Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLADIÐ
Olfldegt að hægt verði að
lögsækja Pinochet í Chile
London. Reuters, The Daily Telegraph.
STJÓRNVÖLD í Bretlandi og Chile
neituðu á sunnudag fréttum breskra
fjölmiðla þess efnis að þau hefðu
samið um að Bretar leystu Augusto
Pinochet úr haldi gegn því að ein-
ræðisherrann fyirverandi yi’ði sótt-
ur til saka í Chile. Lögfræðingar og
stjórnmálamenn í Chile segja mjög
ólíklegt að hægt verði að draga Pin-
ochet fyrir rétt í heimalandi sínu þar
sem stjórnin hafi ekki bolmagn til að
breyta stjórnarskránni, sem tryggir
honum friðhelgi frá ákæru.
Jose Miguel Insulza, utanríkisráð-
herra Chile, sem var í London um
helgina, sagði að stjóm sín vildi að
mál Pinochet yrði leitt til lykta fyrir
dómstólum í Chile og að „raunveru-
legur möguleiki" væri á því að hann
yrði sóttur til saka þar ef honum yrði
leyft að snúa aftur til heimalandsins.
Nýtur enn friðhelgi
Nokkrh' breskh- ráðherrar vom
sagðir hlynntir þeirri hugmynd að
Pinochet yrði lögsóttur í Chile og
telja það bestu leiðina til að draga
hann fyrir rétt án þess að stefna lýð-
ræðinu í landinu í hættu og skaða
tengsl þess við Bretland.
Lögfræðingar og stjórnmálamenn
í Chile lögðu hins vegar áherslu á að
Pinochet nyti enn friðhelgi frá
ákæru í heimalandi sínu. Þeir sögð-
ust efíns um að stjórn vinstri- og
miðflokkanna gæti
knúið fram nauðsyn-
legar breytingar á
stjórnarskránni til
að hægt yrði að
draga hann fyrir rétt
í Chile.
Hægrimenn og
fyi’rverandi herfor-
ingjar em í meiri-
hluta í öldungadeild
þingsins. Nokkrir
þessara herforingja njóta einnig
lagalegrar friðhelgi og eru tregir til
að fallast á stjómai-skrárbreytingar
sem gætu orðið til þess að þeir yrðu
sjálfir sóttir til saka.
„Það hafa ekki enn skapast skil-
yrði fyrir réttlátum og ströngum
réttarhöldum yfir Pinochet í Chile,“
sagði Ricardo Nunez, leiðtogi flokks
Insulza, Sósíalistaflokksins.
Ellefu aðilar hafa reynt að höfða
einkamál gegn Pinochet vegna
mannréttindabrota á 17 ára valda-
tíma hans og Insulza gaf í skyn að
hann ætti einnig yfir höfði sér opin-
bera ákæm, sem næði til þeirra
morða og pyntinga sem einræðis-
hemann fyrrverandi er sakaður um í
framsalsbeiðni Spánverja. Lögfræð-
ingai’ í Chile sögðu hins vegar að
yrði stjórnarskránni ekki breytt yi’ði
ekki hægt að sækja Pinochet til saka
þar þótt utanríkisráðherrann hefði
neitað því að hann nyti algjörrar
friðhelgi.
Stjórn Pinochets gaf út tilskipun
árið 1978 um að embættismenn
hennar nytu friðhelgi frá ákæram
fyiir mannréttindabrot, sem framin
voru á áranum 1973-78, tímabilinu
sem langflest morðanna voru framin.
Pinochet knúði einnig fram stjórnar-
skrárákvæði um friðhelgi áður en
hann lét af embætti.
Stjórnarskráin veitir Pinochet rétt
til að sitja sem ókjörinn þingmaður í
öldungadeildinni til lífstíðai’. Sem
þingmaður nýtur hann einnig laga-
legrar friðhelgi. Stjórn Chile hefur
alltaf sagt að nauðsynlegt hafi verið
að fallast á kröfur Pinochets og ann-
arra leiðtoga hersins um friðhelgi til
að tryggja að hægt yrði að koma á
lýðræði í landinu.
Insulza ræddi í gær við George Ro-
bertson, vai’narmálaráðheiTa Bret-
lands, sem áréttaði þá afstöðu
bresku stjórnarinnar að hún gæti
ekki skipt sér af máli Pinoehets þar
eð það væri dómsmál.
