Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bretadrottning í Brunei Reuters ELÍSABET Bretadrottning skoðar eina stórfenglegustu moskuna í heimi í Bandar Seri Begawan, höfuðborg Brunei, í gær. Drottningin er berfætt, enda stranglega bannað að bera skófatnað í guðshúsum múslima. Friðarumleitanir Israels og Palestínu Ross er ekki úrkula vonar Jerúsalem. Reuters. ELÍSABET Bretadrottning er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í soldánsdæminu Bru- nei. Breska konungsfjölskyldan og Bolkiah-fjölskyldan í Brunei eru meðal elstu þjóðhöfðingja- ætta í heimi, og byggjast tengsl þeirra á sögulegum grunni. Soldáninn af Brunei, Hassanal Bolkiah, tók á fímmtudag á móti drottningunni í höll sinni, sem er stærri en Vatíkanið og Buck- inghamhöll samanlagt. I gær skoðaði Elísabet meðal annars stærstu mosku landsins, sem byggð var til að fagna 25 ára valdatíma soldánsins, og heim- sótti þorp á Brunei-fljóti, þar sem þúsundir manna búa í kof- um sem standa á súlum í fljót- inu. Eftir fráfall Díönu prinsessu hefur kongungsíjölskyldan í Bretlandi legið undir ámæli fyr- ir að vera fjarlæg þjóðinni. Und- anfarið hefur drottningin reynt að gera bragarbót á, og í heim- sókninni til Brunei mun hún meðal annars fara á götumark- aði í höfuðborginni Bandar Seri Begawan og hitta alþýðufólk að máli. Elísabet mun einnig eiga fundi með ýmsum framákonum í samfélaginu, sem er fastheldið á í'slamska siði og venjur. Konungleg vandræði Brunei er lítið land að flatar- máli en afar ríkt af auðlindum. Stórar gas- og olíulindir hafa gefíð af sér gríðarlegan auð og soldáninn er talinn meðal rík- ustu manna heims. Efnahag- skreppan í Asíu ásamt lækkun olíuverðs hefur þó sett strik í reikninginn á síðustu mánuðum, og efnahagur landsins er nú í nokkurri lægð. Soldánsfjölskyldan hefur held- ur ekki átt sjö dagana sæla und- anfarið ár, fremur en kóngafólk- ið í Bretlandi. Jefri prins, bróðir soldánsins, sem er alræmdur glaumgosi og kvennamaður, hefur nú stungið af eftir að fjár- festinga- og verktakafyrirtæki hans, Amedeo, varð gjaldþrota fyrr á árinu. Soldáninn hefur fyrirskipað rannsókn á fjárreið- um Jefris, en skuldir Amedeo, sem var eitt stærsta fyrirtæki landsins, eru taldar nema millj- örðum króna. Jefri notaði fé fyrirtækisins til að festa kaup á glæsihótelum víða um heim, og hann er meðal annars talinn eiga fímm lúxusí- búðir í London. Hann sankaði að sér einkaþotum og sportbílum og fékk heimsfrægar popp- stjörnur til að skemmta í afmæl- um barna sinna. Risastór lysti- snekkja Jefris ber hið smekk- lega nafn „Túttur“, auk þess sem hann á minni skútur sem bera nöfnin „Geirvarta 1“ og „Geirvarta 2“. DENNIS Ross, sendimaður Bandaríkjastjómar, frestaði í gær heimfór sinni frá Mið-Austurlönd- um til að gera lokatilraun til að ná samkomulagi milli Israela og Pa- lestínumanna um framhald friðar- viðræðna. Ross átti í gær fund með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna. Hann sagði fréttamönnum að þeir hefðu átt gott samtal og að hann teldi að friðarumleitunum sínum hefði miðað nokkuð áfram. FyiT um daginn hafði hann hitt Benja- min Netanyahu, forsætisráðherra Israels, að máli. Ross mun halda til Washington í kvöld. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fimmtudag að hún myndi eiga við- ræður við Arafat og Netanyahu er þeir sætu allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna í New York í næstu viku. Israelar Ioka fyrir umferð Palestínumanna Israelar lokuðu í gær fyrir um- ferð Palestínumanna frá Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu til ALLIR stjómmálaflokkar í Kam- bódíu hafa samþykkt að mæta til viðræðna um úrslit þingkosning- anna 26. júlí sl., að sögn Norodom Sihanouk konungs. