Morgunblaðið - 04.11.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.11.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirlögregluþj ónar færa sig um set DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að flytja Hörð Jóhannes- son, yfirlögregluþjón hjá ríkislög- reglustjóra, í stöðu yfirlögreglu- þjóns hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík frá 16. nóvember nk. Á sama tíma flytjast Guðmundur Guð- jónsson og Jónmundur Kjartans- son, yfirlögregluþjónar hjá embætti lögreglustjóra í Reykjavík, í stöður yfirlögregluþjóna hjá ríkislögreglu- stjóra. í fréttatilkynningu kemur fram að þetta hafi verið ákveðið að höfðu samráði og með samþykki viðkom- andi yfirlögregluþjóna eftir fund þeirra í gær með starfshópi sem vinnur að undirbúningi að nýju stjómskipulagi embættis lögreglu- Skipurit í samræmi við lög 200 manns leita árlega til SÁÁ vegna vandamála sem tengjast spilafíkn Vandinn hefur farið vax- Guiinar 'óifvmm Opið hús í kvöld fyrir konur Skothúsinu Keflavík Það vantar kraft í kjördæmið! BJÖRG Thorarensen, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu, segir það misskilning hjá Ögmundi Jónassyni, alþingismanni og for- manni BSRB, að telja skipulags- breytingar á embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík stríða gegn lögum. „Skipuritið er útfærsla á því hvemig æðstu stjómendur lögregl- unnar skipta með sér verkum, en haggar ekki valdi lögreglustjórans," sagði Björg. Hún sagði nýja skipu- ritið í fullu samræmi við lögreglulög þar sem gert væri ráð fyrir því að varalögreglustjóri væri háður sam- þykki lögreglustjóra við ákvarðana- tökur. andi með auknu frjálsræði Pótt nákvæmar tölur liggi fyrir um tekju- aukningu fyrirtækja, sem reka spilakassa og happdrættisvélar er ekki sama að segja um fjölgun spilafíkla. Tilfinning starfsfólks SÁA fyrir vandamálinu er hinsvegar sterk - þeim hefur fjölgað. Aðsendar greinar |VrkfcWt 3 Grekw ncntprvcgna vorse iHtiu « h«»d hír A noUrci «n lUdrtltur I Mjrjuntj’aðiny Hasji er o$ kit« að tfrisoröu n í tfúíœtt! Jjrcáwnna. Uoda grc.'ner öajvni. s?tinar wfttonw Viku »enda |iein lil MorguDblaösins? Breytt fyrirkomulag prófkj örsgreina AKVEÐIÐ hefur verið að breyta fyrirkomulagi prófkjörsgreina í Morgunblaðinu fyrir prófkjörin, sem í hönd fara vegna alþingis- kosninganna í vor. Frambjóðendur í prófkjömm geta eftir sem áður skrifað greinar í blaðið og lengd þeirra miðuð við u.þ.b. 3000 tölvu- slög með bilum. Hins vegar verða greinar stuðn- ingsmanna einstakra frambjóð- enda birtar á Morgunblaðinu á net- inu en stuttur útdráttur úr þeim greinum verður birtur í blaðinu sjálfu. Þessi háttur á birtingu prófkjörs- greina verður tekinn upp frá og með 1. nóvember, þ.e.a.s. um þessa helgi. Með útdráttunum verður birt mynd af höfundi. Miðað er við að útdrættir úr greinum, sem birtast á netinu verði um 10 dálksentimetrar eða um það Frágangur Frambjóðendur: Aðsend grein að hámarki 3000 tölvuslög. Stuðningsmenn: Aðsend grein á Morgunblaðið á netinu, en út- dráttur í Morgunblaðið að há- marki 10 dálksentimetrar. 10 dálksentimetrar: Jafngilda um það bil 960 slögum með orðabilum, eða 10 vélrituðum línum á pappír að breidd A4 eða tölvusetningu á 12 pt. letri. Skil: Greinum sé skilað á tölvu- pósti á: ritstj@mbl.is eða á disklingi, sem sendur er Morg- unblaðinu. Hið sama er unnt að gera með myndir. bil 960 tölvuslög með bilum, sem eru um það bil 10 línur á A4-blaði miðað við 12 punkta letur eða 10 línur vélritaðar á A4-örk. Eins og áður er óskað eftir því að höfundar komi með greinarnar tölvusettar á disklingum og í út- prenti í einu eintaki. Mynd þarf að fylgja af höfundi sé hún ekki til í myndasafni Morgunblaðsins og kennitala viðkomandi. Einnig er unnt að tölvusenda með tölvupósti bæði texta greinar og myndir á net- fangið: ritstj@mbl.is Loks ber að geta þess að innan tíðar mun Morgunblaðið hafa sama háttinn á hvað varðar raðgreinar, sem skrifaðar eru í kynningarskyni til þess að hvetja fólk tii einhvers, sbr. tannverndardagur, brjósta- gjafaherferðir, almennar safnanir o.s.frv. I blaðinu birtist þá 10 dálksentimetra útdráttur með mynd, en aðalgreinin í Morgun- blaðinu á Netinu. Birting á mbl.is Til þess að nálgast prófkjörs- greinar á mbl.is er nægilegt að smella á hnappinn Aðsendar grein- ar, sem er innan flokksins Sérvefir vinstra megin á forsíðu vefjarins. Á sama hátt má smella á hliðstæðan hnapp hægra megin á síðunni undir efnisþættinum Nýtt