Jack Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, á að ákveða fyrir 11. des-
ember hvort undirréttur í London
megi taka framsalsbeiðni Spánverja
fyrir. Rúmlega 100 þingmenn Verka-
mannaflokksins hafa sent Straw
áskorun um að hindra ekki framsalið.
Sagður lasburða
og þunglyndur
Haft var eftir systursyni Pin-
ochets í gær að hann væri svo niður-
dreginn vegna málsins að hann
myndi frekar svipta sig lífi en að
„ganga í gegnum þá auðmýkingu að
verða framseldur og lögsóttm- á
Spáni fyrir morð“. „Hershöfðinginn
er ekki bjartsýnn,“ sagði Rafael Pin-
ochet Savedra. „Hann telur að
breska stjórnin muni ekki hindra
framsal hans til Spánar."
Pinochet er á sjúkrahúsi í London
og eiginkona Pinochets, Lucia Hiri-
art, kvartaði yfir því að hann væri
„undir stöðugu eftirliti". „Hann er
mjög lasburða og þunglyndur vegna
aðstöðu sinnar," sagði hún.
Prímakov
frestar
fjárlaga-
umræðu
Moskvu. Reuters.
RÚSSNESKA stjórnin frestaði í
gær fjárlagaumræðum um hálfan
mánuð en þær áttu að hefjast í gær.
Er það talið til marks um það hve
ei’fiðlega stjórninni gengur að finna
lausnir á efnahagskreppunni sem
dundi yfir landið í lok sumars.
Þótt stjórnin hafi kynnt aðgerðir
sem hún hyggst grípa til gegn efna-
hagsvandanum er ljóst að þær duga
engan veginn. Mun meira fé verður
að koma til eigi stjórnin að standa
við skuldbindingar sínar gagnvart
lánardrottnum, svo og laun- og elli-
lífeyrisþegum. Því hefur stjórnin nú
tekið sér frest til að kynna endanleg
fjárlög, í fyrstu var hann til fimmtu-
dags en seinnipartinn í gær var
fresturinn framlengdur til 11. des-
ember.
Fresturinn sem stjórn Jevgenís
Prímakovs tók sér til að vinna fjár-
lagafrumvarpið var í fyrstu talinn
tengjast komu Michels Camdessus,
framkvæmdastjóra Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, IMF, til Moskvu en
sjóðurinn neitar að greiða Rússum
út 4,3 milljarða dala lán sem þeir
hafa fengið fyrirheit um, fyrr en
stjómin nái samkomulagi um efna-
hagsaðgerðir sem IMF getur fallist
á. Búist hefur verið við því að
Prímakov muni reyna með öllum
ráðum að fá hann til að fallast á að
greiða Rússum út lánið.
Þegar fresturinn var framlengdur
vegna fyi’irhugaðra skattalækkana,
þótti ljóst að hann tengdist ekki ein-
göngu komu framkvæmdastjórans.
Senda „reynslu-
lausa krakka"
Prímakov er mikill vandi á hönd-
um. Honum er ætlað að setja saman
fjárlög sem kommúnistar í dúmunni,
neðri deild þingsins, geta fallist á,
auk þess sem þau verða að hugnast
IMF. Það kom þó ekki í veg fyrir
harða gagnrýni Prímakovs á IMF
um helgina en hann sakaði yfirmenn
sjóðsins um að senda „reynslulausa
krakka" til skipa rússneskum
stjómvöldum fyrir í efnahagsmál-
um.
Afnám tollfijálsrar verzlunar innan ESB
Þjóðverjar vilja frekari frest
ÞÝZK stjórnvöld hyggjast á fundi
fjármálaráðherra Evrópusambandsins
í dag leggja til að gildistöku fyrirhug-
aðs afnáms tollfrjálsrar verzlunar inn-
an sambandsins verði frestað. Tals-
maður stjórnarinnar staðfesti í samtali
við brezka blaðið The Daily Telegraph
að Gerhard Sehröder kanzlari hefði
beðið fjármálaráðherrann Oskar Lafontaine að hvetja til
frestunar, þai- sem hið fyrirhugaða afnám tollfrjálsrar
verzlunar sé þegar farið að kosta störf í Þýzkalandi.
Þýzka stjórnin gerir ráð fyrir að eiga sér bandamenn í
frönsku stjórninni.
