Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 01.12.1998, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN því ríkisstjórnin markaði sér stefnu um framkvæmd loftslagssamnings- ins hérlendis síðla árs 1995 hefur meginmarkmið hennar verið að Is- land fái rétt til að taka losun frá stóriðju hérlendis út úr almennu bókhaldi. Fyrir þrábeiðni íslenskra stjórnvalda var fallist á það með sérstakri bókun í Kyótó að taka mál þetta til athugunar síðar. í aðdrag- anda þingsins í Buenos Aires leitað- ist ríkisstjórnin við að undirbyggja þessa kröfu og á þinginu þai- snerist vinna embættismanna mest um þetta atriði að ósk ríkisstjórnarinn- ar. Niðurstaðan varð sú sem kunnugt er að ekki var á tillögu Islands fallist og málinu vísað til frekai'i meðferðar með það fyrir augum að afstaða verði tekin til tillögunnar að ári, án efnislegra skuldbindinga þegar til af- greiðslu kemur. Fjölmörgum spurninguin ósvarað Skoðanir eru skiptar hérlendis um þessa málafylgju stjórnvalda. Alls ekki er ljóst að hald sé í þeh’ri rök- semdafærslu sem borin hefur verið fram til stuðnings kröfu ríkisstjórn- arinnar. Vissulega er íslenskt hag- kerfi lítið á mælikvarða stórþjóða, en á fleira er að líta í samhengi við lofts- lagsmálin. Með samþykktunum frá Kyótó ætla flest velstæð ríki að axla skuldbindingar um niðurskurð í los- un gi'óðurhúsalofts. Island fær heim- ild til nokkurrai' aukningar og það meira en nokkrir aðrir í þessum hópi. Hefðbundin stóriðja vegur ekki aðeins þungt í losun gi'óðurhúsalofts heldur einnig í útflutningstekjum á mann hérlendis. Sá mælikvarði er sjaldan nefndur á sama tima og rætt er um um 500 þúsund tonna ál- bræðslu til viðbótar þeirri stóriðju sem fyrir er. Eðlilegt er að spyrja hvers vegna íslendingar geta ekki unað við þær almennu leikreglur sem Kyótó-bókunin gerir ráð fyrii'. I þeim er meðal annai's gert ráð fyrir viðskiptum með losunarheimildir landa í milli, jafnvel með beinni þátt- töku fyi'irtækja. Ljóst er að verð- mæti endumýjanlegra orkulinda hefui’ hækkað vegna Kyótó-bókunar- innar. Að mörgu er að hyggja í sam- bandi við sérkröfu ríkisstjómarinn- ar. Hvert er samhengi undanþágu- heimilda fyrii' stóriðju hér á landi með tilliti til fjölþjóðlegra viðskipta- samninga? Hver verða áhrifin af slíki-i undanþágu á viðleitni til að fá aðrar atvinnugreinar hérlendis til að draga úr losun, þar á meðal sjávarút- veginn? Hvert er magn þeirrar orku sem líklegt er að geti verið til ráð- stöfunar á næstu öld og hversu stór- an hluta þess telja menn rétt að binda í málmiðnaði til langs tíma? Hefur þjóðin ekki þörf á að nýta orkulindimar til annarra þai'fa, að svo miklu leyti sem það verðm' talið ásættanlegt vegna umhverfissjónar- miða? Og hvaða áhrif getur stóriðju- stefna ríkisstjórnarinnar haft á möguleika íslands til að gæta á al- þjóðavettvangi annarra og þýðingar- meiri hagsmuna, bæði á sviði við- skipta og umhverfismála? Rækileg úttekt á öllum þessum atriðum hefði þurft að liggja fyrir áður en íslensk stjórnvöld komu fram með undan- þágukröfu sína, en það er þó enn ekki um seinan að endurmeta málið út frá heildstæðum sjónarmiðum. Undirritun þolir ekki bið Sú sérkennilega staða