Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Sjöundi kanslari Þýskalands effcir stríð kjörinn á þýska þinginu
Stafar Schröder
hætta af „leyni-
kanslar anum “ ?
Gerhard Schröder tók við stjórnar-
taumunum í Þýskalandi af í gær en nýi
fjármálaráðherrann, Oskar Lafontaine,
er svo valdamikill í Jafnaðarmanna-
flokknum að fréttaskýrendur eru þegar
farnir að kalla hann „leynikanslarann“.
GERHARD Sehröder var kjör-
inn kanslari Pýskalands,
þriðja mesta efnahagsveldis
heims, á þingi landsins í gær með
351 atkvæði gegn 287. Þetta er í
fyrsta sinn eftir síðari heimsstyrjöld-
ina sem kanslari fær öll atkvæði
stjórnarflokkanna í kanslarakjöri á
þýska þinginu. Schröder fékk sex at-
kvæði til viðbótar og fréttaskýrend-
ur töldu að þau hefðu komið frá
Flokki hins lýðræðislega sósíalisma,
arftaka kommúnistaflokksins í aust-
urhluta Þýskalands.
Nýi kanslarinn mun stjórna land-
inu með 21 sætis þingmeirihluta
jafnaðarmanna og græningja, sem
fengu þrjú af 15 ráðuneytum nýju
stjómarinnar - utanríkis-, umhverf-
is- og heilbrigðisráðuneytin.
Schröder tekur við af Helmut
Kohl, sem gegndi embættinu í rúm
16 ár. Kohl verður áfram þingmaður
en Wolfgang Scháuble hefur tekið
við af honum sem leiðtogi kristilegra
demókrata.
Erfíð úrlausnarefni bíða
Schröders á sviði efnahagsmála.
Fjórar milljónir Þjóðverja eru án at-
vinnu, um 10% vinnuaflsins, hag-
vöxturinn hefur minnkað og velferð-
arkerfið er orðið svo dýrt að óhjá-
kvæmilegt er að stokka upp í því.
Schröder segir að atvinnumálin
verði forgangsverkefni sitt og kveðst
ætla að draga úr atvinnuleysinu með
því að koma á varanlegu samstarfi
milli stjórnarinnar, atvinnurekenda
og verkalýðshreyfingarinnar. Marg-
ir hagfræðingar hafa gagnrýnt þessi
áform og sagt að þau dugi ekki til að
leysa kerfisvandann.
Oskar Lafontaine fjármálaráð-
herra fær það verkefni að blása nýju
lífi í efnahaginn og þýskir fjölmiðlar
hafa spáð því að hann verði í reynd
sá sem mestu ráði í nýju stjórninni.
Schröder og Lafontaine hafa þó báð-
ir sagt að enginn fótur sé fyrir þeim
vangaveltum.
Schröder höfðaði til „nýrrar miðju“
í þýskum stjórnmálum í kosningabar-
áttunni og framganga hans þótti
minna mjög á Tony Blair og „Nýja
Verkamannaflokkinn" í Bretlandi.
Schröder er þó ólíkur breska forsæt-
isráðherranum að því leyti að hann
stjórnar ekki flokki sínum.
Lafontaine er formaður Jafnaðar-
mannaflokksins og hefur flokksvélina
á bak við sig. Hann hefur lengi verið
kallaður „Napóleon", þar sem hann
er smávaxinn og þykir hugfanginn af
valdinu og öllu því sem franskt er, en
hann hefur nú fengið ný gælunöfn og
er ýmist kallaður „leynikanslarinn"
eða „skuggi Schröders".
Stafar mest hætta af
innanflokksdeilum
Lafontaine var kanslai-aefni jafn-
aðarmanna í kosningunum árið 1990
en beið ósigur fyrir Kohl. Hann
íhugaði að gefa aftur kost á sér í
embættið fyrir síðustu kosningar en
ákvað að gera það ekki þegar ijóst
var að sósíalískar skoðanir hans
myndu fæla frá kjósendur á miðj-
unni sem jafnaðarmenn þurftu að á
að halda til að bera sigurorð af Kohl.
