Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ t i I b o ð í bókabúðu m Heimur okkar hættir aldrei að koma á óvart Verð trA 1. janúar: Höfundar greinanna eru Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur, Gunnlaugur Björnsson stjarneðlis- fræðingur, Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur, Páll Hersteinsson líffræðingur, Þorsteinn J. Halldórsson eðlisfræðingur, Már Björgvinsson efnafræðingur, Kristján Leósson eðlisfræðingur, Hjálmtýr Hafsteinsson tölvunarfræðingur og Reynir Axelsson L stærðfræðingur. Þeir eru allir, utan einn, : kennarar við Háskóla íslands. Greinarnar í þessu safni eru afrakstur fyrirlestraraðar sem var haldin við miklar vinsældir á vordögum 1997 á vegum Raun- vísindadeildar Háskóla íslands og Hollvinafélags hennar. Tilgangurinn var að kynna almenningi viðfangsefni og aðferðir raunvísinda og ýmis furðuverk í náttúru og stærðfræði, jafnt í máli sem myndum. Níu raunvísindamenn leggja hér hönd á plóginn og rita um nokkur undur fræða sinna, allt frá sólum og svartholum til leitar að nálum í heystakki. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, er ritstjóri bókarinnar sem er í stóru broti og afar ríkulega myndskreytt. F O R L A G I Ð M Á L O G M E N N I N C * Island og loftslagsþingið í Buenos Aires Loftslagsþingið í Bu- enos Aires stóð í nær tvær vikur 2.-14. nóv- ember. Slíkt þing er ár- legur viðburður sam- kvæmt ákvæðum Rammasamnings Sa- meinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Að þessu sinni snerist það að miklu leyti um niður- stöðu síðasta ársþings sem kennt er við Kyótó, þar sem sérstök bókun var gerð við samning- inn. Hún fól meðal ann- ars í sér lagalegar skuldbindingar af hálfu tilgreindra iðnríkja um að hafa á árunum 2008- 2012 dregið úr losun gróðurhúsaloft- tegunda sem svarar að meðaltali röskum 5% miðað við það sem var árið 1990. Þrjú ríki fá þó á sama tíma svigrúm til aukningar og er Island með hæsta hlutfallstölu eða 10% í því samhengi. Þess utan ákveður Evr- ópusambandið losun einstakra ríkja innan sinna vébanda, en gert er ráð fyrir 8% heildarniðurskurði af hálfu aðildarríkja þess. Þróunarríkjum er hins vegar ekki ætlað að taka á sig viðbótarskuldbindingar samkvæmt Telja má að með niður- stöðu loftslagsþingsins sé sæmilegur grund- völlur fenginn fyrir áframhaldandi vinnu- ferli, segir Hjörleifur Guttormsson, og að margt liggi skýrar fyrir nú að því loknu. Kyótó-bókuninni en þau eru eftir sem áður aðilar að loftslagssamn- ingnum og einnig gert ráð fyrir aðild þeirra að bókuninni. Nauðsynlegt er að hafa í huga að Kyótó-niðurstaðan er aðeins fyrsta skref af þeim niðurskurði í losun gróðurhúsalofts sem Alþjóðavísinda- nefndin (IPCC) gerir ráð fyrir að nauðsynlegur sé til að komið verði í veg fyrir stórfellda vá samhliða hlýn- un andrúmsloftsins af mannavöldum og viðunandi jafnvægi náist á næstu öld. Þegar árið 2005 á að hefja samn- inga um þarnæsta niðurskurðar- tímabil og talað er um 50-60% sam- drátt í losun sem æskilegt markmið fyrir miðja næstu öld. Sæmilegur grundvöllur fenginn Ekki var fyrh’fram reiknað með stórtíðindum frá ársþinginu i Buenos Aires, en hins vegar stefnt að því að koma þar áleiðis fjölmörgum atrið- um til útfærslu samningsins, sér- staklega Kyótó-bókunarinnar til að undirbúa aðgerðir eftir gildistöku hennar. Til að bókunin gangi í gildi þarf að liggja fyrir staðfesting 55 að- ildarríkja að loftslagssamningnum og þar