Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.12.1998, Blaðsíða 39
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. CLINTON I MIÐ- AUSTURLÖNDUM ÞEGAR fulltrúar í þjóðarráði Palestínumanna sam- þykktu samhljóða í gær að ógilda ákvæði í stofnskrá Frelsissamtaka Palestínu (PLO) þar sem hvatt er til tor- tímingar Israelsríkis var mikilvægri hindrun rutt úr vegi fyrir batnandi samskiptum Israela og Palestínumanna. Akvörðunin var tekin á fundi ráðsins í Gaza skömmu áður en Bill Clinton Bandaríkjaforseti flutti magnaða og per- sónulega ræðu þar sem hann hvatti til sátta milli þjóð- anna. Bandaríkjaforseti tók dæmi af deilum annarra þjóða og hvernig tekist hefði að setja niður fornar erjur og taka þess í stað upp vinsamleg samskipti og samvinnu þrátt fyrir löng og blóðug átök. Pað hefði gerst í kjölfar þræla- stríðsins í Bandaríkjunum, í samskiptum Frakka og Þjóð- verja sem og hvítra og svartra íbúa Suður-Afríku. Clinton hafði um helgina flutt ísraelum svipaðan boð- skap í ræðu er hann flutti á fundi með ísraelskum ung- mennum. „Það er einungis hægt að sjá einn hlut fyrir. Ykkar bíða þau örlög að vera nágrannar. Málið snýst ekki um hvort þið búið hlið við hlið heldur hvernig,“ sagði for- setinn. Með heimsókn sinni til Mið-Austurlanda vildi Clinton reyna að koma málum á skrið á ný í kjölfar þeirrar tregðu er gætt hefur í samskiptum ísraela og Palestínumanna eftir að Wye-samkomulagið var undirritað í haust. Heimsóknin hefur hins vegar einnig mikið táknrænt gildi fyrir Palestínumenn. Þrátt fyrir að Clinton hafi ekki tekið undir kröfu þeirra um stofnun sjálfstæðs ríkis hefur vera hans á sjálfsstjórnarsvæði þeirra mikla þýðingu. Þau orð hans að Palestínumenn geti nú „ráðið eigin örlögum á eigin landi“ eiga vafalítið eftir að afla honum margra vina í röðum Palestínumanna. Clinton hefur sinnt málefnum Mið-Austurlanda af þekkingu og næmni og sú þrautseigja er hann sýndi í við- ræðunum í Wye réð líklega úrslitum um að samkomulag náðist. Svo virðist sem forsetinn sé staðráðinn í að tryggja að sá árangur verði festur í sessi. Þrátt fyrir vandræði hans á heimavelli er ljóst að Clinton nýtur trausts jafnt Israela sem Palestínumanna og áframhald- andi afskipti hans munu vafalítið ráða miklu um þróun mála á þessum slóðum á næstunni. AFREK HJÁ ERNI SUNDKAPPINN ungi úr Hafnarfirði, Örn Arnarson, stóð sig frábærlega í Evrópumeistaramótinu í sundi í Sheffield í Englandi um helgina, þegar hann varð Evr- ópumeistari í 200 metra baksundi á laugardag, með nýju glæsilegu íslandsmeti. Þessi geðþekki afreksmaður er ekki nema sautján ára gamall, svo hann getur átt glæsta framtíð fyrir sér sem keppnismaður í sundi. Sigur Arnar vakti að vonum mikla athygli ytra sem hér heima, enda er árangur Arnar sá besti sem íslenskur sundmaður hefur nokkurn tíma náð. Hann tvíbætti Is- landsmetið í 200 metra baksundi, alls um tæplega tvær sekúndur og tíminn 1:55,16 tryggði honum gullverðlaun í Evrópumeistaramótinu. Auk þess setti Örn nýtt Islands- met í 100 metra baksundi á sunnudag, en varð þrátt fyrir það að láta sér nægja fjórða sætið í þeirri keppni. Örn Arnarson var í mótslok kjörinn efnilegasti sund- maður Evrópu og í ljósi þess verður skemmtilegt að fylgj- ast með sundferli hans á næstunni. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að á bak við ár- angur sem þann sem Örn Arnarson náði í Englandi um helgina er þrotlaus vinna, geysileg ögun, stanslausar æf- ingar og miklar fórnir. Ekkert minna dugar til þess að komast í raðir hinna bestu. Örn sagði sjálfur í fréttasam- tölum þegar Evrópumeistaratitillinn var í öruggri höfn, að hann væri sannfærður um að æfingar fimm til sex lið- inna ára væru nú að skila sér. Það er ánægjulegt að hópur íslenskra afreksmanna í fremstu röð á heimsmælikvarða verður stöðugt þéttar skipaður. í afreksfólki eins og Erni, Kristni Björnssyni, Jóni Arnari Magnússyni, Völu Flosadóttur og Guðrúnu Arnardóttur eigum við verðuga fulltrúa Islands á alþjóð- legum vettvangi. Ekki er síður mikilvægt, að í þessu unga afreksfólki getur íslensk æska fundið sér verðugar fyrir- myndir. Ef allir eiga jafnan rétt á veiðiheimildum, segir Þorsteinn Pálsson, er óhjákvæmilegt að byrja á því að taka veiðiréttinn af þeim sem hafa hann í dag, þ. á m. trillukörlum. í FORYSTUGREIN Morgunblaðs- ins síðastliðinn sunnudag eru höfð í frammi nokkur frýjunarorð í garð þingmanna Vestfjarða. Þeim er borið á brýn að hafa ekki í verki skipað sér í fylkingarsveit þein-a, sem barist hafa gegn ríkjandi fiskveiðistjórnar- kerfi. Síðan er sagt að nú hitti þetta kerfi umbjóðendur þeirra, smábáta- útgerðarmenn, beint í hjartastað. Eg er gamall Morgunblaðsmaður. Vera má að það sé einkum þess vegna, sem það hittir mig beint í hjartastað, þegar blaðið mitt hefur endaskipti á sannleikanum. Lesendur . Morgunblaðsins eiga kröfu á að fá upplýsingar um þessi efni, sem eru sannar og réttar. Það er mikilvægt til þess að hver og einn geti dregið skynsamlegar ályktanir af því sem gerst hefur í þessum efnum. Heimildir krókabáta fjórfaldast Fyrst er þess að geta að smábáta- útgerðarmenn hafa fengið veiðirétt á grundvelli aflareynslu rétt eins og aðrir útgerðarmenn, en ekki sam- kvæmt jafnréttisákvæði stjórnar- skrárinnar. Þegar núgildandi fisk- veiðistjórnarlöggjöf var sett 1990 höfðu trillukarlar á krókaveiðum um 3% veiðiheimilda í þorski. Með breyt- ingum á Iögunum hefur þessi réttur verið aukinn upp í 13,75%. Réttur stærri útgerða hefur verið skertur að sama skapi. Þessar breytingar, sem gerðar hafa verið á lögunum, hafa leitt til þess að veiði trillukarla á sóknardög- um og þorskaflahámarki hefur í tonn- um talið aukist um 60%, bara á síð- astliðnum þremur árum, eða úr 21.500 tonnum af þorski í 34.375 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Að auki gátu sóknardagabátar veitt rúmlega tíu þúsund tonn umfram sína viðmið- un á síðasta fiskveiðiári þar sem fjöldi sóknar- daga leiðréttist eftir á. Með því að þorskgengd hefur víða verið mikil á grunnslóð, þar á meðal á Vestfjörðum, hefur auk- inn veiðiréttur smábáta skipt sköpum fyrir mörg minni byggðarlög. Nú er fallinn dómur í Hæstarétti. Hann hefur verið túlkaður með tvennum hætti. Annars vegar svo, að allir ættu rétt til veiðileyfa. Hins vegar svo, að allir ættu jafnan rétt til veiðiheim- ilda. Ríkisstjórnin valdi fyrri skýringarkostinn. Bæði taldi hún það vera rétta lögfræðilega túlk- un og í bestu samræmi við almanna- hagsmuni, þar á meðal hagsmuni trillukarla. Atvinnuréttindi í uppnámi Þó að allir fái veiðileyfi, raskast ekki staða þeirra, sem hafa aflahlutdeild. Á það bæði við um trillur og stærri báta eða skip, sem