Lafontaine hélt þó áfram að
treysta tök sín á flokksvélinni og átti
ríkan þátt í kosningasigri Schröders.
Fréttaskýrendur segjast sjá
fingraför hans út um allan stjómar-
sáttmála jafnaðarmanna og Græn-
ingja og á þeim mánuði, sem liðin er
frá kosningunum, hefur honum tek-
ist að hindra að hugsanlegir keppi-
nautar hans komist í áhrifastöður og
auka völd ráðuneytis síns á kostnað
efnahagsráðuneytisins.
Fyrir kosningarnar töldu margir
að stjóm Schröders myndi stafa
mest hætta af Græningjum, sem
hafa lofað að loka kjarnorkuveram
Þýskalands og hækka skatta á elds-
neyti og bíla.
Wichard Woyke, stjórnmálaskýr-
andi við Munster-háskóla, telur þó
að Schröder þurfí ekki að hafa mild-
ar áhyggjur af ágreiningi við Græn-
ingja. „Þeir kyngdu nánast öllu sem
Reuters
HELMUT Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, óskar Gerhard
Schröder, eftirmanni sínum, til hamingju eftir kanslarakjörið á
þýska þinginu í gær. Oskar Lafontaine, Ijármálaráðlierra og for-
maður Jafnaðarmannaflokksins, stendur á milli þeirra.
jafnaðarmenn ki-öfðust í stjórnar-
myndunarviðræðunum,“ segir hann
og spáir því að deilur innan Jafnað-
armannaflokksins eigi eftir að valda
nýja kanslaranum meiri vandræðum.
Ólík viðhorf í efnahagsmálum
Talið er að innanflokksdeilurnar
muni fyrst og fremst snúast um efna-
hagsstefnuna. Hugmyndir Lafont>
aine um aðgerðir til að minnka at-
vinnuleysið þykja bera keim af hag-
stjómarkenningum breska hagfræð-
ingsins Johns Maynards Keynes.
Schröder er hins vegar lýst sem
raunsæismanni, er aðhyllist ekki
neina ákveðna hugmyndafræði í efna-
hagsmálum.
Kanslarinn er hallari undir mai'k-
aðshyggju en fjármálaráðherrann,
sem hefur gagnrýnt þýska seðla-
bankann, brjóstvörn íhaldssamrar
peningastefnu, sem hann segir hafa
verið of tregur til að lækka vexti.
Lafontaine telur að þýska efnahagn-
um stafi nú mest hætta af samdrætti
en ekki verðbólgu.
„Lafontaine hefur skýra efnahags-
lega hugsjón en skoðanir Schröders
byggjast meira á kredduleysi," sagði
Dietmar Herz, við Bonn-háskóla.
„Eg er viss um að það verða átök
milli þessara tveggja viðhorfa. Við
vitum ekki enn hvemig þau verða
leidd til lykta.“
Fréttaskýrendur spá því að rimm-
an hefjist fyrir alvöru ef efnahags-
umbætur og skattalækkanir
Lafontaines duga ekki til að minnka
atvinnuleysið. Fjármálaráðherrann
boðaði í vikunni sem leið að skattar
yrðu lækkaðir um 10 milljarða
marka, tæpa 420 milljarða króna, en
hagfræðingar segja það of lítið. Þeir
vara ennfremur við því að boðaðar
umbætur á velferðarkerfinu kunni
að koma of seint til að hlífa þýska
efnahagnum, sem byggist að miklu
leyti á útflutningi, við kreppunni í
Asíu og víðar í heiminum.
„Það eru engar líkur á að baráttan
gegn atvinnuleysinu beri skjótan og
sýnilegan árangur,“ sagði Ulrieh
Alemann, við Heinrich Heine-há-
skóla í Dusseldorf.
Metingnum haldið í skefjum?
