Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 15

Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 15
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 15 FRÉTTIR Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi Afram lág- marksútsvar SIGURGEIR Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjai-narnesi, segist ekki eiga von á því að breyting verði á út- svarsprósentunni í sveitarfélaginu að svo stöddu, en á Seltjarnarnesi er lágmarksútsvar, 11,24%. „Við erum búin að Ieggja fram fj árhagsáætlunina miðað við óbreytt útsvar, en ég get svo sem fúslega játað það að okkur vantaði um það bil hálft prósent í viðbót. Við verðum bara að herða sultarólina og gera minna. Við stönd- um frammi fyrir því að við erum með kennarasamninga í gangi og leik- skólakennarasamninga væntanlega þar á eftir, og síðan mjög líklega starfsmannafélagið að einhverju leyti, þannig að þetta eru óleyst vandamál. Hækkun á útsvari er hins vegar ekki inni í myndinni að svo stöddu,“ sagði Sigurgeir. Þjónustugjöld hækkuð í Garðabæ Borgarstjóri á átakafundi í borgarstjórn í gær Rey kj avíkur listinn hefur pólitískan kjark BORGARFULLTRÚAR Reykja- víkurlistans sökuðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að koma ekki fram með neinar tillögur til lausnar á fjárhagsvanda borgar- innar þegar Sjálfstæðismenn gagn- rýndu fyrirhugaða útsvarshækkun meirihlutans og þá fyrirætlan að færa niður eiginfjárhlutfall nýs orkufyrirtækis sem til verður með samrana Hita- veitu- og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. „Reykjavfkurlistinn ætlar ekki að stinga höfðinu í sand- inn eins og Sjálfstæðismenn kusu að gera 1990-1994. Reykjavíkurlistinn ætlar hvorki að ávísa skuldum né brýnum verkefnum dagsins í dag yfir á framtíðina. Reykja- víkurlistinn ætlar að takast á við þau verkefni sem Reykja- víkurborg stendur andspænis í fjármálastjórn, rekstri og framkvæmdum og hefur til þess þann pólitíska kjark sem sjálfstæðismenn skorti,“ sagði Ingibjörg Sóhún Gísladóttir borgarstjóri í ræðu sinni á aukafundi borgarstjómar í gær. „Eðli þess sem öllu vill stjórna og öllu ráða.“ Ingibjörg Sólrún vitnaði til umfjöllunar um fjármál á fundi sveitarstjórnarmanna fyrir helgina og sagði kaldhæðnis- legt að fulltrúar ríkisvaldsins skuli bæði óskapast yfir halla- rekstri sveitarfélaga og messa yfir sveitarstjórnarmönnum um að þeir eigi, rétt eins og ríkið, að reka sína sjóði hallalausa og greiða skuldir, kvaðst hún hljóta að vísa til Davíðs Oddssonar forsætisráð- hema sem „hefur blandað sér í um- ræðuna um fjármál Reykjavíkur- borgar með þeim stóryrta hætti sem best þjónar hans lund“. Hún vitnaði til orða hans í DV þess efnis að hanh væri reiður: „Veri hann bara reiður. Þá afhjúpar hann sitt rétta eðli sem er eðli þess sem öllu Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins töluðu um kosningasvik vill stjórna og öllu ráða. Helst ætti hann þó að vera sjálfum sér reiður því hann ber fulla og óskoraða ábyi-gð á þeim böggum sem velt hefur verið yfir á sveitarfélögin á undanfórnum áram.“ Ingibjörg Sólrún sagði að halda mætti því fram að forsætisráð- herra væri að kasta steini úr gler- húsi, hún bar saman þróun skatt- tekna og rekstrargjalda ríkissjóðs og borgarsjóðs milli áranna 1997 og 1999 og sagði heildar skatttekj- ur ríkissjóðs hækka á þessum tíma um 30,8% en heildarskatttekjur borgarsjóðs hækka á sama tíma um 23,9%. Þá sagði hún rekstrar- gjöld ríkissjóðs hækka um 33,1% en rekstrargjöld borgarsjóðs um 20,4%. Helgi Hjörvar, borgarfull- trúi R-listans, sagði það óskammfeilni af æðsta yfir- manni efnahagsmála landsins, forsætisráðherra, að mótmæla því að borgin nýtti sér mögu- leika sína til tekjuöflunar. Hann auglýsti eftir tillögum frá sjálfstæðismönnum um lausn á fjárhagsvanda borgar- innar og tóku undir það Stein- unn Valdís Oskarsdóttir og Al- freð Þorsteinsson, borgarfull- trúar R-listans. „Eyðslustefna borgarstjórn- armeirihlutans mikil“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins töluðu margh- um kosingasvik, sökuðu fulltrúa Reykjavíkurlistans um að koma aftan að kjósendum og leggja á þá álögur að upphæð nærri einn milljarður króna, með