I norður-þýzka sambandslandinu Slésvík-Holtseta-
landi, þaðan sem fjölmargar ferjur leggja upp í áætlunar-
siglingar yfir Norðursjó og Eystrasalt, er óttazt að allt
að 3.000 störf kunni að tapast ef staðið verður við að af-
nema tollfrjálsa verzlun um mitt næsta ár.
Akvörðun var tekin um afnámið árið 1991, sem þáttur í
aðgerðum til að brjóta niður höft og samræma sam-
keppnisaðstöðu fyrirtækja á innri markaðnum en síðan
hefur gildistöku ákvörðunarinnar verið ítrekað frestað.
Fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB telja ólíklegt að
fleiri en Frakkar og írar styðji tillögu
Þjóðverja um frekari frest. Háttsettir
menn í Brassel telja að Schröder og
Lafontaine leggi þetta til núna til að
uppfylla loforð sem þeir gáfu í kosn-
ingabaráttunni fyrir þingkosningarnar
í september.
Ferjurekendur eru nú þegar farnir
að láta sér detta ýmislegt í hug til að reyna að bæta sér
að einhverju leyti upp það gífurlega tekjutap sem þeir
verða fyrir við afnám tollfrjálsu verzlunarinnar um borð.
Ein hugmyndin er sú, að ferjur sem ganga milli Dan-
merkur og Þýzkalands selji vörar um borð sem aðeins er
greiddur þýzkur virðisaukaskattstaxti af, sem er mun
lægri en sá danski.
Onnur leið er sú að láta ferjur sem t.d. fara frá Jót-
landi til Englands koma við í Noregi, þar sem hinar nýju
ESB-reglur um tollfrjálsa verzlun munu ekki ná til Nor-
egs frekar en íslands, þar sem þau lönd eru utan tolla-
bandalags ESB. Eins munu ferjurnar sem ganga á milli
ESB-landanna Svíþjóðar og Finnlands geta bjargað sín-
um viðskiptum með því að koma við á Alandseyjum, þar
sem eyjarnar eru líka utan tollabandalagsins.
Persson um hugmyndir um EMU-aðild
Fleiri forsendur
en efnahagslegar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
„ÞAÐ ER ekkert launungarmál að
sem fjármálaráðherra var ég hallur
undir sænska aðild að EMU, því þá
hafði ég aðeins efnahagslegar for-
sendur í huga. Sem forsætisróðheiTa
skipta fleiri forsendur máli“, sagði
Göran Persson forsætisráðherra
Svía er hann spjallaði við gesti í
sænska sendiráðinu í Kaupmanna-
höfn á föstudaginn. Hann vildi ekki
láta uppi hvort hann hefði í huga
þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU-að-
ild Svía, eða hvort málið yrði afgreitt
í þingkosningum, en rætt hefur verið
um að málið yrði á einhvern hátt
borið undir kjósendur, til dæmis í
kosningum til Evrópuþingsins, sem
verða á næsta ári.
„Eg geri mér ljóst að ákvörðunin
um sænska EMU-aðild er veiga-
mesta ákvörðun, sem ég mun taka á
stjómmálaferli mínum,“ sagði Pers-
son og velti upp ýmsum þeim atrið-
um, sem honum þykja vafamál varð-
andi EMU-aðild. „Hvernig á til dæm-
is að ákvarða vexti?“ spurði hann.
„Það er ekki hægt að taka bæði mið
af vexti í Bretlandi og samdrætti í
Þýsklandi," sagði hann, en benti um
leið á að Svíum tækist til dæmis að
hafa sömu vexti í Kiruna og á Skáni.
Innan hvers lands væri drjúgur mun-
ur milli landshluta, sem dregið væri
úr með margvíslegum aðgerðum.
„En eru til tæki og stofnanir í ESB,
sem geta gert það sama?“
Persson benti á að þar sem staðið
væri frammi fyrh’ svo mörgum og
flóknum spurningum gæti hann ekki
þóst hafa öll svörin á reiðum höndum.
