Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Repúblik- anar sækja í sig veðrið Svo virðist sem Clinton Bandaríkjaforseta hafí tekist að reita marga repúblikana til reiði með því að þrjóskast við að viðurkenna sök sína. Eru æ fleiri repúblikanar þeirrar skoðunar að mál- sóknin á hendur forsetanum muni ekki skaða þá til langframa. Reuters HENRY Hyde, formaður dómsmálanefndarinnar, hvatti Bill Clinton á sunnudag til að segja af sér embætti af sjálfsdáðum. BILL Clinton Bandaríkja- forseti lýsti því yfír á sunnudag að hann hygðist ekki segja af sér, það hefði satt að segja ekki hvarflað að sér. Var þetta svar við spurningum blaðamanna í kjölfar áskorunar repúblikana á Bandaríkjaþingi en dómsmálanefnd fulltrúadeildarinn- ar samþykkti á laugardag að senda fjórar ákærur á hendur forsetanum til embættismissis til afgreiðslu í fulltrúadeildinni. Verður hún tekin fyrir á fímmtudag. Innanríkismálin hafa fylgt Clinton, sem er staddur í Israel, og hafa blaðamenn gengið svo á forsetann að Benjamin Net- anyahu sá ástæðu til að hasta á þá og mælast til þess að þeir spyi'ðu einnig einhvers um Israelsförina. Dómsmálanefndin hefur sent fjórar ákærur til afgreiðslu eftir níu vikna rannsókn. Tvær varða mein- særi, ein misbeitingu valds og ein hindrun framgangs réttvísinnar. Clinton sagði á blaðamannafundi í Israel að hann myndi ekki játa að hafa logið eiðsvarinn, eins og tvö fyrstu ákæruatriðin eru um. „Eg gæti ekki játað nokkuð sem ég er viss um að ég hef ekki gert,“ sagði forsetinn. Þá vísaði hann til skoð- anakannanna sem segja þrjá fjórðu- hluta bandarísku þjóðarinnar þeirr- ar skoðunar að þingið eigi að láta nægja að víta forsetann. Vilja láta óánægju sína í ljós Demókratar og talsmenn Clint- ons hafa reynt að fá repúblikana, einkum Bob Livingston verðandi forseta fulltrúadeildarinnar, til að láta greiða atkvæði annars vegar um ákærurnar og hins vegar um vítur en Livingston lýsti því yfír á laugardag að slíkt stæðist ekki lög. Demókratar leggja hart að Li- vingston enda óttast þeir að verði það ekki gert, muni fleiri repúblikanar og demókratar en áð- ur hefur verið talið greiða atkvæði með málshöfðun á hendur forsetan- um en ella, þar sem það sé eina leið- in til að láta í ljósi óánægju sína með framferði hans. Samþykki full- trúadeildin eitthvert ákæruatrið- anna fer mál forsetans fyrir öld- ungadeildina en þar þarf aukinn meirihluta, tvo þriðju atkvæða til að víkja Clinton úr embætti. Búast fæstir við því að sú verði raunin. Arlen Specter, öldungadeildar- þingmaður repúblikana, ýjaði reyndar að því að öldungadeildin kynni að víkja forsetanum úr emb- ætti er hann lýsti því yfir um helg- ina að „atburðarás við réttarhöld getur verið ófyrirsjáanleg". Þá hafa menn velt fyrir sér öðrum kostum en embættismissi. Nefndi Orrin G. Hatch, repúblikani og varaformað- ur dómsmálanefndarinnar, þann möguleika að samþykkt yrði ákæra á hendur forsetanum sem fæli í sér að honum yrði ekki vikið úr emb- ætti en hann mætti ekki framar gegna opinberu embætti. Fullsaddur á viðvörunum Nokkrir þingmenn repúblikana brugðust illa við yfirlýsingum for- setans um helgina og sögðu tregðu hans til að viðurkenna að hann hefði logið og biðjast afsökunar á því, hafa dregið úr stuðningi við hann. Henry Hyde, formaður dómsmála- nefndarinnar, hvatti forsetann t.d. til þess að hlífa þjóðinni við mála- ferlum til embættismissis og segja af sér. „Á þann hátt færi hann frá með sóma,“ sagði Hyde í samtali við fréttaþættina This Week og Meet the Nation. „Ég tel að það yrði þjóðinni til bjargar. Ef honum er annt um Bandaríkin og ég veit að honum er það, held ég að það myndi koma þjóðinni hjá miklum óróa og uppistandi," sagði Hyde. Repúblikanar hafa verið varaðir við því að ganga of hart fram gegn Clinton þar sem skoðanakannanir sýni að almenningur vilji að látið verði nægja að víta hann. Þykir