þannig er ástatt um. Það er vegna þess að réttindin eru einstak- lingsbundin. Nýir aðilar geta því ekki veitt frá þeim, sem fyi-ir eru. Hags- munir þeirra trillukarla, sem veitt hafa í tveimur mismunandi sóknar- kerfum, eru hins vegar í uppnámi, ef ekkert er að gert. Réttindi þeirra eru ekki einstakUngsbundin og ótakmark- aður fjöldi nýrra veiðileyfa rýiir því óhjákvæmilega veiðimöguleika þeiiTa sem íyrir eru. Um leið og fjölgar í hópnum minnkar hlutur þeirra sem fyiár eru að sama skapi. Yrði niðurstaðan í dómi Hæstarétt- ar lögfest án vamaraðgerða íyrir trillukarla gæti enginn haft lífsviður- væri sitt af slíkri útgerð framar. Við myndi blasa hrun í mörgum byggð- um. Eina leiðin til að verja rétt trillukarlanna var að einstaklings- binda rétt þeirra. Frumvarp ríkis- stjómarinnar gerir ráð fyrir því að einstaklingsbinda réttindin með afla- hlutdeild. Þetta má líka gera með því að einstaklingsbinda sóknareiningar. Ríkisstjórnin valdi fyrri leiðina fyr- ir þá sök að ætla mátti að trillukarlar á þorskaflahámarki hefðu ekki sætt sig við annað og ennfremur vegna þess að hin leiðin hefði heft um of möguleika dugmikilla trillukarla til þess að auka hlut sinn með við- skiptum við aflahlut- deildarmenn. Hvor leið- in sem farin hefði verið hefði skilað sama veiði- rétti. Því hefur verið haldið fram að réttmætt geti talist að taka að ein- hverju leyti tillit til um- framveiði sóknardaga- bátanna, þegar réttindi þeiri'a verða einstak- lingsbundin. Það má skoða. Kjami málsins er hins vegar sá, að verði veiði- réttur trillukarla ekki einstaklingsbundinn getur enginn lif- að af slíkri útgerð eins og Hæstirétt- ur hefur túlkað jafnréttisákvæði Stjórnarskrárinnar. Eg er sjálfur þeirrar skoðunar að aflahlutdeildar- kerfi sé skynsamlegra en sóknar- kerfi. En það breytir ekki því, að mér finnst þeir trillukarlar, sem vilja veiða í sóknarkerfi, geti með býsna miklum rétti spurt hvers vegna at- vinnuréttindi þeirra séu einn góðan veðurdag gerð harla lítils virði með dómi Hæstaréttar. Eg sé ekki rétt- lætið í því og ekki von að trillukarl- arnir sjái það heldur. Island er eina landið í heiminum, sem ég þekki til, þar sem Hæstiréttur hefur túlkað jafnréttisákvæði með þessum hætti. En það er staðreynd, sem liggur fyrir, og ýmsir hafa fagnað, þar á meðal jafnaðarmenn í stjórnarand- stöðu. Ríkisstjórnin hlítir að sjálf- sögðu dómi Hæstaréttar. Það er gert með því frumvarpi, sem lagt hefur verið fram. Markmið þess er m.a. að verja hagsmuni trillukarla en ekki skjóta þá í hjartastað. Það er beinlín- is rangt að frumvarpið skerði veiði- rétt trillukarla. Enn meiri fjarstæða er, að trillukarlar á Vestfjörðum verði íyrir sérstakri skerðingu með frumvarp- inu. Staðreyndin er sú, að þau rétt- indi sem frumvarpið tryggir þessum útgerðum, ættu að leiða til þess að afli sóknardagabáta og þorskaflahá- marksbáta á Vestfjörðum geti orðið meira en þúsund lestum meiri á þessu fiskveiðiári en því síðasta. Ætli menn sér á hinn bóginn að túlka dóm Hæstaréttar svo rúmt að allir menn eigi jafnan rétt á veiði- heimildum við ísland blasir önnur mynd við. Einvörðungu er hægt að koma þeirri túlkun í framkvæmd með þrennu móti. En óhjákvæmilegt er í öllum tilvikum að byi-ja á því að taka veiðiréttinn af þeim, sem hafa hann í dag, þar á meðal trillukörlum. Síðan geta