Morgunblaðið - 01.12.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 59
Til vopna
ÞAÐ HEFIR áður
hent er menn bjuggust
til bardaga að þeim
hefir orðið laus skó-
þvengur - og ekki
komið að sök. Og nú
þegar Frjálslyndi
flokkurinn hefir bund-
ið sinn þveng er mól til
komið að láta að sér
kveða og grípa til
vopna gegn háskaleg-
asta óréttlæti, sem ís-
lenzkri þjóð hefir
nokkru sinni verið bú-
ið. Óréttlæti, þar sem
örfáum útvöldum er
afhentur á silfurfati
lunginn úr auðæfum
Islands. Óréttlæti, sem eyðir
byggðum landsins örar en áður
hefir þekkzt þar sem fólk hrekst
öreiga frá verðlausum eignum sín-
um. Óréttlæti, sem er verra en
glæpur.
En það er fleira en fiskveiði-
stjórn sem knýr á um vopnaburð.
Að náttúru Islands er sótt af gam-
alli skammsýni, þegar menn trúðu
því að lausn á gátu lífsframfæris
landsmanna fælist í stóriðju með
þar af leiðandi umturnan verðmæt-
ustu náttúru veraldar. Sá, sem hér
heldur á penna, var einn af þeim
rammvilltu mönnum. En nú er öld-
in önnur og menn hafa gert sér
grein fyrir að undir því er æra okk-
ar Islendinga að varðveita nátt-
úruperluna ísland sem kostur er
um alla framtíð.
Sem lóð á þær vogarskálar verð-
ur í þessum pistli birt í stærstu
dráttum stefna Frjálslynda flokks-
ins í umhverfismálum, eins og hún
verður lögð fyrir landsþing flokks-
ins í janúar nk.
Atta era boðorð flokksins að svo
komnu:
1. Óbyggðir Islands, þar með talið
miðhálendið, eru sameign ís-
lenzku þjóðarinnar. Virðing íyr-
ir þeirri eign er grandvöllur um-
hverfisstefnu Frjálslynda
flokksins.
2. Framkvæmdum á hálendinu skal
halda í lágmarki.
3. Þjóðin skal sjálf hafa forræði
þeirrar auðlindar, sem ósnortin
náttúra landsins er.
4. Friðlýsa skal fleiri svæði og
stærri á hálendinu.
5. Endurskoða skal áætlanir og
hugmyndir um virkjanir fall-
vatna.
6. Virkjanaleyfi skulu háð um-
hverfismati.
7. Sjónarmið umhvei-fisverndar
skulu höfð að leiðarljósi við upp-
byggingu ferðaþjónustu.
8. Island staðfesti Kyoto-sáttmál-
ann um aðgerðir til að draga úr
loftslagsbreytingum.
Drög að greinargerð:
l.Viðhorf þjóðarinnar til óbyggð-
anna hafa breytzt mjög á liðnum
áram. Það sem áður var álitið
ónýtanlegt land og óarðbært er
nú talið til helztu eignar þjóðar-
innar. Þá eign þarf að varðveita.
Það verður ekki gert með því að
tala fjálglega um ómetanlega
sameign þjóðar, en láta um leið
einstaka hagsmunaaðilum eftir
skipulag og nýtingu þeirrar
sameignar, með ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum. Óþai'ft ætti að
vera að minna á, að lög um
stjórnun fiskveiða kveða á um að
fiskimiðin við Island séu sam-
eign þjóðarinnar. Allir vita hvert
arður þeirrar sameignar hefur
runnið. Koma verður í veg fyrir
að ráðstöfunarréttur óbyggð-
Sverrir
Hermannsson
anna verði tekinn af
þjóðinni með sama
hætti.
2. Framkvæmdum á
hálendinu ber að halda
í algjöra lágmarki, því
öll röskun dregur úr
gildi þess. Gera má
ráð fyrir að andstaða
almennings, eiganda
auðlindarinnar, gegn
öllum mannvirkjum á
hálendinu muni enn
aukast á næstu áram
og áratugum, enda
vandfundin sú þjóð
sem býr að jafn mikl-
um auðæfum að þessu
leyti. Vanhugsaðar
framkvæmdir nú gætu reynzt
óbætanlegur skaði síðar.
