Morgunblaðið - 04.11.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 51
FRÉTTIR
Fjölmenni á ársfundi
Náttúruverndar ríkisins
NÝVERIÐ var ársfundur Náttúru-
vendar n'kisins með umhverfis- og
náttúruverndarnefndum um allt
land haldinn á Hótel Selfossj í sam-
vinnu við umhverfísnefnd Arborg-
ar. Um 70 nefndarmenn sóttu fund-
inn sem stóð í tvo daga.
Tilgangur fundarins var m.a. að
kynna fyrir nýkjörnum umhverfis-
og náttúruverndarnefndum sveitar-
félaga þau lög og reglugerðir sem
gilda í málaflokknum, um fræðslu í
náttúruvernd, eftirlit með mann-
virkjagerð og efnistöku og lífríkis-
mál svo eitthvað sé nefnt.
Umhverfisnefnd Árborgar bauð
fundannönnum í fræðsluferð um
sveitarfélagið. Byrjað var á því að
fara í ferð um Selfoss og eftir það
var haldið til Stokkseyrar þar sem
umhverfisskipulag, sem var unnið
samhliða aðalskipulagi, var kynnt.
Einnig var farið til Eyi-arbakka þar
sem fluttur var fyrirlestur um
friðland fugla og endurheimt vot-
lendis í landi Árborgar við Eyrar-
bakka. Ferðin endaði í Húsinu á
Eyrarbakka þar sem gestum var
boðið upp á veitingar. Ársfundinum
lauk með því að fundarmenn fóru í
Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel-
fossi þar sem þeim var kynnt um-
hverfisstefna skólans en skólinn er
sá eini á landinu sem hefur sam-
þykkt sérstaka umhverfisstefnu.
Ákveðið hefur verið að næsti árs-
fundur Náttúruverndar ríkisins
verði haldinn á Akureyrí í lok sept-
ember 1999, segir í fréttatilkynn-
ingu.
FULLTRÚAR umhverfis- og náttúruverndarnefnda sem sóttu ársfund
Náttúruverndar ríkisins.
Barnaverndarstofa og
Fangelsismálastofnun
ríkisins
Samkomulag
um vistun
fanga yngri
en 18 ára
FANGELSISMÁLASTOFNUN og
Barnavemdarstofa hafa gert með
sér samning um vistun fanga yngri
en 18 ára. Markmið samkomulags-
ins er að dómþolar yngri en 18 ára
verði að jafnaði vistaðir á meðferð-
arheimilum sem rekin eru sam-
kvæmt ákvæðum laga um vernd
barna og ungmenna þar sem fram
fer sérhæfð meðferð, enda sé talið
að það sé viðkomandi dómþola fyrir
bestu, segir í fréttatilkynningu.
Fangelsismálastofnun mun til-
kynna Barnaverndarstofu um alla
óskilorðsbundna fangelsisdóma sem
berast til fullnustu þar sem dómþol-
ar eru yngri en 18 ára, en Barna-
verndarstofa ákveður á hvaða með-
ferðarheimili ungir fangar eru
vistaðir hverju sinni. Áður en
ákvörðun um vistun í meðferð er
tekin mun Barnai'verndarstofa
kanna afstöðu viðkomandi barna-
verndarnefndar til málsins. Dóm-
þoli mun þó ekki vei'ða vistaður í
meðferð gegn vilja sínum og gert er
ráð fyrir því að samið verði við við-
komandi dómþola og forsjáraðila
hans um vistun og meðferð í að
minnsta kosti 6 mánuði, óháð lengd
refsitímans, segir ennfremur.
Verðtrygging
á útlánum
verði bönnuð
FORMANNAFUNDUR Verka-
mannasambands Islands, sem hald-
inn var á Akureyri 28.-29. október
1998, skorar á stjórnvöld að banna
nú þegar verðtryggingu á útlánum.
Það er orðið löngu tímabært að fella
niður þessar viðbótarálögm' sem
valdið hafa ómældum skaða hjá
launafólki þessa lands, segir í álykt-
uninni.
