Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Islensk tunga
á nýrri öld
VAFALAUST hafa
allir áttað sig á að
margmiðlun í tölvun
og fjölmiðlun er ein
þeirra byltinga í sam-
skiptatækni sem þegar
hafa valdið grundvall-
arbreytingum í menn-
ingarmiðlun eða því
sem nefnt hefur verið
á ensku intercultural
communication. Þjóð-
um sem vegna smæðar
sinnar teljast ekld vera
stór biti, eins og nýlegt
dæmi á tölvumarkaðn-
um sýnir, er því nauð-
syn að halda vöku sinni
vilji þær ekki einfald-
lega verða að óvissuþætti í töflu
markaðsfræðings í einhverri stór-
borginni.
Með því hugarfari tóku sig 16
þýðendur Sjónvarpsins og Stöðvar
2 til og sóttu ráðstefnuna Langu-
Fjölmiðlaþýðingar eru
með öðrum þýðingum,
segir Gauti Krist-
mannsson, sú grein
sem í hvað mestum
vexti er í háskólum
heimsins.
ages and the Media sem haldin var
á Intercontinental-hótelinu í Berlín
um miðjan október. Þetta gerðu
þeir að eigin frumkvæði og á eigin
kostnað. Ráðstefnuna sóttu yfir
200 manns: BBC, Deutsche Welle,
Channel 4, Canal Plus og fleiri
sjónvarpsstöðvar sendu fulltrúa
sína, framleiðendur skjátextabún-
aðar af nýjustu gerð létu sig ekki
vanta auk fulltrúa þýðingastofa á
borð við Intertext og Titelbild svo
nokkrar séu nefndar, fyrir utan
náttúrulega þýðendur og fræði-
menn, en fjölmiðlaþýðingar eru
með öðrum þýðingum sú gi-ein sem
í hvað mestum vexti er í háskólum
heimsins.
Daginn áður en formleg erindi
hófust voru haldnir „vinnufundir"
fyrir atvinnuþýðendur þar sem
kynntar voru nýjungar í upplýs-
ingaöflun og tölvutækni til aðstoð-
ar við þýðingar, því enn eiga tölv-
urnar langt í land með að ná mann-
inum í að þýða eins og tilraun
þýskra sjónvarpsmanna sýndi þeg-
ar þeir birtu Starr-skýrsluna á
þýsku nokkrum klukkustundum
eftir frumbirtingu á vefnum; áhorf-
endur skemmtu sér
konunglega yfir frum-
legum tillögum tölv-
unnar en urðu að líta á
ensku útgáfuna til að
fá nokkurn botn í
bullið sem á skjánum
stóð. Dagana tvo á eft-
ir var síðan fluttur
fjöldi erinda, en meg-
inviðfangsefni ráð-
stefnunnar voru gæða-
mál og kom í ljós að
þar er víðar pottur
þrotinn en á Islandi
þrátt fyrir margt nám-
skeiðið í gæðastjórnun
og þá staðreynd að
þýðingin er sá þáttur
sem veitir áhorfandanum aðgang
hinu útlenda • efni. Vandamálið
sýndi sig vera stjómunarlegs eðlis,
því þótt þýðingar séu í mörgum til-
vikum sá þáttur sem minnst kostar
í dreifingu efnisins, er það næstum
eins og þráhyggja að þær eigi helst
að kosta ekki neitt. Tvö dæmi lýsa
þessu vel. í talsetningunni á hinum
stóru málsvæðum Evrópu er alsiða
að þýðingin sé gerð af þeim sem
allra lægst býður, óháð gæðum
textans. Sá texti er síðan lagaður
gagnrýnilítið að varahreyfingum
leikara í myndinni. Eins og sýnt
hefur verið fram á í fjölda greina
og bóka veldur þessi aðferð hrein-
um fölsunum í mörgum tilvikum
svo ekki sé minnst á minni háttar
stílbrot og klúður. Áhorfandinn
sættir sig við þetta af því hann hef-
ur hingað til ekki getað valið um
annað. Vandamálin í skjátextum
eru svipaðs eðlis enda gefur auga
leið að sá sem neyddur er til hroð-
virkni skilar ekki gæðatexta. Auk
þess hefur Hollywood valið sér
vinnubrögð við textun kvikmynda
sem oft bjóða upp á klúður, því oft-
ast nær fá þýðendur ekki að sjá
myndirnar fyrir fram og til að
bæta gráu ofan á svart er tíma-
setning textanna oft ákveðin eftir
fyrstu þýðingu, sem merkir að
næsti þýðandi verður að setja sína
þýðingu inn í tímasetningu sem
gerð hefur verið eftir öðru tungu-
máli. Öllum ætti að vera ljóst að
þetta gerir hverja nýja þýðingu að
happdrætti þar sem lengd texta og
þar með lestími þeirra getur ekki
verið ákveðinn fyrir fram. Skýring-
in á þessu fúski er aftur sú að
halda eigi niðri kostnaði sem er
hlálegt þegar til þess er hugsað að
þessar myndir hafa kostað hafa
milljónir dollara og auk þess er
vafasamt að nokkuð sé sparað, því
alltaf þarf einhver að tímasetja
textana og sú persóna er ekki
kauplaus og vafalaust betur launuð
Gauti
Kristmannsson
- Gœðavara
Gjaíavara — inatar- og kaífistell.
