Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 7^- JÓNSHÚS í Kaupmannahöfn. undaðar sérstaklega hér. Niður- stöður skýrslu Ríkisendurskoðunar voru kynntar á samráðsfundi stjórnarinnar með félögunum í júní sl. Þar voru félögin hvött til að koma með eigin ábendingar áður en stjórnin mótaði tillögur sínar. Staða mála Það er ljóst að starfsemin í Jóns- húsi er í kreppu. Helstu ástæðuna er að fínna í því að baklandið, sem stóð undir sjálfbærum rekstri húss- ins um árabil, hefur breyst. Alþingi hefur komið meira inn í reksturinn síðustu ár og þarf að stórauka stuðninginn ef umgjörðin á að vera sú sama og var fyrr á árum. Því mið- ur hafa margir velunnarar Jónshúss neitað að ræða framtíðina af raun- sæi. Stjórnin hefur reynt að nálgast málið af varfæmi en uppskorið tor- tryggni og hinar verstu ásakanir hjá sumum þessara aðila. Fulltráar stúdenta hafa farið mikinn. Lítið hefur þó farið fyrir tillögugerð frá þeim og e.t.v. ekki við því að búast. Þegar sendiráðspresturinn, sr. Lárus Þorv. Guðmundsson, lét af störfum í júlí sl. var ákveðið að nýr prestur flytti ekki í húsið. Því réð stjómin Kristínu 0. Bonde strax í starf umsjónarmanns. Með þeim hætti leitaðist stjórnin við að tiyggja að ekki yrði truflun á starfseminni, en Kristín fær jafnframt víðtækt umboð til að skipuleggja starfíð með félögunum. Kristín hefur annast bókasafn íslendingafélagsins í Jóns- húsi um árabil og séð um konukvöld, sem er merk starfsemi sem lengi hefur haft athvarf í Jónshúsi. Hún hefur sótt flesta samráðsfundi félag- anna með stjóm og oft haft uppi málefnalega gagnrýni og verið til- lögugóð fyi-ir hönd notenda. Aðstaða félaganna fyrir starfsemi 1 húsinu er betri nú en hún var í upphafi enda hefur íslendingum í Kaupmanna- höfn og félögum þeima verið sýndur mikill velvilji af hálfu Alþingis. Framtíðin - ástæðulítill ótti Eins og fyn- segir hefur stjómin ekki mótað tillögur sínar. Þar með er óþai’fí að ganga út frá því sem gefnu að félögunum verði ekki ætlaður staður í húsinu. Verði félagsstarf áfram rekið í húsinu má telja að mun minna rými þurfi en nú er til staðar. Því verði leitað eftir aukinni nýtingu með því að fá fleiri aðila inn í húsið. Til greina kemur að flytja fræði- mannsíbúðina í húsið á ný. Félög ís- lendinga í Kaupmannahöfn hafa tak- markaða getu til að leggja nokkuð af mörkum umfram sjálfboðavinnu, sem oft hefur verið drjúg. Fái þau stuðning annan-a, sem nær stendur að styðja almenna félags- og menn- ingarstaifsemi, gæti það auðveldað lausn mála. Stjórnarinnar bíða erfið verkefni. Það snýr ekki aðeins að nýtingu og starfseminni í Jónshúsi. Fyrh- liggur að veggir Jónshúss era mjög illa faiuir af rakaskemmdum frá jarð- vegi. Fljótlega þarf að framkvæma stórviðhald á þeim. Hugsanlegt er að loka þui-fi húsinu á meðan, sennilegy* næsta vor. Þegar viðgerð lýkur er æskilegt að breytt fyiirkomulag taki gildi. Skiljanlegt er að velunnarar Jónshúss og forráðamenn hinna ýmsu félaga sem hafa aðstöðu í hús- inu hafi áhyggjur af framtíðinni. Það hefur komið skýrt fram að ekki stendur til að „hrekja“ félög íslend- inga úr Jónshúsi. Á fundi formanns með félögunum 24. júní sl. var það tekið fram að Alþingi muni reyna að gæta hagsmuna Islendinga sem hafa átt athvarf í húsinu. Reyndi foiTnað- ur að fullvissa fundaiuienn um am samráð verði haft við félögin um skipulagsbreytingar. Það er einlæg- ur vilji formanns stjórnar Jónshúss að finna megi niðurstöðu í málefnum Jónshúss, sem sæmileg sátt getur orðið um. Til þess þarf góðan vilja allra þeirra sem koma að málum. Samstarf við félög íslendinga í Kaupmannahöfn hefur oftast verið með ágætum þau 9 ár sem undirrit- aður hefur komið að rekstri hússins. Er ekki ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Treysti ég því að Stúdentafélagið muni, ásamt öðrum félögum, vinna með stjórn Jónshúss að því að finna ásættanlega niður- stöðu um framtíð starfseminnar. hússins breytt og skyldi hún koma beinna að rekstri hússins en áður. Ráðinn var sérstakur rekstrarstjóri til að skipuleggja reksturinn og tryggja menningarlegra yfirbragð á honum og var tímabundinn styrkur til veitingasölu felldur niður á sama tíma, enda var ætlunin að vertinn beitti sér eingöngu að rekstri fé- lagsheimilisins. Var það von manna að rekstrarstjórinn styddi veitinga- starfsemina með óbeinum hætti, m.a. með frumkvæði að menningar- legum uppákomum o.