Morgunblaðið - 04.11.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1998 59 SZ
m
©SGITAL
Thx
l'ÍMiMI
«1
MAGNAÐ
BÍÓ
/DD/I
*U\IJQARA§^
553 2075
ALVÖRU BIÓ! DDDolby
STftFRÆNT stærsta tjaidið ivim
HLJOÐKERFI í Tuy
(ii t ■■nn om iiniii * *I XX
OLLUM SOLUM!
: J,
i i
jm
Sl
1, Jgll fc
3 N A $ E i E Y E S
'i
Hoföu augun hjó þer þvi þaö er glæpur i uppsiglingu beint fyrir framan nefið ó þer og 14,000
boxahorfundum Magnuöur spennutryllir eftir emn me^tu snilling kvikmyndasögunnor, Brion Ðe
Palma (Untouchables, Missíon Imposuble) með tveimur fremstu ieikurum samlímans:
uuhiulverkunum, oskarsveróuunuhuíanum Nnolus Cuge (Ihe Rock) og Gury Sinise (f-orrest Guinp).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. B.i.16.
★ ★★ ★#" ★
GE DV Ó4T Rss 2
★★★ ★★★
h: v.b! ÓHT Rás 2
// iii)hfst I/J
Sigilcl saga um samvisku,
sannlæringu og hugprýdi
Sýnd kl. 4.35, 6.55
og 9.15. B.i.14.
www.vortex.is/stjornubio/
A R R E Y
show
\í n v-
Vf Al iVJÍIL
T2 ® '
i TRUf*^
e*” . , Tfximan Burbank hefur ö íilfinnlngunn
,;..Hann hefur réft fyrir sér. Þúfundir
monna... Allur heímurinn fylgist mei
ú sliilivar r/Iijijl msú j'iuuum.
júiiyui^jmymluválu... i'ililljúuir
’ íruiuuu. í/lyiji jrú msúV
Sýnd í A-sal kl. 5, 7,9 og 11.10.
HÆTTULEG TEGUND II
'míKí.i
líísindahrollíekla með glæsilcgusíu
eni allra Tima Natöshu Nenstfige.
Mynd scm fær hárjn til að rjsa
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16.
.WYNETH PALTROW
irfrfT*"SL ÐN/®tærsta
ÓHT Rás 2 MYND BR|TA FRÁ UPPHAFI
* j MYND SEM ÞU VERÐUR AÐ SJÁ
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
http://www.blademovie.com
Búin að finna
réttu leiðina -
vonandi
EINS og fram hefur komið sendi
Móeiður Júníusdóttir, Móa, frá
sér sína fyrstu sólóskífu með frum-
sömdu efni. Platan er gefin út í Evr-
ópu af bandaríska fyrirtækinu
Tommy Boy, en útgáfa vestan hafs
er áætluð í byrjun næsta árs. Móa
hefur í nógu að snúast, kynningar-
starf vegna útgáfunnar hófst fyrir
mánuði, og hún hefur verið á þönum
í viðtölum, myndatökum og undir-
búningi fyrir tónleikaferð um Bret-
land sem hefst í kvöld.
Móa og hljómsveit voru við æf-
ingar í Sýrlandi á mánudagskvöld,
að leggja síðustu hönd á tónleika-
prógrammið, enda lítill tími til
stefnu; eldsnemma í gærmorgun
lögðu þau upp í flugferð til Bret-
landseyja og í kvöld verða í
Neweastle fyrstu tónleikamir í
Bretlandsreisu Móu að sinni.
Móa segir að tónleikaferðin hafi í
sjálfu sér ekki verið lengi í undir-
búningi, hugmyndin hafi kviknað í
kjölfar tónleika hennar með hljóm-
sveitinni á Ronnie Scotts í Lundún-
um í byrjum október. A þá gg
tónleika hafi mætt tónleika-
haldari sem hafi litist svo
vel á þau að hann hafi beðið
um að fá að skipuleggja
tónleika, sem hentar vel í
ljósi þess að breiðskífan
nýja er rétt nýkomin út.
Tónleikaferðin stendur
til 23. nóvember, og framan *
af er þétt skipað tónleikum; sveitin
leikur á sjö tónleikum á sjö dögum,
en síðan er heldur þægilegra þar á
eftir. Móa segist kunna því bráðvel
að spila svona þétt og það eigi eftir
að gera hljómsveitinni gott. „Pað er
nýtt fyrir okkur að spila svona stíft
og það á eftir að slípa okkur mjög
vel saman. Þegar við svo komum
heim ætlum við að halda tónleika
fyrir íslendinga þegar við erum í
okkar besta formi; það má segja að
tónleikaferðin sé æfing fyrir tón-
Ég get ekki
hugsað mér
að troða
upp bara
með
segulband
leika okkur á íslandi, því ekkert
nema það besta er nógu gott hér
heima.“
Platan er unnin mikið til í
hljóðverinu, en Móa segir að þau
falli vel að hljómsveitaspila-
mennsku. „Það má ekki gleyma
því að þau eru samin á píanóið
áður en ég fór að vinna þau
frekar. Það má segja að við höf-
um verið að búa til tónleikaút-
gáfu þeirra á sviði, sum lag-
anna erum við búin að spila í
óteljandi útgáfum, en erum
núna búin að finna réttu leið-
ina,“ segir Móa og hugsar um
stund, „ - vonandi," bætir hún
svo við og skellir uppúr.
