Morgunblaðið - 01.12.1998, Síða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
t i I b o ð í bókabúðu m
Heimur okkar
hættir aldrei að
koma á óvart
Verð trA
1. janúar:
Höfundar greinanna eru Þorsteinn
Vilhjálmsson eðlisfræðingur,
Gunnlaugur Björnsson stjarneðlis-
fræðingur, Sigurður Steinþórsson
jarðfræðingur, Páll Hersteinsson
líffræðingur, Þorsteinn J. Halldórsson
eðlisfræðingur, Már Björgvinsson
efnafræðingur, Kristján Leósson
eðlisfræðingur, Hjálmtýr Hafsteinsson
tölvunarfræðingur og Reynir Axelsson
L stærðfræðingur. Þeir eru allir, utan einn,
: kennarar við Háskóla íslands.
Greinarnar í þessu safni eru afrakstur
fyrirlestraraðar sem var haldin við miklar
vinsældir á vordögum 1997 á vegum Raun-
vísindadeildar Háskóla íslands og
Hollvinafélags hennar. Tilgangurinn var að
kynna almenningi viðfangsefni og aðferðir
raunvísinda og ýmis furðuverk í náttúru og
stærðfræði, jafnt í máli sem myndum. Níu
raunvísindamenn leggja hér hönd á plóginn
og rita um nokkur undur fræða sinna, allt
frá sólum og svartholum til leitar að nálum
í heystakki. Þorsteinn Vilhjálmsson,
prófessor í eðlisfræði, er ritstjóri bókarinnar
sem er í stóru broti og afar ríkulega
myndskreytt.
F O R L A G I Ð
M Á L O G M E N N I N C
*
Island og
loftslagsþingið
í Buenos Aires
Loftslagsþingið í Bu-
enos Aires stóð í nær
tvær vikur 2.-14. nóv-
ember. Slíkt þing er ár-
legur viðburður sam-
kvæmt ákvæðum
Rammasamnings Sa-
meinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar. Að
þessu sinni snerist það
að miklu leyti um niður-
stöðu síðasta ársþings
sem kennt er við Kyótó,
þar sem sérstök bókun
var gerð við samning-
inn. Hún fól meðal ann-
ars í sér lagalegar
skuldbindingar af hálfu
tilgreindra iðnríkja um
að hafa á árunum 2008-
2012 dregið úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda sem svarar að meðaltali
röskum 5% miðað við það sem var
árið 1990. Þrjú ríki fá þó á sama tíma
svigrúm til aukningar og er Island
með hæsta hlutfallstölu eða 10% í því
samhengi. Þess utan ákveður Evr-
ópusambandið losun einstakra ríkja
innan sinna vébanda, en gert er ráð
fyrir 8% heildarniðurskurði af hálfu
aðildarríkja þess. Þróunarríkjum er
hins vegar ekki ætlað að taka á sig
viðbótarskuldbindingar samkvæmt
Telja má að með niður-
stöðu loftslagsþingsins
sé sæmilegur grund-
völlur fenginn fyrir
áframhaldandi vinnu-
ferli, segir Hjörleifur
Guttormsson, og að
margt liggi skýrar fyrir
nú að því loknu.
Kyótó-bókuninni en þau eru eftir
sem áður aðilar að loftslagssamn-
ingnum og einnig gert ráð fyrir aðild
þeirra að bókuninni.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að
Kyótó-niðurstaðan er aðeins fyrsta
skref af þeim niðurskurði í losun
gróðurhúsalofts sem Alþjóðavísinda-
nefndin (IPCC) gerir ráð fyrir að
nauðsynlegur sé til að komið verði í
veg fyrir stórfellda vá samhliða hlýn-
un andrúmsloftsins af mannavöldum
og viðunandi jafnvægi náist á næstu
öld. Þegar árið 2005 á að hefja samn-
inga um þarnæsta niðurskurðar-
tímabil og talað er um 50-60% sam-
drátt í losun sem æskilegt markmið
fyrir miðja næstu öld.
Sæmilegur
grundvöllur fenginn
Ekki var fyrh’fram reiknað með
stórtíðindum frá ársþinginu i Buenos
Aires, en hins vegar stefnt að því að
koma þar áleiðis fjölmörgum atrið-
um til útfærslu samningsins, sér-
staklega Kyótó-bókunarinnar til að
undirbúa aðgerðir eftir gildistöku
hennar. Til að bókunin gangi í gildi
þarf að liggja fyrir staðfesting 55 að-
ildarríkja að loftslagssamningnum
og þar á meðal iðnríkja samkvæmt
viðauka I, sem losa að minnsta kosti
55% þess koldíoxíðs sem til fellur hjá
þeim sömu ríkjum. Þess er vænst að
slík staðfesting liggi fyrir árið 2001
þannig að bókunin öðlist gildi.
