Morgunblaðið - 04.11.1998, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ororkulífeyrir taki
mið af aldri öryrkja
ORYRKJABANDALAG Islands
vill að grunnlífeyiár þeirra sem
verða fyrir varanlegri örorku á
yngri árum verði hærri en hjá þeim
sem verða fyrir varanlegri örorku
síðar á ævinni. A þennan hátt vill
Öryrkjabandalagið rjúfa þá teng-
ingu sem verið hefur milli örorkulíf-
eyris og ellilífeyris.
Garðar Sverrisson, varaformaður
Öryrkjabandalagsins, sagði að í
gegnum árin hefði kröfum öryrkja
um hækkun á lífeyrisgreiðslum ver-
ið mætt með þeim rökum að breyt-
ingarnar kosti svo mikið vegna þess
að örorkulífeyrir og ellilífeyrir hafa
byggst á sama grunni. Hann sagði
að með eflingu lífeyrissjóða lands-
manna væri meiri ástæða en áður til
að rjúfa þessa tengingu. A Norður-
löndunum væri kerfið þannig upp-
byggt að öryrkjar fengju hærri
bætur þeim mun yngri sem þeir
væru þegar þeir yrðu fyrir sinni ör-
orku.
Öryrkjar hafa
sérstöðu
„Þótt hluti aldraðra búi svo sann-
arlega við mjög bágan fjárhag þá
hefur staða öryrkja um margt sér-
stöðu. Alla jafnan hefur öryrkinn
ekki átt þess kost að ávinna sér full-
an lífeyrissjóðsrétt né eignast
skuldlaust húsnæði og njóta þeirra
launa og lífsfyllingar sem heil-
brigðri starfsævi fylgir. Þvert á
móti hefur hann, oft frá unglings-
aldri, búið við þrengstu fjárhags-
skorður sem nokkrum manni eru
settar og borið margvíslegan kostn-
að af fötlun sinn, kostnað sem nú-
gildandi almannatryggingar taka
ekkert tillit til.
Við leggjum því til verulega
hækkun fyrir þá sem verða yngstir
fyrir örorku og síðan gerum við ráð
fyrir að grunnlífeyrir lækki um
1,4% fyrir hvert ár sem er umfram
tvítugt uns ellilífeyrisaldri er náð.
Lífeyrir hvers og eins einstaklings
mun þó ekki lækka með hækkandi
aldri heldur gerum við ráð fyiir að
lífeyrisgreiðslurnar byggist á því
hvenær ævinnar viðkomandi varð
fyrir varanlegri örorku," sagði
Garðar.
Garðar sagði að Öryrkjabanda-
lagið væri þarna að benda á einfalda
leið til að bæta stöðu þeirra öryrkja
sem verst stæðu. Hann sagðist trúa
því að stjórnvöld tækju þetta til al-
varlegrar athugunar.
«» <*•.
r -'w
Langir skuggar
Morgunblaðið/Ásdís
Breyting á tillögu um kjördæmaskipan
Siglufjörður
verði í Norðaust-
urkjördæmi
KJORDÆMANEFND hefur sent
forsætisráðherra bréf þar sem
gerðar eru breytingar á fyrri aðal-
tillögu nefndarinnar um breytta
kjördæmaskipan. Samkvæmt bréf-
inu telur nefndin vel koma til greina
að Norðurlandskjördæmi vestra til-
heyri óskipt Norðvesturkjördæmi
ásamt Vesturlandi og Vestfjörðum
og að horfíð verði frá því að skilja
A-Skaftafellssýslu frá Austurlands-
kjördæmi.
Formenn stjórnarflokkanna hafa
nýlega rætt kjördæmamálið á fundi
sínum og samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins er búist við því að
frumvarp um svo breytta aðaltillögu
nefndarinnar verði lagt fram fljót-
lega.
Töluverðrar óánægju gætti í
Norðurlandskjördæmi vestra og
Austurlandskjördæmi með þá aðal-
tillögu kjördæmanefndarinnar að
skipta kjördæmunum upp.
Friðrik Sophusson, formaður
kjördæmanefndar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að nefndin
hefði komið saman 28. október sl. og
rætt endurskoðun kjördæmaskipun-
ar og tilhögun kosninga með hlið-
sjón af þeim umræðum og ábending-
um sem fram hafa komið frá því
skýrslu nefndarinnar var skiiað.
Siglufjörður í eystra
kjördæminu
í framhaldi af því hefði nefndin
skrifað forsætisráðherra bréf og
lagt eindregið til að formenn stjórn-
málarlokkanna legðu sameiginlega
fram frumvarpið. I bréfínu komi
fram að nefndin telji vel koma til
greina að þær breytingar verði
gerðar á aðaltillgöu nefndarinnar að
Skagafjarðarsýsla verði í Norðvest-
urjördæmi ásamt Vestfjörðum og
Vesturlandi. Einnig að A-Skafta-
fellssýsla flytjist úr Suðurkjördæmi
í Norðausturkjördæmi ef talið verð-
ur að betri samstaða megi nást um
þá skipan enda sé þessi lausn í sam-
ræmi við meginmarkmið nefndar-
innar.
