Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 52

Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Um upp- lýstan orð- ræðuhátt „Að enn séu draugar upplýsingarinnar á sveimi haldandi dauðahaldi í Ijós skynsem- innar andspænis myrkri óljósra kennda; hugsandi menn, menntaðir menn sem segj- ast trúa á vísindin frekar en næmi hjart- ans, að tilfinningar séu góðar og gildar en það verði að reiða sig á rökin. “ JÓNAS Hallgrímsson skrifaði ekki ýkja mikið um skáldskap eða fag- urfræðileg efni en það sem hann þó lét frá sér fara á því sviði er talið hafa haft mikil áhrif - og það raunar með endemum. Hinn frægi rímna- dómur Jónasar, sem birtist í þriðja árgangi Fjölnis árið 1837, er þannig stundum talinn hafa riðið þessar gömlu kveðskapar- grein að fullu. Vafalaust er það ofsögum sagt því, eins og ýmsir hafa leitt í ljós, höfðu menn tek- ið að agnúast út í rímurnar strax upp úr siðaskiptunum og á VIÐHORF Eftir Þröst Helgason síðari hluta átjándu aldar var að segja má farið að vinna mark- visst að niðurrifí þeirra. Auk þess hafa áhrif dómsins verið ýkt stórum vegna þess að menn héldu áfram að geí'a út rímur eftir að hann birtist. Líkast til gekk Magnús Stephensen konferensráð harð- ast fram í þessari gagnrýni á rímurnar og er Jónas í raun ein- ungis sporgöngumaður hans. Að vissu leyti mætti reyndar líta á Magnús sem nokkurs konar upphafsmann rómantíkurinnar. Franski fræðimaðurinn, Michel Foucault (1926-1984), bendir á það í grein sinni, „Hvað er höfundur?" („Qu’est- ce qu’un auteur?“, birtist 1969), að á nítjándu öldinni hafí mót- ast algerlega nýtt höfundarhug- tak sem á ekkert skylt við það höfundarhugtak sem við notum í bókmenntaumræðunni. Þess- um tiltekna höfundi má þannig alls ekki ragla saman við hina miklu höfunda bókmenntaverk- anna, höfunda ritningartexta eða vísindakenninga. Þetta er höfundur sem er upphafsmaður að ákveðnum orðræðuhætti. Hann skapar því ekki aðeins sitt eigið verk heldur einnig grundvöll og reglur sem aðrir geta byggt á. I þessum skiln- ingi er hann algerlega ólíkur skáldsagnahöfundinum, svo dæmi sé tekið, sem er nánast aldrei höfundur annarra verka en hans eigin. Freud er til dæmis ekki aðeins höfundur að bók sinni um túlkun drauma og Marx er ekki einungis höfundur að Kornmúnistaávarpimi heldur lögðu þeir grundvöllinn að ótakmörkuðum möguleikum á orðræðumyndun. Skáldsagna- höfundur getur vissulega haft áhrif á aðra höfunda, sagði Foucault, en aðeins að því marki að til verða ýmiss konar eftirlíkingar og hliðstæður að verkum hans. Höfundar orð- ræðuhátta hafa mun víðtækari áhrif; það verða ekki aðeins til verk sem líkja eftir eða styðjast við texta þeirra heldur stuðla þeir einnig og ekki síður að hinu gagnstæða, það er að segja að andsvörum við textum sínum (sem eru þó engu að síð- ur ætíð byggð á grundvelli þess orðræðuháttar sem andmælt er). Þessi hugmynd um höfund orðræðuháttar á líkast til ekki fyllilega við um neinn íslenskan höfund. Að sumu leyti gæti hún þó átt við um Magnús Stephen- sen. I valdi menntunarlegra yf- irburða og menningarlegrar (prentunarlegrar) einokunarað- stöðu sinnar hér á landi um og eftir aldamótin átjánhundruð mótaði Magnús í vissum skiln- ingi nýjan orðræðuhátt sem rómantíkerarnir tóku upp eftir honum. Frá og með veldistíma Magnúsar varð með öðrum orð- um til orðræðusamfélag menntamanna hér á landi sem stóð utan við klerkaveldið og tók raunar að sér það boðunar- og kennarahlutverk sem ein- göngu klerkastéttin hafði gegnt áður. Þessi nýi orðræðuháttur einkenndist einkanlega af fjöl- breytilegri menntun tiltekinna höfunda en einnig af því að í honum birtist ákveðið heim- spekilegt viðhorf, það er að segja viðhorf gagnrýnandans. Hlutirnir voru ekki