„Verðtrygging er ávísun á ranga
efnahagsstefnu og vinnur gegn því
að menn beri ábyrgð á gerðum sin-
um. Hún viðheldur háum vöxtum og
leggur drápsklyfjar á launafólk.
Verðtrygging hvetur lánveitendur
til að meta ekki áhættu eins og þeir
ættu að gera. Bankar og sparisjóðir
hafa allt sitt á þuiTU.
Fundurinn skorar á öll samtök
launafólks að taka upp baráttu fyrir
tafarlausu afnámi verðtrygginga á
útlánum," segir í ályktuninni.
Fræðslufundur
um vímuefni og
uppeldisaðferðir
FJÖLBRAUTASKÓLINN í Garða-
bæ efnir til fræðslufundar fyrir for-
ráðamenn nemenda skólans, nem-
endur svo og íbúa Garðabæjar og
Bessastaðahrepps.
Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir
prófessor mun fjalla um nýjustu
rannsóknir sínar á áfengis- og vímu-
efnaneyslu reykvískra ungmenna
og hvernig neysla þeirra getur
tengst uppeldisaðferðum. í rann-
sókn Sigrúnar er m.a. athugað
hvemig ýmsir félagslegir, uppeldis-
legir og sálfræðilegir þættir tengj-
ast áhættuhegðun unglinga.
Erindi sitt nefnir dr. Sigrún „Við
emm bæði feðgin og vinir.“
Fundurinn verðm- haldinn fimmtu-
daginn 5. nóvember nk. í húsakynn-
um skólans á Skólabraut 2 og hefst
hann kl. 20.30. Kaffiveitingar.
Forsætisráð-
herra á
fundi á Hellu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
verður ræðumaður á almennum
fundi í Laugafelli á Hellu nk.
fimmtudagskvöld kl. 20.30.
Einnig er ræðumaður á fundinum
Óli Rúnar Ástþórsson hjá Atvinnu-
þróunarsjóði Suðurlands ásamt
Árni Johnsen alþingismanni, en
fundurinn er einn af 25 fundum sem
hann stendur fyrir á Suðurlandi um
þessar mundir.
40 ára afmæli
Litlulaugaskóla
NÚ í haust era liðin 40 ár síðan
Barnaskóli Reykdæla, eins og hann
hét þá, fékk fastan samastað en í
ágúst 1958 bauð Dagur Sigurjóns-
son, þáverandi skólastjóri, Reyk-
dælahreppi hluta af jörð sinni Litlu-
Laugum ásamt húsum að gjöf til að
þar risi heimavistarskóli fyrir sveit-
ina. Áður hafði farskóli verið til
skiptis á ýmsum bæjum í hreppnum.
Nemendur Litlulaugaskóla halda
afmælisfagnað fyrir skóla sinn
fímmtudaginn 5. nóvember en þar
verður til sýnis sitt af hverju úr
skólagöngunni, gömlu kennslubæk-
urnar og margvíslegt skóladót, ljós-
myndir og söguleg skjöl. Þá verða
seldar veitingar til ágóða fyrir
ferðasjóð nemenda og fram fara
stutt skemmtiatriði og ávörp.
Þá verður kennslustofan og
skólahúsnæðið í gamla Litlulauga-
bænum til sýnis og gefst þar gott
tækifæri fyrir eldri nemendur að
rifja upp gamlar minningar og fyrir
yngri kynslóðina að skynja liðna tíð.
Vonast er til að sem flestir gamlir
nemendur á öllum aldri úr Reyk-
dælaskólahverfi sjái sér fært að
skreppa í heimsókn kl. 20.30 um
kvöldið en tekið verður á móti gest-
um eins og húsrými og aðstaða leyf-
ir, segir í fréttatilkynningu.
Heimdallur
ræðir lögleið-
ingu fíkniefna
HEIMDALLUR heldur fund í
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21 á
Sóloni Islandusi undir yfirskriftinni:
Lögleiðing íikniefna.
Framsögumenn verða: Guðlaug-
ur Þór Þórðarson, Gunnlaugur
Jónsson og Margi'ét Frímannsdótt-
ir.
