Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 70
 70 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 GREINARGERÐ MORGUNBLAÐIÐ JONSHUS-STARF- • SEMI í KREPPU Forseti Alþingis, Olafur G. Einarsson, hefur hafnað því með bréfí til Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, að stjórn Jóns- húss verði sett af, en þess krafðist stjórnin í opnu bréfí til forseta Alþingis. Olafur G. Einarsson hefur óskað birtingar á bréfí sínu til Hrafns Sveinbjarnarsonar, formanns Félags íslenskra stúd- » enta í Kaupmannahöfn, og greinargerð formanns hússtjórnar, KarlsM. Kristjánssonar, frá 13. nóvember 1998. Bréf forseta Alþingis til Féiags íslenski-a stúdenta í Kaupmannahöfn Mér hefur borist í hendur „Opið bréf forseta Félags íslenskra stúd- enta í Kaupmannahöfn til forseta Al- þingis vegna Jónshúss" fyrst frá íréttamanni Ríkisútvarpsins og í pósti frá félaginu í dag 16. nóvember. Vegna þessa bréfs er eftirfarandi tekið fram: 1. Ekki verður orðið við tilmælum um að leysa stjórn Jónshúss frá störfum. Vantraust yðar á einstök- um stjórnarmönnum gefur ekki til- efni til slíkrar aðgerðar. 2. Frá sjónarhóli Alþingis er ekki ástæða til á þessu stigi máls að Fé- lag íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn fari „að leita sér að öðru húsnæði". 3. Tekið er undir lokaorðin í bréfi FRAMÚRSKARANDI, FJÖLVIRK DÍSELOLÍA ESSO bœtir um betur Fjölvirk bœtiefni í Gœðadisel ESSO „Premium Diesel" Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins díselolíu sem uppfyllir Evrópustaðalinn EN 590 um umhverfisvemd - og til að auka endingartíma og tryggja þýðan gang vélarinnar bætir Olíufélagið fjölvirkum bœtiefnum í alla sína díselolíu. Einstakt frostþol - allt að -24° C Nú eru helstu kuldavandamálin einnig úr sögunni þar sem ESSO Gæðadísel þolir að vetrarlagi allt að 24 stiga frosti. ESSO Gæöadíselolía inniheldur: • Dreifi- og hreinsiefni. • Cetanetölubætiefni sem stuðiar að réttum bruna eldsneytis við öll skiiyrði. • Smur- og slitvamarefni. • Tœringarvamarefni. • Antioxidant stöðugieikaefni. • Demuisifier vatnsútfellingarefni. • Froðuvamarefni. • Lyktareyði. • Bakteríudrepandi efni. £ssoj ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - af hreinni hollustu við vélina og umhverfið. Olíufélagið hf www.esso.is VEISTU UM AÐRA BETRI? « Ver eldsneytiskerfið gegn sliti. • Hindrar tœringu í éldsneytiskerfinu. # Kemur í vegfyrir að freyði við áfyllingu tanka. »Stenst ströngustu kröfur vélaframleiðenda - oggott betur! » Heldur kuldaþoii olíunnar í hámarki. Héldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar upp óhrein kerfi. • Fullkomnar eldsneytisbrunann **r vegna hœkkaðrar cetanetólu. * Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr eru með eða án forbrunahóífs. - innihéldur ékki klór. • Dregur úr reyk- og hávaðamengun. yðar að samskipti Alþingis og Stúd- entafélagsins eigi eftir að batna í nánustu framtíð. Því er sérstaklega fagnað að sá sé ásetningur núverandi stjómar Stúdentafélagsins. Alþingi hefui' ekki nú né áður haft hug á að ti-oða illsakir við Stúdentafélagið. 