greinilegt að Hyde hefur fengið sig fullsaddan á þessum viðvörunum. „Þetta kann að vera bamalegt og heimskulegt, líklega hvoratveggja, en ég tel ekki að hitamælir sé sér- lega nytsamt tæki í málum er varða samvisku og grundvallaratriði," sagði hann og bætti við: „Sjáið til, ef gerð hefði verið skoðanakönnun um Jesú Ki-ist hefði hann aldrei lagt í að boða fagnaðarerindið." Annað sinn í sögunni Dómsmálanefndin sendir tillögur sínar til fulltrúadeildarinnar á mið- vikudag og verður málið tekið fyrir í deildinni á fimmtudagsmorgun. Gert er ráð fyrir að meðferð þess geti dregist fram á föstudag en greidd verða atkvæði um hverja ákæru fyrir sig. Verður þetta í annað skipti í sögu Bandaríkjanna sem fulltrúadeildin tekur íyrir ákæru á hendur forset- anum til embættismissis. Richard Nixon sagði af sér áður en til þess kom árið 1974 en Andrew Johnson komst naumlega hjá því að missa embættið í atkvæðagreiðslu í öld- ungadeildinni árið 1868. „Það sama aftur og aftur“ Ovissa ríkir um niðurstöðuna í fulltrúadeildinni en í New York Times í gær sagði að svo virtist sem málið væri að snúast forsetanum í óhag. Hópur repúblikana, sem ekki hefur tekið ákvörðun um hvernig þeir hyggjast greiða atkvæði síðar í vikunni, sögðu um helgina að Clint- on hefði eyðilagt fyrir málstað sín- um með því að standa fast við full- yrðingar um að hann hafí ekki framið meinsæri. „Tvö einföld orð; „ég Iaug“ hefðu gert rnikið," sagði repúblikaninn Rick A. Lazio. Staðhæfingar Clintons eru í fullu samræmi við fyrri fuilyrðingar hans um að hann hafi ekki logið eiðsvar- inn við yfírheyrslur Kenneths St- arr, sérskipaðs saksóknara í ágúst sl. og við yfirheyrslur í máli Paulu Jones gegn forsetanum í janúar sl. „Var vitninsburðurinn ei-fiður og óþægilegur og óhjálplegur? Jú, það var hann. Það er nákvæmlega það sem ég sagði fyrir rannsóknarkvið- dóminum," sagði forsetinn. Fullyrðingar hans kynnu að skipta máli í málaferlum vegna meinsæris en þær hafa reitt repúblikana til reiði. „Við heyrum það sama aftur: „Ég gerði það ekki, ég gerði það ekki, ég gerði það ekki.“ Og ég held að allir geri sér grein fyrir því að hann gerði það,“ sagði repúblikaninn Scott A. Klug. Orlög Nixons sitja í mörgum Clinton hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá fulltrúadeildinni og það kemur honum illa nú þegar repúblikanar eru farnir að færa sig upp á skaftið gagnvart forsetanum eftir að hafa haldið sig til hlés frá því fyrir þingkosningarnar í nóvem- ber sl. M.a. hefur Tom DeLay, leið- togi repúblikana í fulltrúadeildinni, lýst yfir efasemdum um að hægt sé að treysta forsetanum. Telur hann það m.a. koma fram í utanríkis- stefnu hans og ljóst að menn á borð við Saddam Hussein færi sér það í nyt. Þá er greinilegt að örlög Nixons sitja í mörgum repúblikönum. T.d. lýsti Livingston því yfir að Nixon hefði staðið frammi fyrir ákæru til embættismissis vegna þess að hann „hylmdi yfir með innbrotsþjófum. Hvers vegna var embættismissir úrræðið í tilfelli Nixons en ekki Clintons?" Repúblikanar virðast vera að komast á þá skoðun að málarekstur þeirra á hendur forsetanum muni ekki skaða flokkinn til langframa. Óttinn við reiði kjósenda varð til þess að þeir hafa haldið að sér höndum síðustu vikur, ekki síst í ljósi hraklegrar útkomu í þingkosn- ingunum í fyrra mánuði. Nú hefur hins vegar hver þing- maðurinn og ríkisstjórinn á fætur öðrum lýst því yfir í viðtölum að þeir telji flokkinn ekki í hættu vegna málaferlanna á hendur Clint- on vegna þess hve langt sé í næstu kosningar. Skammtímaminni bandarískra kjósenda muni sjá til þess að málið verði gleymt í næstu forsetakosningum árið 2000. Vítur hæfíleg refsing? Viðbrögð fjölmiðla við mála- rekstrinum á hendur Clinton skipt- ast í mörg horn, þótt flestir telji vít- ur hæfilega refsingu. „Sú gríðarlega refsing sem felst í því að vera vikið úr embætti er ekki í neinu hlutfalli við misferli Clintons," segir í The Philadelphia Inquirer. „Þess í stað ættu báðar þingdeildirnar að sam- þykkja harðorða fordæmingu á virðingarleysi Clintons fyrir lögun- um. Slík niðm-staða krefðist undir- skriftar forsetans og hann gaf i skyn á fostudag að hann myndi íhuga slíkt.