er nú kom- in upp að ísland hefur eitt velstæðra ríkja enn ekki undirritað niðurstöð- una frá Kyótó. Ráðherrar ríkis- stjórnarinnar hafa verið með yfirlýs- ingar þess efnis að það komi ekki til greina nema fallist verði á undan- þágukröfuna fyrir stóriðju. Kyótó- bókunin liggur frammi til undirrit- unar til 15. mars 1999. Þótt unnt sé að gerast aðili að bókuninni síðar tel ég að íslensk stjórnvöld væru að misstíga sig herfilega undhriti þau ekki bókunina fyrir umræddan frest og helst sem fyrst. Samkvæmt okk- ar stjórnskipunarvenjum þarf sam- þykki Alþingis að liggja fyrir áður en bókunin yrði staðfest, en í undir- ritun hennai' felst í reynd viður- kenning viðkomandi stjórnvalds á því að það stefni að staðfestingu, í þessu tilviki að fylgja niðurstöðunni frá Kyótó. Afar óráðlegt væri fyrir Island að skilyrða væntanlega stað- festingu við það að sérkrafan um undanþágu fyrir losun frá stóriðju nái fram að ganga, enda með öllu óvíst að á hana verði fallist. Ég tel það ekki aðeins óráðlegt heldur frá- leitt með tilliti til heildarhagsmuna Islendinga að standa utan við Kyótó-bókunina, en með því yrðum við viðskila við þróun og markmið loftslagssamningsins. Forsendur búsetu gætu verið í húfi Loftslagsbreytingar af manna- völdum eru slíkt alvörumál fyrir heimsbyggðina þar á meðal fyrir ís- lendinga, að okkur ber siðferðisleg skylda til að leggja okkar af mörk- um til að hamla gegn þeim. Guð- mundur Bjarnason umhverfisráð- heira benti sérstaklega á það í grein í Morgunblaðinu 29. ágúst 1997 hvaða áhrif hlýnun gæti haft á straumakerfi Norður-Atlantshafsins samkvæmt sumum spádómum sér- fræðinga. Golfstraumurinn gæti breytt verulega ferli sínu frá því sem nú er og afleiðingin gæti orðið kólnun á norðurslóðum. Slíkar áhyggjur voru einnig viðraðar af fræðimönnum á þinginu í Buenos Aires. í þessu er enginn hræðsluá- róður fólginn heldur aðeins bent á að loftslagsbreytingar varða ekki aðeins andrúmsloft heldur einnig hafstrauma og geta þannig haft allt önnur áhrif en halda mætti fljótt á litið. Við Islendingar eigum að leggj- ast fast á sveif með öðrum þjóðum sem ætla nú og á næstu áratugum að bregðast við hugsanlegri vá vegna loftslagsbreytinga. Þar verða minni hagsmunir að víkja fyrir því sem meira máli skiptir byggt á víð- tæku og vitrænu mati. Höfundur er alþingismaður. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 67 \ Pú sefitr hetur á Thermoflex stgr. 4,465,- Thermoflex Hátækniþróaður gervisvampnr scm veitir fullkomna aðlögun við höfuð og háls heilsukoddanum Opiá Mán. - fös. 09-18 Lau. 10-16 • Sun. 13-17 Mörkinni 4 * 108 Reykjavík Sími: 533 3500 ' Fax: 533 3510 • wwTv.marco.is Við styðjum við bakið á þér! Qjnirux CðlllcaxLcUl Eiginleikar Tempur felast fyrst og fremst í þrýsti- jöfnunareiginleikum efnisins. Koddinn logor sig oð hito og þrýstingi höfuðs og hóls. Þor af leiðondi myndast engir þrýstipunktar og blóðstreymi helst óheft. Heilsúkoddinn sem sjúkraþjólfaror, kirópraktorar og iðjuþjólfar um land allt mæla meó. ^ TERIPUR-PEDIC Oýna (iróuð af MASA fyrir geimfara - nú fóanleg fyrir þig Faxafeni 5 • 108 Rvk * Simi:5S8-8477
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.