Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 35
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 35
LISTIR
Jólaboð(gleð)skapur
Sjonvarpið
Sunnudagsleikhúsið
Æ,Æ
Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson, leik-
stjóri: Hilmar Jónsson, leikmynd:
Snorri Freyr Hilmarsson, tónlist:
Margrét Ornólfsdóttir, Ieikendur: Ari
Matthíasson, Björn Ingi Hilmarsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir.
MAÐUR vaknar upp í ókunnugu
rúmi, lítur varlega til hliðar og sér
vangasvipinn á ókunnugri konu,
stynur lágt „æ,æ,“ og smokrar sér
síðan framúr af mikilli kúnst og tínir
á sig spjarirnar eins hratt og hljóð-
lega og grúttimbruðum manni er
framast unnt. Konan rumskar, rís
upp við dogg, þau horfast í augu,
augnablik sannleikans er runnið
upp. Hún segir allt sem segja þarf:
„Æ,æ.“
Breskur stórleikari lét eitt sinn
svo um mælt að kúnstin við að leika
harmleiki Shakespeares væri að
hafa vald á þeirri list að segja „Oh“
á sem fjölbreyttastan hátt. Karl
Agúst gæti hafa tekið hann á orðinu
og lagt upp í þessa stílæfíngu með
„æ,æ“ eitt að vopni til að sýna
hversu fjölbreytt tjáning getur farið
fram þrátt fyrir einfaldan orðaforða.
Svipbrigði og hreyfingar ásamt því
sem kalla má „líkamlega framvindu"
fylltu ágætlega út í hinn orðvana
leik; meðan frávita eiginmaðurinn
knýr dyra ofurölvi, berjast konan og
hjásvæfíllinn öi-væntingarfullri bar-
áttu í svefnherberginu við að hylja
ummerki næturinnar, hann reynir
að fela sig eða að hverfa á braut á
hefðbundinn hátt út um gluggann
niður samanhnýtt lök. Hvorugt
tekst og að lokum er ekkert til ráða
annað en opna dyrnar og taka í
hornin á tudda. „Æ,æ“.
Leikur, myndvinnsla, tónlist og
leikmynd leggjast hér á eitt við að
segja hefðbundna sögu á skemmti-
lega stílfærðan hátt, undirstaðan er
auðvitað hugmynd höfundarins að
leik án orða svo úr verður leikþáttur
sem veitir tækifæri til að nýta aðrar
tjáningarleiðir. Hér var kunnáttu-
samlega og hugvitsamlega unnið úr
möguleikunum. Leikmyndin var að
grunni til sami pallur og í fyrra leik-
riti Karls Ágústs frá síðasta sunnu-
degi, sennilega eins konar
„konsept", svo séreinkenni hvers
leikþáttar liggja í umgjörðinni um
pallinn, húsgögnunum og skreyting-
unum. Nútímahúsgögn eru greini-
lega ekki hönnuð með grunnþarfir
framhjáhalds í huga, því erfitt er að
fela sig undir sökkulsíðum rúmum
og til lítils að skríða inn í fataskápa
með glerhurðum.
Eins og góðum húmorista sæmir
er Karl Agúst Ulfsson líka móralisti.
Kannski er þó of langt seilst að
leggja út af efni leikþáttar hans og
fjalla um siðferðilegar hliðar fram-
hjáhalds. „Eftirgleðileikur" var yfir-
skrift verksins í kynningum sjón-
varpsins og bendir orðið til inni-
haldsins á þá lund að það snýst um
hvað við tekur eftir að gleðinni lýk-
ur. Höfundurinn læðir þó þeirri
spurningu að strax í upphafi hvort
gleði sem jafnskjótt er hulin móðu
gleymskunnar sé ekki í það minnsta
tvíbent. Og kannski er það tilviljun
að leikþátturinn er sendur út þegar
„eftirgleðileikir" jólaglöggvunar fara
fram í ýmsum myndum útum borg
og bæ. Hætt er þó við að hláturinn
yfir sakleysislegum eftirgleðileikn-
um á sunnudagskvöldið hafi einhvers
staðar verið þvingaðri en ella. Æ, æ.
Hávar Sigurjónsson
I skugga fortíðar
KVIKMYNPIR
Ilognbogiiiii;
Vetrarvindar
LEFT LUGGAGE ★★★
Leikstjóri Jeroen Krabbé.
Handritshöfundur Edwin de Vries,
e. sögu Carls Friedman. Tónsmiður
Henry Vrienteu. Kvikmyndatöku-
stjóri Walther van den Ende.
Aðalleikendur Laura Fraser,
Isabella Rosselini, Maximilian
Sehell, Jeroen Krabbé, Marianne
Sagebrecht, Topol. 100 mín.
Hollensk/belgísk/bandarísk. 1998.