4. Undirritaður hefur rætt við formann stjórnar Jónshúss í tilefni bréfs yðar. Greinargerð hans fylgir hér með. Jónshús í Kaupmannahöfn Greinargerð Karls M. Kristjáns- sonar, formanns hússtjórnar: Stúdentafélagið í Kaupmannahöfn (áður FÍNK) hefur sent forseta Al- þingis opið bréf. I bréfinu er þess farið á leit að stjórn Jónshúss verði sett af. Stúdentafélagið hefur starfsaðstöðu í Jónshúsi ásamt fleiri félögum. Það er ekki sérstakur full- trúi notenda hússins og talar sem slíkt einungis fyrir sína hönd. Hér á eftir fer greinargerð sem fyrst og fremst er ætlað að varpa ljósi á stöðu mála í Jónshúsi frá sjónarhóli formanns stjórnar hússins. Stjórn Jónshúss er skipuð af forsætisnefnd Alþingis og ber hún ábyrgð á dag- legum rekstri hússins. Forsaga Cai’l Sæmundsen stórkaupmaður gaf Alþingi Jónshús í Kaupmanna- höfn, þann 17. júní 1967. Húsið er upphaflega byggt árið 1849^ og er því tæplega 150 ára gamalt. I gjafa- afsali Carls kemur fram að Alþingi Islendinga ráðstafí eigninni jafnan sem virðulegum minnisvarða um Jón Sigurðsson en hann hafði búið í húsinu frá árinu 1852 til dauðadags árið 1879. Allt til ársins 1991 var skipan i húsinu á þann veg að á fyrstu hæð var rekið félagsheimili, á annarri hæð var íbúð fræðimanns, á þriðju hæð var minningarsafn um Jón Sig- urðsson og bókasafn Islendinga, en á fjórðu hæð var íbúð sendiráðs- prests, sem jafnframt gegndi starfi umsjónarmanns. Námsmannafélag- ið og Islendingafélagið höfðu skrif- stofuaðstöðu í kjallara. Lengi vel var líflegt félagslíf í Jónshúsi þar sem Islendingafélögin höfðu aðstöðu í kjallara hússins og á fyrstu hæð. Félögin stóðu m.a. íyrh' kaffisölu og ýmsum samkomum. Húsið var oft á tíðum nokkuð vel sótt en þó liggja ekki fyrir neinar tölur um aðsókn á þessu tímabili. Starf- seminni var stjómað af félagsheimil- isnefnd, sem var skipuð fulltrúum Islendingafélagsins og Námsmanna- félagsins sem ráku félagsheimilið á eigin kostnað en voru styrkt af Al- þingi með því að þau fengu endur- gjaldslaus afnot af húsnæðinu og Al- þingi greiddi ljós og hita. Félags- heimilisnefnd réð veitingamann sem sá um daglegan rekstur. Erfiðleikar í rekstri Undir lok síðasta áratugar hafði dregið úr aðsókn í Jónshús og komu upp kröfur á hendur Alþingis um beinan fjárstuðning til rekstrarins pg einnig um aukna starfsaðstöðu íslendingafélaganna í húsinu. Til að koma til móts við kröfur félaganna hóf Alþingi að greiða styrk til fé- lagsheimilisnefndar. Styrkurinn mun hafa gengið beint til veitinga- mannsins, en rökin fyrir styrknum voru m.a. þau að veitingamaðurinn þyrfti að sinna ýmiss konar skipu- lagningu og félagsþjónustu, sem ekki væri beint í hans verkahring en leiddi af stöðu hússins. Litið var á þessar gi-eiðslur sem tímabundna aðstoð. Keypt var íbúð fyrir fræðimann, sem áður hafði dvalið í húsinu, og um leið fengu ís- lendingafélögin aðstöðu fyrir skrif- stofur á annarri hæði og þangað var bókasafn Islendingafélagsins flutt en sendiráðsprestur fékk aðstöðu á þriðju hæð fyrir sig og söfnuð. Einnig var salurinn á fyrstu hæð og aðstaða í eldhúsi bætt verulega. Til- gangurinn með breytingum á skip- un mála í húsinu var til að reyna að auka aðsóknina og var það allt sam- kvæmt óskum félaganna. Ekki tókst að koma frekara lífi í starf- semina og erfiðleikarnir í rekstri hússins héldu áfram, þrátt fyrir til- raun til að bæta hana á ýmsan hátt. Um þetta leyti eða 1994 var stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.