Hlutverk sitt og annan-a stjómmála-
manna nú væri að ræða málin ítar-
lega og benda á sem flestar hliðar
EMU. „Við verðum að segja frá hlutr
unum eins og þeir era, svo fólk geti
ekki komið eftir á og sagt við okkur
stjómmálamennina að þetta og hitt
hafi því ekki verið sagt,“ sagði Pers-
son og minnti á að eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um ESB-aðild hefðu
margir haldið því fram að ákvörðunin
hefði bara verið tekin af „þeim þama
í Stokkhólmi. Það sama má ekki ger-
ast aftur með EMU-aðild.“
Ráðherrafundur EFTA
Fríverzlun-
arsamning-
ur við PLO
RÁÐHERRAR utanríkisviðskipta-
mála EFTA-ríkjanna fjöguma, ís-
lands, Noregs, Sviss og Liechten-
stein, undirrituðu í gær fríverzlunar-
samning við heimastjórn Palestínu-
manna. Fonnlegar viðræður um
sambærilegan samning við Egypta
hefjast í dag en ráðherrarnir lýstu
því yfir að búizt væri við að viðræður
um fríverzlunarsamning EFTA við
Kanada verði til lykta leiddai’ um
mitt næsta ár. Ennfremur er stefnt
að því að fljótlega verði teknar upp
sams konar viðræður við Mexíkó, en
í síðustu viku fór fram fyrsta lota
viðræðna um fríverzlunarsamning
Mexíkó við Evrópusambandið
(ESB).
í lokaályktun fundarins er greint
frá því að samningurinn við Palest-
ínumenn muni ganga í gildi í júlí
1999. Þetta er 14. fríverzlunarsamn-
ingur EFTA við ríki utan ESB.
Gengið var frá slíkum samningi við
Israel 1992, en þar að auki eru í gildi
samningar við Marokkó, Tyrkland
og tíu ríki Mið- og Austur-Evrópu.
Morðingja
enn leitað
LÖGREGLUMENN í Texas
leita enn fanga sem flýði af
dauðadeildinni svokölluðu í
Huntsville
fyrir helgi.
Ýfir sextíu ár
eru liðin frá
því að dauða-
dæmdum
fanga tókst
að sleppa úr
fangelsi í
Texas. Fang-
inn Martin
Gurale, var dæmdur til dauða
árið 1992 fyrir að myrða veit-
ingahúsaeiganda.
Auður Irlands
lokkar
AUKIN velsæld á írlandi hef-
ur orðið til þess að fleiri flutt-
ust til landsins á fyrsta árs-
fjórðungi en dæmi era um.
Innflytjendur voru þá 22.800,
miðað við 15.000 í fyíra. Flest-
ir þeirra eru af írsku þjóðerni,
en öldum saman hafa frar
flutt af landi brott í stórum
stíl. Hagvöxtur er nú meiri á
írlandi en í nokkru öðru ríki
Evrópusambandsins.
13 blaða-
menn myrtir
á árinu
ÞRETTÁN blaðamenn hafa
verið myrtir víðs vegar um
heim það sem af er árinu, og
nær hundrað til viðbótar hafa
verið fangelsaðir fyrir að birta
óþægilegar staðreyndir eða
neita að hlýða ritskoðun, sam-
kvæmt alþjóðlegum samtök-
um sem berjast fyrir frelsi
fjölmiðla. Samtökin segja að
blaðamönnum sé mest hætta
búin í Mexíkó og Kólombíu, en
ástandið sé einnig slæmt í
ýmsum Afríkuríkjum.
Sexburar að
óvörum
SEXBURAR komu í heiminn í
Indónesíu á fóstudag, fimm
drengir og ein stúlka. Foreldr-
arnir, sem voru bamlausir fyr-
ir, áttu von á fimmburum, en
ekki varð gleði þeirra minni
þegar sjötta bai’nið kom í ljós.
Móður og börnum heilsast vel
að sögn lækna, en þetta munu
vera fyrstu sexburarnir í Suð-
austur-Asíu sem allir lifa af.
Klæðskipting-
ur rekinn
úr embætti
bæjarstjóra
ÍBUAR bæjarins Quellendorf
í Þýskalandi samþykktu á
sunnudag að víkja bæjarstjór-
anum Norbert Lindner úr
embætti, vegna þess að hann
væri klæðskiptingur. Lindner,
sem er kvæntur og tveggja
barna faðir, hóf fyrr á þessu
ári að klæðast kvenfötum og
tók upp nafnið Michaela. Hann
bíður þess nú að gangast undir
kynskiptaaðgerð. Lindner
segir bæjarbúa skorta um-
burðarlyndi og hyggst flytjast
frá bænum og jafnvel úr landi.
Hann er þó sagður ráðgera að
kæra atkvæðagreiðsluna til
æðsta dómstóls Þýskalands.
Gurule.