Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Repúblikanar ósáttir við svör Clintons Yilja afdráttar- lausa játningu Kveikt í moskum í Indónesíu REPÚBLIKANAR og demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings deila enn um hvort svipta eigi Bill Clinton forsetaembættinu en nokkrir þingmenn repúblikana sögðu um helgina að réttara væri að samþykkja vítur á forsetann ef hann viðurkenndi af- dráttarlaust að hann hefði borið ljúgvitni um sam- band sitt við Mon- icu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. „Ef Clinton væri maður til að koma fram og viðurkenna augljósar misgerðir sínar þá myndi ég ef til vill taka á máli hans með öðrum hætti,“ sagði repúblikaninn Lindsey Graham, sem á sæti í dómsmála- nefnd fulltrúadeilarinnar. „En hann er núna iðrunarlaus meinsærismað- ur, sem ætti að missa embættið tali hann ekki með öðrum tón til banda- rísku þjóðarinnar og sætti hann sig ekki við lögin.“ Varfæmisleg svör Clinton svaraði á fóstudag 81 spumingu, sem dómsmálanefndin hafði lagt fyrir hann, og áréttaði að hann hefði hvorki gerst sekur um meinsæri né villandi vitnisburð. Svörin þóttu varfæmisleg og loðin og repúblikanar sögðu að þau væm ófullnægjandi. Forsetinn kvaðst t.a.m. ekki muna hvort hann hefði rætt við ritara sinn, Betty Currie, um að ná í gjafir sem hann hafði gefið Lewinsky, en neitaði að hafa skipað henni að gera það. Hann neitaði því einnig að hafa beðið Lewinsky um að bera ljúgvitni. Forsetinn áréttaði að hann sæi eftir því að hafa villt um íyrir þjóð- inni með því að neita að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Monieu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. „Slík svör villa um fyrir fólki og ég hef beðist afsökun- ar á því.“ David Kendall, lögfræðingur for- setans, áréttaði hins vegar í bréfi sem fylgdi svömnum að Clinton hefði hvorki framið meinsæri, lagt stein í götu réttvísinnar né misnot- að vald sitt. Aðstoðarmaður forsetans sagði að Clinton hefði lagt fram „viðeig- andi svör“ við „kiaufalegum og leið- andi“ spumingum fulltrúadeildar- innar. Embættismenn í Hvíta hús- inu sögðu að Clinton hefði dregið það eins lengi og mögulegt var að svara spumingunum til að formaður nefndarinnar, Henry Hyde, fengi minni tíma til að leggja fram frekari spurningar áður en nefndin tekur afstöðu til þess hvort ákæra eigi forsetann til embættismissis. Repúblikaninn Peter T. King sagði um helgina að a.m.k. 15-20 repúblikanar í fulltrúadeildinni væm andvigir ákæra á hendur for- setanum og því væri borin von að hún yrði samþykkt. TRÚARDEILUR blossuðu upp á ný í Indónesfu í gær, er kristin ungmenni lögðu eld að moskum og öðrum byggingum múslima í borginni Kupang. Fyrr um dag- inn höfðu kristnir stúdentar mót- mælt vaxandi deilum milli trúar- hópa og kynþátta í Iandinu. Klerkar hvöttu í gær múslima til að reyna ekki að hefna harma sinna. Á sunnudag var haldinn fjöl- mennur fundur fylgismanna Sa- meinaða þróunarflokksins, sem er stærsti stjómarandstöðuflokk- ur múslima í Indónesíu, og veif- uðuðu fylgismenn hans grænum fánum við upphaf fundar. Clinton 1 < mm SéíSiíé*. , - ■ < ‘ ■ 3 í eru alltaf GREINILEG Thomson samsteypan er fjórði stærsti framleiðandi raftækja í heiminum og eru vörumerki hennar Thomson, General Electric, Proscan, RCA, Saba og Telefunken. Thomson er leiðandi í framleiðslu sjónvarps-, myndbanda- og hljómtækjabúnaðar. Fyrirtækið var meðal annars fyrst til að innleiða DVD spilara og plasmatækni en sú tækni er undirstaða fyrir þynnri og fyrirferðarminni skjái. m ICVAL’ Skeifunni 11 Reykjavíkurvegi 64 TÖLVUN Dreifing: Tæknival, heildsala - , Atökin í Lýðveldinu Kongó Efast um vopnahles- samkomulag París, Kigali. Reuters. EFASEMDIR em um að sam- komulag um vopnahlé í Lýðveldinu Kongó, sem undirritað var í Paris um helgina, verði annað og meira en orðin tóm, þar eð skæmliðar sem berjast gegn Kongóstjórn voru ekki hafðir með í ráðum. Samkomulagið var undii’ritað af Laurent Kabila, forseta Lýðveldis- ins Kongós, og forsetum Rúanda og Úganda, en bæði ríkin hafa sent skæruliðum stjórnarandstæðinga í Kongó liðsauka. Uppreisnarmenn áttu hins vegar ekki aðild að sam- komulaginu, sem náðist fyrir milli- göngu Jacques Chiracs, forseta Frakklands, og Kofis Annans, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Wamba dia Wamba, leiðtogi skæmliða, sagði í samtali við fíeuters-fréttastofuna á sunnudag að hann vísaði samkomulaginu ekki á bug, en skæmliðar myndu þó halda áfram að berjast, þar sem þeir væm undir stöðugum árásum. Wamba sagði að skæruliðar væm reiðubúnir að mæta til samninga- viðræðna, en varaði við því að sam- komulag án aðildar þeirra gæti ekki leitt til varanlegs friðar. Ráðgert er að viðræður um end- anlegan friðarsamning fari fram í Úagadúgú, höfðuborg Búrkína Fa- só, um miðjan desember, undir for- ystu Sameinuðu þjóðanna og Ein- ingarsamtaka Afríkuríkja. Kabila hefur hingað til neitað að ræða við uppreisnarmenn, og ekki er vitað hvort hann fellst á að gera það í Úagadúgú, en skæruliðar hafa gert það að skilyrði friðarsamninga. Kofi Annan sagði í gær að komi vopna- hléð til framkvæmda gæti reynst nauðsynlegt að senda friðargæslulið til Lýðveldisins Kongó og óska að- stoðar frá ríkjum utan Afríku. Borgarastríðið í Lýðveldinu Kongó hefur nú staðið í fjóra mán- uði, og óttast er að það kunni að breiðast út til fleiri Mið-Afríkuríkja, verði vopnahlé ekki að vemleika. Úganda og Rúanda hafa opinber- lega lýst yfir stuðningi við uppreisn- armenn, en Zimbabwe, Angóla, Na- mibía og Chad styðja ríkisstjórn Kabilas.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.