I töflu sem íylgir bréfi nefndar-
innar er að sögn Friðriks þó gert
ráð fyrir að Siglufjörður verði í
Norðausturkjördæmi, eins og aðal-
tillagan gerði ráð fyrir. Hann sagði
þetta rökstutt með því að Siglu-
fjörður hefði frá fornu fari tilheyrt
Eyjafjarðarsýslu og í seinni tíð
hefðu atvinnufyrirtæki í bænum
fyrst og fremst átt samstarf við
Olafsfjörð.
-----------------
Hálfs árs
fangelsi fyrir
skjalafals
ÞRJÁTÍU og þriggja ára gömul
kona var í gær dæmd í hálfs árs
fangelsi skilorðsbundið fyrir þjófn-
að og skjalafals. Hafði hún falsað
skuldabréf að upphæð 200 þúsund
krónur í Búnaðarbankanum og
sömuleiðis víxil í Landsbankanum
að upphæð 45 þúsund krónur. Þá
komst ákærða yfír tékkhefti frá
Landsbankanum og gaf út tékka
fyrir 28 þúsund krónur og stal fatn-
aði fyrir um 30 þúsund krónur.
Fangelsisdómurinn er skilorðs-
bundinn og var ákærða dæmd til að
greiða fímm aðilum skaðabætur
vegna tékkafalsins.
Ingibjörg Benediktsdóttir hér-
aðsdómari við Héraðsdóm Reykja-
víkur kvað upp dóminn.
Svar dómsmálaráðherra um flutning geðsjúkra af sjúkrahúsi í fangageymslur
Fjögur tilfelli á þremur árum
Svör ráðherra ófullnægjandi, að mati Astu R. Jóhannesdóttur
Tillaga um
skattfrádrátt
meðlags-
greiðenda
endurflutt
ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA
um skattft'ádrátt meðlagsgreiðenda
hefur verið endurflutt á Alþingi, en
fyrsti flutningsmaður hennar er
Guðni Ágústsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks. Meðflutningsmenn
eru Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, og Ólafur
Örn Haraldsson, þingmaður Fram-
sóknarflokks. Sá síðarnefndi mælti
fyrh' tillögunni á Alþingi í gær í fjar-
veru Guðna Ágústssonar.
Meginefni tillögunnar er að Al-
þingi álykti að fela fjármálaráðherra
að skipa nefnd sem kanni hvort rétt
sé að setja reglur sem heimili að
meðlagsgreiðslur foreldra gangi til
lækkunar á tekjuskattstofni þeirra.
I greínargerð tillögunnar segir að
þar séu fyrst og fremst hafðir í huga
þeir foreldrar sem hafí gengið í
hjónaband eða hafíð sambúð að
nýju. Þegar þannig hátti til hafí við-
komandi framfærsluskyldu gagnvart
nýju fjölskyldunni sem þeim gangi
oft á tíðum illa að fullnægja vegna
greiðslubyrði sinnar af meðlags-
greiðslum.
í umræðunum í gær sagðist St-
urla Böðvarsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, vera andvígur því að
meðlagsgi-eiðslur sköpuðu forsendur
til skattaafsláttar. Sagði hann m.a.
að með því væri verið að skapa öðru
foreldri meiri réttindi en hinu. Svan-
fríður Jónasdótth', þingmaður jafn-
aðarmanna, tók í sama streng og
Sturla.
ALÞINGI
Alþingi
Úrræði fyrir
ungmenni í vímu-
efnaneyslu
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 13 í dag með utandag-
skrárumræðu um úrræði fyrir
ungmenni í vímuefnaneyslu.
Málshefjandi er Rannveig
Guðmundsdóttir, formaður
þingflokks jafnaðarmanna, en
Páll Pétursson félagsmálaráð-
lierra, Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra verða til andsvara.
Reiknað er með að umræð-
an verði í um eina og hálfa
klst. Að því loknu eða um kl.
14.30 verða teknar fyrir und-
irbúnar fyrirspurnir til ráð-
herra.
LÖGREGLAN í Reykjavík hefur
fjórum sinnum þurft að færa sjúk-
linga geðdeildar Landspítalans í
fangageymslur lögreglunnar á und-
anförnum þremur árum. í öll skipt-
in var það gert á grundvelli beiðni
frá Landspítalanum, þrisvar vegna
þess að sjúklingar höfðu verið óvið-
ráðanlegir og einu sinni í samráði
vM sjúkling sjálfan.
