Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 39 Öðruvísi indíánamynd KVIKMYIVDIR It e g n b o g i n ii SMOKE SIGNALS ★★14 Leiksljóri: Chris Eyre. Handritshöf- undur: Sherman Alexie. Aðalhlut- verk: Adam Beach, Evan Adams, Gary Farmer og Irene Bedard. Miramax 1998. FYRSTA kvikmyndin í fullri lengd sem framleidd er af indíán- um Norður-Ameríku er lítil, falleg og skemmtileg. Þótt í bakgrunnin- um sé tæpt á nútímavandamálum þjóðflokksins, eins og óhófi í áfeng- isdrykkju og slæpingshætti, fjallar hún ekki um brotna sjálfsmynd indíánanna. Það er frekar að gert sé grín að gömlu ímyndinni um grimma veiðimanninn og töfra- lækninn alvitra. Sagnahefðinni eru gerð góð skil í frásagnarhætti öll- um og hin furðulega en fallega tón- list indíána er notuð á mjög skemmtilegan hátt. Sagan sjálf er mjög sammannleg og gæti gerst hvar sem er í heiminum. Þar segir frá uppgjöri ungs manns við fortíð- ina og föður sinn sem sveik hann. Arnold Joseph deyr og þá ferð- ast sonur hans Victor langa leið, ásamt Thomasi, til að sækja jarð- neskar leifar hans. Victor er fóður sínum reiður fyrir að hafa yfirgefið hann og móður hans fyrir tíu árum. Arnold hafði hins vegar bjargað lífi Thomasar þegar hann var nýfædd- ur, og alltaf átt stórt pláss í hjarta hans síðan. Thomas er dásamlega hreinskil- inn og ekki alveg eins og fólk gerist flest. Hann er snilldarlega leikinn af Evan Adams, og verður að segj- ast að þetta hlutverk er mjög stór hluti og að miklu leyti drifkraftur myndarinnai’. Adam Beach leikur unga töffarann Victor, sem er skemmtileg andstæða við Thomas. Samleikur þeirra er dásamlegur, og þessir ungu leikarar gera sam- band þessara sérstæðu félaga ógleymanlegt. Falleg og hugljúf kvikmynd sem gefur skemmtilega nasasjón af nú- tímaheimi indíána sem fáir þekkja. Hildur Loftsdóttir Lestur sígildra ljóðleika Ofjarlinn í Borgarleikhúsinu OFJARLINN (Le Cid) eftir Frakkann Pierre Corneille, verð- ur annar leiklestur Sí- gildra ljóðleika í þýð- ingu Helga Hálfdanar- sonar hjá Leikfélags Reykjavíkur. Lesið verður á Litla sviði Borgarleikhússins, á morgun, miðvikudag, kl. 20. Pierre Corneille (1606-1684) er eitt höf- uðleikskálda Frakka ásamt Jean Racine og Jean Baptiste Moli'ere. Hann lagði grunninn að sígildri leikritun Frakka. Þótt hann hafi einkum samið harmleiki þá skrifaði hann einnig gamanleiki. Hann varð afar vinsæll leik- ritahöfundur í lifanda lífi. Ofjarlinn er lang- þekktastur af öllum 33 harmleikjum Corneil- les. Þátttakendur eru: Bjöm Ingi Hilmars- son, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Jón Hjartar- son, Margrét Ólafs- dóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Valgerður Dan, Þórhallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnarsson. Pierre Corneille Nýjar bækur • SIGURÐUR drekabani er eftir norska rithöfundinn Torill Thor- stad Hauger í þýðingu Sólveigar Brynju Grétarsdóttur. Sagan er framhald af spennu- sögunum I vík- ingahöndum og Flóttinn frá vík- ingunum. Hér er sögð saga höfðingjasonar- ins sem vingað- ist við þræla í fyrri bókunum. Drengurinn á að verða hraust og huguð hetja en veldur fóður sínum vonbrigðum því hann er lítið gefinn fyrir vopnaburð og víkingaferðh’. Nú kemur að því að hann verður að standa á eigin fótum. Utgefandi er Mál og menning. Bókina er 235 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 1.690 kr. • MÁLFRÍÐUR og tölvu- skrímslið er eftir Sigrúnu Eldjárn. I kynningu segir: I bókinni segir frá ævintýram Málfríðar og Kuggs. í þessari nýju sögu segir frá því þegar Kuggur fær dag einn tölvubréf frá Málfríði sem býður honum að koma og líta á nýjan hugbúnað. Kuggur vissi ekki að gamlar kerlingar gætu lært á tölvu en kemst að því gagn- stæða, og því að Tölfríður er engin venjuleg tölva. Sigrún Eldjám hefur samið á annan tug barnabóka og hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir verk sín. Fyrr á þessu ári var Sig- rún tilnefnd til H.C. Andersen- barnabókaverðlaunanna. Útgefandi er Bókaútgáfan For- lagið. Bókin er 37 bls. Kápuhönn- un: Sigrún Eldjárn. Prentun: Nor- haven, Danmörku. Verð 1.680 kr. • GOSI - Bambi eru tvær sígildar sögur í nýrri útgáfu. Pýðandi Stef- án Júlíusson. Útgefandi Setberg. Verð 399 hvor bók. Torill Thorstad Hauger Sigrún Elctfárn Ný sending af drögtum frá Libra Ný sending af buxna- og pilsdrögtum, ásamt blússum Tilboð: Blazerjakkar kr. 8.900 og buxur kr. 4.800 Opið laugardag frá kl. 10 til 16 mraarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 free\Ykwiz Sími 565 3900 Síðasti pöntunardagur (vöruvagn) fyrir jól er 4. des. Þessar gjafír færðu FRÍAR ef þú pantar hjá freemýý . Snytiveskið fylgir öllum pöntunum og bakpoki að auki ef pantað er fyrir 50 pund eða meira. JDY »k vttutte ttv v**o mooa Mý jólasending vikulega VERO MODA Laugavegi 95-97 simi 552 1444 Kringlan simi 568 6244
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.