Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 32

Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLADIÐ Fjöldafram- leiddir hermenn GRÆNA fljótið eftir Ólaf Elíasson í Ingólfsstræti 8. Hin ummyndaða náttúra MYMILIST Gallerf Ingólfsstræti 8 BLÖNDUÐ TÆKNI ÓLAFUR ELÍASSON Til 10. janúar. Opið frá fímmtudegi til sunnudags frá kl. 14-18. Lokað ylir hátíðirnar frá 20. desember, en sýninguna má skoða frá götunni um glugga. GAGNVART náttúrunni hegðar maðurinn sér eins og utan og ofan við lögmál hennar. Sköpunarsagan er reyndar ekki annað en óburðug tilraun til að bregða ljósi á þá til- fínningu sem ávallt hefur herjað á mannkynið; að hluti þess af um- hverfínu sé aðeins til hálfs. Þessi „erfðasynd“ eins og kirkjan kýs að kalla framandleik mannsins frammi fyrir náttúrunni kemst samt hvergi til skila með auðveldum hætti, ekki frekar en svo margt í ritningunni, og má þar eflaust um kenna breyskri mennsku Biblíuhöfundar. Honum tókst ekki frekar en öðrum að lýsa sakleysinu í paradís fyrir eplisátið, einfaldlega vegna þess að hann gat ekki séð heiminn með aug- um þess sem ekki hefur etið af ávöxtum skilningstrésins. Hið eina sem við mennirnir skynjum er að til er önnur sýn en sú hefðbundna, þótt sú sýn sé ekki endilega náttúrulegri en okkar eðli- legu viðhorf. Á sinn hægverska máta áminnir Olafur Elíasson okk- ur um það að listin getur aldrei ver- ið náttúruleg. Við getum aldrei um- breytt skynjun okkar í mynd eða. hlut, öðruvísi en útkoman verði eitt- hvað allt annað en fyrirbærið sem kveikti með okkur löngun til að búa til myndina eða hlutinn. Við getum með öðrum orðum aldrei miðlað skynjun með ómenguðum hætti. Þannig er hugtakið „raunsæi" full- komin þverstæða og tilbúningur. Hvort sem útkoman er í bland við náttúruna ellegar með hennar aðstoð verður hún ætíð listaverk; tæknileg afurð sem lýtur eigin lögmálum. Það er einmitt þessi postmódemíska af- staða Ólafs til fyrirmyndarinnar sem slær okkur út af laginu þegai- við skoðum verk hans. Vatnið sem renn- ur ofan í brunninn umbreytist við áhrif blikkljósanna í eins konar kvikasilfur gullgerðarmannsins. Gesturinn verður að snerta bununa til að sannfærast um það að vatnið renni ekki í slumpum um gagnsæja slöngu; sé ekki glitrandi silfurskraut; heldur ómenguð buna sem rennur viðstöðuiaust ofan í keraldið. Gesti rekur enn í rogastans frammi fyrir myndröðinni af fagur- grænni kvíslinni sem rennur í árfar- vegi sínum. Slík óvænt ummyndun á náttúrulegu fiæði fær áhorfand- ann til að hugsa margt í senn; fyll- ast skelfmgu; spyrja um tegund fílt- ers sem ljósmyndarinn notaði eða velta fyrir sér hvort varanleg meng- un stafi ekki af svona tiltæki. Styrk- ur Ólafs er fólginn í því flóði af spurningum sem verk hans vekja, um leið og áhorfandinn reynir að treysta sjóntaugunum, því mjög svo brigðula haldreipi. Halldór Björn Runólfsson KVIKMYNPIR Itfóborgin HERMAÐUR „SOLDIER" ★★ Leikstjóri: Paul Anderson. Handrit: David Webb Peoples. Framleiðandi: Jerry Weintraub. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Gary Busey, Jason Scott, Connie Nielsen. Warner Bros. 1998. í NÝJUSTU mynd sinni, fram- tíðartryllinum Hermanni eða „Soldier", segir Kurt Russell varla meira en 20 til 30 orð. Hann er næstum þögulli en gröfin, sem kannski er ekkert skrítið því hann er talinn af og settur á einhvem al- heimsruslahaug þar sem hann lifnar við aftur. Ástæðan fyrir því að hann næstum lét lífið er sú að hann er af úreltri tegund hermanna. Hann var tekinn úr vöggu og alinn upp á of- beldi og stríðum og er raunar í toppformi þegar nýju módehn koma á markaðinn, erfðafræðilega skap- aðar drápsmaskínur, sem Russell hreinlega getur ekki drepið - nema hann sé að reyna það með þögninni. „Soldier" er undarlegur samsetn- VERK eftir Línu Rut. Lína Rut sýnir á Kaffi 17 NU stendur yfir sýning Línu Rutar á olíumálverkum á Kaffí 17, Lauga- vegi. Lína Rut útskrifaðist úr MHI 1994 úr málaradeild. Sýningin er opin á verslunartíma út desember. Fréttir á Netinu mbl.is __/\L.LTa/= EITTH\#\0 NYTT ingur stjómað af Paul Anderson, sem þekktur er fyrir tölvuleikja- myndina „Mortal Kombat". Hún er fyrir