Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 32
32 LAUGAKDAGUR19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Sjaldgæft er orðið að íslenskir karlmenn láti skera skegg sitt á rakarastofu. Skapti Hallgríms- son lét gamlan draum rætast er hann fór í stólinn hjá Guðjóni Jónassyni, í „menningarmiðstöð“ hans á Amtmanns- RAKSTUR hlýtur að vera eitt það leiðinlegasta verkefni sem flestir karl- menn standa frammi fyr- ir, og það oft í viku. Hér í eina tíð var algengt að menn vippuðu sér inn á rakarastofu í því skyni að láta fagmann sjá um verkið, en það virðist liðin tíð. „Það er svona einu sinni, tvisvar eða þrisvar í mánuði sem einhver kemur og biður um rakstur," segir Guðjón rakari að- spurður. „Nei, það er ekkert frek- ar elsta kynslóðin. Stundum koma ungir menn; sumum þykir þetta gott í morgunsárið ef þeir eru timbraðir." Hann hefur unnið í faginu í fjörutíu ár, en segist ekki hafa jafnmikinn tíma til að sinna við- skiptavinunum og áður. „Við erum nefnilega með leshring hérna og höfum lesið hvor fyrir annan, fé- lagarnir, hann reyndar aðallega fyrir mig, í um 30 ár.“ Umræddur maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sat og las úr ævisögu Leníns þegar maðurinn sem pant- aði rakstur gekk inn á stofuna. Gesturinn sýndi efninu líklega dónalega lítinn áhuga því lesarinn lokaði bókinni fljótlega og hvarf á braut, en annar góðkunningi hús- ráðanda, Guðjón nafni hans Boga- son, skáld, rak fljótlega inn nefið. Hjón askilna ðir á miðjum aldri GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er einhver sálfræði- leg skýring á því hvers vegna hjúskaparslit eru svo algeng hjá fólki, sem komið er á miðjan ald- ur. Hefur breytingaskeiðið kannski einhver áhrif? Svar: Hjónaskilnaðir á íslandi eru nú 450-500 á ári og eru þá slit á óvígðri sambúð ekki talin með, en hjónavígslur eru 1200- 1300. Árlega skilja um 10 af hverjum 1000 hjónum í landinu. Þetta er svipuð tíðni og á hinum Norðurlöndunum og með því hæsta sem gerist á Vesturlönd- um. Ekki erú til tölur um það hvernig hjónaskilnaðir skiptast eftir hjúskaparlengd eða aldri makanna, þannig að ekki er vit- að nákvæmlega hversu algengir hjónaskilnaðir eru á miðjum aldri. Þó er nokkuð ljóst að skilnaðir eru algengastir á fyrstu 10 árum hjónabandsins, en einnig hefur komið fram við erlendar rannsóknir að nokkur uppsveifla verður í hjónaskiln- uðum um tíma eftir 20-25 ára hjónaband, en þá eru makarnir oftast á aldi-inum 40-50 ára. Ætla má að svo sé einnig hér á landi. A þeim aldri hefst breyt- ingarskeið í víðara skilningi hjá báðum kynjum. Þá verða oft verulegar breytingar á fjöl- skyldugerðinni, og hlutverki hjónanna sem uppalenda barna sinna er að mestu lokið. Bæði karlar og konur standa á kross- götum og mæta vissum aðlögun- arvanda. Draumar þeirra og væntingar hafa ræst misjafn- lega vel og á þessum aldri er gjarnan tími uppgjörs við fortíð- ina og ný markmið sett fyi'ir framtíðina. Ein veigamesta breytingin sem verður á fjölskyldulífinu á miðjum aldri makanna er sú að börnin flytjast að heiman. Fjöl- skyldulífið breytist þannig að makarnir þurfa í meira mæli en áður að sinna og laga sig hvort að öðru og hlutverk barnanna í að sameina þau er ekki lengur fyrir hendi á sama hátt og áður. Hjúskaparslit Börnin eiga vafalaust sinn þátt í að halda saman hjónaböndum og í sumum tilvikum kjósa foreldr- arnir að bíða með skilnað þang- að til börnin eru uppkomin, þótt hjónabandið sé annars löngu orðið ástlaust og makarnir eigi ekki lengur samleið. Hitt er þó algengara að brotthvarf barn- anna úr heimahúsum leiði bein- línis til skilnaðar, vegna þess að tómarúm skapist í heimilislífi foreldranna og þau fjarlægist hvort annað, eða að árekstrar á milli þeirra verði tíðari og alvar- legri, því að nú eiga þau aðeins við hvort annað að etja. Tvær meginástæður eru fyrir skilnaði á miðjum aldri. Annars vegar uppsöfnuð vandamál og ágreiningur í sambúðinni. I könnun sem gerð var hér á landi fyrir nokkrum árum kom það fram að algengasta ástæða skilnaðar fyrir konur er áfengis- misnotkun eiginmannsins. Karl- ar tilgreindu hins vegar fram- hjáhald konunnar sem veiga- mestu ástæðuna. Konur töldu gagnkvæmt traust, ást og blíðu mikilvægara en kynlíf, þótt framhjáhald mannsins væri einnig stór ástæða til hjóna- skilnaðar. Hins vegar eru ytri ástæður, tilvistarkreppa sem skapast hjá mökunum hvorum um sig, þegar þeir standa frammi fyrir breytingum í fjöl- skyldum sínum, nýjum hlutverk- um og spurningum um það hvernig þeir vilja haga lífi sínu á seinni hluta ævinnar. Konur eiga oftar frumkvæði að skilnaði. Einkum á síðustu áratugum hafa konur reynt að skapa sér traustari sjálfsmynd, verða sjálfstæðari og fínna sér nýtt hlutverk bæði með aukinni menntun og í störfum utan heimilis. Fjárhagslegt sjálfstæði er þeim mjög mikilvægt og fjár- mál eru eitt helsta ágreinings- efni hjóna. Konur koma yfirleitt mun betur út úr hjónaskilnuðum en karlar, einkum á miðjum aldri, ef þær um leið hafa skapað sér fjárhagslegt öryggi og áhugavert starf, sem tryggir sjálfstæði þeirra. Það er reyndar talið bera vott um sterka stöðu kvenna á Norðurlöndum hve skilnaðir eru þar algengari en annars staðar. Karlar fara yfir- leitt mun verr út úr hjónaskiln- uðum. Þeir virðast eiga erfiðara með að skapa sér nýja tilveru án maka. Fráskildir karlar eru reyndara verst setti þjóðfélags- hópurinn að því leyti að hjá þeim er mest áfengismisnotkun og mest geðræn vandamál. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.