Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þorsteinn Pálsson um hugmynd um uppboð aflaheimilda á fundi ungra sjálfstæðismanna Hætta á hruni í mörgum sj ávarbyggðum Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞORSTEINN Pálsson í ræðustól. Frá vinstri raá sjá Bryndísi Hlöðversdóttur alþingismann, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðing og Sigurð Kára Kristjánsson lögfræðing sem var fundarstjóri. ORSTEINN Pálsson sjáv- arútvegsráðherra sagði á fundi SUS að hugmyndir jafnaðarmanna um að ríkið taki allar veiðiheimildir til sín og selji á uppboði myndu orsaka tafar- laust hrun í mörgum sjávarbyggðum landsins. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags, sagði hins vegar að ríkisstjórninni væri vandi á höndum að bjarga því ófremdarástandi sem lögin um stjóm fiskveiða hefðu að mörgu leyti skapað. Dómurinn óskýr Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur brýndi fyrir gestum fund- arins nauðsyn þess að skilja að lög- fræðilega túlkun á dómi Hæstaréttar og persónuleg viðhorf til fiskveiði- stjórnunar. Sagði hann túlkun á dómnum undanfarið hafa einkennst af skoðunum manna á hvernig haga beri stjórn fískveiða. Jón Steinar gagnrýndi jafnframt dóm Hæstaréttar og sagði hann óná- kvæman. Meðferð hugtakanna veiði- leyfi og veiðiheimild væri til dæmis óskýr og gerði ekkert nema veikja dóminn og draga úr fordæmisgildi hans. Ónákvæmni gætti einnig í um- ræðu um 1. grein laga um stjórn fiskveiða. „Sagt er í dómnum að svigrúm löggjafans til að takmarka fískveiðar og ákveða tillögur til út- hlutunar veiðiheimilda verði að meta í Ijósi hinnar almennu stefnumörk- unar í 1. grein laga um stjórn flsk- veiða. Mér er nær að halda að maður hefði fengið stóran mínus í prófi í al- Lífleg skoðanaskipti áttu sér stað á fundi sem Samband ungra sjálfstæðismanna stóð fyrir í Valhöll í gær um kvótadóm Hæstaréttar. mennri lögfræði hjá Sigurði vini mínum Líndal forðum daga, ef mað- ur hefði gerst sekur um að setja fram staðhæfmgu sem þessa,“ sagði Jón Steinar, og bætti við: „vegna þess, að almenn lög skerða auðvitað ekki heimildir löggjafans. Löggjaf- inn takmarkar ekki heimildir sínar með lagaákvæðum sem hann setur sjálfur." Jón Steinar sagðist telja að lög- gjafanum hafi verið það lögfræðilega heimilt á sínum tíma að úthluta afla- heimildum til ákveðinna aðila, og þar með hafi ekki verið brotinn einstak- lingsbundinn réttur annarra aðila, eins og sumir hefðu viljað túlka dóm- inn. Jón sagði jafnframt að ályktun hans af dómi Hæstaréttar væri sú að dómurinn hefði aðeins ómerkt 5. grein laganna um stjórn fiskveiða, en ekki þá sjöundu. ísland með sérstöðu meðal Evrópuþjóða Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra tók undir gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar og benti á að fremstu lögvísindamenn þjóðar- innar hefðu komist að ólíkri niður- stöðu í þeim efnum. „Þetta er býsna undarlegt með dóm Hæstaréttar vegna þess að að öðru jöfnu er það hlutverk dómstólanna að setja niður deilur, en þessi dómur hefur leitt til hins gagnstæða, og hann hefur vakið upp mikla óvissu í landinu," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að ríkisstjórnin hefði kosið að túlka dóminn svo að dómurinn hefði aðeins fellt 5. grein laganna úr gildi, en ekki 7. grein þeirra eins og sumir hefðu viljað túlka hann. Máli sínu til stuðnings benti hann á sérstöðu Islands meðal annarra Evrópuþjóða: „í öllum Evr- ópuríkjum þar sem stundaður er sjávarútvegur er aðgangur að fiski- miðum takmarkaður við tiltekna hópa. Hvergi nokkurs staðar hefur jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar verið túlkað með þeim hætti sem hér liggur fyrir. En þetta er niðurstaða hæstaréttar sem nauðsynlegt er að bregðast við,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að ef ríkisstjómin hefði valið að líta svo á, að hin óljósu ummæli í forsendum dómsins hefðu fellt 7. grein laga um stjórn fiskveiða líka úr gildi, eins og talsmenn jafnað- armanna á Alþingi hefðu haldið fram, hefði hún staðið frammi fyrir því að taka