Morgunblaðið - 04.11.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 04.11.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 37 AÐSENDAR GREINAR AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Auðvelt verður fyrir nefnd, sem á að sjá um aðgang annarra vísinda- manna að gagnagrunninum, að sýna fram á að rannsóknir þeirra ógni viðskiptahagsmunum fyrir- tækisins. Umsóknum þeirra um af- not af grunninum verður því oft hafnað. Til þess að gera óháðum vísinda- mönnum enn erfiðara um vik verða heilsufarsupplýsingar í grunninum dulkóðaðar með einkalykli rekstr- araðila hans. Þeir verða því háðir rekstrarleyfishafanum um alla úr- vinnslu og hann getur gert tilkall til hluta höfundarréttar við birt- ingu niðurstaðna úr slíkum rann- sóknum. Samkvæmt 10. grein frumvarps- ins er rekstrarleyfishafa heimil vinnsla í gagnagrunninum úr þeim heiisufarsupplýsingum sem þar em skráðar. Hann þarf því ekki að fara eftir sömu lögum og vísindamenn almennt, sem leita þurfa samþykkis á rannsóknaráætlunum sínum hjá vísindasiðanefnd og tölvunefnd áður en þeir hefjast handa. Þessi heimild rekstrarleyfíshafans veitir honum mikil sérréttindi sem eru óþolandi í lýðfrjálsu landi, auk þess sem hún býður heim möguleikum á misnotk- un gagna, sem siðanefndum og tölvunefnd er ætlað að koma í veg fyrir. Niðurstaða Ljóst er að þetta frumvarp er borið fram vegna viðskiptahags- muna væntanlegs rekstraleyfis- hafa, en ekki fyrst og fremst til að auka þekkingu og efla heilsu. Þeim markmiðum er unnt að ná með dreifðum gagnagrunnum eins og stefnumótun heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins gerði ráð fyrir í árslok 1997. Ekkert hefur komið fram, sem sýnir hverju hægt sé að áorka með miðlægum gagnagrunni umfram það sem hægt er með dreifðum gagna- grunnum, sem eru miklu öruggari í öllu tilliti. Viðamiklar rannsóknir íslenskra vísindamanna það sem af er öldinni hafa sýnt hvílíkum ár- angri er hægt að ná innan marka gildandi löggjafar. Einokun og sérréttindi sem frumvarpið gerir ráð fyrir mismuna þegnunum og boða stöðnun. Höfundur er dr. med., prófessor em. mjólkurkvóta og geta því lifað af mjólkurframleiðslu. Aðalmarkmið bjargráðanna hlýtur að vera það, að draga úr byggðaröskuninni, hægja á fólksflóttanum úr sveitun- um, því að hann ógnar bændastétt- inni allri og þar með talið stór- bændum. Og einu atriði má ekki gleyma: Margir bændur hafa snúið sér að ferðaþjónustu með góðu samþykki og jafnvel tilmælum yf- irvalda landbúnaðarmála. Þeir hafa fækkað fé sínu og eiga nú margir hverjir innan við 100 kind- ur. Þessi fjárstofn þótt lítill sé hef- ur veitt þeim þann stuðning, að þeir hafa getað lifað á ferðaþjón- ustu og styrkt þannig byggðina með áframhaldandi búsetu sinni. En samkvæmt framkomnum til- lögum er búrekstur af þessari stærðargráðu illa séður og verður ekki ferðaþjónustubóndanum til styrktar í sama mæli og áður. Hætt er því við að margir, sem stundað hafa þessa atvinnugrein hverfi vonsviknir á braut og gefi lítið fyrir tillögur aðila, sem hafa menn að fíflum. Nei. Við svo búið má ekki standa. Á vegum yfirvalda þurfa að koma fram nýjar tillögur, sem miða að því, að styrkja byggðina en ekki veikja hana. Og þar ættu bændur að vera hafðir með í ráð- um. Og þótt útlitið sé svart nú um stundir kann þess að verða skammt að bíða að kall berist frá menguðum heimi, svo hátt að ís- lenskir fjárbændur megi hafa sig alla við að framleiða holla og hreina villibráð sem dilkakjötið okkar er. Þá verður gaman að lifa. Höfundur er fyrrverandi kennari og skólastjóri. Einelti - alvar- legt ofbeldi GREIN sem birtist í Morgunblaðinu 22. október sl. undir heit- inu „Nokkur orð um einelti" hefur varla látið nokkum ósnortinn. Lýsing sú sem Kristín Vilhjálmsdóttir grein- arhöfundur gefur á birtingarformi eineltis í skóla, líðan fórnar- lambs og afleiðingum kemur heim og saman við lýsingar ótal ann- arra fómarlamba ein- eltis og er í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið víða um heim undanfarin ár á einelti og afleiðingum þess. Þessa grein mætti leggja til gnmdvallar fyrirbyggjandi aðgerð- um innan skólanna. Það kemur glöggt fram hve hinir fullorðnu gera