menn valið leiðir til þess að gera rétt allra jafnan. Stóra deilumálið í fyrsta lagi er unnt að heimila öll- um frjálsar veiðar þar til heildarafla- marki er náð. Þetta hefur stundum verið kallað ólympískt veiðifyi'ir- komulag. Með slíkri skipan mála gæti sjávarútvegur ekki orðið arðbær og þeim tíma lyki að hann væri raun- verulegur og því síður afgerandi þátt- ur j þjóðarbúskapnum. í annan stað mætti bjóða veiði- heimildir , og þar á meðal veiðiheim- ildir smábáta, á uppboði. Engan er unnt að undanskilja, ef fullnægja á víðtækustu túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í samræmi við það sem jafnaðarmenn lesa úr dómi Hæstaréttar. I þriðja lagi er unnt að dreifa veiðiheimildunum jafnt til allra íslendinga og láta síðan hvern og einn um að veiða eða selja rétt sinn á uppboði eða með öðrum hætti. Uppboðsleiðin er sú aðferð, sem for- ystumenn samfylkingar jafnaðar- manna hafa lýst sem stefnu sinni. Fjársterkustu útgerðarfyrirtækin gætu staðið sæmilega vel að vígi í sam- keppni um veiðiheimildimar á slíku uppboði. Þau er ekki að fmna í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Sérhver heilvita maður sér í hendi sér að minni útgerðir, einstaklingsútgerð- annenn og trillukarlar ættu í vök að verjast í shkri samkeppni, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það er um þetta, sem deilurnar snúast í dag. Annars vegar er stefna ríkisstjórnarinnar sem miðar að því að verja veiðirétt þeirra, sem starfa í atvinnugreininni í dag. Hins vegar er stefna stjórnarandstöðunnar, sem miðar að því að taka þennan rétt frá þeim og þar á meðal trillukörlum á Vestfjörðum og koma honum á upp- boð þar sem þeir fjársterkustu í þjóð- félaginu hafa yfirhöndina. Ef þessi stefna stjórnarandstöð- unnar yrði að veruleika er ekki úr vegi að ætla að mörgum stórum og smáum útgerðum, stórum og smáum sjávarplássum blæddi út fyrir þá sök að spjóti var stungið í hjartastað. Þá fyrst mætti með sanni skrifa frýjun- arorð í garð þeirra þingmanna, sem ekki hefðu sýnt skilning á hagsmun- um umbjóðenda sinna. Höfundur er sjávarútvegsráðherru. I hj artastað Þorsteinn Pálsson Grænlandsflug og Flugleiðir í samstarfi um þoturekstur ÞOTAN er í litum Grænlandsflugs en á flugrekstrarleyfi Flugleiða með einkennisstafina TF-GRL. Á brautinni standa þeir Peter Fich, forstjóri Grænlandsflugs (t.v.), og Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróun- arsviðs Flugleiða. ÚTLIT er fyrir að framhald verði á samningi Flugleiða og Grænlands- flugs um aðstoð Flugleiða við rekstur á Boeing 757-200-þotu Grænlands- flugs sem samið var um í maí á þessu ári til tólf mánaða. Þotan er nú á flug- rekstrarleyfi Flugleiða og með ein- kennisstafina TF-GRL en ráðgert er að Grænlandsflug taki við henni í vor. Jens Bjarnason, flugrekstrarstjóri Flugleiða, upplýsti Morgunblaðið um að fulltrúar Grænlandsflugs hefðu leitað til félagsins um samstarf og tókust samningar sem fólust í þvi að Flugleiðir ábyrgjast rekstur þotunn- ar, þjálfa flugmenn Grænlandsflugs og setja starfsmenn þess inn í hvað- eina er varðar rekstur þotunnar. Þá hefur vélin einu sinni komið hingað til lands vegna skoðunar hjá Flugleið- um. Til þessa hefur Grænlandsflug einkum rekið þyrlur og 40 til 50 manna skrúfuþotur. Islenskir flugmenn fljúga vélinni Síðastliðið sumar voni fjórar