veiðiréttinn af öllum þeim sem hafa hann í dag. Síðan hefði verið hægt að fara þrjár leiðir: „í fyrsta lagi að hafa ólympískar veiðar með heildaraflamarki. Með því móti hefði sjávarútvegur á ís- landi ekki lengur verið raunveruleg- ur þáttur í íslensku efnahagslífi. Hann hefði orðið fullkomlega óarð- bær og hér hefði orðið mikil efna- hagskreppa. Annar kosturinn er sá að taka veiðiheimildirnar allai’ og úthluta þeim til sérhvers Islendings og láta það svo ráðast hverjir veiða sinn kvóta og hverjir selja hann á upp- boði. Þriðji kosturinn er sá að ríkið taki allar veiðiheimildir til sín og selji á uppboði. Þetta er sú leið sem forystumenn jafnaðarmanna hafa bent á að þeir vilji fara.“ Þorsteinn gagnrýndi harkalega þessar hug- myndir og sagðist telja að líklega myndu þær hafa miklar efnahagsleg- ar afleiðingar. „Ætli aðstaða manna sé ekki býsna mismunandi til að keppa á uppboðsmarkaði? Og ætli þetta myndi ekki leiða til þess að þau byggðarlög sem eru veikust fyrir myndu hrökkva upp af standinum á einu augabragði? Eg held að öllum ætti að vera það ljóst að ef þessi leið yrði farin yrði tafarlaust hrun í mörgum sjávarbyggðum hringinn í kringum landið," sagði Þorsteinn. Ekki heimilt að lögbinda mismun Bryndís Hlöðversdóttir alþingis- maður sagðist vera ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að dómur- inn næði aðeins til úthlutunar veiði- leyfa, heldur teldi hún hann ótví- rætt ná einnig til úthlutunar veiði- heimilda. Bryndís sagðist draga tvær skýrar ályktanir af dómi hæstaréttar: „I fyi-sta lagi stenst núverandi kerfi við úthlutun veiði- heimilda ekki umrætt ákvæði stjórnarskrárinnar, og í öðru lagi er ekki heimilt að lögbinda mismunun á borð við þá sem núverandi fyrir- komulag gerir ráð fyrir í lögum um ókomna tíð,“ sagði Bryndís. Hún gagnrýndi ríkisstjómina fyr- ir að hafa litið svo á að dómurinn ómerkti aðeins 5. grein laganna: „Það er að mínu mati fráleitt að telja að slíkt yfirklór sé nægilegt til að koma til móts við gagnrýni Hæsta- réttar, því eftir sem áður er mismun- unin enn við lýði á úthlutun veiði- heimilda. Nú er ríkisstjórninni vissu- lega vandi á höndum að bjarga því ófremdarástandi sem lögin um stjórn fiskveiða hafa að mörgu leyti skapað, þó að þau vissulega hafi sína kosti eins og sjávarútvegsráðherra rakti áðan,“ sagði Bryndís. Að lokum vísaði hún því á bug að Hæstiréttur væri að skapa vand- ræði, heldur væru vandræðin til komin vegna þeirra ólaga sem lögin um stjórn fiskveiða væru, varðandi umræddan þátt. Sigurður Líndal prófessor á fundi ungra framsóknarmanna um kvótadóm Hæstaréttar KRISTINN H. Gunnarsson, einn frummæl- enda, sagði á fundinum, sem fram fór á Kaffi Reykjavík, að í kjölfar dóms Hæstaréttar yrði óhjákvæmilegt að takmarka sóknargetu og stærð fískiskipaflotans með einhverjum hætti. Kristinn varpaði því fram að ef til vill mætti ná því takmarki með óbeinum hætti á þann hátt að leggja gjald á hin almennu veiðileyfi, verð sem gæti tekið mið af núverandi kostnaði á úreldingu. Þetta taldi hann að gæti haft þau áhrif að halda aftur af stærð flotans andspæn- is þeii-ri stöðu, sem upp er komin í kjölfar dómsins. Þá lýsti Kristinn andstöðu sinni við að jafn- ræðisregla stjórnarskrárinnar yrði túlkuð á þann hátt að allir væri jafnir að öllu leyti. Sumir ættu sína hagsmuni undir sjávarútvegi og kvaðst Kristinn ekki geta fallist á að fólk í sjávarbyggðum skyldi ekki hafa sömu stöðu gagnvart nýtingu auðlindarinnar og fólk í öðr- um byggðum og öðrum atvinnugreinum. Sigurður Líndal prófessor sagði að margir hefðu túlkað dóm Hæstaréttar rýmra en efni stæðu til. „í fyrsta lagi, samkvæmt kröfugerð og málflutningi aðila, snerist málið um 5. greinina og það er synjað um leyfi með skírskotun til hennar. Urslitarökin í dómnum eru reist á þeirri grein. Grágás, Jónsbók og almenningar í öðru lagi, og þar kem ég að grundvaliarat- riði, sem aldrei hefur verið minnst á í allri þessari umræðu; þeir sem stundað hafa út- gerð hafa öðlast atvinnuréttindi, sem einnig njóta verndar stjómarskrár, sem eignarrétt- indi, samkvæmt 72. grein stjórnarskrár," sagði Sigurður. „Halda menn að einungis jafnræði og atvinnufrelsi njóti vemdar í stjórnarskránni?