Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters BURMA-búar, sem nú eru í útlegð í Bangladesh, föru í gær fram á að herforingjastjórnin í Burma færi frá og að Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðishreyfingarinnar (NLD), tæki við stjórn í landinu. Lýðræðishreyfingin storkar stjórnvöldum Rangoon. Rcuters. HERFORIN GJ ASTJORNIN í Burma sakaði stjómai-andstæð- inga í Lýðræðishreyfingunni (NLD) í gær um að reyna að storka stjómvöldum til harka- legra viðbragða, því að fyrst þá gæti hún rökstutt málstað sinn gegn stjórnvöldum í Burma á Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Lýðræðishreyfingin tilkynnti í gær að tíu manna nefnd sem hún skipaði í vikunni myndi koma fram sem framkvæmdavald þingsins sem kosið var til 1990 en sem sljórnvöld leyfðu aldrei að taka til starfa. NLD segist nú hafa skipað for- seta þings og lýsti því jafnframt yfir að lög sem sett hefðu verið í landinu síðan herforingjastjórnin hrifsaði til sín völd í september 1988 væm úr gildi fallin, nema þingið samþykkti þau sérstak- lega. Fréttaskýrendur segja að til- kynning NLD sé mestmegnis táknræn en afar vel tímasett sem slík því ekki aðeins er Allsherjar- þing SÞ framundan heldur vom í gær tíu ár liðin siðan herfor- ingjastjórnin hrifsaði til sín völd í landinu. Hart deilt um mynd- bandið með Clinton UMRÆÐUR í dómsmálanefnd Bandaríkjaþings um það hvort gera eigi myndband með vitnisburði Bill Clintons Bandaríkjaforseta frá 17. ágúst sl. opinbert eða ekki ein- kenndust af hörðum deilum milli demókrata og repúblikana í nefnd- inni. Repúblikanar lögðu ríka áherslu á að myndbandinu ásamt öðrum fylgiskjölum skýrslu Kenn- eth Starrs saksóknara yrði dreift til allra þingmanna og fjölmiðla. Demókratar reyndu hins vegar að leggjast gegn því án árangurs. Rök demókrata voru þau að skynsamlegra væri fyrir þingið að yfirfara öll gögn áður en þau yrðu gerð opinber og að nefndin hefði frest til 28. september til að vinna úr fylgiskjölum Starrs. Þá lögðu þeir í nokkmm tilvikum til að upp- lýsingar, til dæmis mjög nákvæmar kynlífslýsingar, yrðu strikaðar út. Yar samþykkt að hluti vitnisburðar Monicu Lewinsky yrði ekki gerður opinber af tillitssemi við fjölskyldu hennar. Demókratar segja ljóst að það sem vaki fyrir repúblikönum sé að niðurlægja forsetann með því að reyna að koma út sem mestu af efni, sem er honum óhagstætt, sem allra fyrst. Talsmenn Hvíta hússins segja repúblikana hafa lagst gegn tillög- um eigin starfsmanna um að reynt yrði að koma að einhverju í leyti í veg fyrir að efni er inniheldur ná- kvæmar kynlífslýsingar verði gert opinbert. Repúblikanar hafa á móti lagt áherslu á mikilvægi þess að almenn- ingur sjái myndbandið til að geta mótað sér skoðun á því hvort forset- inn hafi framið meinsæri. Heimild- armenn bandarískra fjölmiðla, er hafa séð myndbandið, segja að for- setinn verji margsinnis fyrri orð sín með lagalegum flækjum og með því að skilgreina þröngt hvað felist í kynferðislegum samskiptum. Nokkrum sinni neiti hann að svara nærgöngulum spurningum og í eitt skipti rjúki hann á dyr. Þá er það sagt hafa komið á óvart að oft hafi það ekki verið fulltrúar saksóknar- ans heldur einstaklingar úr rann- sóknarkviðdómnum er spurðu beitt- ustu spurninganna. Umræður fóru fram fyrir luktum dyrum allan fimmtudaginn og fram yfir hádegi á föstudag. Munu þær hafa verið mjög harðar á köflum og ljóst frá upphafi að engin leið væri að ná málamiðlun milli flokkanna. Mál Hydes vekur reiði Fréttir af þriggja áratuga gömlu framhjáhaldi Henry Hydes, for- manns dómsmálanefndarinnar, hef- ur heldur ekki orðið til að bæta and- rúmsloftið milli demókrata og repúblikana. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinar, hefur ásamt leiðtogum repúblikana á þingi ritað alríkislögreglunni FBI bréf þar sem þess er krafist að hafm verði rann- sókn á sögusögnum sem komið hef- ur verið á kreik um þingmenn repúblikana á undanfömum dögum. Segja þeir í bréfinu að svo virðist sem skipulögð rógsherferð sé í gangi. Margir repúblikanar hafa lýst því yfir að þeir telji Hvíta húsið bera ábyrgð á þessum sögum og að til- gangurinn sé að hafa áhrif á störf þingmanna með því að grafa upp at- riði úr fortíð þeirra. Þingmaðurinn Ray LaHood sagðist telja víst að einn aðstoðarmanna forsetans, Sid- ney Blumenthal, bæri ábyrgð á þessu. Þegar hann var spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir því sagði hann það vera „útilokimarað- ferðina". „Blumenthal er naðra. Markmið hans er að eyðileggja starfsferil manna og það ætti að reka hann,“ sagði LaHood. Hvíta húsið brást hart við og sagði að ef LaHood hefði einhverjar sannanir ætti hann að leggja þær á borðið en halda skoðunum sínum fyrir sig ella. Erskine Bowles, skrifstofustjóri Hvíta hússins, sagði að hver sá er yrði uppvís að því að dreifa sögum um þingmenn yrði rekinn. Hann sagði Hvíta húsið hafa tjáð fjölmiðl- um að ekki yrði farið fram á að blaðamenn héldu hlíflskildi yfir heimildamönnum sínum. I fréttum sjónvarpsstöðvarinnar ABC á fimmtudagskvöld var haft eftir tveimur ónafngreindum blaða- mönnum að háttsettur starfsmaður Hvíta hússins hefði reynt að koma þeirri sögu á framfæri að Hyde hefði haldið framhjá. „SVÍAR þurfa forystu, ekki síst á umbrotatímum í alþjóðamálum," segir jafnaðarmaðurinn Erik Ás- brink, fjármálaráðherra Svía, og vísar meðal annars til kauphallar- sviptinga undanfarna daga. Boð- skapurinn er að þá forystu geti eng- ir aðrir en jafnaðarmenn veitt. En þrátt fyrir góðan árangur í efna- hagsmálum hefur flokki fjármála- ráðherrans ekki tekist að sannfæra kjósendur um réttmæti þess að hann ríki áfram. Fjármálaráðherr- ann á það til að vera með hýrri há, en þegar hann hitti erlenda blaða- menn í gær virtist hann mæddur og þreytuiegur. Hann hefur sjálfur gert sitt til að benda kjósendum á að Vinstriflokkurinn sé óábyrgur kostur, en það virðist ekki hafa bor- ið tilætlaðan árangur, ef marka má skoðanakannanir. „Það er ekkert sem bendir til að við fáum hreinan meirihluta, en það ættu að vera góðir möguleikar á að við fáum alla vega 49 prósent í sam- starfi við annan flokk eða aðra flokka." Nánar vill Ásbrink ógjarn- an fara út í hugsanlegt stjómarsam- starf. Hann segist gera sér grein fyrir að Miðflokkurinn sé óáreiðan- legur samstarfskostur, því flokkur- inn er í fallhættu, svo orð hans um stjómarsamstarfið eru heldur óljós. „En það er heldur ekki hægt að velta sér upp úr tölum nú, hvorki jafnaðarmanna né annarra,“ segir ráðherrann, heldur verði að bíða kosningaúrslitanna. Svo virðist sem drjúgur hluti þeirra tæplega átta prósenta, sem flokkurinn hefur misst samkvæmt skoðanakönnunum miðað við kosn- Efnahagsbati nægir jafnaðarmönnum ekki Þrátt fyrir ágæta stöðu efnahagsmála í Svíþjóð, segir Sigrún Davíðsdóttir, sænska kjósendur ekki vera sannfærða