Alemann telur þó að Schröder og
Lafontaine muni gæta þess að halda
metingnum í skefjum og bendir á að
Lafontaine geti verið sveigjanlegri
en ætla mætti af fjölmiðlaímynd
hans sem kreddufasta sósíalistans.
Woyke er ekki eins viss um að
Schröder og Lafontaine geti starfað
saman í sátt og samlyndi eins og í
kosningabaráttunni. „Eg myndi ekki
ganga svo langt að segja að
Lafontaine sé í reynd kanslarinn en
hann hefur styrkt stöðu sína svo
mikið að það gerir Schröder erfitt
fyrir,“ sagði hann.
Vilai Permchit
SCHRÖDER var viðstaddur kvöldverðarboð í Hannover fyrir um
tveimur árum þegar sýning á málverkum Errós var opnuð þar í borg,
en hann var þá forsætisráðherra Neðra-Saxlands. Með honum á mynd-
inni eru Valgerður Valsdóttir, sendiherrafrú í Bonn, (t.v.) og Guðrún
Jónsdóttir arkitekt (t.h.).
/
Islandsvinur á
kanslarastóli
ÞEGAR Gerhard Schröder, sem
í gær var formlega kjörinn
kanslari Þýskalands, var í heim-
sókn á íslandi í nóvember í fyrra
sem forsætisráðherra Neðra-
Saxlands orðaði Ingimundur
Sigfússon, sendiherra íslands í
Þýskalandi, það við hann að
þeim hjónum, Ingimundi og Val-
gerði Valsdóttur, myndi þykja
gaman að gefa honum einhvern
lítinn grip til minningar um fs-
landsförina. Það var siðan fyrir
tveimur mánuðum eða svo sem
Ingimundur afhenti Schröder
litla styttu eftir Hallstein Sig-
urðsson listamann.
Ingimundur sagði í samtali
við Morgunblaðið að stuttu síðar
hefði Schröder skrifað sér vin-
samlegt þakkarbréf þar sem
m.a. kom fram að Schröder
þætti styttan, sem kallast „Mað-
ur og kona“, afar falleg og að
hún hefði hlotið fastan sess á
skrifborði hans. Það fékkst
rækilega staðfest í sjónvarps-
þættinum „Was nun herr
Schröder" í þýska sjónvarpinu
stuttu fyrir sambandsþingskosn-
GERHARD Schröder í sjónvarpsþættinum „Was nun, herr Schröder" skömmu fyrir sambandsþingskosning-
amar í Þýskalandi. Mitt á milli spyrjandans og Schröders má sjá styttuna „Mann og konu“ sem Ingimundur
Sigfússon og Valgerður Valsdóttir gáfu Schröder, og sem Hallsteinn Sigurðsson listamaður gerði.
ingarnar í Þýskalandi í síðasta
mánuði en þar mátti sjá að
styttan hefur hlotið veglegan
sess í skrifstofu kanslarans
nýja.
Ingimundur var í gær við-
staddur kjör Schröders á sam-
bandsþinginu og segir það hafa
verið ánægjulega stund og að
merkilegt hafi verið að heyra
þegar Wolfgang Thierse, forseti
þingsins, ávarpaði Schröder í
fyrsta sinn sem „herra kanslara“
enda þar um að ræða tímamót
eftir sextán ára kanslaratíð
Helmuts Kohls.
„Við hjónin höfum nú hitt
Schröder nokkrum sinnum eftir
íslandsheimsókn hans, síðast á
sameiningardaginn, 3. október, í
Hannover og þá sýndi hann okk-
ur mjög mikla vinsemd, eins og
hann gerir reyndar alltaf. Hann
minnist iðulega á íslandsheim-
sókn sína og ég veit það líka í
gegnum annað fólk, sem stendur
honum nærri, hve mikils hann
metur ferð sína,“ sagði Ingi-
mundur.
„Það er náttúrlega óskaplega
jákvætt að hafa fengið Schröder
heim til íslands því fyrir vikið
veit hann meira um Island og er
velviljaður Islendingum. Og nú
er þessi maður orðinn valdamesti
maður Þýskalands!"