á meðal iðnríkja samkvæmt viðauka I, sem losa að minnsta kosti 55% þess koldíoxíðs sem til fellur hjá þeim sömu ríkjum. Þess er vænst að slík staðfesting liggi fyrir árið 2001 þannig að bókunin öðlist gildi. Mikið af umræðunni snýst um að- ferðafræði, meðal annars um hlut- deild markaðslögmála og viðskipti með gróðurhúsaloft og um bindingu koltvíoxíðs í gróðri og jarðvegi. Mið- aði því síðartalda nokkuð áleiðis í Buenos Aires. Fyrra at- riðinu er ætlað að skapa sveigjanleika í útfærslu umfram beina losun innan marka hvers þjóðríkis. Þessi þáttur skýrðist lítið í Buenos Aires og er útfærsla á viðskiptum með gróður- húsaloft í svipuðum sporum og fyrir þingið. Þó skýrðust málavextir nokkuð og fram komu viðhorf þjóða og ríkja- samtaka. Mikill meiri- hluti aðildaiTÍkja samn- ingsins vill að losunin fari sem mest fram heima fyrir, en Banda- ríkin og nokkur önnur iðnríki vilja sem víðtækastar mai'k- aðslausnii'. Þá er tækni- og fjárhags- aðstoð iðnríkja við þróunarlönd hluti af Kyótó-samþykktinni sem mikið er horft til en leikreglur vantar. Ymsir munu halda því fram að þetta loftslagsþing, sem er hið 4. í röðinni (COP-4), hafi skilað litlu, en þó verður að telja að með niðurstöðu þess sé sæmilegur grundvöllur feng- inn fyrir áframhaldandi vinnuferli og að margt liggi skýi’ar fyrir nú að því loknu. Stóraukinn skilningur á loftslagsbreytingum I umræðunni í Buenos Aires kom fram nær undantekningalaust sá skilningur í máli manna, ekki síst ráðheiTa sem áttu sviðið næstsíðasta dag þingsins, að ekki sé lengur vafi á að nú þegar sé tekið að gæta breyt- inga á loftslagi af mannavöldum með tilheyrandi áhrif á veðurfar. Bent var á margar staðreyndir úr mæling- um og athugunum síðustu ára því til stuðnings. Má segja að stjórnmála- mennúnir gangi nú lengra í staðhæf- ingum en Alþjóðavísindanefndin (IPCC) taldi rétt að gera í áliti sínu 1995. Margir telja hins vegar fullvíst að nefndin muni taka mun dýpra í árinni í þriðju skýrslu sinni til samn- ingsaðila sem nú er unnið að og væntanlega birtist á árinu 2001. Hafa ber í huga að niðurstaða vís- indanefndarinnar 1995 var sameigin- legt álit hundruða ef ekki þúsunda tilkvaddra vísindamanna um lofts- lagsmálefni og því í eðli sínu varfær- in. Fáir efast hins vegar um að áhrifa gróðurhúsalofts með tilsvar- andi hlýnun að meðaltali á jörðinni muni gæta í auknum mæli á komandi áratugum. I ljósi þessa ber að skoða málflutning þeirra sem ala á tor- tryggni í garð loftslagsfræðanna og álits Alþjóðavísindanefndarinnar. Þær raddir heyrast bæði hérlendis og erlendis en mega nú teljast hjáróma og fátt bitastætt í fræðileg- um rökstuðningi. Forsætisráðhen-a íslands og fleiri ráðherrar í ríkis- stjórninni vh'ðast hins vegar leggja sérstaklega eyru við þessum mál- flutningi. Einhliða kröfur vegna stóriðju ísland er á margan hátt á sér- kennilegu spori sem aðili að lofts- lagssamningnum. Hérlendis er los- að viðlíka mikið af gróðurhúsaloft- tegundum á mann og að meðaltali í Vestur-Evrópu og Japan. Málflutn- ingur stjórnvalda hefur hins vegar aðallega snúist um að leggja áherslu á meinta sérstöðu Islands á sviði loftslagssamningsins og leita eftir undanþágum frá Kyótó-bókuninni með vísun til aðstæðna hérlendis. Er þá einkum tíunduð smæð ís- lensks samfélags og gnótt endur- nýjanlegi'a orkulinda sem kjörnar séu til að knýja málmbræðslur. Frá Hjörleifur Guttormsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.