Morgunblaðið - 01.12.1998, Side 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
MORGUNBLADIÐ
LISTIR
Pétur Gautur sýnir í Galleríi Borg
Einfaldleik-
inn, kyrrðin
og litirnir
MYNDLISTARMAÐURINN Pét-
ur Gautur sýnir nú 33 verk í Galleríi
Borg í Síðumúla 34. Þau eru öll unn-
in með olíulitum á striga á þessu ári.
Þetta er fimmta stóra einkasýning
Péturs Gauts hér á landi en hann
hefur auk þess haldið þrjár einka-
sýningar í Danmörku og tekið þátt í
nokkrum samsýningum.
„Þessi sýning er beint framhald af
sýningu sem ég hélt hér í Galleríi
Borg fyrir nákvæmlega einu ári. Eg
var spurður á opnuninni hvort þetta
væri þemasýning. Ég hafði eiginlega
aldrei íhugað hvort það væri eitt-
hvað þema á sýningunni. En
kannski má segja það, því allar
myndirnar eru uppstillingar og
kannsld eru þær allar tilbrigði við
sömu einfoldu hlutina. Þetta eru yf-
irleitt sama skálin og sömu ávextirn-
ir og sömu fjórir eða fimm litimir.
Ætli ég sé ekki hreinlega að kafa
dýpra í það sem ég hef verið að fást
við undanfarin ár, þó svo að ég hafi
kannski ekki gert mér grein fyrir
því fyrr en eftir á. Það má segja að
ég sé að vinna með einfaldleikann,
kyrrðina og litina," segir hann.
Pétur Gautur nam íslenska lista-
sögu við Háskóla íslands, málun við
Myndlista- og handíðaskóla Islands
og leikmyndahönnun við Ríkisleik-
listarskólann í Kaupmannahöfn.
Hann hefur unnið að list sinni allt
frá árinu 1992, á Islandi og í Dan-
mörku. „Ég hef verið að mála upp-
stillingar í fjögur ár og það er alltaf
að koma til mín fólk sem spyr hvort
ég ætli ekki að fara að skipta um
mótív og mála eitthvað annað, lands-
lag eða eitthvað. En eftir því sem ég
kafa dýpra í þetta viðfangsefni
finnst mér að það verði sífellt áhuga-
verðara, því það er óþrjótandi upp-
spretta. Mér finnst ég geta miklu
meira í dag en í gær, kannski vegna
þess að það er svo þægilegt að vera
ekki alltaf að glíma við nýtt og nýtt
viðfangsefni en geta helgað sig al-
gerlega myndbyggingunni, formun-
um og litnum, bara tæknin við litina
er nóg til þess að ég gæti verið í
þessu í tíu ár í viðbót. En eins og
einhver sagði við mig þá er mjög
skemmtilegt að mála uppstillingar,
sérstaklega að því leyti að það er
ákaflega mikill línudans, það eru all-
ir málarar búnir að mála uppstilling-
ar og það er mjög erfítt að skapa sér
Morgunblaðið/Þorkell
PÉTUR Gautur sýnir uppstillingar unnar með olíu á striga í Galleríi Borg.
einhvern ákveðinn stíl í þessu
formi,“ segir Pétur Gautur.
Ekkert landslag til
að máia í Danmörku
„Ég byrjaði að mála uppstillingar
úti í Danmörku, þar sem kyrralífs-
myndahefðin er mjög sterk. Ég
sagði það einhvem tíma í viðtali við
danska útvarpið að ég hefði byrjað
að mála uppstillingar í Danmörku af
því að þar hefði ekki verið neitt
landslag til að mála. Þeir klipptu það
reyndar úr til þess að ég móðgaði
ekki danska alþýðu, en það er nú
-samt dálítið til í því,“ segir hann.
Aður en hann fór að einbeita sér
að uppstillingunum málaði Pétur
Gautur abstrakt. „Þetta þróaðist allt
án þess að ég gerði mér grein fyrir
því. Ég byrjaði strax þegar ég var
búinn með skólann að mála abstrakt-
myndir og vann mikið með hringlaga
form og ferhyminga. Þessai’
abstraktmyndir urðu alltaf einfaldari
og einfaldari, þangað til að það var
eiginlega ekkert eftir nema einhverj-
ar abstrakt kúlur á fleti, þannig að
fólk var alltaf að spyrja hvort þetta
væru ávextir. Ég neitaði statt og
stöðugt þangað til ég leyfði þessum
hlutum að verða að ávöxtum á borði.
Það var bara þróun sem gerðist
mjög átakalaust og eðlilega.“
Þegar hann ber þessa sýningu
saman við þá síðustu er hann ekki
frá því að hann hafi verið meira leit-
andi í fyrra. „Núna veit ég nokkurn
veginn hverju ég er að sækjast eftir
og að því leyti er ég ánægðari með
sýninguna í ár,“ segir Pétur Gautur.
En þegar hann er beðinn um að lýsa
því nánar hverju hann sækist eftir
vefst honum tunga um tönn. Segir
svo að það sé einhver innri þögn,
innri kyrrð og innri fullkomnun, sem
hann geti ekki almennilega lýst.