sér litla grein fyrir eineltinu og vanmeta algerlega alvöra of- beldisins og þann varanlega skaða sem því fylgir. Tilhneiging fullorð- inna til að afgreiða einelti sem „stríðni“ eða jafnvel „eðlileg sam- skipti" skilur fómarlambið eftir eitt og óstutt og afskiptaleysi þeirra verkar sem viðurkenning á ofbeldinu. Börn era skólaskyld og eiga þar af leiðandi enga undan- komuleið. Allar tilraunir til að forða sér, koma sér undan t.d. frí- mínútum eða leikfimi og gera sig ósýnileg eru jafnvel mistúlkaðar og vinna gegn þeirri samúð sem barn- inu er nauðsyn í sínu algera úr- ræðaleysi. Það atriði til að mynda að taka umkvartanir barna alvarlega er al- gjört frumskilyrði þess að geta veitt þeim vernd og stuðning. Sam- kvæmt rannsóknum er einelti ekki endilega athöfn heldur viðhorf og eina færa leiðin til að meta hvort slíkt ástand sé í gangi er tilfinning- ar, einkenni og upplifun, þ.e.a.s. viðbrögð fórnarlambsins. Áreiðan- legustu niðurstöður rannsókna á einelti sem fengist hafa hingað til era rannsóknir sem byggjast á upplýsingum frá börnum og for- eldram, byggðar á nafnleysi og án afskipta skólayfirvalda. Það hefur sýnt sig að mat kennara og skóla- yfirvalda gefur mjög lélegar upp- lýsingar. Langtímaáhrif slæmra sam- skipta era mikil og vekja stöðugt meiri athygli sem einn stærsti framtíðaráhrifavaldur á heilsu barna eins og raunar kemur skýrt fram í grein Kristínar. Og engum er greiði gerður með því að láta einelti afskiptalaust í skóla eins og fram kemur í bréfi til blaðsins hinn 27. október. Augljóslega ekki þolendum og heldur ekki gerend- um né þeim stóra þögla hópi barna sem horfa upp á ofbeldið en geta ekki aðhafst. Börn geta ekki alið upp börn. Allt veltur á því að full- orðið fólk í kennslu- og uppeldis- störfum sé starfi sínu vaxið og hafí til þess aðstæður að takast á við þá miklu ábyrgð sem því fylgir að fjölda barna er safnað saman á einn stað fleiri klukkutíma á dag. Það er ábyrgð sem vitað er að margir skólar eiga erfitt með að axla jafnvel þótt það hljóti að telj- ast algjört framskilyrði að skóla- vist barna verði þeim ekki til skaða um aldur og ævi. Nokkrir grannskólar hafa þróað skólareglur sem stuðla að góðum samskiptum og gefa skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og jafnvel mótað vinnureglur sem notaðar era þegar einelti kemur upp. En geð- þóttaákvarðanir skólastjórnenda, afneitun og feluleikur með eineltis- mál er því miður stjómunarháttur sem er við lýði í skólum víða um land og eykur mjög á vanda barna. Foreldrar eiga ekki greiða leið inn í skólana til að að- stoða böm sín og hafa áhrif á fram- vindu eineltismála. Foreldraábyrgð og foreldraréttur virðist í raun aðeins ná að skólalóðinni. Fjöldi eineltismála hefur hlaðist upp undanfarin ár hjá stofnunum innan mennta- og félags- málageirans í formi bréfaskrifta foreldra sem ítrekað leita allra hugsanlegra leiða til að tryggja ör- yggi barna sinna inn- an skólanna. En bréfaskipti við op- inberar stofnanir hjálpa ekki barni í neyð. Eftirlitsþáttur bamaverndar á íslandi virðist fyrst og fremst snúa að heimilum bama en síður að öðra umhverfi þeirra, s.s. skólum. Þannig að barn sem kemur blátt og Geðþóttaákvarðanir skólastjórnenda, afneit- un og feluleikur með eineltismál, segir Krist- jana Bergsdóttir, er því miður stjórnunar- háttur sem er við lýði í skólum víða um land. marið heiman frá sér í skólann, er grátandi og jafnvel neitar að fara heim aftur getur fengið samdæg- urs stuðning félgsmálayfirvalda og aðstoð við að koma málum í betra horf heima. Sömu sögu er ekki að segja um barn sem kemur grátandi heim úr skólanum, með áverka og jafnvel neitar að fara í skólann. Það barn getur ekki fengið sams konar stuðning, því bamaverndar- yfirvöld hafa ekki umboð til að fara inn í skólana og skoða aðstæður þar. Þessi samlíking segir meira en allt annað um það hvernig þau börn eru stödd sem búa við ofbeldi á vinnustað sínum, skólanum. Ég tel það mjög brýnt að réttur foreldra sem löglegra talsmanna barna sinna sé betur tryggður gagnvart skólum og að foreldrar geti leitað réttar og stuðnings fyr- ir hönd sinna barna til stofnunar sem er óháð skólakerfinu og tekur á