Allir verðflokkar. .
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
3 VERSLUNIN
La iign i’egi 52, s. 562 4244.
OROBLU*
Sokkabuxur
MBBBHHHHKHBBBmHHMMHMHHMMMBHMMmmMHmmMMnnHHHHHBMBmHBHBISSMHHMHi
en þýðandinn sjálfur. Þessi vinnu-
brögð bjóða heim vondum textum,
enda er það einmitt við tímasetn-
ingu textanna sem unnt er að bæta
þá og breyta til að ná fram ýtrustu
gæðum. Hollywood virðist hins
vegar hafa áttað sig betur á gæð-
um þýðinga þegar kemur að nýj-
ustu söluvörunni, hinum svoköll-
uðu DVD-diskum, ef marka má er-
indi tveggja fulltrúa Gelula-Prod-
uctions, fyrirtækis sem annast
textun fyrir þessa nýju vöru sem
eflaust á eftir að leysa myndbandið
af. Það sem gerir DVD (Digital
Versatile Disk) eða það sem
kannski mætti nefna fjöldiska mik-
ilvæga, bæði fyrir kvikmynda-
markaðinn og þýðingamar, er sú
staðreynd að hér er um að ræða
samþjappað stafrænt form sem
gerir kleift að koma fyrir kvik-
mynd með 32 þýðingum á einn
disk. Þar sem þetta form mun lík-
ast til endast lengi og að það er
notað til að birta myndir sem áður
hafa verið sýndar í kvikmyndahús-
um, verður enn mikilvægara að
þýðingin sé góð, því þetta er sölu-
vara sem menn geta litið á áður en
þeir kaupa hana og oft þekkja þeir
kvikmyndina og vilja ekki láta
eyðileggja hana fyrir sér með
fyndni sem ekki er fyrir hendi í
myndinni.
Það sem máli skiptir fyrir ís-
lenska tungu er hins vegar hinn
takmarkaði fjöldi tungumála sem
unnt er að bjóða upp á. 32 tungu-
mál þykja kannski stór biti, en ís-
lenski markaðurinn keppir þar við
fjölda annarra tungumála sem
flest ef ekki öll eiga það sameigin-
legt að vera miklu „stærri" en ís-
lenska. 32 tungumál á fjölda diska
frá Hollywood, sem eins og allir
vita hefur algjöra yfirburði á
heimsmarkaði kvikmynda, merkir
í raun og veru að verið er að
„kanónisera“ þessi tungumál. Þau
sem verða fyrst hafa aðra stöðu en
þau sem síðar reyna að komast
inn, meira að segja þótt tækninni
eigi eftir að fleygja fram og fleiri
komist að, eins og komið hefur í
ljós í tölvuheiminum þar sem ís-
lenskir stafir hafa átt undir högg
að sækja, en hafa notið upphafs-
stöðu sinnar. Fulltrúar Gelula full-
vissuðu mig um að íslenska væri
eitt þessara 32 tungumála hjá
þeim, en hætt er við að öðruvísi
geti farið ef illa er unnið eins og
þeir sjálfir sýndu með dæmi úr
þýskri mynd sem dreift var í
Bandaríkjunum og féll á fáránlegri
þýðingu, en komst í kvikmynda-
húsadreifingu eftir nýja þýðingu.