ferðir vikulega milli Grænlands og Kaup- mannahafnar en einungis tvær viku- legar ferðir eru í vetraráætlun félags- ins. Hefur vélin því verið leigð ferða- skrifstofum á Norðurlöndum milli ferða og íslenskir flugmenn flogið henni, einkum milli Stokkhólms og Kanaríeyja og Gambíu. Jens sagði Flugleiðir hafa gert ráð fyrir þessum verkefnum og því ráðið heldur fleiri flugmenn en félagið þarfnast vegna áætlunar sinnar. Samningur félag- anna gildir fram í maí og er þá gert ráð fyi'ir að Grænlandsfiug taki við rekstri þotunnar. Jens bjóst þó við að um áframhaldandi samstarf yrði að ræða í einhverri mynd, t.d. myndu ís- lenskir flugmenn trúlega áfram sinna fluginu fyrir norrænu ferðaskrifstof- urnar eða aðra aðila sem kynnu að leigja vélina. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 39 Of snemmt að seg;ja til um árangur af ferð Bills Clintons til Mið-Austurlanda Hvetur deiluaðila til að lifa í sátt og samlyndi Bill Clinton var í gær tekið fagnandi þegar hann heimsótti sjálf- stjórnarsvæði Palestínu- manna, fyrstur forseta Bandaríkjanna, segir Davíð Logi Sigurðsson. ---7------------------- Ovíst er hins vegar hvort honum hefur með heimsókn sinni til Mið- Austurlanda tekist að bjarga Wye-friðarsam- komulaginu fyrir horn. PALESTINUMENN fógn- uðu Bill Clinton Banda- ríkjaforseta innilega þegar hann vígði í gær flugvöll þeirra í Gaza, sem tekinn var í notk- un í síðasta mánuði, enda telja þeir það mikinn sigur að Clinton skuli hafa lagt leið sína til sjálfsstjórnar- svæðisins. Clinton var einnig vel tek- ið í Jerúsalem á sunnudag, þar sem hann átti fund með Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, en brigslyrði hafa hins vegar gengið milli leiðtoga Israela og Palestínu- manna síðustu dagana, þótt einhver teikn séu á lofti eftir atburði gær- dagsins. Heimsókn Clintons til Mið-Austur- landa mun á sínum tíma hafa verið skipulögð svo forsetinn gæti fagnað þeim árangri, sem náðist í friðarvið- ræðunum í Wye í Bandaríkjunum í haust, og jafnframt styi'kt stoðir samkomulags Israelsmanna og Pa- lestínumanna. Raunin er hins vegar sú að Clinton, sem á við umtalsverða pólitíska erfiðleika að stríða heima- fyrir, hefur í heimsókn sinni þurft að reyna að bjarga samkomulaginu fyr- ir horn, enda hafa samskipti gyðinga og Palestínumanna verið með versta móti undanfarnar vikur. Óeirðir og átök á götum úti hafa verið nánast daglegt brauð undanfarna daga og nú er svo komið að Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, hefur sagt að Israel muni ekki af- henda Palestínumönnum frekara land á Vesturbakkanum seinna í þessari viku, eins og Wye-samkomu- lagið kveður á um, nema Yasser Ara- fat dragi til baka einhliða yfirlýsing- ar um stofnun sjálfstæðs ríkis í maí á næsta ári, en þá rennur út sá frestur til að semja endanlegan frið sem kveðið er á um í Óslóar-samkomulag- inu frá því árið 1993. Ekki stuðningsyfirlýsing við sjálfstæði Palestínu Clinton kvaðst við komuna til Gaza-borgar í gær „himinlifandi“ yfir því að hann skuli vera fyrstur Bandaríkjaforseta til að heimsækja sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Flaug Clinton þangað frá Jerúsalem í forsetaþyrlu sinni og tók Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, á móti Clinton með pomp og pragt, rauð- ur dregill hafði verið lagð- ur til að fagna