um tök jafnaðarmanna á efnahagsmálum. ingarnar 1994, hafi farið til Vinstri- flokksins. Aðspurður hvort það sé vegna betri hugsjóna eða gjöfulli loforða Vinstriflokksins svarar Ás- brink hikstalaust að það sé tvimæla- laust vegna betri loforða. Sjálfir hafa jafnaðarmenn þó ekki legið á sínu í loforðunum. Síðasta loforðið kom nú í vikunni, þar sem lofað var að veita börnum atvinnulausra pláss í dagvistun, en hingað til hafa börn vinnandi fólks gengið fyrir. Jafnaðarmenn ljáðu Vinstri- flokknum trúverðugleika Ásbrink hefur lagt sig fram um það undanfarið að afhjúpa lýðski'um Vinstriflokksins, sem lofi án nokk- urs tillits til raunveruleikans. Sú af- hjúpun hefur ekki verið jafn árang- ursrík og kosningabarátta Vinstri- flokksins, en jafnaðarmenn eiga líka sinn þátt í að Vinstriflokkurinn hef- ur dafnað vel. Framan af kjörtíma- bilinu studdist jafnaðarmanna- stjórnin við Vinstriflokkinn og ljáði honum um leið trúverðugleika, sem hefur dugað flokknum vel. Sam- starfið svipti flokkinn gömlu kommahulunni og kom honum inn í stjórnarhlýjuna. En það er heldur ekki auðvelt fyrir kubbslega og alvörugjarna karlkyns stjórnmálamenn með tök á tölum og staðreyndum að kveða hina tilfinningaríku og sjálfsöruggu Gudrun Schyman formann Vinstri- flokksins í kútinn. Þegar hún ræddi við erlenda blaðamenn í vikunni fór hún létt með að vísa frá öllum full- yrðingum um að hún færi hagfræði- legar villur vegar. Gott gengi franskra sósíalista er henni stöðugt ívitnunarefni. Það kemur ekki í ljós fyrr en á sunnudaginn hvort kjósendur fyrir- REUTERS GUDRUN Schyman, formaður Vinstriflokksins. gefa Schyman að hafa notað hús- hjálp án vitundar skattayfirvalda, en viðbrögð á útifundum hjá Schyman undanfarna daga benda til að einhverjir hafi reiðst. „Þú pré- dikar eitt og gerir annað,“ sagði kona, nötrandi af réttlátri reiði, við Schyman í miðborg Stokkhólms og Schyman var greinilega brugðið. „Hræsni" er orð, sem oft hefur heyrst um hana undanfarna daga. Hún hafnar öllu slíku og hefur skýr- ingar á reiðum höndum. En hún hefur líka neitað að ræða málið í sjónvarpi, sem bendir til að henni sé umræðuefnið ekki kært. Léleg kosningaþátttaka stefnir jafnaðarmannastjórn í tvísýnu „Kjósendur okkar eru kannski hallir undir Vinstriflokkinn, en þeg- ar í kjörklefann kemur verður ann- að uppi á teningnum,“ segir Ás- brink kokhraustur. Hér vísar hann til reynslu, sem jafnaðarmenn þykj- ast hafa, að þó kjósendur þeirra geti hótað flokknum í skoðanakönnunum muni þeir þó á endanum rata með x: ið á réttan stað á kjörseðlinum. I þessu hafa þeir við nokkra reynslu að styðjast, en frávikin eru ekki nauðsynlega mikil. í síðustu kosn- ingum var frávikið milli síðustu spá Sifo fyrir kosningar og svo kosn- ingaúrslitanna rétt innan við tvö prósent, svo ef spáin er um 38 pró- sent þá gætu jafnaðarmenn hugsan- lega náð 40 prósentum, sem er snarlækkun frá 45,2 prósenta fylgi við síðustu kosningar. Ef svo fer að veikburða Jafnaðar- mannaflokkur verður að stjórna með styrktum Vinstriflokki þá mun það samstarf mæða mest á Ásbrink fjármálaráðherra, sem vísast mun sitja áfram eftir kosningar. Mætt yfirbragð hans þessa dagana er skiljanlegt því það verður honum vart létt verk að koma undirstöðu- atriðum nútímahagfræði inn í koll- inn á Schyman í stað 19. aldar kenn- inga Marx, blöndnum kvenvænum sjónarmiðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.