Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 54

Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 54
■^84 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN MESSUR Á MORGUN MERKUR ÁFANGIÁ SVIÐI IÞROTTAMENNTUNAR NÚ í haust innrituðust 86 nemendur í þriggja ára B.Ed nám í íþrótta- fræðum við íþróttaskor Kennaraháskóla Islands á Laugarvatni. Þetta eru fyrstu nemendurnir sem hefja þriggja ára há- „JpBkólanám á sviði íþrótta- fræða á íslandi og má með sanni segja að með þessari breytingu hefjist merkur áfangi í sögu íþróttamenntunar á Is- landi. Þessar breytingar komu í kjölfar þeirrar - sameiningar sem gerð var um síðustu áramót en þá voru íjórir skólar, íþróttakennaraskóli Islands, Fóstur- skóli íslands, Þroskaþjálfaskóli Is- lands og Kennaraháskóh Islands sameinaðir og nýr háskóli, Kennara- háskóli íslands, var stofnaður. Hon- um var síðan skipt niður í deildir þar á meðal grunndeild og hverri deild í skorir og ein þeirra er íþróttaskor á '^ftaugarvatni. Að undanförnu hafa margir komið að máli við mig og verið að forvitnast um hvað þessi breyting hefur í raun í fór með sér. Það er augljóst að þessi breyting er ákaflega mikilvægt skref fyi-ir menntun á sviði íþróttafræða á Islandi og mjög tímabært að fá þriggja ára menntun í íþróttafræð- um á háskólastigi. Erlingur Jóhannsson ljóst að forvamir á sviði líkams- og heilsurækt- ar eru afar dýrmæt fjárfesting til framtíðar hjá öllu ungu fólki í dag og samfélaginu í heild. Með þessi sjónarmið að leiðarljósi höfum við kennarar íþróttaskorar Kennaraháskóla Is- lands sett saman þriggja ára háskóla- nám í íþróttum þar sem mikil áhersla verð- ur lögð á að auka veg stoðgreina íþróttafræð- innar, s.s heilsufræði, heilbrigðisfræði, nær- ingarfræði, hreyfifræði, endurhæfingaríþrótta, almenningsíþrótta, útvistar, heilsusálfræði, samfélagsgreina og ýmssa íþróttagreina. Með þessum orðum eru við einnig að segja að hlutverk menntunarstofn- unar sem menntar íþróttafræðinga er ekki einungis að mennta íþróttakenn- ara heldur einnig að mennta íþrótta- fræðinga sem geta og þurfa að gegna margvíslegum störfum í þjóðfélaginu. Þetta er afar mikilvægt atriði sem verður að hafa í huga við mótun og uppbyggingu á nýju námi í íþrótta- fræðum við háskólann. Skipulagning og uppbygging nýs náms í íþróttafræðum Mikilvægi góðrar íþróttamenntunar Það er vandasamt verk að skipu- leggja nýtt háskólanám í íþrótta- fræðum því margt verður að hafa í huga og mikið veltur á því að vel tak- ist til. I þessu sambandi er mikil- vægt að gera sér grein fyrir því hvaða hlutverki íþróttir og líkams- rækt gegna í lífi fólks í dag og hvort það hafi eitthvað breyst á undan- fómum árum. Það er ljóst að breytt- ir lifnaðarhættir, meiri kyrrseta, stress o.s.frv. eru mun meira ráðandi hjá fólki í dag en raunin var hér áður fyrr. Hreyfingarleysi og almennur skortur á reglulegri líkamsrækt þjóðfélagsþegna í vestrænum ríkjum hefur aukist mjög á undanförnum árum. I því sambandi má nefna að nýleg rannsókn sem gerð var í þrem- ýiír löndum í Evrópu, þar á meðal Danmörku, sýndi að um það bil 20% barna og unglinga hreyfa sig alls ekki neitt og 4 sinnum fleiri börn þjást af offitu í dag en raunin var fyrir 20 árum. Margir vísindamenn hafa spáð því að þetta vandamál eigi eftir að verða enn stærra á komandi árum og margir vilja ganga svo langt að segja að það eigi jafnvel eftir að verða jafn stórt og neysla tóbaks. Rökin fyrir þessu eru meðal annars þau að afleiðingar mikillar kyrrsetu og hreyfingarleysis eru svo marg- þættar og kostnaðarsamar fyrir heilsugæsluna í nútímaþjóðfélögum. Það er því mikilvægt að hvetja alla til að stunda einhvers konar líkams- «*»g heilsurækt og í raun er það afar mikilvægui- þáttur í öllu forvarna- starfi í nútímaþjóðfélagi. I þessu sambandi má geta þess að vísinda- rannsóknh- hafa sýnt fram á að mun minni líkur eru á því að þeir einstak- lingar sem ekki stunda íþróttir sem börn eða unglingar geri það þegar þeir verða fullorðnir. Það er því aug- Hið nýja þriggja ára háskólanám í íþróttafræðum skiptist niður í 60 ein- ingar í íþróttafræðum/íþróttagreinum og 30 einingar í uppeldis- og kennslu- fræðum. Að þessu námi loknu mun viðkomandi nemandi fá full réttindi til að kenna íþróttir á öllum skólastigum og þar með erum við að segja að framhaldskólakennarar í íþróttafræð- um hafa að minnsta kosti 60 einingar í íþróttafræðum og 30 einingar í upp- eldis- og kennslufræðum. Það verður hægt að taka hluta af náminu í