Morgunblaðið - 04.11.1998, Page 39

Morgunblaðið - 04.11.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 39 > Prófkjör Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999. Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is Kraffakarlinn Kristján Sigurður Jónsson, sveitarstjóri Gerða- hrepps, skrifar: Eftir síðustu kosningar settist Kristján Pálsson á Alþingi. Kristján hafði ekki tekið þátt í lands- málapólitíkinni áð- ur og var því eðli- legt að menn veltu fyrir sér hvemig þingmaður hann Kristján yrði nú eiginlega. Það hefur verið tekið eftir Krist- jáni á Alþingi. Þar fer maður sem hefur ákveðnar skoðanir á málunum og þorir að láta þær í ljós. Kristján er mikill baráttumaður og getur strax eftir stutta þingsetu státað af því að hafa náð ýmsum málum í gegn. Það hefur verið mjög gott fyr- ir okkur sveitarstjórnarmenn að leita til hans. Það er vissulega vandi að velja sex aðila úr hópnum en eitt er víst, að fyrir kjördæmið er það hagstætt að Kristján Pálsson verði valinn í forystusveitina. Kjósum Kristján í 2. sætið. ►Meira á Netinu Helgu Guðrúnu í öruggt sæti Arnór L. Pálsson forstjóri ogfyrrver- andi bæjarfulitrúi í Kópavogi skrifar: Fjórar konur hafa gefið kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanes- kjördæmi sem haldið verður um miðjan nóvember. Ein af þessum konum er Helga Guðrún Jónasdótt- ir sem sækist eftir fimmta sætinu. Helga Guðrún er dugleg og kraft- mikil ung kona sem hefur þann styrk sem þarf til að vinna góð störf á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn á Reykja- nesi leggur það í hendur kjósenda að velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosn- ingar. Nú er tækifæri til að sýna og sanna að fólk treysti konum jafnt sem körlum til að vera góða málsvara á þingi. Eg skora því á fólk að styðja Helgu Guðrúnu í prófkjörinu og sýna með því að kjósendur vilja jafnrétti í raun. ►Meira á Netinu AmórL. Pálsson „Fjölskyldan á aö vera í öndvegi alla daga, ekki aðeins á tyllidögum “ — Kjósum Þorgeröi í 3. sæti! Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi 14. nóvember 1998 Velkomin á kosningaskrifstofu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur að Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Síminn er 565 4699. Skrifstofan er opin frá kl. 16 til 21 virka daga og frá kl. 12 til 17 um helgar. Gunnar - ótví- ræður leiðtogi Pálmi Kristinsson, verkfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Verk- takasambands Islands, skrifar: Gunnar Birgis- son er feikna öfl- ugur og harðfylg- inn og með af- kastamestu mönn- um sem ég hef kynnst. Þegar hann tekur eitt- hvað í sig er fátt KrísLson sem stendur hon- um í vegi. Hann býr yfir gríðarlegri reynslu og virð- ist endalaust geta bætt á sig störf- um. Ég hef grun um að hann telji sig ekki hálfnaðan með það sem hann ætlar sér að koma í verk. Ég tel ekki á neinn hallað þótt því sé haldið fram að Gunnar Birgisson sé öðrum fremur maðurinn á bak við einhverja mestu og best heppn- uðu uppbyggingu í bæjarfélagi hér á landi á seinni árum. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnmálaflokkm- sem hefur mann á borð við Gunnar Birg- isson í foiystu sé ekki á flæðiskeri staddur. ►Meira á Netinu Þorgerður skilur vandann Páll Gíslason, læknir, skrifar: Það var ánægju- legt að lesa grein í Morgunblaðinu um daginn eftir unga konu, Þorgerði K. Gunnarsdóttur, þar sem hún styð- ur og skilur vel málstað hinna eldri í þjóðfélaginu. Það er greinilegt að hún hefur næman skilning á högum aldraðra og því ranglæti, sem þeir verða oft fyrir, þegar metin eru ým- is atriði, sem er ætlað að skerða elli- lífeyrinn og ýmis atriði svo sem tekjutryggingu og fleira, sem hafa veruleg áhrif á afkomu einstaklings- ins. Það er ánægjulegt að ungur frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjaneskjördæmi, tek- ur svo kröftuglega undir málstað aldraðra og við hin eldri óskum henni góðs gengis. ►Meira á Netinu Markús Möller á þing Hafliði Pétur Gíslason prófessor skrifar: Loksins hefm’ Markús Möller hagfræðingur gef- ið kost á sér til þingmennsku. Hann sækist eftir 2. sæti á lista sjálf- stæðismanna í Reykjaneskjör- dæmi 14. nóvem- ber næstkomandi. Engan mann sem nú knýr á dyr Al- þingis í fyrsta sinn tel ég betri kost- um búinn og betur til þingmennsku fallinn en Markús. Ég hef þekkt hann frá þeim tíma sem við spörk- uðum bolta á Landakotstúninu og veit því vel hvern mann hann geym- ir og hvers vegna ég vil hann á þing. Eg gæti ekki séð Markús fyrir mér sem taglhnýting sérhagsmuna, ég held einfaldlega að hann eigi slíkt ekki til. Markús Möller hefur vilja og getu til góðra verka. Hann hefur nauðsynlega snerpu hugans til að þora að vera víðsýnn og réttsýnn. Ég vona að Markús komist á þing og hvet Reyknesinga til að styðja hann í 2. sætið í prófkjörinu 14. nóv- ember. ►Meira á Netinu LÍMMIÐAPRENT Þegar þig vantar límmiða Skemrouvegi 14,200 Kópovogi. S. 587 0980. Fax 557 4243 H dmxjom a Il.mtri.mm ngiaro*sj1ll auping Páll Gíslason HafHðiP. Gíslason 0Skoda Felicia kostar aðeins kr. 865000 HEKLA sími 569 5500 * Meðolgreiðsk ó mónuði m/kostnaði og vöxtum miðað við efiirfamndi dsemi Skoda Felida kr.865 000 kr. www.hekla.is innborgun:25%,2l6.250kr. Blalán frá Qitni í 84 mánuði fýrsti gjalddagi 3. mars 1999. t «k

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.