hækkun útsvarsins, án þess að hafa nefnt það einu orði fyrir kosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sagði boðað til þessa aukafundar sem hann kallaði neyðarfund til að samþykkja að leggja auknar álögur á borgarbúa. Inga Jóna Þórðar- dóttir, oddviti sjálfstæðis- manna, sagði undarlegt að boða til fundarins til þess að hækka álögur á borgarbúa. Hún sagði málið illa undirbúið og sagði að fyrir löngu hefði verið ljóst að ekki yrði hægt að ljúka við fjárhagsáætlun nema með stórauknum álögum og sagði eyðslustefnu borgarstjórnarmeiri- hlutans mikla, hún spurði af hverju ekki væra frekar lækkuð orkugjöld í stað þess að ætla að taka 3,5 millj- arða út úr hinu fyrirhugaða sam- einaða orkufyrirtæki. Sigurður Geirdal bæjar- stjóri Kópavogs Kópavogur með 11,99% útsvar BÆJARSTJÓRN Kópavogs sam- þykkti síðastliðinn fóstudag að út- svar yrði óbreytt á næsta ári, en það er nú 11,99%. Að sögn Sigurðar Geirdal bæjar- stjóra hefði hins vegar verið þörf á hækkun útsvars- ins. „Nú á eftir að koma þessu end- anlega saman, en þessi mismunur er ennþá til, úr 11,99 upp í 12,04 sem er heimilt. Ég skal ekki segja hvað verður gert en það var ekki talið á þessu stigi að það þyrfti," sagði Sigurður. Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri Mosfellsbæ Engin um- ræða um hækkun í Mosfellsbæ í MOSFELLSBÆ er útsvarið 11,79% og að sögn Jóhanns Sigur- jónssonar bæjarstjóra hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hækkun og sagði hann enga um- ræðu hafa átt sér stað um það. „Eins og staðan er núna er því óbreytt útsvar, en það er auðvitað augljóst að það er töluverður út- gjaldaauki hjá okkur eins og öðrum sveitarfélögum. Við erum að reyna að mæta því með aðhaldi og niður- skurði á rekstri eins og við mögulega getum, og síðan verður bara minna fé til framkvæmda. Við erum í fjár- hagsáætlunargerðinni núna og við gerum ráð fyrir að fyrstu drög að henni verði lögð fyrir bæjarstjórn á fundi 9. desember. Ég get því í sjálfu sér ekkert sagt hver endirinn verður og það kemur bara í ljós á þessum fundi,“ sagði Jóhann. Dulbúin skattheimta í Reykjavík EKKI stendur til að hækka útsvar í Garðabæ þar sem það verður áfram lægst, 11,24%, eins og á Seltjarnar- nesi og í Vest- mannaeyjum. Ingimundur Sigur- pálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að afkoma bæjarsjóðs sé knöpp vegna auk- inna verkefna og steftit er að hækk- un þjónustugjalda, þ.ám. leikskólagjalda og aðgangs- eyris á sundstaði, snemma á næsta ári. Hann segir að dulbúin skatt- heimta felist í arðgreiðslum frá orku- fyrh-tælyunum í Reykjavík. „Því er ekki að neita að staðan er knöpp og spurning hvort undan læt- ur, telq'm'nar eða þjónustan. Við höf- um markað okkur þá grundvallaraf- stöðu að hækka ekki útsvar og reyna að sníða okkur stakk eftir vexti. Það verður því ekki aukning á þjónust- unni í sama mæli og við höfðum áætlað. Rekstrarafgangurinn verður heldur ekki eins mikill ur. Reiknað er með að skuldir bæjar- sjóðs Garðabæjar verði greiddar nið- ur á næsta ári um 100 milljónir kr. Þjónustugjöldin verða í auknum mæli látin standa undir þeirri þjón- ustu sem þar er veitt. „Við horfum til þess að leikskólagjöld hækki á næsta ári og aðgangseyrir að sundstöðum. Ég á von á því að hækkun á leik- skólagjöldum komi til framkvæmda á fyrri hluta næsta árs. Þau hafa ekki hækkað í tvö ár svo það má bú- ast við því að þau hækki í takt við aðrar verðbreytingar að minnsta kosti,“ sagði Ingimundur. Hann sagði að með yfirtöku grunnskólans hefðu útgjöld Garða- bæjar aukist meira en hjá öðrum sveitarfélögum sem hlutfall af þeim tekjum sem fylgdu frá ríkinu. Kennsluframboð sé 23-25% umfram það sem lög geri ráð fyrir. Það kalh á töluverð útgjöld. Liðlega 40% af heildarrekstrarfé Garðabæjar fari til grunnskólans. Ingimundur segir að aðrar tekjur sveitarfélaga skipti einnig miklu máli. Reykjavíkurborg hafi umtals- verðar tekjur af fasteignum á hvem íbúa umfram það sem Garðabær hafi. Einnig sé dulin skatttekja í formi arðgreiðslna frá orkufyrir- tækjunum. Morgunblaðið/Þorkell MINNIHLUTINN í borgarstjdrn gagn- rýndi R-listann harðlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.