Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Lestur Kristján Mímir Kristjánsson er bókhneigður strákur og fróðleiksfús. Hann sagði Maríu Hrönn Gunn- arsddttur frá lestrinum, sem hefur farið upp í 700 blaðsíður á dag, áhættuleik og öðrum áhugamálum en hann hefur tíma fyrir svo fjölmargt annað en bækurnar eins og ferðalög til framandi landa og handboltaleiki BOKELSKUR SKYLMINGA- MAÐUR • Las 5.400 blaðsíður á tveimur vik um í norrænni lestrarkeppni • Les gjarnan bækur eftir Halldór Lax- ness, Maxim Gorki og Dumas s Morgunblaðið/Ásdís KRISTJAN Mímir hafði tvær alfræðiorðabækur með sér til íslands en ekki þær sömu og fóru með í lestarferðalagið um Austur-Evrópu og Italíu. EG LES mest á veturna," segir Kristján Mimir Kristjánsson, 11 ára, sem búsettur er í Stafangri í Noregi, þegar hann var staddur hér á landi i heimsókn hjá ættingjum sínum fyrir skömmu. Við sitjum heima hjá föðurbróður hans í Ár- bæjarhverfí og spjöllum saman um hvemig er að vera bókhneigður strákur. „Eg er eins og björninn sem leggst í hýði á veturna. A sumr- in er ég úti með vinum mínum til dæmis í fótbolta.“ Teiknimyndasögur ekki taldar með Nýlega varð Mímir í öðru sæti í keppni sem bókasafn í Stafangri efndi til. Keppt var um hvaða barn gæti lesið flestar bækur á 6 mánaða tímabili en engin skilyrði voru sett um blaðsíðufjölda eða efnistök í bókunum. Mími tókst að lesa 110 bækur, auk margra teiknimynda- bóka en þær taldi hann ekki með. Þá varð hann hlutskarpastur í norrænni lestrarkeppni sem haldin var á vegum Norræna ráðsins fyrir ári en hann las 5.400 blaðsíður á tveimur vikum. Einn daginn las hann hvorki færri né fleiri en 700 blaðsíður. Fuilorðinn maður les að sögn Mímis 180 orð á mínútu að jafnaði. Síðast þegar lestrarhraði hans var prófaður las hann aftur á móti 255 orð á mínútu af fullri eftirtekt. Mímir einskorðar sig ekki við að lesa bækur sem sérstaklega eru ætlaðar börnum eða unglingum heldur les hann jafnvel frekar bækur eins og íslandsklukkuna eftir Halldór Kiljan Laxness, bæk- ur eftir Maxim Gorki, Carel Capek, Alexander Dumas og Tolkien. Hann les þó gjaman teiknimynda- bækur á kvöldin áður en hann fer að sofa því þær finnst honum auð- veldara að leggja frá sér en aðrar bækur. „Ég les líka oft í alfræði- orðabókum, til dæmis ef ég er að lesa mér tii um eitthvert sérstakt málefni," segir hann. Svo bætir hann við að eiginlega sé pabbi hans, Kristján Guðlaugsson, sín helsta alfræðiorðabók en hann er sagnfræðingur að mennt og starfar við blaðamennsku. „Við spjöllum mikið saman til dæmis þegar við förum út að ganga með hundinn okkar. Ef ég spyr hann að ein- hverju sem hann ekki veit minnir hann mig á að leita að svarinu sjálfur í bókum.“ Höfuðborgir allra heimsins landa Mímir hefur ferðast mikið um heiminn, ýmist með foreldrum sín- um báðum eða hvorum í sínu lagi. Faðir Mímis ferðast mikið starfs síns vegna og stundum fær Mímir að fara með. Þannig hefur hann til dæmis komið til Úganda og Kenýa og til Japan og Suður-Kóreu. Einnig fóru þeir feðgar saman í lestarferðalag um Austur-Evrópu og Ítalíu í fyrrahaust - með tvær al- fræðibækur í farteskinu. „Ég kom ekki með þær með mér hingað því þær eru að detta í sundur," segir hann. Þá hefur hann komið til Kína með móður sinni, Marit Wilhelmsen. „Mamma og pabbi kynntust í Kína,“ segir hann og í