í fyi-rnefndu þremur tilfellunum
var um að ræða aðstæður sem
starfsmenn deildanna töldu sig ekki
ráða við. Tvisvar var sjúklingur tal-
inn hafa neytt fíkniefna, en um
sama sjúkling var að ræða í bæði
skiptin, og einu sinni hafði sjúkling-
ur hótað lækni sínum sem reyndi að
útskrifa hann af geðdeild. Þetta
kemur fram í skriflegu svari Þor-
steins Pálssonar dómsmálaráð-
herra við íyrirspurn Ástu R. Jó-
hannesdóttur, þingflokki jafnaðar-
manna.
„Jafnframt voru á þessu tímabili
17 einstaklingar, ekki sjúklingar,
fluttir í fangageymslu lögi-eglu
samkvæmt beiðnum frá geðdeild-
um, í fjögur skipti frá Kleppi og í 13
skipti frá Landspítala. I mörgum
tilvikum var um að ræða ölvaða ein-
staklinga sem höfðu valdið starfs-
fólki og sjúklingum deildanna
ónæði og voru þeir vistaðir í fanga-
geymslu vegna ölvunarástands
síns. Einnig var í nokkrum tilvikum
um að ræða ölvaða einstaklinga
sem höfðu leitað til geðdeilda eftir
lyfjagjöf eða óskað eftir innlögn,"
segir í svarinu. Því er síðan bætt
við að lögreglan í Reykjavik hafí
einnig haft afskipti af ýmsum öðr-
um málum er upp hafa komið á geð-
deildum svo sem þegar óskað hafí
verið eftir leit að sjúklingum.
Beiðnum um aðstoð fer
fækkandi á Akureyri
Þá kom fram í svari ráðherra að
ekki væri vitað um dæmi þess að
óskað hefði verið eftir því að sjúk-
lingar væru fluttir af geðdeild
Fjórðungssjúkrahúss Akureyi-ar
(FSA) í fangageymslur. Fangar í
afplánun hafi hins vegar verið flutt-
ir á geðdeild og síðan þaðan aftur í
fangelsi. „Samkvæmt dagbók lög-
reglunnar [á Akureyri] hefur
starfsfólk geðdeildar FSA sjaldan
óskað aðstoðar lögreglunnar. Þess
eru þó dæmi og þá vegna þess að
sjúklingur hafi verið erfiður þá
stundina og starfsfólk ekki talið sig
ráða við ástandið. Enn fremur eru
dæmi um að lögreglumenn hafí ver-
ið fengnir til að vaka yfir sjúkling-
um deildarinnar sem taldir voru
sjálfum sér og öðrum hættulegir,
en þá voru þeir ekki einkennis-
klæddir. Langt er um liðið síðan
leitað hefur verið eftir slíkri aðstoð.
Þá er í upplýsingum frá lögreglu-
stjóranum á Akureyri tekið fram að
beiðnum um aðstoð frá geðdeild
FSA hafi farið fækkandi undanfar-
in ár þar sem deildin sé orðin mjög
vel mönnuð."
Mun spyrjast aftur fyrir
vegna ófullnægjandi svara
Ásta R. Jóhannesdóttir er ósátt
við svör dómsmálaráðherrans og
segist munu spyrja ráðherrann aft-
ur um málefni geðsjúkra fanga þar
sem hún telur sig alls ekki hafa
fengið fullnægjandi svör. „í fyrsta
lagi svaraði ráðherrann ekki nema
annarri spurningunni sem ég lagði
fram og í öðru lagi er svarið við
hinni spurningunni mjög ýfullkomið
og reyndar rangt,“ sagði Ásta.
,Ástæðan fyrir því að ég kom með
þessa fyrirspurn var vegna sjúk-
lings sem hafði verið lagður inn á
Borgarspítalann og tekinn þaðan út
og færður í fangageymslu lögregl-
unnar um miðja nótt þegar hann
fékk kast,“ sagði Ásta.
„í svari ráðherra kemur hvergi
fram að geðsjúklingur hafí verið
tekinn af Borgarspítalanum. Þó
segja læknar af Borgarspítalanum
mér að slíkt gerist „sjaldan“, en það
kemur ekki fram í svari ráðherra að
það hafí nokkurn tíma gerst, þótt
það hefí gerst fyrir þremur vikum.“
Ásta gagnrýnir líka harðlega svör
sem bárust frá Akureyri þar sem
lögreglustjórinn á Akureyri var
spurður hversu oft geðsjúkir hefðu
verið fluttir af sjúkrahúsum og sett-
ir í fangageymslu. „Þeir sögðust
ekki hafa tök á að fletta dagbókum
af þessu tilefni. Þetta eru engin svör
og ég mun fylgja fyrirspurn minni
eftir strax og ráðherra kemur til
landsins í næstu viku,“ sagði Ásta R.