á mbl.is. Loks má slá inn slóðina sjálfa sem er http://www.mbl.is/adsent. Þá býðst frambjóðendum og öðrum að aug- lýsa á þessum sérvef. Einnig er hægt að senda greinar til blaðsins frá vefnum. Smellið þá á hnappinn Viltu senda grein til Morgunblaðsins og þá opnast form sem skrifa má inn í. SÍÐAN lög voru sett um söfnunar- kassa og happdrættisvélar fyrir fjórum árum hafa tekjur fyrirtækj- anna tveggja, sem reka þau, þ.e. Há- skóli Islands og íslenskir söfnunar- kassar, aukist ár frá ári. Tekjur ís- lenskra söfnunarkassa hækkuðu að frádregnum vinningum og kostnaði úr 535 milljónum króna í 809 millj- ónir króna frá 1994 til og með 1997. Hreinar tekjur happdrættisvéla HHI hækkuðu úr 144 milljónum í 210 milljónir frá 1994 til fyrstu níu mánaða ársins 1998. Það er mat starfsmanna SÁA að spilafíklum hafi fjölgað síðustu árin og nú um stundir leita 200 manns árlega til SÁÁ með vandamál tengd spilafikn. Þórarinn Tyrfingsson yfir- læknir á Vogi segir að mikil spenna hafi myndast þegar tvö íyrirtæki voru skyndilega komin í samkeppni á spilamarkaðnum. Þá hafi verið létt af einokun, sem leiddi til þess að við- skiptasjónarmið urðu óhjákvæmi- lega íyrirferðarmeiri í rekstri spila- kassanna. „Þróunin er í megindrátt- um sú sama hérlendis og erlendis," segir Þórarinn. „Frjálsræðið vex á þessu sviði og um leið vex vandinn. Áður voru vinningarnir lágir, en í dag eru þeir orðnir feiknaháir auk þess sem biðin eftir mjög þeim er mjög stutt,“ segir hann. Áðspurður segir hann það þó einföldun að ætla að fullkomin já- kvæð fylgni sé á milli lagasetningar- innar 1994 um rekstur spilakass- anna og þeirrar fjölgunar spilafíkla, sem raun ber vitni. „Þetta er okkar nútími og hluti af alþjóðlegri þróun, sem ekki verður stöðvuð. Hins vegar er hægt að grípa til ýmissa úrræða, t.d. að finna þá sem eru í sérstökum áhættuhópi fyrir spilafíkn, halda umræðunni gangandi og sinna al- mennu forvarnastarfi," segir Þórar- inn. Skimunarpróf fyrir spilafílria Þeir sem koma inn á Vog til að fá meðferð við spilafíkn sinni eru mis- langt leiddir, allt frá því að hafa vanda af spilafíkn til þess að vera haldnir sjúklegri spilafíkn. Til að greina vandamálið eru fíklar látnir taka svokailað skimunarpróf en markmiðið með því er finna þá sem líklegir eru til að vera haldnir spilafíkn og þeir greindir frekar. Þar er meðal margs annars spurt hvort viðkomandi hafi eytt meiru í fjárhættuspil en hann hafi ætlað sér í byrjun leiks, hvort viðkomandi hafí misst úr skóla eða atvinnu vegna spilamennsku og hvort viðkomandi hafi tekið peninga að láni til að spila fyrir eða borga spilaskuldir með. Síðan eru svörin athuguð til að kanna hvort þörf sé á staðfestingar- prófi fyrir þá sem eru líklega haldn- ir spilafíkn. Þórarinn segir að í raun sé ekki erfitt að meðhöndla menn sem á annað borð koma í meðferð, en hitt sé aftur á móti meiri vandi, að menn fáist til að viðurkenna vanda- málið og fá lausn sinna mála. „Það virðist vera meiri skömm sem menn finna til vegna spilafíknar- innar, heldur en áfengis- og vímu- efnavandans og það hefur sitt að segja þegar til þess kemur að horfast í augu við vandann," segir Þórarinn. LAGIÐ var tekið á skólalóðinni í tilefni dagsins. Morgunblaðið/Kristinn Húsnæði Fossvogsskóla stækkar SKÓFLUSTUNGA var tekin að nýrri viðbyggingu við Fossvogs- skóla í gær. Það voru böm í skólan- um sem áttu afmæli í gær, 3. nóv- ember, sem tóku skóflustunguna ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, borgarsljóra í Reykjavík. I nýbyggingunni verða níu al- mennar kennslustofur, raun- greinastofa, tónmenntastofa, smíðastofa og handmenntastofa auk bókasafns og tæknirýma. Samtais er byggingin 1.390 fer- metrar að stærð. Aætluð verklok em næsta haust. Arkitekt viðbygg- ingarinnar er Helga Gunnarsdóttir á teiknistofu Gunnars Hanssonar. Áætlaður byggingarkostnaður við viðbygginguna er 200 milljónir. Fossvogsskóli var stofnaður 1971. Skólinn varð einsetinn árið 1989 án þess að aukið væri við hús- næði skólans, sem raunar var aldrei fullbyggt. Við skólann em nú tíu lausar stofur og hafa þær elstu staðið þar í á þriðja áratug. Árið 1989 var Fossvogsskóla falið að gera tilraun með einsetinn heilsdagsskóla og var hann fyrsti bamaskólinn í Reykjavík sem varð einsetinn. I Fossvogsskóla em nú 340 nemendur í sextán bekkjardeild- um og hefur þeim fjölgað síðast- liðin tvö ár. Skólastjóri er Óskar S. Einarsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.