ljós kemur að for- eldrar hans eru einmitt þar á meðan hann er á Islandi. Mímir hefur ekki nákvæma tölu á til hversu margra landa hann hefur komið en „þau eru eitthvað í kring- um þrjátíu", segir hann hinn róleg- asti og greinilegt er að hann miklast ekki yfir því. Ferðalögin hafa engu að síður svalað eðlislægum fróð- leiksþorsta hans og gefið honum tækifæri til að skoða og rannsaka heiminn á eigin spýtur. „Fyrir tveimur eða þremur árum lærði ég höfuðborgir allra landa ut- anbókar," segir hann og bætir við hógvær þegar gestur hans hváir steini lostinn: „Fyrir utan höfuð- staði nokkurra Kyrrahafseyja. Svo vorum við pabbi ekki alveg vissir um höfuðborgir nokkuiTa landa eins og Makedóníu. Það geta þetta allir en það ei-u bara ekki margir sem nenna að hafa fyrir því.“ Skylmir fyrir Rómeó Mímir talar bæði norsku og ensku reiprennandi. Hann var áður í alþjóðlegum grunnskóla í Stafangri þar sem enska var töluð en nú gengur hann í norskan grunn- skóla. „Ég vildi vera í sama skóla og vinir mínir,“ segir hann. Honum er aftur á móti ekki tamt að tala ís- lensku þótt hann skilji töluvert. „Ég vildi ekki læra íslensku þegar ég var lítill því mér fannst hún svo ljót. Mér finnst það ekki lengur og núna langar mig að læra hana.“ Þótt Mímir lesi mikið á hann mörg önnur skemmtileg áhugamál. Hann er mikill handboltamaður og lét úrslitaleiki Islandsmeistara- keppninnar í handbolta ekki fram- hjá sér fara. Þá stundar hann skylmingar tvo tíma í viku og í vor verður hann áhættuleikari þegar ballettinn um Rómeó og Júlíu verð- ur settur upp í Stafangri. Hann ætl- ar að skylmast fyrir hönd Rómeó sjálfs en vinur hans verður keppi- nauturinn upp á líf og dauða. Mímir segist ekki hafa lesið leikritið um Rómeó og Júlíu en hann hefur lesið leikrit Shakespeares um Anton og Kleópötru og það telur hann vera nóg að sinni. „Þetta verður allt öðruvísi en alvöru skylmingar því við þurfum að hoppa, detta og rúlla um sviðið. Það verða að vera áhættuleikarar sem skylmast vegna þess að það eru engar grímur not- aðar.“ Svíar læra íslensku Á hausti komanda stendur um 2000 sænsk- um menntaskólanemum til boða námskeið um íslenska tungu, menningu og land. Sænskir menntaskólakrakkar, sem ætla að sitja námskeiðið, og kennarar þeirra voru nýlega hér á landi í vikulanffri heimsókn. ALLS komu 15 nemendur og 3 kennarar frá Agnebergsmennta- skólanum í Uddevalla, skammt norðan Gautaborgar til landsins. „Það heita Oddavellir á íslensku," segir Sigrún Hallbeek, sænskukenn- ari þegar blaðamaður reynir af veik- um mætti að bera nafn bæjarins sænskulega fram. Sigrún skipulagði ásamt samkennara sínum Ingegerd Narby komu Svíanna auk þess sem þær fóru ásamt íslenskum mennta- skólanemum, sem læra sænsku í stað dönsku til stúdentsprófs, í heimsókn til Agnebergsmenntaskól- ans fyrir ári. skólar/námskeið ÝMISLEGT ■ Tréskurðarnámskeið Fáein pláss laus í maí. Hannes Flosason, sími 554 0123. - Hvað kemur til að sænskir menntaskólanemendur ætla að læra um Island? Sigrún segir að hugmyndin sé komin frá einum af sænsku kennur- unum, Lennart Áberg, en hann var sendikennari á íslandi um fjögurra ára skeið frá 1977-81. Þau hafi kennt saman í Háskóla Islands á sínum tíma og hann hafi viðrað hugmynd- ina við sig fyrir þremur árum. Skömmu síðar fékk hún nemendur sína, sem þá lásu sænsku tU