-þýsku flokkanna. Samstarf við CDU? Talið er líklegt að Reinhard Höppner, forsætisráðherra landsins og formaður flokksdeildar SPD í Sachsen-Anhalt, muni reyna að ná samningum við CDU um meiri- hlutastjórn þar sem aðrir flokkar koma varla til greina. Samsteypu- stjórn CDU og SPD kæmi báðum flokkum illa í Ijósi væntanlegra þingkosninga því báðir hafa lýst yfir andstöðu við slíka lausn á landsvisu. Myndun samsteypustjórnar SPD og CDU telja stjórnmálaskýrendur besta kostinn í slæmri stöðu þó fáir telji stjórnina hæfa til að leysa úr pólitískum vanda sambandslands- ins. Sachsen-Anhalt stendur á barmi gjaldþrots og hefur komið efnahagslega einna verst út úr sam- einingu Þýskalands. Á vissum land- svæðum mælist allfc upp í 50% at- vinnuleysi. í þéttbýli og stærri borgum má búast við að þriðji hver vinnufær maður sé án atvinnu og á framfæri hins opinbera. Uppgangur öfgasinna Enginn flokkur hafði sérstakt til- efni til að fagna þegar úrslitin lágu fyrir. 12,9% fylgi DVU, öfgasinnaðs hægi’iflokks, skyggði á allt annað. Fyrir stjórnmálamenn og almenn- ing er uppgangur flokksins mikið áfall. Þegar 27% kjósenda undir 31 árs aldri og þriðjungur atvinnu- lausra ákveða að kjósa slíkan flokk er aðeins hægt að túlka það sem harða gagnrýni á stóru flokkana. Almenningur í fyrrverandi Austur- Þýskalandi fínnst hann hafa verið svikinn með innfluttum lausnum vestur-þýskra stjórnmálamanna. I stað efnahagslegs uppgangs býr meirihluti fólks við fjárhagslegt óöryggi og atvinnuleysi sem kemur í veg fyrir að það að njóti hins nýja „frelsis". I síðustu kosningum var PDS flokkur óánægðra Austur-Þjóð- verja. Flokkurinn hefur þurft að að fínna sér stað mitt á milli stjórnar- andstöðunnar og stjórnarflokkanna því hvergi er hann velkominn. Hinir flokkarnir geta hins vegar ekki horft alfarið framhjá flokki er hefur 20% fylgi. DVU getur hins vegar varla talist stjórnmálaflokkur þar sem skráðir meðlimir hans eru aðeins um 100 einstaklingar. Á meðan á kosninga- baráttunni stóð hafði flokkurinn Reuters REINHARD Höppner, forsætisráðherra Sachsen-Anhalt, fagnar sigri í kosningun- uni á sunnudag. ekki kosningaskrifstofu, aðeins ófullkomna stefnuskrá, kosninga- fundir voru leynilegir og leiðtogar flokksins neituðu öllum óskum fjöl- miðla um viðtöl. Ósmekkleg kosn- ingaherferð sem byggðist svo til einvörðungu á útlend- ingahatri kostaði flokk- inn þrjár milljónir þýskra marka, sem er um helmingi meira en t.d. SPD eða CDU eyddu í þessum kosningum. Formaður flokksins, Gerhard Frey, milljóna- mæringur og útgefandi öfgasinnaðra tímarita, gi-eiddi allan kostnað úr eigin vasa. Leiðtogar CDU segja þessa þróun vera afleið- ingu stjórnarhátta SPD í Saehsen-Anhalt og sam- starfí þeirra við PDS. SPD og Græningjar kenna pólitík CDU/CSU á landsvísu um aukið fylgi DVU, og benda leið- togar flokkanna sérstak- lega á aðgerða- og úr- ræðaleysi ríkisstjórnar- innar í Bonn andspænis hinu mikla atvinnuleysi í austurhluta landsins. Það þarf að sjálfsögðu að taka úrslit kosninganna alvarlega því þessi póli- tíska þróun hjálpar ekki efnahagslegum uppgangi í austur- hlutanum. Erlendir fjárfestar eru nú þegar byrjaðir að hafna tilboðum í Thúringen, Brandenburg og Sach- sen-Anhalt vegna uppgangs nýnas- ista á þessum svæðum. Kosningar í Sachsen-Anhalt Kjósendur í sambandslandinu Sachsen-Anhalt í austurhluta Þýzkalands sneru í kosningum á sunnudag baki við Kristilegum demókrötum, flokki Helmuts Kohls kanzlara, en sigurvegarar kosninganna voru jafnaðarmenn og hægriöfgaflokkurinn Deutsche Volksunion (DVU). ' ú L'? 1 ,rV V -'-"V - i i ®. ' .sSachsén^ Berlín Anhalt....,i| /. V VVS K,á L AN D V v-, r- V-W” v V- 'lí “ . 1, 4 ipr-V V-U J l Eingöngé flokkar meö \ yfir 5% atkvæöa fá y þingmenn kjörna. 35,9% URSLIT SPD Jafnaöarmannaflokkurinn c CDU Kristilegir demókralar < ) 22,0% PDS Lýðræðissósíalistar < > 20,0% DVU Þýzka þ]óðarbandalagið < >12,9% FDP Frjálsir demókratar < ) 4,2% Græningjar 03’2% & § & Þráðlausi H§ðA PHILIPS Aloris PHIUPS hvergi ódýrara ■ 900 Mhz. ’ Þyngd simtóls 170 g. 1 Dregur allt að 100 metra innanhúss, ■ Dregur allt að 300 metra utanhúss. 1 (slenskur leiðarvisir. Staðgrertt: 14.900,- PHILIPS Xalio Þrjár gerðir: Xalio 6200 • Stafrænn sími • Þyngd símtóls 170 g. • Dregur 100 metra innanhúss. • Dregur 300 metra utanhúss. • Ekkert suð, kristaltær hljómur. • íslenskur leiðarvísir. Xalio 6600 með stafrænum sfmsvara • Stafrænn sími. • Handfrjálst símtól. • 20 númera nafnavalsminni. • Möguleiki á 5 aukasímtólum. • íslenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 19.900,- Staðgreitt: 26.900,“ Hljómsýn - Akranesi Tölvutæki - Akureyri Xalio 6400 • Eins og 6200 + handfrjálst símtól. k900,- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Xalio 6850 handfrjálst aukasímtól • Hleðslutæki fylgir með. Staðgreitt: 14.900,- Heimskringlan - Rvík Póllinn - ísafirði & &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.