það fyrsta dæmigerð Rambó- mynd þar sem Russell stígur skrefið til fulls og verður Sylvester Stallone. Hún er geimvestri þar sem Russell er einnig í hlutverki Shanes, manns- ins sem enginn veit hver er en bjargar heiðri og sóma landnem- anna er smám saman binda traust sitt við hann. Landnemamir í þess- ari mynd er fólk sem brotlent hefur á mslahaugnum og búið sér til eins- konar líf með aðferðum endurvinnsl- unnar. Handritshöfundurinn David Webb Peoples þekkir sína vesti-a, hann skrifaði „Unforgiven“, þótt hann hafi kannski ekki áður stolið þeim í heilu lagi. Svo er þetta líka framtíðartryllir og það er jafnvel hennar sterkasta hlið. Umhverfi framtíðarinnar, gengdai-lausar styrjaldir, böm gerð að hermönn- um, einhverskonar fasismi sem ræð- ur ríkjum, allt er það ágætlega ft-amsett. Og sviðsmyndimar, rasla- plánetan, er hugvitsamlega notuð; kemur í ljós að íslensk flugvél Arnaldur Indriðason Umfjöllun um Ævisögu þorsksins HREINN Ragnarsson, sagnfræð- ingur, tekur til umfjöllunar og at- hugunar bókina Ævisaga þorsksins, fiskurinn seny breytti heiminum, í Sjóminjasafni Islands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, í dag, þriðjudag, kl. 20.30. Bókin er eftir Mark Kurlan- sky og var nýlega gefin út í íslenskri þýðingu Ólafs Hannibalssonar. Er- indið er flutt í boði Rannsóknarset- urs í Sjávarútvegssögu og Sjóminja- safns íslands. ----------------- Nýjar hljómplötur • GA UDETE! - Fagnið! er með söng Kammerkórs Hafnart'jarðar. Þetta er fyrsta plata kórsins og liefur að geyma 24 lög, gamla og nýja jólatónlist. Kórinn var stofnað- ur vorið 1996 og leitast við að syngja andleg og veraldleg verk frá hinum ýmsu tímum, innlend og erlend, seg- ir í fréttatilkynningu. Einsöng syngur Þórunn Guð- mundsdóttir sópransöngkona, Helga Loftsdóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Rúnar Matthí- asson bassi. Gunnar Gunnarsson leikur á þverflautu, Ástríður ur Alda Sigurðardóttir leikur á píanó, Lenka Mátéová á orgel, Þröstur Þorbjörns- son á gítar og Jón Björgvinsson á slagverk. Stjórnandi Kammerkórs Hafnarfjarðar er Helgi Bragason. Kórinn gefur sjálfur út. Upptakan var hljóðrituð í október og nóvember sl. í sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og íVíðistaðakirkju. Stjórn upptöku önnuðust Bjarni Rúnar Bjarnason og Hreinn Valdimarsson. Hjóðvinnsla: Bjarni Rúnar Bjarnason. Utlit og hönnun: Gamla útgáfufélagið. Verð: 1.990 kr. -------♦«♦"♦--T-- Upplestur á Sól- oni Islandusi FJÓRIR rithöfundar lesa úr verkum sínum á 2. hæð Sólons Islandusar annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Jónas Jónasson les úr bókinni Náðuga frúin á Ruzomberok, Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bókinni Keikó - hvalur í heimsreisu, Gunnar Dal les úr ljóðabókinni Maður og jörð og Súsanna Svavarsdóttir les úr þýðingu sinni á bókinni Ekki klúðra lífí þínu, kona. SIEMENS ivnii Qiomono Kol Siemens bakstursofn Réttl ofninn fyrir þig. Fjölvirkur (vfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með blæstri, venjuleg glóðarsteiking), létthreinsikerfi, rafeindaklukka og sökkhnappar. Búhnykksverð: borð, fjórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur bakstursofn, létthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð. iilegt k með áföstum rofum, fjórum hraðsuðuhellum, tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. UMBOÐSMENN: Atianis: Ral^ítiisli Sipitíii - Baiganie:: Bii - Snsfellsbaer: Kntimii - erandaifiöríur: Eiiii Hiljiiirai - Snttiifiilni: Stigirit - Búðaidalur: talii - iiafjöiiti: filin Hviuinngi: Skjuai - Siilíitiitir: Rafsji - Sigliljtilidqii - Atnvii: Ijiaipfiu - Hiiavit: Dnfjgi - VounafjöifSui: Rafm|isieliiia II - Nestaupstaður: RafilÉ - Reiðailjörður Hiiiétabl Íib f. - Egilsstaðii: Sœii tiiniai - Bieilialnit Slefin I. Sleliisis - Höfn i Höinafirði: Iiii i| M - Vít i Uýidal: BÉn - Vestinannaerjarfimik - Hialnillc Ralngisieitst. m - Hella: Eti • Selfoss: hbii ■ Eriiiaiít: latiij • Gaiður. Raftzkjn Si; legniss • (ellaiit: Ijútijiii • Hafnarfjöiðui: láil Stili fateii SMITH & NORLAND w 7 ’ % Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.