íþróttaskor og bæta því sem upp á vantar í B.Ed gráðu í annarri skor við Kennaraháskóla íslands. Þetta þýðir að kennarar geta útskrifast með góða menntun í íþróttafræðum og annarri grein t.d. stærðfræði og fá þannig undirstöðumenntun til að kenna fleira en íþróttir í grunnskólum landsins. Það er skoðun okkar að ekki sé æski- legt að útskrifa kennara sem einungis hafa réttindi til að kenna íþróttir í grunnskólum landsins. Eins og flestum er kunnugt hefur menntun íþróttakennara á Islandi verið tvö ár og því er þriðja árið hrein viðbót. Hugmyndir okkai- eru að viðbótarárinu í hinu nýja íþrótta- námi verði skipt að jöfnu í sameigin- legan kjai-na annars vegar og tvö valsvið íþrótta hins vegar. Annað valnámið yrði á sviði þjálf- unar (heilsuþjálfunar/afreksíþrótta). Þetta nám væri ætlað fyrir íþrótta- fræðinga sem vilja sérhæfa sig á hin- um ýmsu sviðum líkamsþjálfunar, jafnt fyrir börn, aldraða sem og af- reksfólk í íþróttum. Með þessu erum við að leggja áherslu á nauðsyn þess að efla menntun íþróttaþjálfara í landinu. Hitt valnámið yrði á sviði tóm- stunda, uppeldis og íþróttastjórnun- ar og væri fyrst og fremst hugsað fyrir íþróttafræðinga sem ætla að starfa við stjórnun og framkvæmd íþróttamála t.d. hjá íþróttahreyfing- Þriggja ára menntun í íþróttafræðum á há- skólastigi, segir Erling- ur Johannsson, er tímabært og mikilvægt skref á sviði íþrótta- ✓ fræða á Islandi. unni, sveitarfélögunum og ríkinu. Með þessu námi erum við meðal ann- ars að reyna að mæta þeirri miklu þörf sem myndast þegar allir grunn- skólar landsins verða heilsdagsskól- ar. Við teljum víst að hlutverk íþróttamenntaðra kennara eigi eftir að verða mun meira og víðtækara í skólunum en raunin er í dag. Sambærileg háskólagráða í íþróttafræðum á Norðurlöndum Til að tryggja gæði íþróttamennt- unar á íslandi er æskilegt að vera í náinni samvinnu við erlendar há- skólastofnanir sem bjóða upp á sam- bærilega menntun. I þessu sambandi hefur á undanfornum árum verið unnið markvisst að því í Svíþjóð, Danmörku og Noregi að koma á fót sameiginlegri háskólagráðu á sviði íþrótta, þ.e.a.s. ,,Bachelorgráðu í íþróttafræðum“. Iþróttaskor KHI tekur nú þátt í þessari samvinnu og er stefnt að því að grunnháskóla- menntun á sviði íþróttafræða á ís- landi verði sambærileg við það sem tiðkast á hinum Norðurlöndunum. Aðstæður á Laugarvatni Margir hafa spurt mig að því á undanförnum mánuðum hvort nokk- ur glóra sé í því að hafa íþróttahá- skóla úti í sveit og hvort það sé ekki einungis spurning um tíma hvenær þessi starfsemi verði flutt til Reykja- víkur. Þessari spurningu er vand- svarað því auðvitað hefur það bæði kosti og galla að háskóli sé á Laugar- vatni. Vissulega er aðstæða til íþróttaiðkunar góð á Laugarvatni, meðal annars er þar nýlegt íþrótta- hús, góð sundlaug og góður íþrótta- völlur. Á hinn bóginn er ýmislegt sem verður að bæta ef starfsemin á að vera áfram á Laugarvatni. I fyrsta lagi þarf að bæta núverandi skólahúsnæði því hluti þess er ein- ungis fokheldur og hefur verið það í þrjátíu ár. I öðru lagi er aðstaða nemenda ekki góð á Laugarvatni og vantar tilfinnanlega betri vinnu- og félagsaðstöðu. I þriðja lagi rúma Stúdentagarðar KHI á Laugarvatni einungis um 50 nemendur en þegar þrír árgangar verða í íþróttaskor verður fjöldi nemenda um það bil 115. Því þarf nauðsynlega að byggja sem fyrst stúdenta- og hjónagarða. Engu að síður er það eindreginn og vilji okkar í íþróttaskor og for- ráðamanna Kennaraháskóla Islands að byggja upp starfsemi íþróttaskor- ar á Laugarvatni. Heimildir: Jensen, B. & Hjorth Andersen, B. eds. (1998). Börn og eliteidræt - i tal. Del- rapportering af forskingsprosjekt. Köben- havn: Institut for Idræt. Höfundur er dósent við Kennara- háskóla íslands og skorarstjóri íþróttaskorar. Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) ÁSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Innritun fermingarbama þriðjudag 22. sept. kl. 17. BÚSTAÐAKIRKJA: Upphaf barna- starfsins. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjöl- skylduna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Altar- isganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Organisti Marteinn H. Frið- riksson. Guðsþjónusta kl. 14 fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Maelst er til þess að fermingarbörn og foreldrar þeirra mæti í guðsþjón- ustuna. Fundur með foreldrum ferm- ingarbarna í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Dómkirkju- prestarnir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Prestur sr. Fjalar Sigurjónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA; Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Ámi Arin- bjarnarson. Barnastarfið hefst í dag á sama tíma. Munið kirkjubílinn. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Sigurður Pálsson. Kvöldmessa kl. 20 á vegum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, en að auki þjóna um tuttugu manns í messunni, fulltrúar hinna ýmsu sókna og starfsgreina í borginni. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Börnunum verður afhent fræðsluefni þjóðkirkjunnar að gjöf frá sóknarnefndinni. Organisti Pavel Manasek. Bryndís Valbjörnsdóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 11. Organisti Pavel Mana- sek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Hátíðarmessa kl. 11. Kirkjudagur Langholtssafnaðar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju syngur. Eftir messu selur Kvenfélag Langholtssóknar kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu til ágóða fyrir gluggasjóð. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sérstaklega tekið á móti fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Fermingartímar kl. 12.30- 17. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Vetrarstarf hefst. Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Barnastarfið hefst á sama tíma. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Nú á sunnudaginn kl. 11 hefst barnastarf- ið af fullum krafti. Guðsþjónusta verður kl. 14. Organistinn dr. Pavel Smid kveður söfnuðinn. Allir hjartan- lega velkomnir. Hjörtur Magni Jó- hannsson, safnaðarprestur. REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI EYSTRA: Sameiginieg guðsþjón- usta fyrir söfnuði í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra við upphaf vetrar- starfs verður haldin í Fella- og Hóla- kirkju sunnudaginn 20. september kl. 20.30. Altarisganga. Prestum, sóknarnefndafólki og starfsmönnum safnaða er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Héraðsnefnd Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11 árdegis. Organleikari Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta í safnaðarheim- ilinu kl. 13 við upphaf barnastarfs að hausti. Foreldrar boðnir velkomnir með börnum sínum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Hátíðarmessa kl. 14. Biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson, vígir nýtt orgel kirkjunn- ar. Inga Backman syngur einsöng. Organisti Daníel Jónasson. Kaffi- veitingar í boði sóknarnefndar að lokinni messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11 messa. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti er Kjartan Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Sunnudagaskóla- starf hefst og er á sama tíma kl. 11. Umsjón Ragnar Schram og Hanna Þórey Guðmundsdóttir. Kl. 20.30 sameiginleg guðsþjónusta Reykja- víkurprófastsdæmis eystra. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson prédikar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Valgeir Ástráðsson þjóna fyrir altari. Organisti Lenka Mátéová. Kaffiveit- ingar eftir guðsþjónustuna. Prest- arnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Signý og Guðlaugur aðstoða. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Signý og Guðlaugur aðstoða. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdótt- ir þjónar. Eldri deild kórs Snælands- skóla kemur í heimsókn. Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðs- þjónusta kl. 13. Allir hjartanlega vel- komnir. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Frumþyggjamessa kl. 14. „Frum- byggjar" og þeir sem lengi hafa búið í Kópavogi eru sérstaklega hvattir til þátttöku. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Kári Þormar. Að lokinni messu verð- ur kaffi og samvera í Gjábakka. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Allir krakkar og foreldrar velkomnir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sóknar- prestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Almenn samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Frið- rik Schram prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma sunnudag kl. 20. Kennsluefni: Bæn og fasta. Allir hjartaniega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Majórarnir Turid og Knut Gamst stjórna og tala. Mánudag kl. 15 heimilasamband. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.