Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 37
LISTIR
Falleg jólasaga
TOIVLIST
iVESKIRKJA
TÓNLEIKAR OG ÓPERU-
FLUTNINGUR
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, ein-
söngvarar, Kammerkór Kópavogs
Kór Neskirkju og nemendur í List-
dansskóla íslands fluttu lög eftir Atla
Heimi Sveinsson, Concerto grosso
eftir Corelli og óperuna Amal og
næturgestina eftir Gian Carlo Men-
otti, Ingvar Jónasson stjórnaði.
Sunnudagskvöld kl. 20.30.
SINFÓNÍ UHL JÓMSVEIT
áhugamanna hefur nú starfað í
hartnær áratug undir stjórn stofn-
anda hljómsveitarinnar, Ingvars
Jónassonar. A þeim tíma hefur
hljómsveitin færst æ meira í fang,
og jafnframt vaxið að burðum. Á
jólatónleikum hljómsveitarinnar var
efnisskráin þrískipt; fyrst gat að
heyra fjóra söngva eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem hljómsveitin lék
með Kór Neskirkju, þá var fluttur
Concerto grosso, eða Jólakonsert-
inn eftir Archangelo Corelli, og í
lokin var flutt óperan Amal og næt-
urgestirnir eftir Gian Carlo Men-
otti.
Söngur Kórs Neskirkju á lögum
Atla Heimis Sveinssonar með hljóm-
sveitinni var daufur og litlaus. Strax í
fyrsta tónbili Man'ukvæðis við ljóð
Halldórs Laxness átti sópraninn í erf-
iðleikum með hæðina og þar með var
lagið fallið til enda. Festingin víða,
hrein og há og Dalvísa, við ljóð Jónas-
ar Hallgrímssonar, voni sömuleiðis
líflaus, en í lokalaginu, Snert hörpu
mína, við Kvæðið um fuglana eftir
Davíð Stefánsson fór loks að birta til.
Þar átti Inga Backman skínandi sóló,
og söngur kórsins lifnaði um leið.
Jólakonsert Corellis, Concerto
grosso í g-moll, op. 6 nr. 8 heyrist oft
á þessum árstíma, - enda saminn til
flutnings á jólanótt. Þetta ljúfa verk
er eins og vorboði að vori, boðberi
góðra frétta, jólin eru í nánd. Hljóm-
sveitin lék verkið vel, og einleikarar
úr röðum hljómsveitaxinnar, Ragn-
heiður E. Þorsteinsdóttir, Helga
Oskarsdóttir og Páll Einarsson, skil-
uðu sínu hlutverki með stakri prýði.
Með verkinu dönsuðu nemar frá
Listdansskóla íslands dans sem
Ástrós Gunnarsdóttir samdi við það.
Einhvern veginn var eriitt að upplifa
dansinn og tónlistina sem eina heild,
og þótt dansinn væri bæði fallegur
og listilega dansaður verkaði hann
truflandi á tónlistina.
Þriðja atriðið á efnisskránni,
óperan Amal og næturgestirnir eftir
Gian Carlo Menotti, var toppurinn á
kvöldinu, og hefði að ósekju mátt
vera eina verkið á efnisskránni. Þeir
eru margir sem muna fyrstu upp-
færslu verksins hér á landi með Sig-
urði Rúnari Jónssyni í hlutverki
Amals, og fyrstu sjónvai-pskynslóð-
inni er Olafur Flosason ógleyman-
legur í þessu hlutverki. Síðan hefur
óperan verið flutt nokki’um sinnum.
Þessi hugljúfa jólasaga hefur notið
gríðarlegra vinsælda frá því hún var
frumflutt í amerísku sjónvarpi jólin
1951. Óperan er sú fyrsta sem samin
var sérstaklega fyrir sjónvarp, og að
því leyti tímamótaverk. Óperur
Menottis, Síminn og Miðillinn, hafa
einnig notið mikilla vinsælda hér og
verið settar upp nokkrum sinnum.