komu forsetans og þjóðfánum Bandaríkjanna og Palest- ínuríkis var veifað ákaft af þeim sem fylgdust með forsetanum lenda á nýjum flugvelli Palestínumanna í Gaza. Heimsókn Clintons þykir fyrir margra hluta sakir merkileg og reyndar ganga margir Palestínu- menn svo langt að halda því fram að hún skipti sköpum í baráttu þeirra Reuters YASSER Arafat, forseti heimasljórnar Palestínumanna, tók Bill Clinton með kostum og kynjum þegar Banda- n"kjaforseti heimsótti sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna í gær. Óeirðir og átök nánast daglegt brauð fyrir stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis. Ekki síst þykir það táknrænt að Clinton skyldi í gær vígja form- Iega alþjóðaflugvöllinn í Gaza, sem tekinn var í notkun í síðasta mánuði, en flugvöllurinn er í hugum Palest- ínumanna merki um aukið sjálfstæði. Israelar eru harla ókátir með þessa túlkun Palestínumanna og háttsettur fulltrúi Israelsstjórnar sakaði þá í gær um að gera meira úr heimsókninni en ástæða var til, í þágu eigin hagsmuna. Sagði hann Clinton einungis vera að uppfylla lof- orð, sem hann gaf við undirritun Wye-samkomulagsins í Bandaríkjun- um í haust, um að heimsækja svæði Palestínumanna til að styrkja stoðir samkomulagsins. Bandarískir stjórnarerindrekar reyndu í gær að sigla milli skers og báru, neituðu þeim staðhæfingum að heimsókn forsetans væri stuðnings- yfirlýsing við sjálfstæði Palestínurík- is og fóru fram á það við yfirvöld í Gaza að þau léku ekki þjóðsöngva við móttökuathöfnina sem haldin var fyrir Clinton á flugvellinum. Hefur Clinton í heimsókn sinni jafnframt reynt að höfða til-beggja aðila, hvatt menn til að sýna friðarvilja^ sinn í verki og lagt fast að bæði Israels- mönnum og Palestínumönnum að standa við gerða samninga. „Aðeins eitt er fyrirfram gefið,“ sagði Clinton í gær. „Ykkar bíða þau örlög að vera nágrannar. Málið snýst ekki um hvort þið lifið hlið við hlið heldur hvernig.“ Netanyahu harðorður Netanyahu var ómyrkur í máli á sameiginlegum blaðamannafundi _________ hans og Clintons á sunnu- dag þegar hann sagði Pa- lestínumenn verða að standa við skuldbindingar _________ sínar ætti að takast að mjaka málum áfram. Pa- lestínsk stjórnvöld yrðu að hætta að æsa fólk sitt upp til átaka og draga „opinberlega og afdráttarlaust" til baka áætlanir um að lýsa yfir sjálf- stæði Palestínu. „Enginn getur ætl- ast til að Israel láti frekara land af hendi nema og þar til slík afdráttar- laus leiðrétting hefur verið gerð,“ sagði Netanyahu. Harðorð ummæli Netanyahus munu tengjast stöðu ríkisstjórnar hans en harðlínumenn sem aðild eiga að henni hafa hótað að hætta stuðn- ingi við stjórnina afhendi Netanyahu frekara land á Vesturbakkanum. Þykir fréttaskýrendum sem Net- anyahu sé farinn að búa sig undir hið óumflýjanlega, þ.e. kosningar snemma á næsta ári, og reyni því að höfða til þjóðerniskenndar Israela. Virtist sem Clinton vildi gjarnan veita Netanyahu liðsinni gegn gagn- rýnisröddum heimafyi'ir þegar hann sagðist ætla að biðja Bandaríkjaþing um rúmlega eins milljarðs dollara aukafjárveitingu, um 70 milljarða ísl. króna, til handa Israel þannig að það geti tryggt brotthvarf hermanna sinna og öryggi landnema á Vestur- bakkanum eftir að hermennirnir eru á brott. Mun það samt sem áður hafa komið Bandaríkjamönnunum nokkuð á óvart