í fréttatilkynningu segir að reynt
verði að finna svör við spurningun-
um: Mun lögleiðing fækka glæpum?
Hvað kostar að framfylgja banni við
fíkniefnum? Hverjir eiga hagsmuna
að gæta með banni á fíkniefnum?
Er lögleiðing raunhæf eða einungis
blautm- draumur frjálshyggju-
manna?
Málstofa um
jarð- og orku-
auðlindir
Islands
MÁLSTOFA umhverfis- og bygg-
ingarverkfræðiskorar verður hald-
in fimmtudaginn 5. nóvember kl.
16.15 í stofu 157 í VR-II, Hjarðar-
haga 2-6. Birgir Jónsson, jarðverk-
fræðingur, ræðir um jarð- og orku-
auðlindir Islands og nefnir erindi
sitt: Nýting í sátt við annað tilkall
til lands.
í fréttatilkynningu segir: „Stað-
setning Islands á Mið-Atlantshafs-
hryggnum hefur í fór með sér mun
fleiri kosti en galla fyrir íbúana.
Ekki hefur þó tekist sem skyldi að
nýta kostina eða forðast gallana
m.a. vegna skorts á heildstæðu
skipulagi. Hverjar era helstu nátt-
úruvár á íslandi og hvemig er
hægt að forðast þær? Er ekki hægt
að staðsetja byggðakjarna þannig
að þeir séu ekki í hættu af náttúru-
hamfórum?
Geram við okkur grein fyrir
verðmæti jarð- og orkuauðlinda
landsins? Nýtum við nógu vel þá
jarðfræði- og jarðtækniþekkingu
sem til er í landinu við gerð
byggðaskipulags og uppbyggingu
þjónustu- og orkumannvirkja nú-
tímaþjóðfélagsins? Er hægt að
nýta jarð- og orkuauðlindir okkar í
sátt við náttúrana? Er hægt að
bæta samgöngur innanlands og
efla ferðaþjónustu án þess að spilla
náttúruperlum?
Reynt verður að svara þessum
spurningum og skýra svörin með
íslenskum dæmum. Auk þess mun
Birgir koma inn á reynslu sína af
umhverfismálum, verkefnastjórn-
un og verkeftirliti sem starfsmaður
Orkustofnunar og síðar VSÓ Ráð-
gjafar við eftirlitsstörf við Sultar-
tangavirkjun.“
Umræður og fyrirspumir í lok
erindisins. Fundarstjóri: Ragnar
Sigbjörnsson, prófessor.
Lögreglan lýsir
eftir stolnum
ökutækjum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir eftirfarandi stolnum ökutækj-
um: hvítum Skoda Favorit ZM-295
árg. ‘94, sem stolið var 1. október
frá Hátúni 10 a, svörtum og gráum
Daihatsu Rocky NN-093 árg. ‘90,
sem stolið var frá JR bílasölunni
við Bíldshöfða 24. október, svörtu
Suzuki léttu bifhjóli RT-903 TS 50,
sem stolið var 27. október frá Háa-
gerði 67 og hvítum, númerslausum
Bronco árg. 74, sem stolið var 15.
október frá Neshyl 3. Þeir sem
gætu gefið upplýsingar um þessi
ökutæki snúi sér til lögreglunnar í
Reykjavík.
Hádegisfundur
um þróun mála
í Rússlandi
MIKLAR sviptingar eru nú í rúss-
neskum stjórnmálum og þjóðmál-
um almennt og virðist ástandið síst
fara batnandi, segir í fréttatilkynn-
ingu. Félag stjórnmálafræðinga
heldur hádegisverðarfund fimmtu-
daginn 5. nóvember kl. 12 á efri
hæð veitingastaðarins Lækjar-
brekku þar sem spáð verður í þró-
un mála.
Frammælandi verður Gunnar
Gunnai'sson, fyiTverandi sendi-
herra íslands í Rússlandi, og Urð-
ur Gunnarsdóttir, blaðamaður á
Morgunblaðinu, sem er nýkomin
frá Rússlandi. Allir velkomnir.