Þeir eru tveir sem skipta með sér
hlutverki Amals nú, og söng Rúrik
Fannar Jónsson á sunnudagskvöld-
ið. Með hlutverk móðurinnar fer
Hulda Guði’ún Geirsdóttii’, en þeir
Skarphéðinn Þór Hjai’tarson tenór,
Ólafur Rúnarsson bariton og Bene-
dikt Ingólfsson bassi fara með hlut-
verk vitringanna Kaspars, Melkjörs
og Baltasars, en Egill Gunnarsson
bariton er skósveinn þeirra. Kam-
merkór Kópavogs fer með hlutverk
hjai’ðmanna og þorpsbúa. Hulda
Guðrún Geirsdóttir er fín í hlutverki
móðurinnar. Raddlega beitir hún
sér um of, mætti gjarnan vera létt-
ari í söngnum í anda þessarar ljúfu
tónlistar og gefa orðunum jafnframt
meiri gaum. Söngur hennar var þó
jafnan fallega músíkalskur og
hi’einn. Vitringarnir þrír voru skín-
andi góðir hver og einn, - þeir
dýpka söguna með jafnt húmor og
djúpri alvöru. Sá sem kom mest á
óvart var Rúrik Fannar Jónsson,
sem söng hlutverk Amals einstak-
lega fallega, klingjandi hreint og af-
burða músíkalskt, og hvert orð í
ágætri íslenskri þýðingu verksins
heyrðist skýrt og greinilega. Kór og
dansarar færðu verkinu svo enn
nýja vídd. Þótt strengirnir ættu í
einhverjum erfíðleikum með að spila
hreint í upphafi verksins náði hljóm-
sveitin sér fljótt á strik og spilaði
verkið ákaflega vel til enda. Upp-
setning verksins var einfóld og lát-
laus en snotur, kannski fullstöð -
hefði kannski mátt vera meiri hreyf-
ing á söngvurum, sérstaklega vitr-
ingunum sem eru hreyfiafl sögunn-
ar. Heildarsvipur óperuflutningsins
var þó mjög þokkafullur og umfram
allt skemmtilegur. Það er í honum
hlýja og gleði sem gerði þessa stund
virkilega ánægjulega, og ekki er
verra að nú gefst nýjum kynslóðum
enn tækifæri til að kynnast Amal og
fallegu jólasögunni hans.
Bergþóra Jónsdóttir
Nemar úr
skúlptúrdeild
MHÍ sýna
myndverk
NEMENDUR úr skúlptúrdeild
Myndlista- og handíðaskóla íslands
sýna myndverk dagana 15. og 16. des-
ember. Myndverkin hafa verið unnin
í tengslum við ýmsar stofnafr og fyr-
frtæki í Reykjavík undir handleiðslu
kennara þeirra, Halldórs Ásgefrsson-
ar.
Verkin eru margvísleg að efni og
gerð og verða flest þeirra til sýnis á
viðkomndi stöðum. Sum verkanna
eru unnin í samvinnu við starfsfólk en
önnur eru hugsuð og unnin fyrir
ákveðið rými.
Verkin verða til sýnis á opnunar-
tíma fyrirtækjanna sem taka þátt í
verkefninu. Þau eru: Tal hf., Fálkinn
hf., íslenska útvarpsfélagið, Máln-
inigarverksmiðjan Harpa, Vegagerð-
in, Tæknival hf., Hrafnista, Teitui’
Jónasson, Sundhöll Reykjavíkur, Al-
menningsvagnar hf., Borgarbóka-
safnið við Þingholtsstræti, Radíómiðl-
un hf. og Hallveigarstaðir.
SLOPPAR
Dömusloppar
Herrasloppar
Velúrgallar,
renndir, hnepptir
og hnýttir.
I__I lympiSL
Kringlunni 8-12, sími 553 3600
H>mb l.i is
A.LUTAf= eiTTH\SA£> NÝTl
Morgunblaðið/Golli
SONGVARAR og strengjasveit á æfíngu í Grensáskirkju.
Grensáskórinn flytur
tvær jólakantötur
KIRKJUKÓR Grensáskirkju flytur
tvær jólakantötur á aðventutónleik-
um á morgun, miðvikudag kl. 20.30.