3. Sveitarfélög skulu ekki hafa
skipulags- og yfirráðarétt á há-
lendissvæðum, því dæmin úr
Átta eru boðorð flokks-
ins að svo komnu, segir
Sverrir Hermannsson,
en kjörorð Frjálslynda
flokksins er: Við boðum
breytingar.
sjávarútvegi sanna að slíkur
réttur jafngildir eignari'étti og
þjóðin missir forræði eignar
sinnar. Hálendissvæðið skal því
vera undir einni stjórn, en slíkt
fyrirkomulag auðveldar þjóðinni
að hafa bein áhrif á nýtingu auð-
lindarinnar.
4. Astæða er til að móta hugmyndir
um friðlýsingu fleiri og stærri
náttúraverndar- og útivistar-
svæða á hálendinu. Islendingar
gætu eignazt stærsta friðlýsta
þjóðgarð Evrópu með slíkri frið-
un, enn dýrmætari eign fyrir
komandi kynslóðir.
MATARLITIR
fyrir kökur, marsipan
og skreytingar
15 mismunandi litir
af konfektmótnm
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Stjörnuspá á Netinu
mbl.is
__ALLTAf= eiTTHX/AÐ tJYTT
• Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475 »
5. Endurskoða þaff áætlanir og
hugmyndir um virkjanir fall-
vatna í samræmi við breytt sjón-
armið í umhverfismálum. Ekki
er lengur sjálfgefið að raforku-
framleiðsla með slíkum virkjun-
um sé hagkvæmasti kostur þjóð-
arinnar, til lengri tíma litið, enda
mælir þjóðin hagkvæmni slíkra
framkvæmda ekki lengur í krón-
um einum.
6. Virkjanaleyfi á aldrei að veita
nema að undangengnu lögform-
legu umhverfismati. Geri virkj-
anir ráð fyrir að stór landsvæði
fari undir uppistöðulón, fossar
hverfi o.s.frv. er þjóðin ein fær
um að veita samþykki fyrir
framkvæmdum.
7. Sjónarmið umhverfisverndar
skulu höfð að leiðarljósi við upp-
byggingu atvinnuvega sem
tengjast nýtingu óbyggðanna.
Þar skulu ekki eingöngu metnir
kostir og gallar virkjana og ann-
arra stórframkvæmda, heldur
og uppbygging ferðaþjónustu.
Ferðaþjónustan er vaxandi at-
vinnugrein, sem sækir sífellt
meira í ósnortna náttúra lands-
ins. Tryggja skal að ferðaþjón-
ustunni verði búnar þær aðstæð-
ur að hún fái vaxið og dafnað, en
um leið lögð á það megináherzla
að ferðamennska hafi virðingu
fyi'ir landinu í fyrirrúmi.
8.1 kjölfar breyttra viðhorfa þjóð-
arinnar til umhverfisverndar
fylgii’ samstarf hennar við aðrar
þjóðir, sem bera hag náttúru
jarðar og mannkyns fyrir
brjósti. Liðin er sú tíð að þjóðin
einblíni á stóriðju, hvað sem það
kostar. Engin ástæða er til að ís-
lenzk stjórnvöld veigri sér við að
gangast undir sömu skilyrði og
aðrar þjóðir, s.s. hvað varðar
Kyoto-sáttmálann. I umhverfis-
málum era Islendingar hluti af
heiminum öllum. Mengun eins
ræður framtíð annars.
Kjörorð Frjálslynda flokksins
er: Við boðum breytingar.
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
R-listinn rænir
Reykvíkinga
skattalækkuninni
R-LISTINN með Ingi-
björgu Sólrúnu Gísla-
dóttur í broddi fylking-
ar hefm' ákveðið að
Reykvíkingar fái ekki
að njóta þeirrar lækk-
unar telguskatts, sem
allir landsmenn áttu að
fá frá og með áramót-
um. Um leið og skatta-
lækkun ríkisstjórnar-
innar tekur gildi hækk-
ar R-listinn útsvarið
um 6,7%, úr 11,25% í
11,99%. Þannig hækka
skattar um 22.500
krónur á ári hjá fjöl-
skyldu með 250 þúsund
króna mánaðartekjur.
A fjögurra ára valda-
ferli sínum mun R-listinn því bæði
hækka fasteignagjöld og útsvar,
þvert gegn fyrri loforðum.
Með því að hækka út-
svarið um 6,7% sýnir
R-listinn enn einu
sinni, segir Kjartan
Magnússon, að kosn-
ingaloforð hans eru
marklaus og virðing
fyrir vinnandi fólki
engin.