hversu harðorður Netanyahu var. Clinton tók að vísu að nokkru leyti undir orð ísraelska forsætisráðherr- þegar hann hvatti Palestínu- um aukið frelsi með því að hafna til- vist Israelsríkis. Á sama hátt eru þið íbúar ísraels að átta ykkur á því að yfirráð yfir Palestínumönnum tryggja ykkur ekki öryggi," sagði Clinton við mikinn fógnuð mennta- skólanemanna, sem hlýddu á mál hans. Ákvæði um gereyðingu Israelsríkis afnumið ans stjórn til að gera meira til að draga úr óeirðum er beindust að Israel. Gætti Clinton sín hins vegar á því að biðla einnig til Israelsmanna að standa við þeirra skuldbindingar. „Ekki er hægt að standa við loforðin sem gefin vora í Wye með ofbeldi eða yfirlýsingum og aðgerðum sem stangast á við anda friðarumleitana," sagði Clinton á sunnudag. „Báðir að- ilar ættu að hafa það í huga.“ í liðinni viku kom til næstum dag- legra átaka á Vestm-bakkanum og létust fjórir Palestínumenn síðustu viku í átökum við ísraelska lögreglu- og hermenn á Vesturbakkanum og á sunnudag var sautján ára ísraelsk stúlka stungin af jafnöldru _____ sinni á Vesturbakkanum og til nokkurra átaka kom í Betlehem. „Hafa Palest- ínumenn staðið við allar _________ sínar skuldbindingar?" spurði forsetinn. „Þeir gætu sannar- lega gripið til frekai'i ráðstafana til að koma í veg fyrir blóðug mótmæli á götum úti.“ Sagði Clinton í ræðu sem hann hélt í menntaskóla í Jerúsalem að hann tryði því að þrátt fyrir allt væri búið að stíga mikilvæg skref í átt að friði Israelsmanna og Palestínu- manna. „Palestínumenn eru að gera sér ljóst að þeir verða sér ekki úti Ekki er fullkomlega ljóst hvort Clinton hefur með heimsókn sinni tekist að bjarga Wye-samkomulag- inu og reyndar töldu margir það fremur ólíklegt um helgina. Fyrir- fram var hins vegar ljóst að margt gæti ráðist af fundi Þjóðarráðs Pa- lestínu í gær, sem Clinton var við-»* staddur, þar sem Arafat uppfyllti þá kröfu Wye-samkomulagsins að ít- reka afnám ákvæða úr stofnskrá Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sem fara fram á gereyðingu Israelsríkis. Palestínumenn höfðu að vísu reynst tregir til að verða við kröfu Israels- manna um að greitt yrði formlega at- kvæði um þessa breytingu, töldu slíka formlega atkvæðagreiðslu þeg- ar hafa farið fram og að í þetta sinn myndu viðstaddir einungis svara yf- irlýsingu Arafats með handaupprétt- ingu og lófataki. Það vörpuðu því örugglega margir öndinni léttar þegar ljóst varð að Netanyahu hafði sætt sig við hvernig Palestínumenn höfðu tekið á þesst> máli, en í yfirlýsingu hans skömmu eftir fund Þjóðarráðsins lýsti hann ánægju sinni með niðurstöðu fundar- ins. Hið sama gerði Bill Clinton. „Þið unnuð gott verk hér í dag þegar þið réttuð upp hendur ykkar í samþykk- --------------- isskyni. Og á ég að segja Breytingar ykkur hvers vegna?“ spurði forsetinn. „Það hefur ekkert með ríkis- stjórn Israels að gera, heldur hitt að þið snertuð gerðar a stofnskrá PLO hjörtu íbúa Israels." Afgi-eiðsla Þjóðarráðsins og við- brögð Netanyahus þykja sannarlega mikilvæg skref og gefa einhverjar vonir um að bjarga megi friðarsamn- ingum fyrir horn. Hvort raunvera- legar forsendur fyrir þíðu í sam- skiptum Palestínumanna og Israels- manna hafi jafnframt myndast er hins vegar alveg óvíst á þessari stundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.