Sýningin stendur til 6. desember
og er opin alla virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 12-16 og sunnudaga
kl. 14-17.
YFRLITSMYND af sýningu Gláru, Guðrúnar Láru.
Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins
er stuðningur við mikilvægt forvarnarstarf
4hiftu staSfimQ - nieiff
($/'eiiiÓ24.
c/.
w 1
Krahbameinsfélagsins
t58skattfrjálsirvlnnlngar
að verðmæti <18,3
milljónir króna
... _
igii
MIÐINR. 001998
s 'Vi/**>**&***''
1 Opel Astra 1 600 Station Club. ]
sjálfsklptur, árgerö 1999.
Verðmæti 1.700.000 kr.
simuitt 562 1516
httprfWWW
krabb.isihapp/
t Bifreið eða greiðsla upp
iibOð.
Verðmæti 1.000.000 kr.
I»» Úttektir hjá ferðaskrifsl
eða verslun.
Hver að v«
100.000 kr.
ALLEGORÍUR
MYJVDLIST
Gallerf Ilorn,
Ilafnarstræti
MÁLVERK GUÐRÚN LÁRA
HALLDÓRSDÓTTIR (GLÁRA)
Til 2. desember. Opið all
daga frá kl. 11-23.30.
MÁLVERK Guðrúnar Láru -
Glára - búa eins og öll list yfir
ákveðnum möguleikum. Þegar við
tölum um „góða“ list eða „slæma“ er
í því mati ávallt fólgin spurningin; í
hvaða átt er hægt að þróa það sem
fyrir augu ber? Hið góða við list
Gláru er hve skammt hún er komin á
leið tæknilega; hið slæma er kúrsinn
sem hún velur sér. Ef verk hennar
væru betur máluð væri henni vart
viðbjargandi, ekki frekar en tilrækt-
uðum konunglegum postulínsmálara
með gjörspillta línugerð.
En Glára er rétt að byrja og stíll-
inn er ennþá nægilega ómótaður til
að flytja hana til allra átta, svo fremi
hún átti sig á því sjálf. Því þó svo
verk hennar séu rúin öllu ætluðu inn-
taki og fjalli flest um þá almennu út-
jöfnun táknrænnar merkingar sem
kölluð er allegoría - mannvera með
látbragði eða hljóðfæri er látin
standa fyrir hugtök á borð við
„frelsi“, „þey“, „þjóðlag“ og „hvíld“ -
leynir sér ekki að depurð og magn-
leysi ásækja táknrænar gyðjur henn-
ar. Það er eins og þær séu af öðrum
heimi en þeim sem við byggjum.
Það er þessi, ef til vill ómeðvitaði,
sannleiksvottur sem ber með sér
möguleikana í máiverkum Gláru.
Hennar er svo að átta sig á hvort
hún vOl skerpa á slíkum dýpri gild-
um eða hvort henni nægir að mála
sætar og innihaldsrýrar sófamyndir
til að borga með liti og léreft. Én ef
svo er; hví ætti hún þá að leita í
smiðju til Jóhönnu heitinnar Yngva-
dóttur, sem einmitt kunni svo vel að
fórna sætleikanum fyrir birtingu
sársaukans? Væri ég í sporam Gláru
mundi ég varpa allegoríunni fyrir
róða og sækja á gjöfulli mið. En það
þarf manndóm til að kafa undir yfir-
borðið því slíkt leiðir ætíð til minni
vinsælda.
Halldór Björn Runólfsson
Nýjar bækur
• STAKIR jakar er fyrsta ljóða-
bók af fjórum eftir Árna Larsson
sem áætlað að gefa út fram að ár-
inu 2001.
I bókinni eru
54 sjálfstæð Ijóð
sem gerð hafa
verið á síðari ár-
um.
í kynningu
segir: Hugsjónir
eru eins og
smokkar. Við
blásum þær ekki
upp heldur „fíl-
um“ hugsjónir í botn meðan þær
eru í notkun.
Ljóð eftir Árna hafa birst í
safnritum hér á landi, í Bandaríkj-
unum og nú síðast í Kína á þessu
ári.
Útgefandi er Ljóðasmiðjan sf.
Bókin er 73 bls., myndskreytt.
Prentun og bókband: Oddi hf. Ljós-
myndi á kápu er eftir Erling Ó. Að-
alsteinsson. Verð: 1.680 kr.
• KEIKÓ - hvalur í heimsreisu er
efth• Kristínu Helgu Gunnarsdótt-
ur rithöfund. Höfundar myndmáls
eru Hallgrímur
Ingólfsson og
Aðalsteinn Svan-
ur Sigfósson.
I kynningu
segir: „í bókinni
er saga frægasta
hvals í heimi reif-
uð í máli og
myndum. Bókin
er sérstaklega
ætluð börnum á
aldrinum 6-12 ára. Ferðalag Keikós
hefur yfir sér ævintýrablæ og bókin
hefst með heimsókn í dýragarðinn í
ævintýraríkinu Lúmínu."
Útgefandi er Vöxtur. Bókin er 34
bls. í stóru broti. Prentuð í Odda.
Verð: 1.980 kr.
Árni
Larsson