Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Verulega aukin þjónusta á vegum Sorpu Greitt verður fyrir skila- gjaldsskyldar umbúðir HJÁ þremur endurvinnslustöðvum Sorpu, við Jafnasel, Bæjarflöt og Dalsel í Kópavogi, hefui’ verið opnað fyrir móttöku á skilagjaldsskyldum einnota umbúðum í umboði Endur- vinnslunnar hf. Um eða upp úr mán- aðamótum munu allar endurvinnslu- stöðvamar hafa tekið upp þessa þjónustu. Að sögn Rögnu Halldórsdóttur, sem sér um fræðslu- og kynningar- mál hjá Sorpu, verður greitt skila- gjald við móttöku umbúða. „Eins og í öðrum móttökustöðvum Endur- vinnslunnar er ætlast til að við- skiptavinir hafí talið og flokkað um- búðirnar í poka eftir tegundum, s.s. áldósir, plastflöskur og glerflöskur.“ Skilagjald verður ekki greitt fyrir glerumbúðir undan öðrum glervör- um en skilagjaldsskyldum og fer slíkt gler í jarðvegsgám, s.s. gler- knikkur, flöskur undan ávaxtasafa, orkudrykkjum og slíku. Sambærileg- ar plastumbúðir fai'a í heimilisruslið. Móttaka á skilagjaldsskyldum um- búðum fer saman við afgi'eiðslutíma endurvinnslustöðvanna. Stöðvai'nar við Jafnasel, Dalsel, Bæjarflöt og við hesthúsabyggð í Mosfellsbæ eru opnar kl. 12.30-19.30 alla daga vik- unnar yfir vetrartímann. Stöðvamar við Ánanaust, Sævai'höfða og í Mið- hrauni í Garðabæ eru opnar kl. 8- 19.30 virka daga en lokaðar um helg- ar. Nýtt Krem fyrir mjólkandi mæður KOMIÐ er á markað nýtt krem, Kamillosan, sem ætlað er til notkunar á bleiusvæði og geir- vörtum kvenna með böm á brjósti, en einnig á útbrot, þrútin húðsvæði og exem. I frétt fi'á innflytjanda, Isfarm ehf., segir að kremið sé mjög milt og þolist því vel á húð barna og jafnvel ungbama. Ki'emið sé græðandi og róandi fyrir húðina og aukaverkanir séu sjaldgæfar, þótt ki'emið sé notað á stór húð- svæði í langan tíma. Einu þekktu aukaverkan- imar eru ofnæmisviðbrögð við innihaldsefnum kremsins, s.s. rotvamarefnum en þau era úr flokki parabena. Kremið fæst í apótekum. ítölsk jólakaka ÍTALSKA jólakakan panetone er komin til Is- lands. Að sögn innflytj- andans, Franks A. Cassata hjá Kísli hf. eru engin jól á Italíu án panettone og vill hann gera Islendingum kleift að komast á bragðið. Kakan kemur með mis- munandi bragði og fæst í öllum verslunum Nóa- túns og verður afgreidd ,í aðrar verslanir strax og pantanir berast. Kakan er borðuð eins og hún kemur fyrir eða með kaffi, hvítvíni og marsala, sem er ítalskt púrtvín. Kakan er í tveimur stærðum, í 50 g skreytt- um málmdósum, sem má nota und- ir krydd og annað og í 500 g skreyttum umbúðum. E( |>ú liolui' stuakUad vJ olasíldina frá Islenskum matvælum vvistu að jólin eru vkki langt uuclan -fní kenutt í ,<annka llaðJólaakap! IS L C N S K MATVÆ LI iJoly Coiiim'/ CoJors Nýju Poly Country Colors hárlitirnir innihalda virk efni unnin úr býflugnavaxi og hveitipróteinum sem vernda og styrkja hárið og hársvörðinn við litunina. Þeir eru ammoníakslausir og henta vel til heimalitunar. Poly Country Colors litírnir fást á eftirtöldum stöðum: Hagkaup snyrtivörudeild, Kringlunni, Smáratorgi og Akureyri • Holts-Apótek, Glæsibæ • Engihjalla-Apótek, Kópavogi • Perla, Akranesi • Apótek Blönduóss • Sauöárkróksapótek • Húsavikurapótek • Hafnarapótek, Höfn • Selfossapótek • Apótek Keflavíkur ARABIA <jVA«iPHUN MUsÍAIl'áuSKÉA Helldversliin Kjartans Magnússonar Hátelgsvegl 20 • Simi 561 7222 Morgunblaðið/HMÁ GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður FFSI, á formannaráðstefnu sam- bandsins sem haldin var á Höfn í Hornafirði. „Vinnubrögð útvegsmanna með ólíkindum“ Urskurðarnefnd gagnrýnd á formannaráðstefnu FFSI Á FORMANNARÁÐSTEFNU Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sem haldin var á Höfn í Hornafirði fyrir helgina, komu fram skiptar skoðanir á störfum úrskurð- arnefndar sjómanna og útvegs- manna og var nefndin m.a. gagn- rýnd fyrir að taka ekki nægilegt til- lit til afurðaverðsþróunar sjávar- afla. Á fomannaráðstefnunni var því m.a. haldið fram að úrskurðarnefnd hafi litlum árangri skilað í verðlagn- ingu sjávarafla, enda hafi vinnu- brögð útvegsmanna og oddamanns í nefndinni verið með ólíkindum svo vart verði við unað. Komu m.a. upp hugmyndir um að fulltrúar FFSI í úrskurðarnefnd segðu sig úr nefnd- inni. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður FFSÍ, sagði í því sambandi að gefa þyrfti nefndinni meiri tíma. Ef hinsvegar raunþróun fiskverðs yrði ekki í samræmi við afurðaverð og markaðsþróun þyi'fti að endur- skoða þessi mál til hlítar. Guðjón vék m.a. að úrskurðar- nefnd í setningarræðu sinni á ráð- stefnunni. Sagði hann að þrátt fyrir að ýmislegt mætti gagnrýna í störf- um nefndarinnar hafi merk tímamót orðið í afstöðu fulltrúa útgerðar og fiskvinnslufyrirtækja til markaðs- verðsviðmiðunar á ferskfiski í ný- legum úrskurðum nefndarinnar og stefnu oddamanna sem komi að málum þegar ekki er samstaða í nefndinni. Nefndi Guðjón mál Fróða ÁR og Ásbjarnar RE í máli sínu til stuðnings þar sem sam- þykkt var markaðsviðmiðun í verð- lagningu á afla. „Við hljótum að líta til þess að þarna séu að birtast verulega breytt viðhorf fyrirtækis eins og Granda hf. sem vill verða leiðandi í þeirri þróun að stórfyrir- tæki í fiskveiðum og vinnslu sem starfa á opnum hlutabréfamarkaði þurfi að horfa til framtíðar í verð- myndunarmálum ferskfiskaflans og treysta sér til að starfa með og á sömu verðum og gerast á opnum ferskfiskmörkuðum." Guðjón lagði áherslu á að sjó- menn og útgerðarmenn næðu sátt um starfsumhverfi sitt. Hinsvegar hefðu komið fram merki um aftur- hvarf til fortíðar í síðustu ákvörðun í úrskurði dómara og útgerðar þar sem ákvörðun i hörpuskelsmáli við Breiðafjörð var ekki í neinu sam- ræmi við raunverulega þróun á af- urðaverði. Sagði Guðjón slík vinnu- brögð ekki við hæfi og vonandi aldrei endurtekin. Fullyrðingum LÍÚ mótmælt Á ráðstefnunni var harðlega mót- mælt þeim fullyrðingum formanns LÍÚ að hlutaskiptakerfi sjómanna standi í vegi fyrir endurnýjun fiski- skipaflotans og tækniþróun fiski- skipa. Þær séu settar fram án nokk- urs rökstuðnings og taki ekki mið af því af því að við endurnýjun fiski- skipa kosti úrelding tugi eða hund- rað milljóna króna. Þar að auki hafi komið fram opinberlega að vextir af Iánsfé til atvinnurekstrar á Islandi séu 2,5 til 3,5 prósentustigum hærri en í nálægum löndum sem þýði að miðað við núverandi skuldastöðu út- gerðarinnar nemi útgjöldin millj- örðum króna á ársgrundvelli. Þá var það áréttað á ráðstefnunni að á undanförnum áram hafi vel rekin útgerðarfélög endurnýjað skipakost sinn miðað við núverandi aðstæður, þrátt fyrir hlutaskiptakerfi sjó- manna. Sameiningarhugmyndum vísað til aðildarfélaga Á stjómarfundi FFSÍ í vor var kosin þriggja manna nefnd til að vinna að undirbúningi sameiningar allra aðildarfélaga sambandsins í eitt stéttarfélag. Nefndin hefur kynnt hugmyndir um sameiningu fyrir flestum aðildarfélögum og á formannaráðstefnunni var þeim til- mælum beint til aðildarfélaganna að kynna sjónarmið vel fyi'ir sínum fé- lagsmönnum hvaða möguleikar eru til aukinnar samvinnu og samein- ingar félagana í eitt öílugt stéttarfé- lag. Á ráðstefnunni var sameining- arhugmyndum þannig vísað til að- ildarfélaga FFSÍ til kynningar og afgreiðslu og var samstaða um að niðurstaða um sameiningu féiag- anna lægi fyrir á vordögum. Guðjón Á. Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið að gild- andi lög um stéttarfélög og vinnu- deilur hamli FFSÍ að kjósa um verkfallsheimild þó samningsum- boðið liggi hjá sambandinu, beldur verði að kjósa í hverju félagi fyrir sig. Þarf að svara auglýsingum LÍÚ Á ráðstefnunni urðu einnig mikl- ar umræður um auglýsingaherferð þá sem LÍÚ hefur staðið fyrir síð- ustu mánuði. Voru menn sammála um að margt í auglýsingunum sé beinlínis villandi og sammæltust um að finna þyrfti leiðir til að svara þeim. Guðjón segir FFSÍ ekki hafa burði til að leggja tugmilljónir króna í auglýsingar líkt og LÍÚ en á næstunni verði skoðað hvemig þessi mál verði lögð fram. „Menn eru alls ekki samþykkir því að kvótakerfið hafi fært þjóðinni eins stórkostlega ávinninga og LIÚ vill vera láta. Þvert á móti hefur kerfið fært miklar deilur og illindi inn í sjávarútveginn. Atvinnuöryggi fisk- verkafólks og sjómanna er lítið í þessu kerfi og ítrekað brotið á rétt- indum þeirra," sagði Guðjón A. Kri- stjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.