stúd- entsprófs, til að skrifa ritgerðir um íslensk ungmenni. Ritgerðirnar gáfu ekki allar fallega mynd af íslenskum veruleika en engu að síður sendi Sigrún þær til nemenda Lennarts úti í Svíþjóð. Ritgerðirnar vöktu sannarlega áhuga sænsku ungmenn- anna á landinu, og síðan hafa nem- endur Sigrúnar og Lennarts skrif- ast á. Islensku sænskunemarnir fóru síðan í fyrstu heimsóknina til pennavinanna fyrir ári en þá höfðu þeir hlotið styrk til fararinnar frá sænska ríkinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SÆNSKU menntaskólanemendurnir og kennarar þeirra, Lennart Áberg, Jan Brunström og Rolf Broden ásamt gestgjöfum sínum á leið að GuIIfossi og Geysi. Sviarnir notuðu tíma sinn vel með- an á heimsókn þeirra til Islands stóð. Nemendur á samfélagsfræðibraut fóru m.a. á áheyrendapalla Alþingis og fylgdust þar með heitum umræð- um um heilindi þingmanna. Nemend- ur á listabraut sóttu m.a. Listdans- skóla íslands og Leiklistarskóla Is- lands heim auk þess sem þeir skoð- uðu íslenska myndlist bæði á Lista- safni íslands og á Kjarvalsstöðum. Þá fóru nemendumir ásamt gestgjöf- um sínum í Bláa lónið, að Gullfossi í klakaböndum og Geysi og á tónleika með hljómsveitinni Prodigy. En þeir gerðu fleira en að skoða sig um því þeir fluttu sérstaka dag- skrá um Svíþjóð, heimahéruð sín og menningu í Miðbæjarskólanum ann- að kvöld heimsóknarinnar og sýndu m.a. myndband sem tveir nemend- urnir tóku sjálfir. „Það var mjög vel heppnað," segir Sigrún og bætir við að skólastjóri Námsflokkanna, Guð- rún Halldórsdóttir, hafi gert vel við hópinn og boðið upp á bæði gos- drykki og ávexti. íslensku sænskunemarnir sem tóku á móti Svíunum ganga í fram- haldsskólana á höfuðborgarsvæð- inu en stunda sænskunámið eftir hefðbundinn skólatíma í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Svíarnir fóru með þeim í skólana og fylgdust með kennslu auk þess sem þeir kynntu landið sitt fyrir öðrum ís- lenskum menntastólanemendum, m.a. í dönskutíma í Verslunarskól- anum. íslandskynning í máli og myndum Að sögn Sigrúnar söfnuðu sænsku nemendurnir efni og upplýsingum um Island meðan á dvöl þeirra stóð en þeir eiga m.a. að skrifa skýrslu um ferðalagið. Síðan ætla þeir að kynna Island í máli og myndum fyrir skólasystkinum sínum og vekja áhuga þeirra á námskeiðinu um Is- land. - En hvernig kom landið þeim fyrir sjónir? „Ég hélt að það væri miklu dýrara hér en raunin er,“ segir Malin Sten- ström, sem er á listabraut. „Sumt er dýrara en annað er ódýrara en heima.“ Hún segir einnig að veðrið hafi komið sér á óvart því hún hafði frétt að það væri svo breytilegt að sólskin væri í einni götu en rigning í þeirri næstu. Malin fór m.a. að skoða verk eftir Kjarval, sem heill- uðu hana mjög, ekki síst litanotkun hans. Johan Oskarson þótti landslagið breytilegt og litirnir margir. Einnig þótti honum samspil þoku og rign- ingarúða skapa sérstaka stemmn- ingu. Kristine Svenson var ákveðin í að koma aftur við fyrsta tækifæri og vinna á Islandi, helst við hesta- mennsku. Nemendurnh' voru sammála um að það væri stórkostlegt að fara í sund utandyra. Þá þótti þeim kraft- urinn í landinu, í hverum og fossum, afai' heillandi. Þeim þótti Islendingar heldur verri ökumenn en Svíar en þeir væru mjög hjálplegir og vildu allt fyrir þá gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.