aðeins skoð- aðir í ljósi kristinnar kenningar heldur voru þeir settir í verald- legt og sögulegt samhengi og skoðaðir í gagnrýnu ljósi skyn- seminnar. FoiTnbirting þessa nýja orðræðuháttar var ritgerð- in eða tímaritsgreinin en hún var helsta vopn Magnúsar og annarra upplýsingarmanna í boðun hinnar nýju stefnu - raunar varð ritgerðin til sem sjálfstæð bókmenntagrein á upplýsingaröld hér á landi enda ekki gefín út nein tímarit fyrir þann tíma. Fjölnismenn voru arftakar Magnúsar í þessum efnum. Þeir héldu uppi hinum menntaða orðræðuhætti í tímariti sínu og fylgdu raunar stefnu Magnúsar í flestu, bæði í boðun skynsem- istrúarinnar og í bókmennta- skrifum þar sem þeir útfærðu hugmyndir hans, sem birtust í þriðja árgangi Klausturpósts- ins, um tilfinningalegan skáld- skap, skáldskap sem byggist á andríki og ímyndunarkrafti. Þannig mætti í vissum skilningi líta á Magnús sem upphafs- mann rómantíkurinnar. Það er svo ekki úr vegi að halda því fram að þessi orð- ræðuháttur hinnar upplýstu skynsemi hafí verið við lýði ailt fram á þessa öld og sé kannski enn. Að enn séu draugar upp- lýsingarinnar á sveimi haldandi dauðahaldi í ljós skynseminnar andspænis myrkri óljósra kennda; hugsandi menn, mennt- aðir menn sem segjast trúa á vísindin frekar en næmi hjart- ans, að tilfínningar séu góðar og gildar en það verði að reiða sig á rökin. Norðurlönd Ungir Norðurlandabúar báru saman menningu sína á námstefnu sem Verslunarskólinn hélt í nóvember. Sigrún Odds- dóttir spurði þá um niðurstöður og forvitnaðist um alþjóðabraut. , „ ^ Morgunblaðið/Ásdís HOPURINN á alþjóðabrautinni í VI sem vann að námsstefnunni: Eva Sigrún Óskarsdóttir, Helga Iluld Bjarnadóttir, Elín Jónsdóttir og Jón Bjarni Magnússon. „Mér finnst Svíarnir eiginlega líkastir okkur“ • Fyrirsögnin er niðurstaða Elínar og Helgu, nemenda í Verslunarskólanum. • Sjálfsmynd Norðurlandabúa var við- fangsefni námstefnunnar. HINN 3.-13. nóvember var haldin námstefna í Reykjavík á vegum Nordplus-junior, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni. Nafn hennar var Sjálfsmynd Norðurlandabúa eða Nordisk identitet Kirsten Friðriksdóttir dönskukennai-i í Verslunarskóla ís- lands hafði veg og vanda að undir- búningi námstefnunnar. Kirsten sagði að upphaf umræðunnar um þetta starf hefði verið á fundi skóla- stjóra. Fundurinn var að vísu hald- inn af öðru tilefni, en þeir hefðu óskað eftir meira samstarfí á milli skóla á Norðurlöndunum. Verslun- arskólinn kom ekki strax að þessu máli. Fyrsta námstefnan var haldin í Stokkhólmi fyrir fimm árum, sú næsta var haldin í Osló og þangað sendum við fulltrúa, síðan tókum við þátt í námstefnum sem haldnar voru í Helsinki og Kaupmannahöfn og nú hér í Reykjavík. Þetta er sem sagt fímmta árið og nú er verið að undirbúa námstefnu í Færeyjum á næsta ári. Það land sem tekur að sér að halda námstefnuna hverju sinni, sér um alla framkvæmd. Sæk- ir um styrki og gerir fjárhagsáætl- un. Þetta er mikil vinna, en veitir manni líka heilmikla ánægju, sagði Kirsten. Þema næsta árs verður samskipti og samgöngur og mikil- vægi þess fyrir Norðurlönd. Alþjóðabrautin í VÍ Verið er að þróa nýja braut innan Verslunarskóla íslands. Þróunin hófst í haust og heitir brautin al- þjóðabraut. Kirsten sagði að þrír bekkir hefðu hafíð nám á þessari nýju braut í haust, það væri kannski heldur mikið til að byija með, en þetta nám hefði vakið svo mikla at- skólar/námskeið ýmislegt ■ Tréskurðarnámskeið Fácin pláss laus í janúar nk. Hannes Flosason, sími 554 0123. hygli að aðsóknin varð mjög mikil. Einn hópurinn undirbjó og vann að þessu Norðurlandastarfi. Annar bekkur, sem ég kenni, er í tölvu- samskiptum við Bretland, Dan- mörku, Finnland og Frakkland. Svo er