HUGHRIFIN sem Left Lugga-
ge, fyrsta leikstjórnarverkefni hol-
lenska leikarans góðkunna Jer-
oens Krabbé, rifja upp þá samúð
sem gyðingar nutu meðal vest-
rænna þjóða eftir lok seinna
stríðs. Níðingsverk nasista hvíldu
jafnvel á pasturslitlum herðum
barna og unglinga norður í
Dumbshafi. Fortíðin plagar per-
sónurnar í Left Luggage. Mara
Helfararinnar víkur ekki frá þeim.
Myndin hefst á stuttu atriði. Gyð-
ingur á flótta felur sínar kærustu
minningar um lífið fyrir Hitler, í
tveimur koffortum sem hann gref-
ur í jörð. Síðan víkur sögunni til
Antwerpen 1972. Gyðingurinn sem
faldi töskurnar (Maximilian
Sehell) er enn að leita þeiiTa í um-
turnuðum borgarhverfum Belgíu.
Bæði hann og kona hans (Mari-
anne Ságebrecht) eru enn með
hugann við skelfingar útrýmingar-
búðanna. Þriðji meðlimur fjöl-
skyldunnar er Chaja (Laura Fra-
ser), lífsglöð og uppreisnargjörn
nútímastúlka, við heimspekideild
háskólans. Hún veltir ekki mikið
fyrir sér fortíðinni né trúarkredd-
um gyðinga. Engu að síður gerist
hún barnfóstra hjá hasídafjöl-
skyldu þar sem strangtrúaður fað-
irinn (Jeroen Krabbé) ríkir yfir
eiginkonu sinni (Isabellu Rossel-
ini) og fimm börnum þeirra. Chaja
þiggur starfið fyrst og fremst sök-
um Simcha (Adam Monty), fjög-
urra ára drengs, sem talar ekki, er
bældur og innilokaður, en tekur
ástúð og frjálslyndu viðmóti barn-
fóstrunnar fegins hendi.
Gjörólík viðhorf Chaju og
hasídanna hljóta að kalla á
árekstra, þeir verða hastarlegir
og myndin átakanleg, en sögð af
hlýju og talsverðu lífsnauðsynlegu
skopskyni. Tengsl Chaju og
Simcha litla eru nístandi góð,
skynsamleg og vel skrifuð. Megin-
kostur myndarinnar er sterkur
samleikur Fraser og Montys hins
unga, sem sýnir ótrúlega hæfi-
leika og er hinn ofurviðkvæmi
kjarni myndarinnar.
Annars eru allar persónurnar
brothættar. Faðir Chaju í sinni
endalausu leit að sjálfum sér í
góssi koffortanna, eiginkonan og
nágrannarnir, öll svipur hjá sjón.
Stríðið lagði þau í rúst. Ástandið
er öðruvísi en ekki betra hjá
hasídafjölskyldunni, sem býr í
skugga ofsatrúar heimilisföðurins.
Isabella Rosselini er stórkostleg í
lúðri persónu húsmóðurinnar og
Krabbé er styrkur sem leikari og
leikstjóri. Hann hefur verið í
mikiu uppáhaldi hér, enda frábær
vanmetinn leikari (Soldier of
Orange, No Mercy, King of the
Hill), sem sýnir að hann er jafn-
framt athyglisverður, skynsamur
leikstjóri, sem kann að töfra fram
áhrifaríkt andrúmsloft og magnað-
an leik hjá öllum þeim sem áður
hafa verið nefndir og síðast en
ekki síst hjá gamla góða Chaim
Topol, sem skýtur óvart upp koll-
inum í þessum áhugaverða leik-
arahóp, í litlu en veigamiklu hlut-
verki roskins vinar Chaju. Aldeilis
eftirminnileg mynd um manneskj-
ur í tilvistarkreppu, hágyðinglegi
trúarþátturinn er þó sjálfsagt full
fyrirferðarmikill fyrir aðra trúar-
bragðahópa.
Sæbjörn Valdimarsson
Confortarle
Fótlagainniskór
Teg.: 7297
Litur: Dökkblár
Stærðir: 40-46
verð kr.995
oppskórinn
Veltusundi v/lngólfstorg, sími 5521212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Húsbréf
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
1. flokki 1989 - 33. útdráttur
1. flokki 1990 - 30. útdráttur
2. flokki 1990 - 29. útdráttur
2. flokki 1991 - 27. útdráttur
3. flokki 1992 - 22. útdráttur
2. flokki 1993 - 18. útdráttur
2. flokki 1994 - 15. útdráttur
3. flokki 1994 - 14. útdráttur
Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1999.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum
hér að ofan birt í DV þriðjudaginn 15. desember.
Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni
á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa-
fyrirtækjum.
Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFAOEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 690
Rit þetta er ómissandi smiðum, húseigendum, arkitektum og öllum þeim sem
áhuga hafa á varðveislu gamalla húsa. í ritinu er að finna teikningar og
verklýsingar um hvemig gera á við gömul timburhús.Markmiðið er að spoma
við mistökum þegar gömul timburhús em lagfærð eða gerð upp.Gagnleg bók
með fjölda ljósmynda og teikninga, tekin saman af Jon Nordsteien arkitekt
mnal í samvinnu við Magnús Skúlason arkitekt.