Að lokum má segja að íslensku
þýðendurnir hafi lært mikið af
starfssystkinum sínum og samtím-
is að þeir eru hreint ekki aftastir á
merinni í sínu fagi, enda sýndu
þeir með áhuga sínum að þeim er
fullljóst úr hverju þarf að bæta og
að þeir hafa viljann sem til þess
þarf.
Höfundur kennir í málvísinda- og
menningarfræðideild við Johannes
Gutenberg-háskólann í Ma-
inz/Germ ersh eim.
GIHP
plöstunarvélar
Skírteinis- og skjalaplast
HAGSTÆTT VERÐ
Óbrigðul skjalavernd.
Otto B. Arnar ehf.
Ármúla 29, Reykjavík,
sími 588 4699, fax 588 4696
Miðlægar
spurningar um
gagnagrunn
UNDANFARIÐ
hafa menn ítrekað
beint til mln spurning-
um sem varða afstöðu
mína og þjóðkirkjunn-
ar til gagnagrunns-
frumvarpsins og gagn-
rýnt „grafarþögn kirkj-
unnar“. Það er rétt að
biskup íslands og önn-
ur stjórnvöld þjóð-
kirkjunnar hafa ekki
fjallað formlega um
þetta mikilvæga mál,
enda því ekki verið vís-
að til þeirra til umsagn-
ar. Það hefur þó verið
rætt á vettvangi kirkj-
unnar, um það fjallað í
söfnuðum og predikunum svo sem
fram hefur komið í prýðilegri grein
formanns þjóðmálanefndar kirkj-
unnar nýverið. Þess ber og að geta
að Siðfræðistofnun hefur veitt álit
um gagnagrunnsfrumvai-pið, en
þjóðkirkjan er beinn aðili að stjórn
Siðfræðistofnunar. Ég tala ekki fyrir
/
Eg tel rétt, segir herra
Karl Sigurbjörnsson,
að flýta sér hægt í
þessum efnum og fara
með mikilli gát.
munn íslensku þjóðkirkjunnar í
þessu máli, hennar rödd er ekki ein,
og þeir sem um málið fjalla fyrir
hönd alþjóðar eiu hennar sóknar-
böm og kristið fólk sem leitast við að
ná niðurstöðu í flóknu máli út frá
bestu samvisku. Guð blessi það og
leiði. Senn verður frumvarpið um
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði afgreitt sem lög frá Alþingi.
Stefnt er að því að setja saman í
gagnagrunn meiri upplýsingar um
erfðaeiginleika íslensku þjóðarinnar
en nokkum tíma hefur verið safnað
um eina þjóð og veita einkaleyfi á
notkun þess gagnagrunns. Ljóst er
að þær fyrirætlanir vekja ótal spum-
ingar siðfræðilegs eðlis, mikilvægar
spumingar um persónuvemd og
mannhelgi. Þetta em án efa einhverj-
ar vandasömustu spumingar sem Is-
lendingar hafa staðið frammi fyrir.
Möguleikar á sviði líftækni og
erfðavísinda veita mannkyni nútím-
ans áður óþekkta möguleika að sigr-
ast á sjúkdómum og stuðla að heil-
brigði. Við stöndum í þeim efnum á
þröskuldi nýrra heima. En jafnframt
verðum við að vera meðvituð um
þær siðferðilegu spumingar sem
þessi nýja þekking og tækni færa
okkur, spumingar sem við eram enn
sem komið er aðeins að litlu leyti fær
um að svara.
Margt bendir til að framfarir í
læknavísindum hafi valdið hægfai'a
uppblæstri hinnai- skilyrðislausu
mannhelgi sem sérhvert mannslíf
telst eiga að njóta að kristnum skiln-
ingi. Framþróunin hafi farið fram úr
siðferðinu og okkur sé tamt að trúa
því að úr því að eitthvað sé tækni-
lega mögulegt og hugsanlega hag-
kvæmt, þá sé það líka rétt. Hvert
mun það leiða mannkyn? Ég held að
sú framtíðarsýn sé skelfileg.
Hvemig metum við mannhelgi?
Nær hún aðeins til hinna hraustu?
Hvað með hið skaddaða og fatlaða
og sjúka líf? Út frá kristnum for-
sendum ber okkur að líta manneskj-
una sem meira en framur og erfða-
efni. Hún er líka lifandi sál, persóna
sem á að njóta skilyrðislausrar virð-
ingar og kærleika. Við megum aldrei
hvika frá þeirri sannfæringu.