þ.h.. Þrátt fyrir þessa tilraun til þess að bæta reksturinn virtist afkomu- grundvöllur veitingasölunnar brost- inn. Það var aldrei markmið Alþing- is að standa fyrir beinum rekstri veitingasölu í Jónshúsi. Á árinu 1996 sagði rekstrarstjórinn lausu stai-fi sínu og bar m.a. við ófullnægj- andi stuðningi við reksturinn. Þá gafst veitingasalinn endanlega upp á rekstrinum. Um það leyti upphófust nokkrar væringar í kringum starfsemina í kjölfar ásakana fulltrúa íslendinga- félagsins á umsjónarmann. Formað- ur hafði skrifað stjórn FÍNK og gert athugasemdir um umgengni og gi'eint frá kvörtunum nágranna um hávaða á skemmtunum. Spöruðu aðilar ekki stór orð í Nýjum hafnar- pósti og fjölmiðlum á Islandi. Jóns- húsi var lokað um stuttan tíma. Sendiherra sagði af sér formennsku í kjölfarið enda hafði hann lýst þeirri skoðun sinni að eðlilegast væri að starfsmaður Alþingis i stjórn hefði formennsku á hendi þar sem starfsemin er samtvinnuð við rekstur Alþingis. Núverandi for- maður kom þarna við sögu og tók m.a. upp hanskann fyrir umsjónar- mann, sem hann taldi ómaklega vegið að. Akveðið var að fresta ráðningu rekstrarstjóra og láta reyna á hvort hin almenna sjálfsprottna félags- starfsemi gæti þrifist við breyttar aðstæður. Stjóm hússins hvatti jafn- framt félögin til að leggja sitt af mörkum til að endurvekja veitinga- sölu þó í annarri mynd væri. Settar voru ákveðnari umgengnisreglur en áður. Var það löngu timabært og gert í góðri sátt við_ flesta notendur. Haustið 1997 hóf íslendingafélagið að standa fyiir kaffisölu á sunnu- dögum sem mun hafa mælst ágæt- iega fyrir. Rekstrargrundvöllur þótti ekki sterkur, en er þó enn haidið áfram. Mikilvægt er að það komi fram að rekstur veitingasölu var einungis lítill þáttur í rekstri fé- lagsstarfsins seinni árin. Margvísleg félagsstarfsemi fór og fer þar fram flesta daga á vegum fyrrnefndra fé- laga, safnaðarins og nokkurra ann- arra aðila. Þessi starfsemi fer öll fram að frumkvæði félaga en með myndarlegum stuðningi Alþingis í formi endurgjaldslausrar húsnæðis- aðstöðu. Einnig aðstoðar Alþingi við að skipuleggja starfsemina, kostar ljós og hita og þrif á sameiginlegu húsnæði og margt fleira. Menning- arlegar uppákomur, s.s. tónleikar, hafa haldið áfram eftir að rekstur veitingasölunnar hætti. Það hefur að öllu leyti byggst á frumkvæði félaga og einstaklinga. Úttekt á rekstrinum Þrátt fyrir að félagsstarfsemin hafi gengið vel síðustu tvö ár hefur verið óánægja með ástandið hjá fulltrúum helstu félaga íslendinga í Kaupmannahöfn. Þykir eftirsjá í veitingasölunni, sem er nú einungis einu sinni í viku um vetrartímann. Ýmsir vilja að Alþingi sjái um veit- ingasöluna þar sem víst þykir að grundvöllur fyrir sjálfbærri starf- semi sé ekki fyrir hendi. Ohjá- kvæmilegt er að bregðast við breyttum aðstæðum og endurskipu- leggja starfsemina. Þá var vitað að sumarið 1998 myndi sendiráðs- presturinn, sem var umsjónarmað- ur hússins og starfsmaður stjómar- innar, hætta störfum. Átti nýr prestur að taka við umsjón hússins og búa í húsinu? Stjórnin taldi rétt að undirbúa hugsanlegar breyting- ar. Því fól forseti Alþingis Ríkisend- urskoðun að gera úttekt á rekstri Jónshúss, að tillögu stjórnar húss- ins. Ríkisendurskoðun hóf störf sín í árslok 1997 og skilaði skýrslu í apríl 1998. í skýrslunni er vakin athygli á lélegri nýtingu hússins og bent á ýmsar leiðir til úrbóta í þeim efnum. I skýi’slu sinni vekur Ríkisendur- skoðun sérstaklega athygli á því að sú aðstaða sem íslendingar í Kaup- mannahöfn hafa í Jónshúsi er ein- stök og þekkist ekki annars staðar hjá Islendingum erlendis. Talið er mikilvægt að félög íslendinga taki meiri þátt í rekstrinum en verið hef- ur, verði um óbreyttan rekstur að ræða. Bent var á þann kost að selja nú- verandi fræðimannsíbúð og flytja aðstöðu hans aftur í Jónshús til að auka nýtingu þess. Þá var bent á þann möguleika að fá fleiri rekstr- araðila inn í húsið til að bæta nýt- ingu þess. M.a. var varpað fram þeirri spurningu hvort hugsanlegt væri að sendiráðið vildi flytja í hús- ið. Fram hefur komið að gefandinn, Carl Sæmundsen, var því mjög fylgjandi á sínum tíma (kemur fram í bréfi hans dags. 28.11. 1975). í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á það sem einn kost af mörg- um að félögin víki úr húsinu fyrir annarri starfsemi. Þar er jafnframt bent á að þá þyrfti að veita félögun- um aðstoð með styi’kjum eða útveg- un á öðru húsnæði. Fleiri ábending- ar koma fram í niðurstöðu Ríkis- endurskoðunar sem ekki verða tí- Laugavegi 95-97 sími 552 1844. Kringlunni sími 581 1944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.