Fluttar verða Lobet, Christen,
euren Heiland eftir D. Buxtehude
og Uns ist ein Kind geboren,
kantata nr. 142 eftir J.S. Bach. Ein-
söngvarar verða Ingibjörg Ólafs-
dóttir, Hellen Helgadóttir, Ingimar
Sigurðsson, Matthildur Matthías-
dóttir, Guðlaugur Viktorsson og
Ingimar Sigurðsson. Kammerveit
leikur með í báðum kantötunum
undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar.
Birna Ragnardóttir, sem stundað
hefur söngnám við Nýja tónlistar-
skólann og síðai’ á Italíu, mun
syngja ai’íu úr Magnificat efitr Bach
á milli kantatanna. Þá leikur
strengjasveit Nýja tónlistarskólans
Concerto grosso op. 6 nr. 1 eftir
G.F. Hándel.
Þar sem þjálfunin byrjar
púlsmælar
P. Ólafsson ehf.,
Trönuhrauni 6, Hafnarfiröi,
sími 565 1533, fax 565 3258.
Söluaðilar POLAR púlsmæla:
Akranes: Guöm. B. Hannah úrsm. Ólafsvfk: Verslunip Hrund. ísafjörður: Vestursport. Sauðárkrókur:
Sundlaugin. Úlafsljörður: Tíska og sport. Akureyri: Úrsmíðavinnust. Halldórs Ólafssonar. Húsavík:
Skokki, heilsurækt. Egilsstaðir: Apótekið. Neskaupstaður: SÚN-búðin.Veslmannaeyjar: Hressó,
heilsurækt. Selloss: Styrkur. Ketlavík: Georg V. Hannah úrsm. Hlaupasíðan: http://www.mmedia.is/hlaup
/OLATRE
TIIK OKIGIXAL/USA
★ TÍU ÁRA ÁBYRGÐ, ÆVIEIGN
★ VERD ADEINS FRÁ 2900,-
★ MARGAR STÆRDIR
★ /ÓLASERÍA & FÓTUR FYLGIR
ÚTSÖLUSTADIR ALASKA
| Alaska v/BSÍ, Borgartúni 22 a Ármúla 34 s: 562 2040
Morgunblaðið/Karl
HAUKUR Guðlaugsson og Gunnar Kvaran héldu
tónleika í Hvammstangakirkju.
Orgel- og sellóleikur
í Hvammstangakirkju
Hvanistanga. Morgunblaðið.
HAUKUR Guðlaugsson, organisti
og söngmálastjóri þjóðkirkjunn-
ar, og Gunnar Kvaran, sellóleik-
ari, héldu aðventutónleika í
Hvammstangakirkju sunnudag-
inn 6. desember. Tónleikarnir
voru vel sóttir og voru liður í
tónleikaröð Tónlistarfélags Vest-
ur-Húnvetninga.
Á efnisskránni voru nokkur
verk eftir J.S. Bach, m.a. Svíta
nr. 2 fyrir einleiksselló og verk
eftir Carl Piutti, J. Pachebel,
G.F. Hándel, L.N. Clérambault,
F.Chopin, Bach-Gounod, C.Saint-
Saens, L. Boccerini og
W.H.Squire.
Ymist léku listamennirnir ein-
leik eða samleik á pípuorgelið og
selló, en síðustu lög tónleikanna
léku listamennirnir saman á selló
og píanó. Gunnar Kvaran kynnti
dagskrána og lét þess getið að
rætur hans lægju um Miðfjörð-
inn. Hann hafi átt heima á
Hvammstanga sem barn og síðar
á sumrum á Laugarbakka, hjá
Jósefínu Helgadóttur ömmu
sinni. Með þennan bakgrunn
væru tónleikar á Hvammstanga
sér afar ánægjulegir.
Súrefnisvönir
Karin Herzog
Kynning
í dag í Háaleitis Apóteki
kl. 15-18 og Heilsu og fergurð,
Síðumúla 34, kl. 14-17.