einstökum málum. Þau eineltis- mál sem liggja í öngstrætum kerf- isins eru góð vísbending um hve brýn þörf er á að bæta lagaum- hverfi barna, en fyrst og fremst er nauðsyn á afskiptum fullorð- inna hvar sem ofbeldi og einelti á sér stað og opinni umræðu í sam- félaginu. Höfundur er BA í uppeldis- og sálarfræði og meðlimur í foreldrafélagi. ’slim-line" dömubuxur frá gardeur Uáuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Kristjana Bergsdóttir Meðferð fíkniefnamála Fíkniefnaneyzla er vaxandi vandi einkum meðal unglinga hér á landi. Nýjar tegundir fíkniefna koma á mark- aðinn sem unglingun- um er talið trú um að séu skaðlausar. Þeim eru gefin aðlaðandi nöfn eins og alsæla. Fjölmiðlar notuðu gjarnan þetta nafn en þeir sáu að sér og nú er þetta efni kallað e-pill- an. Mörg önnur og skaðlegri efni eru á markaðinum og svo er auðvitað áfengið, sem er oft byrjunin þegar unglingar leiðast út í vímuefna- neyslu. Þegar ég nefni meðferð á ég ekki aðeins við hvernig við eigum að hjálpa þeim unglingum sem eru svo ólánsamir að leiðast út í fíkniefnaneyslu heldur einnig hvernig við eigum að meðhöndla það fólk sem stundar innflutning og dreifingu á fíkniefnum. I mín- um huga er engin refsing nógu hörð fyrir þá sem stunda inn- flutning og dreifingu fíkniefna. Það þarf að lengja til muna refsi- vist þessa fólks og á ekki að vera talin í mánuðum heldur í árum. Það þarf að stórbæta tækjabúnað lögreglunnar til þess að unnt verði að góma fleiri innflytjendur fíkniefna. Hvað varðar forvarnir tel ég að forvamirnar byrji inni á heimilun- um. Við foreldrar beram stærstu ábyrgðina, við verðum að sýna gott fordæmi, til dæmis í áfengis- málum. Annað mikilvægara er tími, við þurfum að gefa ungling- unum tíma og hlusta á þá. Ung- hngsárin era mikill umbrotatími og unghngurinn þarf á stuðningi að halda. Þessi stuðningur á að koma frá foreldranum. Sá tími sem við eyðum með unglingunum þarf ekki að vera að gera eitthvað sniðugt heldur bara eitthvað hversdagslegt, horfa á sjónvarp, spila eða bara tala saman, segja sögur. Allur tími er góður tími. Kröftugt íþróttastarf er besta for- vörnin utan heimilisins. Við þurf- um að standa þétt að baki íþrótta- hreyfingunni og nauðsynlegt er að allir taki höndum saman og að fjárhagsvandi íþróttahreyfingar- innar verði leystur. F élagsmiðstöðvar gegna einnig veiga- miklu hlutverki og það þarf að auka um- svif þeirra, t.d. að setja upp tölvuver þar sem krakkamir geta komið saman á kvöldin og skoðað sig um í umheiminum á Netinu. Snúum okkur nú að þeim ólánsömu unglingum sem leið- ast út í fíkniefna- neyslu. Það þarf að stórauka meðferðar- úrræði og fjölga plássum á þeim stofnunum sem fyrir era. Hjá mörgum foreldrum sem eiga þessa ólánsömu unglinga er það erfið þrautaganga að koma þeim í rétta meðferð. Þeir kynnast því hvað lítið samræmi er milli Stórauka þarf meðferð- arúrræði, segir Stefán Þ. Tómasson, og standa vörð um íþrótta- hreyfingu og heilbrigt unglingastarf. þess hver þörfin er og þess hvað gert er til hjálpar. Geðræn vanda- mál era oft fylgifiskur ofneyslu x- fíkniefna og það þarf að stórauka þátttöku geðheilbrigðisstéttarinn- ar í meðferð fíkniefnaneytenda. Aðalvandamálið er að skilningur- inn á þessum málum er allt of lítill og allt of lítið fé er veitt til þeirra. í stuttu máli þá þurfum við for- eldrar að byrja á okkur sjálfum og bæta okkur í umgengni við ung- lingana, þeir era okkar dýr- mætasta eign. Síðan þurfum við að standa vörð um íþróttahreyfing- una og auka skilning yfirvalda á mikilvægi félagsstarfs unglinga. Að síðustu þurfa yfirvöld að efla lögregluna, þyngja refsingar og leggja meira fé í eftirmeðferð. Höfundur er varaþingmaöur og sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. Stefán Þ. Tómasson HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR... ARBONNE INTERNATIONAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðir um land allt Jersey-, krep- os flónels- rúmfatasett Póstsendum Skólavörðustíg 2)n. Hcykjavík, sími 551 4050. Skólavörðustíg 21 a * 101 Reýkjavík Sími/Fax: 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanco.ehf.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.