“ Hann sagði að samkvæmt ákvæðum Grá- gásar og Jónsbókar, nytu þeir forgangs um- fram aðra menn, sem nýtt hafa almenningana umhverfis landið. „Þessum stjómarskrár- vörðu réttindum hagga engar yfirlýsingar um sameign þjóðarinnar né heldur fyrirmæli um að úthlutun veiðiheimildir myndi ekki eignar- rétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra Ákvæði um sameign fiskistofnanna merkingarlaust Fjörlegar umræður urðu á fundi á vegum ungra framsóknarmanna í Reykjavík í gær um kvótadóm Hæstaréttar og afleiðingar hans. aðila yfir eignarheimildum," sagði Sigurður. Hann sagði að upphrópanir um gjafakvóta með löggjöfinni stæðust ekki. „Með lögunum um stjórn fískveiða var enginn eignarréttur myndaður. Atvinnuréttindi, sem þegar voru fyrir hendi og stjórnarskráin verndaði, voru skilgreind og ákveðin. Það er allt og sumt.“ í framhaldi ræddi hann um þá spurningu hvort fiskimiðin væru ekki sameign þjóðar- innar, samkvæmt 1. grein laga um stjóm fisk- veiða nr. 38/1990. „Því er til að svara að þessi orð hafa enga merkingu í eignarréttarlegum skilningi. Þjóðin hefur engar þær heimildir, sem eignarrétti fylgja samkvæmt löggjöf okk- ar og lagahefð; nýtur engrar stöðu sameig- enda. Ætti ég kannski að fara upp í ráðuneyti og heimta slit á sameign? Á þá að bjóða fiski- miðin upp?“ sagði Sigurður. Þriðji frummælandinn, Halldór Ásgrímsson utanríldsráðheiTa, sagði að margt í dóminum kæmi á óvart. „Það er ekkert við því að segja; við sem störfum á löggjafarsamkomu þjóðar- innar verðum að aðlaga okkur þessum dómi og reyna að ráða í það hvaða viðbrögð eigi að vera við honum.“ FRUMMÆLENDUR á fundi ungra fram- sóknarmanna. Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður, Sigurður Líndal prófessor og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann sagði að ráða mætti af dóminum að heimilt væri að takmarka fjölda fiskiskipa með öðrum hætti en gert hefur verið í lögum um stjórn fiskveiða. „Þá erum við í vanda, vegna þess að við sjáum enga aðra skynsam- lega leið til að takmarka þennan fjölda,“ sagði Halldór. Halldór sagði að dómurinn vekti óvissu um að hvaða marki löggjafinn gæti metið al- mannaheill og sagði að það hefði vakið spurn- ingar hjá sér að dómurinn segði að stefndi hefði ekki sýnt fram á að aðrar leiðir væru ekki færar til að ná því lögmæta markmiði að vernda fiskistofna við Island. Að vísu væri óljóst við hvei’n væri talað en ef Alþingi Is- lendinga tæki þetta til sín væri ljóst að þar hefðu menn undanfarin ár reynt að meta hvaða aðrar leiðir væru færar; gert ýmsar til- raunir en komist að því að aðrar leiðir væru ekki færar. Aldrei dottið í hug að breyta jafnræðisreglu Halldór sagði að snúið hefði verið út úr ummælum sínum um hugsanlegar stjórnar- skrárbreytingar á þann hátt að hann hefði hug á að breyta jafnræðisreglu stjórnar- skrár vegna dómsins. „Ég hef aldrei látið mér detta það í hug,“ sagði hann. „En ég sé hins vegar þörf á því, ef ætti að túlka þennan dóm víðan, að koma á einhverri meiri vissu um hvað löggjafinn megi gera og megi ekki gera. Það hefur hingað til verið talið að lög- gjafinn hafi allfrjálsar hendur um að vernda atvinnuréttindi manna og að hann ætti að taka tillit til hagrænna sjónarmiða í ákvörð- unum sínum. Því kunni að vera nauðsynlegt, ef menn vilja túlka dóminn eins víðan og margir hafa viljað, að koma á meiri vissu í stjórnarskrá. En maður hlýtur að spyrja þá sem vilja túlka þennan dóm þannig að hann gildi jafnframt um 7. grein: hver eiga þá að vera viðbrögðin?“ Hann sagði að þá væru þrír möguleikar í stöðunni og nauðsynlegt að þeir, sem vilja túlka dóminn vítt, segi skoðun sína á því hvort þeir vilji heldur gefa allar veiðar frjálsar, b.jóða aflaheimildir á frjálsum markaði, eða úthluta aflaheimildum til hvers og eins Is- lendings. „Það vita allir, sem þekkja til, að ef einhver þessara leiða væri farin myndi blasa við mikil upplausn í þessu samfélagi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.