Sagt er að erfðatæknin sé hinir
nýju landafundir. Tími landafund-
anna er liðinn og ekki er að finna
nein villt vestur til að nema og nýta.
Nú er það hinn óþekkti heimur
erfðavísindanna og líf-
tækninnar sem er að
ljúkast upp með dýrleg
fyrirheit um takmarka-
lausa möguleika. Erfða-
tæknin hefur verið köll-
uð gullæði okkar daga.
Hin djarfa, nýja ver-
öld háþróaðrar tækni-
þekkingar knýr dyra
hjá okkur íslendingum
og laðar okkur til sam-
starfs um verkefni sem
gæti haft gífurleg áhrif
á vísindi og rannsóknir
á sjúkdómum og heitir
þjóðarbúinu miklum
fjármunum að launum.
Islendingar hafa hér
fram að bjóða einstæð verðmæti sem
skipt gætu sköpum fyrir framþróun
rannsókna og aukna möguleika að
finna lyf og lausnir við sjúkdómum.
Er okkur stætt á öðra en að nota það
tækifæri og leggja þannig okkar
skerf af mörkum? Og hvað má ein-
staklingurinn andspænis slíkum
kostum, andspænis þessu svo yfir-
máta flókna fyrirbæri sem um er að
ræða?
Líftæknin hefur ekki einungis
með að gera hluti eða efni heldur líf
og þætti mannslíkamans. Erfðaeind-
ir manneskjunnar eru smæstu ein-
ingar mannlegs lífs. Erfðaeindirnar
geyma lykilinn að eðli, hegðun og
ásýnd manneskjunnar. Gagnagrann-
inum er einnig ætlað að geyma ætt-
arsögu fólks, erfða- og heilsufars-
sögu og gefa möguleika á sam-
keyrslu upplýsinga sem afmarki
ákveðna hópa til rannsókna á sjúk-
dómum, lyfjum, möguleika á upplýs-
ingum sem gera kleift að kortleggja
sjúkdómsgen.
Margir óttast með réttu hugsan-
lega misnotkun upplýsinga. Per-
sónuvemd er hugtak sem oft ber á
góma í umræðunni um gagna-
grannsframvarpið. Það er hugtak
sem við verðum vissulega að gefa
aukinn gaum andspænis ágengni
upplýsingaþjóðfélagsins. Miðlægur
gagnagrunnui- á heilbrigðissviði mun
geyma persónuupplýsingar. Hann
mun veita aðgang að upplýsingum
um hina persónulegustu hagi ein-
staklinga, án þeirra vitundar. Og við
verðum að spyrja: Hver er réttur
fólks til að taka ákvörðun um þátt-
töku í gagnagranninum? Hvernig
verður einstaklingurinn upplýstur
um það hvort og hvemig upplýsing-
ar sem honum tengjast verði nýttar?
Sá sem gefur samþykki sitt við nýt-
ingu upplýsinga er þar með ekki að-
eins að taka ákvörðun sem snertir
hann sjálfan heldur og skyldmenni
og afkomendur. Það er ljóst að fólk
getur ekki tekið upplýsta ákvörðun
ef það veit fátt um þýðingu hennar
eða afleiðingar. Nauðsynlegt er að
búa sem tryggilegast um alla hnúta í
þeim efnum.
En spumingin um einkaleyfi er að
mínu mati líka áleitin. Hliðstæð
dæmi era til frá öðram löndum. Ým-
is þróunarlönd hafa keppst við að
selja lyfjafyrirtækjum einkaleyfi á
hagnýtingu erfðaefna plantna. Ýmsir
málsmetandi fræðimenn hafa haldið
því fram að þetta muni hindra fram-
þróun í rannsóknum á sviði fæðuöfl-
unar og koma í veg fyrir nýja græna
byltingu sem hungraður heimur
þarfnast umfram allt en hin öflugu
lyfjafyrirtæki og fjármagnseigendur
hafi síður áhuga á af því að ábata-
vonin sé takmörkuð. Eg tel rétt að
flýta sér hægt í þessum efnum og
fara með mikilli gát. Setja verður af-
ar ítarleg og ströng skilyrði fyrir
rekstri miðlægs gagnagranns. Þau
skilyrði verði umfram allt byggð á
traustum siðferðilegum viðmiðunum,
þar sem tillit til persónuvemdar og
mannhelgi ræður úrslitum.
Höfundur er biskup.
Karl
Sigurbjörnsson