Mikið af umræðunni snýst um að-
ferðafræði, meðal annars um hlut-
deild markaðslögmála og viðskipti
með gróðurhúsaloft og um bindingu
koltvíoxíðs í gróðri og jarðvegi. Mið-
aði því síðartalda nokkuð áleiðis í
Buenos Aires. Fyrra at-
riðinu er ætlað að skapa
sveigjanleika í útfærslu
umfram beina losun
innan marka hvers
þjóðríkis. Þessi þáttur
skýrðist lítið í Buenos
Aires og er útfærsla á
viðskiptum með gróður-
húsaloft í svipuðum
sporum og fyrir þingið.
Þó skýrðust málavextir
nokkuð og fram komu
viðhorf þjóða og ríkja-
samtaka. Mikill meiri-
hluti aðildaiTÍkja samn-
ingsins vill að losunin
fari sem mest fram
heima fyrir, en Banda-
ríkin og nokkur önnur
iðnríki vilja sem víðtækastar mai'k-
aðslausnii'. Þá er tækni- og fjárhags-
aðstoð iðnríkja við þróunarlönd hluti
af Kyótó-samþykktinni sem mikið er
horft til en leikreglur vantar.
Ymsir munu halda því fram að
þetta loftslagsþing, sem er hið 4. í
röðinni (COP-4), hafi skilað litlu, en
þó verður að telja að með niðurstöðu
þess sé sæmilegur grundvöllur feng-
inn fyrir áframhaldandi vinnuferli og
að margt liggi skýi’ar fyrir nú að því
loknu.
Stóraukinn skilningur
á loftslagsbreytingum
I umræðunni í Buenos Aires kom
fram nær undantekningalaust sá
skilningur í máli manna, ekki síst
ráðheiTa sem áttu sviðið næstsíðasta
dag þingsins, að ekki sé lengur vafi á
að nú þegar sé tekið að gæta breyt-
inga á loftslagi af mannavöldum með
tilheyrandi áhrif á veðurfar. Bent
var á margar staðreyndir úr mæling-
um og athugunum síðustu ára því til
stuðnings. Má segja að stjórnmála-
mennúnir gangi nú lengra í staðhæf-
ingum en Alþjóðavísindanefndin
(IPCC) taldi rétt að gera í áliti sínu
1995. Margir telja hins vegar fullvíst
að nefndin muni taka mun dýpra í
árinni í þriðju skýrslu sinni til samn-
ingsaðila sem nú er unnið að og
væntanlega birtist á árinu 2001.
Hafa ber í huga að niðurstaða vís-
indanefndarinnar 1995 var sameigin-
legt álit hundruða ef ekki þúsunda
tilkvaddra vísindamanna um lofts-
lagsmálefni og því í eðli sínu varfær-
in. Fáir efast hins vegar um að
áhrifa gróðurhúsalofts með tilsvar-
andi hlýnun að meðaltali á jörðinni
muni gæta í auknum mæli á komandi
áratugum. I ljósi þessa ber að skoða
málflutning þeirra sem ala á tor-
tryggni í garð loftslagsfræðanna og
álits Alþjóðavísindanefndarinnar.
Þær raddir heyrast bæði hérlendis
og erlendis en mega nú teljast
hjáróma og fátt bitastætt í fræðileg-
um rökstuðningi. Forsætisráðhen-a
íslands og fleiri ráðherrar í ríkis-
stjórninni vh'ðast hins vegar leggja
sérstaklega eyru við þessum mál-
flutningi.
Einhliða kröfur
vegna stóriðju
ísland er á margan hátt á sér-
kennilegu spori sem aðili að lofts-
lagssamningnum. Hérlendis er los-
að viðlíka mikið af gróðurhúsaloft-
tegundum á mann og að meðaltali í
Vestur-Evrópu og Japan. Málflutn-
ingur stjórnvalda hefur hins vegar
aðallega snúist um að leggja áherslu
á meinta sérstöðu Islands á sviði
loftslagssamningsins og leita eftir
undanþágum frá Kyótó-bókuninni
með vísun til aðstæðna hérlendis.
Er þá einkum tíunduð smæð ís-
lensks samfélags og gnótt endur-
nýjanlegi'a orkulinda sem kjörnar
séu til að knýja málmbræðslur. Frá
Hjörleifur
Guttormsson