“ í Lincoln Journal Star segir að Clinton hefði átt að vera búinn að segja af sér fyrir mörgum mánuð- um til að hlífa þjóðinni við rann- sókninni. Nú þurfi hins vegar að íhuga næstbesta kostinn, sem blaðið telur vera vítur. Undir það tekur The Detroit Free Press en The Witchita Eagle telur hins vegar að fulltrúadeildin eigi að samþykkja að leggja til að Clinton' verði vikið úr embætti og vísa málinu til öldunga- deildarinnar. „Það er með mikilli eftirsjá sem ritstjórn blaðsins mælir með þessu. Hefur ákvörðunin verið sú erfiðasta sem tekin hefur verið á blaðinu í hug allra þeirra sem að henni standa." The Washington Post er harðort í garð dómsmálanefndarinnar. „Dómsmálanefnd fulltrúadeildar- innar hefur nú lokið verkefni sínu og mistekist hrapallega. Hún hefur samþykkt fjögur ákæruatriði til embættismissis og þar af eru tvö þeirra illa skilgreind og tvö órök- studd. Þá hefur nefndin á hrokafull- an hátt einnig ákveðið að leggja ekki til að greidd verði atkvæði um vítur og reynt þar með að svipta fulltrúadeildina öllum valkostum öðrum en ákæru til embættismissis. Leiðtogar repúblikana í fulltrúa- deildinni ættu að bæta þessa að- stöðu með því að tryggja einhvern veginn að fulltrúadeildinni verði gert kleift að greiða atkvæði um skynsamlegan valkost sem eru harðorðar vítur.“ Berkla- faraldur í Kasakstan BERKLAFARALDUR vofir yfir í Kasakstan, ef ekki verður snarlega gripið til ráðstafana til að hamla gegn útbreiðslu hins skæða smitsjúkdóms. Frá þessu greindu heilbrigðisyfir- völd í landinu í gær. „Svo til hver einasti íbúi landsins er í smithættu. Enginn er ónæmur og nýjar gerðir berklasýkingar eru sífellt að koma upp,“ sagði Amangeldy Zhangireyev, yfir- maður aðalberklasjúkrahúss landsins. Berklasjúkum fjölgaði um 17.000 á fyrstu 11 mánuð- um þessa árs og eru nú 73.000, að sögn Zhangireyevs. Ibúar landsins, sem er fyrrverandi Sovétlýðveldi í Mið-Asíu, eru alls um 16 milljónir. Zhangir- eyev kennir aðallega lyfja- og læknaskorti auk útbreiddrar fátæktar um hvernig komið er. Bann við fúkkalyfjum í dýrafóðri GERT er ráð fyrir að landbún- aðarráðhen-ar Evrópusam- bandsins (ESB), sem funda í Brussel í gær og í dag, sam- þykki að banna að fjórum til- teknum fúkkalyfjum sé blandað í dýrafóður, þar sem rannsókn- ir benda til að virkni slíkra lyfja á fólk fari minnkandi með neyzlu kjöts af dýrum sem gef- in hafa verið slík lyf. Dýra- læknanefnd ESB samþykkti slíkt bann fyrir sitt leyti fyrr í mánuðinum. Bændur í kröggum ÞRIÐJI hver þýzkur bóndi er í kröggum og 3Á% þeirra kunna að gefa búskap upp á bátinn á þessu ári og næsta, að sögn Gerds Sonnleitners, forseta þýzka búnaðarsambandsins. Þessum búsifjum veldur aðal- lega verðfall á korni og svína- kjöti, en með efnahagshruninu í Rússlandi hefur markaðurinn þar svo gott sem lokast. Ur stríðs- fangavist eftir 45 ár TVEIMUR Suður-Kóreumönn- um, sem lentu í stríðsfangavist hjá Norður-Kóreumönnum í Kóreustríðinu fyrir 45 árum, tókst að sleppa úr vistinni, að því er fulltrúar s-kóreski-a leyniþjónustuyfirvalda gi'eindu frá í gær. Mennirnir, sem nú eru 67 og 71 árs, höfðu löngu verið taldir af. 128 eitur- fíklar látnir ÞRENNT fannst látið úr of stórum skammti eiturlyfja í Osló um helgina. Að sögn lög- reglunnar þar hafa nú alls 128 manns látizt á þennan hátt í borginni á árinu, svo vitað sé. Það er met. Havel veikur VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, hefur aflýst öllum opin- berum erindagjörðum þar til á fimmtudag vegna veirusýking- ar í öndunarvegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.