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna, Norodom Ranariddh prins og Sam Ramsay, hafa neitað að viðurkenna niðurstöður kosninganna og sakað Hun Sen og Kambódíska þjóðar- flokkinn um kosningasvindl. Flokk- ur Hun Sen hlaut meirhluta at- kvæða í kosningunum en hann nægir ekki til myndunar nýrrar ísraels, í kjölfar aukinnar spennu undanfarna daga. A sunnudag hefst nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashana, og verður umferð Palest- ínumanna hindruð þar til hátíðinni lýkur við sólsetur á þriðjudag. Israelar lokuðu einnig vegum frá Vesturbakkanum og Gazasvæðinu tímabundið í síðustu viku, eftir að ísraelskar öryggissveitir réðu tvo háttsetta meðlimi Hamas-skæru- liðahreyfíngarinnar af dögum í borginni Hebron á Vesturbakkan- um. Dagblöð í Israel skýrðu frá því í gær að herinn óttaðist að Hamas- skæruliðar kynnu að hefna morð- anna með sprengjutilræðum eða mannránum yfir hátíðamar. Mikil spenna skapaðist á Vestur- bakkanum á fimmtudag, eftir að ísraelskur landnemi skaut 17 ára palestínskan dreng til bana. Hundruð manna fylgdu drengnum til grafar í gær og hrópuðu slagorð gegn Israelsmönnum. Maðurinn sem grunaður er um morðið hefur verið dæmdur í varðhald þangað til á morgun, en landnemar halda því fram að hann hafi hleypt af skoti í sjálfsvöm er hann var grýttur. ríkisstjórnar, sem krefst samþykk- is tveggja þriðju hluta þingmanna. Stjómarandstöðuleiðtogarnir sögð- ust einnig hættir við að sniðganga hið nýja þing, sem verður kallað saman á fimmtudag í næstu viku, sama dag og ráðgert er að halda fund stjórnmálaflokkanna. Hun Sen og Ranariddh prins hafa ekki hist augliti til auglitis síð- an sá fyrrnefndi rændi völdum í stjórn, þ.e. þeir tveir fóru sameigin- lega með embætti forsætisráð- herra. Kosningarnar í Kambódíu Stj órnarandstaðan samþykkir viðræður Siem Reap í Kambódíu. Reuters. Ársfundur ráðgjafarfyrirtækisins Oxford Analytica um efnahagsvandann sem við blasir í heiminum Oxford. Keuters. ““ Forystuleysi eykur á kreppuóttann Bandaríkin lömuð vegna Lewinsky- málsins og Evrópumenn og Japanir uppteknir af eigin vandamálum ÖRUGG leiðsögn leiðtoga og seðla- banka í helstu iðnríkjunum er nauð- synleg til að koma í veg fyrir að kreppuóttinn valdi enn meiri usla á fjármálamörkuðum heimsins. Engin vissa er þó fyrir því, að hún verði veitt. Var þetta niðurstaða árlegs fundar fræðimanna og manna úr við- skiptalífinu á vegum ráðgjafarfyrir- tækisins Oxford Analytica en það veitir fyrirtækjum og ríkisstjórnum um allan heim þjónustu sína. Hefur það meira en 1.000 fræðimenn í Ox- ford og öðrum háskólum á sínum snærum. Samdráttur í Japan, efnahagshrun í Rússlandi, kreppa í Suðaustur-Asíu og ótti við, að ríkin í Rómönsku Am- eríku séu á sömu leið. Þetta er myndin, sem við blasir. Alþjóðlegar fjármálastofnanir ráða ekki lengur við vandann og leiðtogar iðnríkj- anna, G7-ríkjanna, eru ráðalausir og uppteknir af vandamálunum heima- fyrir. Beðið eftir vaxtalækkun í Bandaríkjunum Margir fyrirlesaranna á fundinum spáðu þvi, að ýmis ríki myndu reyna að takmarka frjálst fjármagnsflæði eins og Malasíustjórn hefur þegar gert og töldu einnig líklegt, að ein- hver færu að dæmi Rússa og greiddu ekki af eða frestuðu greiðsl- um á skuldum sínum. Eins og nú er komið eru mestar vonir bundnar við, að vextir verði lækkaðii- í Bandaríkj- unum þótt Alan Greenspan seðla- bankastjóri hafi lýst yfir sl. miðviku- dag, að ekki væri nein samræmd vaxtalækkun á döfinni hjá