Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 37
LISTIR
Nýjar bækur
Með helgum hljóm
• HEFURÐU faríð á hestbak? er
fyrsta skáldsaga Önnu Dóru Antons-
dóttur, myndskreytt af Freydísi
Kristjánsdóttur.
I kynningu segir að þótt sagan sé
einkum ætluð böm-
um á aldrinum 8-13
ára eigi hún erindi
til fólks á öllum
aldri. Saga Onnu
Dóm Antonsdóttur
er „ævisaga"
Reykj avíkurpilts,
bráðskemmtileg
frásögn af pilti sem
býr einn með móður
sinni og fær að þola
með henni súrt og
sætt. Það er líka ýmislegt í háttum
hinna fullorðnu sem reynist erfitt fyr-
ir ungan pilt að átta sig. Pilturinn
verður á vegi ævisagnaritara nokkurs
sem fegins hendi grípur tækifærið til
að hnýsast í hagi piltsins og ski-á sögu
hans jafnóðum og hún gerist.
Útgefandi erÆskan. Bókin er 160
bls. Verð: 1.890 kr.
• EINS og skugginn er eftir Andre's
Indriðason.
I kynningu segir að saga Andrésar
sé spennusaga sem gæti átt sér hlið-
stæðu í íslenskum vemleika. Vera, 18
ára stúlka í Reykjavík, er yfirheyrð af
lögreglunni vegna
slyss sem verður
um hánótt. Yfir-
heyrslan leiðir í ljós
margt óþægilegt
sem hefúr fylgt
Vem eins og skugg-
inn. I þessari sögu
kveður við nýjan
tón í skrifum
Andrésar.
Útgefandi erÆsk-
an. Bókin er 160 bls. Verð: 1.980 kr.
• SOSSA sönn hetja er eftir Magneu
frá Kleifum.
Þetta er fjórða og síðasta bókin um
Sossu.
I kynningu segir:
„Sossa er að verða
fullorðin, oft skella
á henni brotsjóir en
alltaf birtir á ný,
enda er hún hörð af
sér. Lýst er lífi
barna og unglinga í
upphafi aldar á
raunsæjan hátt en
þetta er ástar- og
átakasaga fyrir
10-14 ára lesendur.“
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 156 bls., prentuð hjá Grafík.
Verð: 1.880 kr.
TONLIST
Hallgrímskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Aðventutónleikar Kvennakórs
Reykjavíkur. Einsöngur: Björk
Jónsdóttir; orgel: Þórhildur
Björnsdóttir. Upplestur: Arnar
Jónsson. Stjórnandi: Sigrún Þor-
geirsdóttir. Hallgrimskirkju,
sunnudaginn 29. nóvember kl. 17.
ÁRVISSIR aðventutónleikar
Kvennakórs Reykjavíkur runnu
upp fyrir þéttsetinni Hallgríms-
kirkju á sunnudaginn var. Að
vanda samanstóð efnisskráin af
hefðbundnum jólalögum, innlend-
um og erlendum, en nokkur nýleg
verk fengu og að fljóta með eftir
Busto, Hjálmar Ragnarsson og
Zoltán Kodály.
Meðal eftirtektarverðustu laga
var hið fagra gamla íslenzka jóla-
lag „Með gleðiraust og helgum
hljóm“, hið bráðskemmtilega og
hóflega móderníska Salve Regina
eftir J. Busto frá 1995, hið lotn-
ingarfulla samnefnda verk
Hjálmars H. Ragnarssonar frá
árinu síðar, „Engill fór í fátækt
hús“ (úts. D. Willcocks; bráðsnot-
urt frönskulegt jólalag frá 15.
öld), „While shepherds watched
their flocks" (úts. Willcocks) úr
saltara Estes frá 1592, hið ódauð-
lega „Nóttin var sú ágæt ein“ eft-
ir Kaldalóns (radds. Marteins H.
Friðrikssonar), franska 17. aldar-
lagið Jólaklukkur (Hosanna in
excelsis) og lokalagið „Frá
ljósanna hásal“ (Adeste fideles)
úr Cantus Diversi frá 1751.
Auk fyrrgetinna tveggja laga
var hinn nafntogaði kórstjóri
Kings College í Cambridge, Da-
vid Willcocks, einnig útsetjari
lokalagsins góðkunna. Björk
Jónsdóttir söng vel útfærðan ein-
söng við orgelundirleik Þórhildar
Björnsdóttur í lagi Jóns Þórarins-
sonar frá 1996, „Hin fyrstu jól“ og
raunar víðar með kórnum, þótt
ekki væri nánar tilgreint í tón-
leikaskrá hvar. Arnar Jónsson
leikari las þrjú innslög milli söng-
atriða úr jólaguðspjöllum af al-
kunnri snilld.
Tónleikaski-áin var fremur spör
á upplýsingar, burtséð frá söng-
textum sem allir voru skilmerki-
lega tilgreindir; hinir erlendu
bæði á frummáli og í íslenzkri
þýðingu. Kvennakór Reykjavíkur
söng flestallt mjög fallega og í
góðu jafnvægi undir öruggri
stjórn hins nýja kórstjóra, en
hefði ef til vill á stöku stað mátt
skerpa ögn undir tónhæð, sér-
staklega á veikari stöðum. Ungu
stúlkurnar úr Kórskóla kvenna-
kórsins sungu Nóttin var sú ágæt
ein af mikilli prýði, nema hvað
neðri röddin var áberandi óhrein.
Engu að síður tókust tónleikarnir
í heild með ágætum, og gengu
þakklátir áheyrendur heim vel
andlega búnir undir aðsteðjandi
jólahátíð.
Ríkarður O. Pálsson
Andrés
Indriðason
Magnea frá
Kleifum
BALENOj
SUZUKI SOLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hl, Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir:
Bíla- oq búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 5$5 15 50. Isafjörður: Bílaqarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.
Aflmiklir, rúmgóðir, öruggir og einstaklega hagkvæmir í rekstri
SUZUKI
BALENO
nansaB
SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VITARA TEGUND: VERÐ: GRAND VITARA TEGUND: VERÐ:
TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR. l,3GL3d 1.140.000 KR. GL 1.079.000 KR. Beinskiptur 1.379.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR. 1.6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GL4x4 1.259.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR.
Komdu
og sestu inn!
Sjúdu rýmið og alúðina
við smáatriði.
Skoðaðu verð o^
gerðu samanburt
EUUn
fMHElHI
wm
ALUR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ
• aflstýri • 2 loftpúðar •
aflmiklar vélar • samlæsingar
> rafmagn i rúðum og speglum
• styrtarbitai hurðum •
• samlitaða stuðara •
$ SUZUKI
SUZUKIBILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is