Með þessari útsvarshækkun sýnir
R-listinn hug sinn til Reykvíkinga,
ekki síst þeirra sem eru fastir í svo-
kallaðri gildru jaðai-skatta. Skatta-
lækkun ríkisstjórnai'innai' átti ekki
síst að bæta stöðu þessa hóps, þ.e.
þeirra sem neyðast til að vinna
myrkranna á milli til að geta séð sér
og sínum farborða á
sómasamlegan hátt. R-
listinn tekur nú aftur
þær skattalækkanir
sem ríkisstjórnin og að-
ilar vinnumarkaðarins
sömdu um og gott bet-
ur. Með tekjuskatts-
lækkuninni missir ríkið
um 600 milljóna króna
skatttekjur í Reykjavík
en með útsvarshækkun-
inni hyggst R-listinn
auka tekjur borgarinnar
um 970 milljónir króna,
tæpan milljarð.
Þessi milljarðs-
skattahækkun staðfest-
ir að R-listinn ræður
ekki við fjármál Reykja-
víkur og kann ekki önnur ráð en
safna skuldum og hækka skatta. í
árslok 1994 námu skuldir Reykjavík-
urborgar 12,7 milljörðum króna en
nú í árslok verða þær orðnar um 20
milljarðai'. Lántökur vegna fram-
kvæmda við Nesjavallavirkjun eru
ekki taldar með. Þessi mikla skulda-
söfnun á sér stað á sama tíma og
auknar álögur, sem R-listinn lagði á
íbúa og fyrirtæki í borginni þegar
hann tók við, færa borgarsjóði um
1.200 milljónir króna á ári. Auk þess
hafa útsvarstekjur hækkað verulega
á tveimur síðustu árum vegna aukins
hagvaxtar.
Marklaus Ioforð
Fyrii' kosningar hélt R-listinn
þeim blekkingai'áróðri að borgarbú-
um að skuldir boi'garinnar væra að
lækka. R-listinn lofaði því einnig að
skattar yi'ðu ekki hækkaðir. Með því
að hækka útsvarið um 6,7% sýnir R-
listinn enn einu sinni að kosningalof-
orð hans eru marklaus og virðing
fyiir vinnandi fólki engin.
Höfundur er varaborgarfulltrúi.
Kjartan
Magnússon
BUSETI
2ja herb.
Garðhús 2, Reykjavík
62m’ íbúð, 101 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.168.180
Búsetugjald kr. 25.126
Suðurhvammur 13, Hafnarfj.
67mf íbúð, 102 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.053.163
Búsetugjald kr. 28.358
Miðholt 9, Mosfellsbæ
70m" íbúð,302 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.099.309
Búsetugjald kr. 29.168
3ja herb.
Frostafold 20, Reykjavík
78m" íbúð, 502 Félagslegt lán
kr. 1.055.829
kr. 38.619
Búseturéttur
Búsetugjald
Vantcir þig ekki öruggt
húsnæði?
3ja herb.
Laufengi 5, Reykjavik
81m" íbúð, 102 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 819.435
Búsetugjald kr. 29.895
Skólatún 4, Álftanesi
93m" íbúð, 101 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.254.475
Búsetugjald kr. 33.371
Breiðavík 7, Reykjavík
llm íbúð, 201 Almennt lán
Búseturéttur kr. 869.110
Búsetugjald kr. 47.015
Berjarimi 1, Reykjavík
72m" íbúð, 201 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.246,777
Búsetugjald kr. 36.873
4ra lierb.
Miðholt 5, Mosfellsbæ
94m" ibúð,i03 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.474.298
Búsetugjald kr. 40.532
Berjarimi 1, Reykjavík
87m’ íbúð,202 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.505.557
Búsetugjald kr. 44.405
Frostafold 20, Reykjavík
88m’ íbúð, 506 Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.143.885
Búsetugjald kr. 41.782
Örugg búseta fyrir fólk
á öllum aldri
Nýir félagsmenn
velkomnir.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Búseta hsf. Opið frá kl. 8.30 til 15.30. nema miðvikudaga.
Umsóknarfrestur er til 8. desember kl. 15.30. íbúðirnar eru til sýnis á umsóknartímanum eftir
samkomulagi. Með umsóknum þarf að skila skattframtölum síðustu 3ja ára ásamt fjölskylduvottorði
frá Flagstofu.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 9. desember kl. 12.00 að Skeifunni 19.
Umsækjendur verða að mæta og staðfesta úthlutun sína.
B ú s e t i h s f. S k e i f u n ni 19
sími 520-5788
www.buseti.is