þriðji hópurinn vonandi að byija á samstarfí við Ítalíu. Heimurinn minnkar svo hratt að það er alveg ótrúlegt, sagði Kirsten. Með þessu móti erum við að reyna að koma til móts við kröfur samtímans. Við undirbúning alþjóðabrautarinnar skoðuðum við m.a. Frans Schartaus Gymnasium í Stokkhólmi. Þar er svipuð braut og við erum að koma af stað hér. Skólarnir sem nemendur nám- skeiðsins koma frá eru allt mennta- skólar. Varðandi tungumálaþátt námskeiðsins þá er til dæmis sænskan mjög framandi þeim Finn- um sem koma frá finnskumælandi hluta landsins. Þegar krakkaniir grípa til enskunnar til að gera sig skiljanleg, þá eru það aðallega fínnsku og íslensku krakkarnir sem hafa ekki náð umræðunni. Menningarfræði Mér sýnast íslensku krakkarnir samt vera betri í dönskunni en fínnsku nemendurnir í sænskunni, segir Kirsten, en í báðum tilvikum er um fyrsta erlenda tungumálið að ræða hjá viðkomandi nemendum. Hún sagði líka að oft væri sagt á meðal Norðurlandabúa að það væri svo stórkostlegt að geta talað sam- an á sínu tungumáli, en það gleym- ist að það gildir ekki um íslendinga og Finna, sem eru að tala erlent tungumál. Kirsten taldi námstefnuna hafa tekist vel og það væri mjög jákvætt og gaman að sjá hvernig hefðu myndast tengsl á milli unglinganna á uppbyggjandi og jákvæðan hátt. Sigrún Sigurðardóttir aðstoðar- maður Kirstenar á ráðstefnunni kennir menningarfræði við Verslun- arskólann. Menningarfræði er ný skyldunámsgrein á mála- og al- þjóðabraut. Þessi námsgrein kemur inn á sagnfræði og félagsfræði og þar er einnig mikil heimspeki. „Við erum að vinna verkefni þessa dag- ana um það hvernig einstaklingur- inn mótast af umhverfinu og menn- ingunni,“ sagði Signin. Smátt og smátt er svo farið út í menningu ákveðinna hópa. Við erum að byrja að fjalla um Austur-Evrópu á næst- unni. Sigrún er sagnfræðingur að mennt og er að móta þessa nýju námsgrein, en námsefnið samdi hún sjálf. Víkkar sjóndeildarhringinn Helga Huld Bjarnadóttir og Elín Jónsdóttir eru báðar á öðru ári í Verslunarskóla íslands á hinni nýju alþjóðabraut. Helga Huld sagði al- þjóðabrautina vera nýjan valmögu- leika innan Verslunarskólans, ekki málabraut og ekki viðskiptabraut heldur braut þar sem fjallað er um alþjóðasamskipti og viðskipti milli þjóða, - í sambandi við útlönd, bætti Elín við. Helga Huld: Þetta er mjög áhugavert. Við eigum eftir að vinna á Netinu og í sambandi við tölvu- póst og fleira. Þetta er mjög spenn- andi, svo við erum í svolitlu til- raunabrölti. Þetta er ánægjuleg til- breyting innan skólans og víkkar óneitanlega sjóndeildarhringinn. Elín: Fyiár utan stærðfræðibraut var bara viðskipta- og málabraut hér áður, svo alþjóðabrautin er eins konar millivegur. Nú ei-u komin til miklu meiri samskipti á tölvum og netinu og öllu þessu. Þannig að námsbrautin fylgir þróuninni. Helga Huld: A þessu námskeiði voru krakkar frá öllum Norðurlönd- unum, nema Grænlandi, þau voru 28, þannig að með Islendingunum vorum við 32. Þau koma flest af hagfræðibrautum. Þetta eru versl- unarskólar, sem krakkarnir eru í, sum eru eldri en við, alveg upp í 29 ára, til dæmis frá Finnlandi. Þar er hægt að sækja þessa skóla frá 16 ára og alveg til fimmtugs. Hvað eiga unglingarnir sameiginlegt? Elín: Verkefnið sem við unnum að fjallar um það hvort við Norður- landabúar eigum okkur sameigin- lega sögu og menningu. Við enim búin að vera að vinna verkefni núna síðustu daga um krist- indóminn og bárum hann saman á Norðurlöndunum. Bárum saman tungumálin, menntakerfíð, unglinga- menninguna og á þann hátt reynd- um við að komast að því hvort við eigum sameiginlega menningu (kult- ur) og hvort við séum líkar þjóðir. Sjá bls. 54

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.