G7-ríkjun- um. Hagvaxtarhorfui- í Bandaríkjun- um og raunar Vestur-Evrópu einnig eru enn nokkuð góðar en Greenspan hefur áhyggjur af, að vaxtalækkun muni leiða til aukinnar verðbólgu og lækkunar á gengi dollarans. Ljóst er þó, að svo miklar væntingar eru um vaxtalækkun í Bandaríkjunum, að verði ekkert af henni, mun það mjög alvarlegar afleiðingai-. Losaraleg tök á peningamálunum urðu til að kynda undir verðbólgu eftir markaðshrunið 1987 en stjórn- málamenn og hagfræðingar vilja ekki síður forðast mistökin í kjölfar hrunsins í Wall Street 1929. Þá var brugðist við með afar ströngu aðhaldi í peningamálunum og það átti ekki minnstan þátt í kreppunni miklu. Lewinsky lamar Bandaríkin Ef litið er til þess forystuhlut- verks, sem iðnríkin hafa á hendi, blæs þar ekki mjög byrlega. Stór- veldið Bandaríkin er lamað vegna Lewinsky-málsins og Evrópumenn og Japanir sjá ekki út fyrir túngarð- inn heima hjá sér. Bandaríska full- trúadeildin hafnaði í fyrradag tillögu Bills Clintons forseta um aukin framlög til IMF, Alþjóðagjaldeyris- sjóðins, vegna erfíðleika Suður-Am- eríkuríkjanna og eins og ástatt er þarf hann varla að gera sér vonir um, að þingið veiti honum aukið samningavald í alþjóðlegum við- skiptaviðræðum. Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fær ekki meira fjármagn er auðvitað Ijóst, að hann mun ekkert geta gert til að koma I veg fyrir veruleg vand- ræði í Brazilíu. Mexíkó og Venesúela og margir óttast, að brátt muni verndarstefnan fara sem eldur um sinu víða um lönd. Litlar líkur eru á, að önnur iðnríki taki að sér forystuna í efnahagsmál- unum. Japanska ríkisstjómin virðist máttvana frammi fyrir eigin vanda og í Evrópusambandsríkjunum er aðhaldssemi í peningamálum ein- kunnarorð dagsins vegna tilkomu myntbandalagsins í janúar næst- komandi. Neyðast til að rumska Hans Tietmeyer, seðlabankastjóri Þýskalands, útilokaði nú í vikunni allai- sameiginlegar, alþjóðlegar vaxtalækkanir og sérfræðingar Ox- ford Analytica segja, að líklega sé baráttan við verðbólguna ofar í huga Wim Duisenbergs, yfirmanns Evr- ópska seðlabankans, en áhyggjur að efnahagsmálum heimsins. Þrátt fyrir þetta spá því margir, að ástandið muni að lokum neyða leiðtoga G7- ríkjanna til að taka höndum saman um ákveðnar aðgerðir. Terry O’Shaughnessy, einn kunn- asti hagfræðingurinn hjá Oxford Analytica, sagði á fundinum, að ljóst væri, að stjómmálamenn hefðu hvorki reynslu né tæki til að takast á við „verðhjöðnunarfárið“ í Japan, samdráttinn í efnahagslífmu og lækk- andi verðlag. Sagði hann, að slíkt ástand í einu af G3-efnahagsheildun- um, sem eru Bandaríkin, Evrópusam- bandið og Japan, væri allt að þvi óbærilegt en kæmi það upp í annarri væri mikil vá fyrir dyrum. Skammsýnir seðlabankastjórar Richard Erb, sem starfar fyrir Oxford Analytica og var áður aðstoð- arframkvæmdastjóri Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, sagði, að viðbrögð ijár- málamarkaðanna við atburðunum í Rússlandi hefðu verið allt of mikil og fyrst og fremst stafað af ótta. Sagði hann, að í skuldakreppunni eftii- 1980 hefðu seðlabankastjórar eins og til dæmis Paul Volcker í Bandaríkj- unum sýnt, að þeir voru til forystu fallnir en síðasta áratuginn hefði þetta breyst og nú horfðu seðla- bankastjórar sjaldan lengra en til ástandsins í eigin landi. Sagði Erb, að mestu skipti, að seðlabankastjórar og stjórnvöld í G7-ríkjunum kæmu til skjalanna strax og vandræði kæmu upp í ein- hverju ríki. Ef það væri ekki gert, breiddist vandamálið út eins og sjúk- dómur, sem yrði að lokum óviðráð- anlegur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.