Móa segir að undanfarinn mánuð-
ur hafi verið mjög hlaðinn verkefn-
um, viðtölum og myndatökum, enda
hafa viðtöl við hana verið að birtast
í helstu popp- og tískublöðum í
Bretlandi og reyndar víðar í Evrópu
undanfarnar vikur. Hún segir að
víst sé þétta brjáluð vinna en
skemmtileg og þannig kvíði hún
n ekkert fyrir því að eiga eft-
ir að vera á ferð og flugi
næsta árið, „ég kom mér
nú einu sinni í þetta“, segir
hún og skellihlær. Eftir
tónleikaferðina um Bret-
land og tónleika hér á landi
3. desember ef allt gengur
eftir segir Móa að hljóm-
sveitin fái frí að mestu en
hún þarf að standa í viðtölum og
kynningarmálum. „Við erum reynd-
ar að spá í að halda eina kynningar-
tónleika í París í desember, en mér
finnst eins líklegt að þeim verði
frestað fram yfir áramót, það er svo
mikið að gera.“
Platan nýja kom út í Evrópu á
mánudaginn, en eftir áramótin
kemur hún út vestan hafs, sem er
stærsta málið og þar er Tommy
Boy á heimavelli. Móa segir að
áætluð úgáfa sé í mars og þá sé eins
MÓA á æfin,nlTK-l/B-jtírffSvcir,sdótti''
svp.T 0 *,,nífunni asamt hljóm-
svett sirnu sem skipuð er Hjörleifi
nssym, trommuleikara, Kristni
JuniussjTn, bassaleikara, Haraídi
w" 7 Bjarka Jd,'ssyni
nljomborðsleikara.
gott að vera viðbúin mikilli vinnu í
kringum kynningar og hugsanlegt
tónleikahald þar í landi. Hún horfir
einnig til þess að þræða tónlistarhá-
tíðir Evrópu næsta sumar, en segist
gera sér grein fyrir því að mikill
tími og orka eigi eftir að fara í
Bandaríkin. Það verður gaman að
ferðast með strákunum, þeir eni
svo frábærir tónlistarmenn, ég er
mjög stolt af þeim. Þeir vekja mikla
athygli alls staðar fyrir það hvað
þeir eru góðir og ekki minnst fyrir
það hvað þeir eru ógeðslega sætir
og flottir,“ segir hún og skellir upp-
úr, en bætir svo við af meiri alvöru,
„það er svo mikill styrkur að hafa
svo góða hljómsveit með sér og þeg-
ar svo er þá er svo ofsalega gaman
að vera að spila fyrir fólk. Eg get
ekki hugsað mér að troða upp bara
með segulband, það gefur mér ekk-
ert.“
Fyrstu tónleikar Móu verða í
Newcastle í kvöld eins og getið er
en síðan leikur hún í Edinborg á
morgun, þá tvívegis í Oxford, svo
Bristol, Liverpool, Binningham, tví-
vegis í Lundúnum, þá Nort-
hampton, sem er í útjaðri Lundúna,
Manchester, tvívegis í Leeds og
loks í Glasgow 21. október.
Síðasla vika
Alls
1, (-.) John Carpenter‘s 655 m.kr. 9,1 m.$ 9,1 m.$
2. (1.) Pleasantville 495 m.kr. 6,9 m.$ 18,3 m.$
3. (2.) Practical Magic 385 m.kr. 5,4 m.$ 33,7 m.$
4. (3.) Antz 325 m.kr. 4,5 m.$ 67,8 m.$
5. (4.) Bride of Chucky 290 m.kr. 4,0 m.$ 26,8 m.$
6. (6.) Rush Hour 273 m.kr. 3,8 m.$ 122,4 m.$
7. (5.) Soldier 203 m.kr. 2,8 m.$ 11,2 m.$
8. (7.) Beloved 191 m.kr. 2,7 m.$ 18,7 m.$
9. (8.) What Dreams May Come 164 m.kr. 2,3 m.$ 50,5 m.$
10. (9.) Apt Pupil 124 m.kr. 1,7 m.$ 6,5 m.$
Róleg hrekkjavökuhelgi
BANDARÍKJAMENN notuðu
hrekkjavökuna til annarra hluta en
að flykkjast í bíóhúsin. Frumsýning
myndarinnar „John Carpenter’s
Vampires“ dró að sér mestan
mannfjölda, enda myndin í anda
hrekkjavökunnar. Olíkt fyrri hryll-
ingsmyndum ársins, eins og „Scr-
eam 2“ og „I Know Wliat You Did
Last Summer“, sem drógu að sér
fjölda unglingsstúlkna, var meiri-
hluti áhorfenda „Vampires” karl-
kyns og heldur eldri en sá hópur
sem venjulega sækir f hryllings-
myndirnar.
Leikstjórinn John Carpenter má
vel við una því engin mynd hans til
þessa hefur hlotið jafngóðar viðtök-
ur á frumsýningarhelgi. Aðrar
myndir sýndar um helgina fengu
slakari viðtökur, en aðstandendur
Gæðabæjar eða „Pleasantville”
geta einna best við unað; aðsóknin
minnkaði einungis um 25% frá
helginni á undan. Aðsókn að öðrum
myndum eins og Töfrandi konum
og Antz hrapaði yfir 40% þessa
helgi.
Þó þurfa aðstandendur mynd-
anna kannski ekki að örvænta því
hefð hefur myndast fyrir því und-
JAMES Woods í myndinni
„Vampírur John Carpenters”,
sem laðaði að fleiri karlkyns-
áhorfendur en fyrri hryllings-
myndir ársins.
anfarin ár í Bandaríkjunum að nota
hrekkjavökuna til að hitta mann og
annan og hefur kvikmyndaaðsókn
dalað þessa helgi af þeim sökum. .
Því eru það helst þær myndir sem
luma á sætum hræðsluhrolli sem
ganga um þessa helgi.