Rætt um veiðar
á ríkisjörðum
RABBFUNDUR Skotveiðifélags
íslands verður haldinn á Ráðhús-
kaffi í kvöld, miðvikudagskvöld, kl.
20.30.
Gestur fundarins er Jón Erling-
ur Jónasson, aðstoðarmaður land-
búnaðarráðherra, og er efni fund-
arins veiðar á ríkisjörðum en eins
og kunnugt er vora nokkrar jarðir
opnaðar fyrir skotveiðimenn á dög-
unum.
Fyrirlestur um
botndýr á ís-
landsmiðum
JÖRUNDUR Svavarsson, prófess-
or, flytur fyrirlestur um nýjar
rannsóknir á botndýralífi í lögsögu
Islands fimmtudaginn 5. nóvember
nk. í Lögbergi, stofu 101, kl. 20.
I fyrirlestrinum verður fjallað í
máli og myndum um rannsóknar-
verkefnið Botndýr á íslandsmiðum
(BIOICE) og nýlegar niðurstöður
kynntar. Rætt verður um fjöl-
breytileika dýi-alífs á íslandsmið-
um, útbreiðslu tegunda og ýmis
sérkennileg dýr sem fundist hafa í
tengslum við verkefnið. Ennfrem-
ur verða til sýnis fáeinar furðuver-
ur úr undirdjúpunum.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
Skákþing í
yngri flokkum
KEPPNI í drengja- og telpna-
flokki (fædd 1983 og síðar) á Skák-
þingi íslands 1998 vei'ður dagana
7. og 8. nóvember nk. Tefldar
verða 9 umferðir eftir monradkerfi
og er umhugsunartími 30 mín. á
skák fyrir keppanda.
Umferðartaflan er þannig:
Laugardagur 7. nóvember kl.
13-18 1., 2., 3., 4. og 5. umferð.
Sunnudagur 8. nóvember kl. 13-18
6., 7., 8. og 9. umferð. Teflt verður í
'Faxafeni 12, Reykjavík. Þátttöku-
gjöld eru 800 kr. Innritun fer fram
á skákstað laugardaginn 7. nóvem-
ber kl. 12.30-12.55.
Flytur fyrirlest-
ur um Goya
FÉLAG íslenskra háskólakvenna
heldur opinn fund fimmtudaginn 5.
nóvember í Odda stofu 101 kl.
20.15.
Guðbergur Bergsson, rithöfund-
ur, flytur fyi-irlestur um spænska
listmálarann Goya og nýútkomna
bók sína og sýnir litskyggnur.
Fundurinn er haldinn í samvinnu
við heimspekideild Háskóla ís-
lands. Allir velkomnir.
■ VEGNA flutnings og fyrirhug-
aðra framkvæmda verða skrifstof-
ur Þjóðminjasafns Islands lokaðar
miðvikudaginn 4. nóvember til
föstudagsins 6. nóvember. Skrif-
stofur safnsins verða opnaðar að
nýju að Lyngási 7 í Garðabæ
mánudagsmorguninn 9. nóvember
kl. 8. Nýtt símanúmer safnsins
verður 530 2200 og nýtt faxnúmer
530 2201.
LEIÐRÉTT
Þtjú orð féllu niður
í Morgunblaðinu í gær féllu niður
féllu þrjú orð úr samtali við Eyjólf
Sveinsson, útgáfu- og fram-
kvæmdastjóra DV og útgáfustjóra
Dags, vegna hækkunar á áskrift
blaðanna tveggja. Standa átti að
hækkanirnar mætti rekja til launa-
hækkana, sem orðið hefðu á einu og
hálfu ári. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Ekki dóttir
heldur frænka
RANGHERMT var í frétt blaðsins
í gær af kröfum um framsal Augu-
stos Pinochets, að Isabel Allende,
dóttir fyrrum forseta Chile væri
rithöfundur. Alnafna hennar,
Skáldkonan Isabel Allende, er
frænka Salvadors Allende, sem
Pinochet steypti af forsetastóli.