Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 15.12.1998, Síða 46
*í46 PRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Munið jólaföstuna Mistök Hæstaréttar eða útúrsnúningar? réttarins í máli nr. 233/1996 frá 20. febrúar 1997. I mínum huga er alveg ljóst að dómarar Hæstaréttar Islands hafa ígrundað forsendur og texta umrædds dóms gaumgæfílega áð- ur en dómur var felldur í svo þýð- ingarmiklu máli. Aður en lagt er út af dómsfor- sendum Hæstaréttar, er rétt að skoða dómkröfur Valdimars Jó- hannessonar í málinu. Dómkröf- urnar voru eftirfarandi: Afrýjandi krefst þess, að dæmd verði ógild sú ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins 10. desember 1996 að synja sér leyfis til veiða í atvinnu- skyni og aflaheimilda í fiskveiði- landhelgi Islands í þeim tegund- um sjávarafla sem tilgreindar voru í umsókninni. Eftir að Hæstiréttur hefur rak- ið forsögu núgildandi ákvæða laga um stjórn fískveiða víkur hann að efnisinntaki 1. gr. laganna þar sem fjallað er um sameign ís- lensku þjóðarinnar á nytjastofn- um á Islandsmiðum og þeirri tak- mörkun sem 5. gr. laganna felur í sér. Því næst víkur Hæstiréttur að skýringu á jafnræðisreglu í 65. gr. og atvinnufrelsi í 75. gr. stjórnarskrárinnar með hliðsjón af fyrrgreindum lagaákvæðum um stjórn fiskveiða. Rétturinn kemst að þeirri niðurstöðu að lög- gjafanum sé rétt að takmarka fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Is- lands í því skyni að vernda fiski- stofnana. Er komist að þeirri nið- urstöðu að almannaheill heimili slíkar takmarkanir þrátt fyrir ákvæði 75. gr. stjórnarskrárinnar. Hæstiréttur telur það á hinn bóg- inn á valdsviði dómsins að meta hvort þær takmarkanir sem finna má í lögunum um stjórn fiskveiða samrýmist að öðru leyti stjórnar- skránni. Segir um þetta orðrétt í dómin- um; að svigrúm löggjafans til Grænmetis- og baunamatur Heitt og hollt! Skólavörðustíg 8, sími 552 2607. FRÁ ÞVÍ að dómur Hæstarétt- ar íslands í máli Valdimars Jó- hannessonar gegn íslenska ríkinu var kveðinn upp hinn 3. desember hafa margir, leikir sem lærðir, tjáð sig um þýðingu dómsins. Sérstaka eftirtekt mína vöktu ummæli próf. Sigurðar Líndals og Jóns Steinars Gunnlaugssonar . Jirl. í Morgunblaðinu hinn 5. des- ember sl. Báðir virðast komast að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafi gert mistök við samningu dómsins. Við túlkun dómsins gefa þeir sér þá forsendu í upphafi að dómurinn taki aðeins afstöðu til 5. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða. Þessi niðurstaða virðist fengin með því að horfa ekki á forsendur dómsins í heild og byggjast á því að Hæstiréttur Is- lands hafi af vangá sinni notað rangt hugtak í texta sínum, þ.e. notað hugtakið veiðiheimildir í stað þess að nota hugtakið veiði- leyfi. Með þessu komast þeir síð- an að þeirri niðurstöðu að dómur- inn varði eingöngu úthlutun veiði- leyfa samkvæmt 5. gr. 1. nr. 38/1990 en snerti á engan hátt önnur efnisákvæði laganna. I þessum sambandi er rétt að geta þess strax í upphafi að hug- takið veiðiheimild er til í lögum um stjórn fiskveiða eins og sjá má í 7. gr. og 6. mgr. 11. gr. laganna og er því ekki tilbúningur Hæsta- réttar í þessu einstaka máli. Hef- ur hugtakið almennt verið skýrt svo að með því sé átt við hvoru- tveggja, bæði aflahlutdeild og aflamark. Hefur Hæstiréttur áður notað þetta hugtak í dómum sín- um og nægir þar að vísa til dóms Meiritiáttar Kynningartilboð! KitchenAid Handhrærivél með töfrasprota og ryðfrírri stálskál Þrælsterk amerisk hrærivel • 120w mótor ■j»-54ar^ösiiilingar—- • Snúrá inn á hliðin • StálfJbytarar Fullt verð 11.880 Kynni ngarverð nú kr. Einar Farestveit & Go. hf. Borgartúni 28-Sími 562 2901 og 562 2900 þess að takmarka fískveiðar og ákvarða tilhögun úthlutunar veiðiheimilda verður að meta í ljósi hinnar almennu stefnumörk- unar 1. gr. laga nr. 38/1990 og þeirra ákvæða stjórnar- skrárinnar, sem nefnd hafa verið“. Síðan vík- ur Hæstiréttur að efni 5. gr. laga um stjórn fiskveiða og vísar til þess að löggjafinn hafi í öndverðu talið rétt að úthlutun veiðiheim- ilda yrði bundin við skip. Er það mat rétt- arins að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að þessi tilhögun feli í sér mismunun milli þeirra sem leiða rétt sinn til veiðiheimilda til eign- arhalds á skipum á tilteknum tíma og hinna sem ekki hafa átt þess kost að komast í slíka aðstöðu. Er I mínum huga er alveg ljóst að dómarar Hæstaréttar Islands hafa ígrundað forsend- ur og texta umrædds dóms gaumgæfílega, segir Jóhann Halldórs- son, áður en dómur var felldur í svo þýðingar- miklu máli. síðan komist að þeirri niðurstöðu að þótt tímabundnar aðgerðir af þessu tagi kunni að hafa verið réttlætanlegar þá verði ekki séð að rökbundin nauðsyn réttlæti þetta fyrirkomulag og þessa mis- munun til frambúðar. Er það álit réttarins að ákvæði laganna feli í sér tálmanir við því að drjúgur hluti landsmanna geti að öðrum skilyrðum uppfylltum notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða sambærilegrar hlutdeildar í þeirri sameign sem nytja- stofnar á Islandsmið- um eru. Álitaefnin sem menn standa frammi fyrir eru margvísleg í kjölfar þessa dóms Hæstaréttar. Að mínu mati verður ekki hjá því komist að líta svo á að rétturinn hafi tekið afstöðu til þeirra efnisákvæða laga nr. 38/1990 sem fjalla um úthlutun veiðileyfa og veiði- heimilda. Sérstaklega með hiiðsjón af þeim niðurlagsorðum dómsforsendnanna, þar sem sagt er að höfnun umsóknar um al- mennt og sérstakt veiðileyfi hafi verið ólögmæt. Ef þessi orð eru virt í samhengi með öðrum for- sendum dómsins, sérstaklega um- fjöllun réttarins um efnisinntak 1. gr. laganna, virðist blasa við að Hæstiréttur telji að takmarkanir á veiðiheimildum, samkvæmt lögum um stjórn fískveiða, verði að sam- rýmast því markmiði að drjúgur hluti landsmanna, eins og réttur- inn orðar það, geti að öðrum skil- yrðum uppfylltum, sem væntan- lega vísar til ráðstöfunarréttar yf- ir skipi, notið sama atvinnuréttar í sjávarútvegi eða a.m.k. sambæri- legrar hlutdeildar í þeirri sameign sem nytjastofnar á Islandsmiðum eru, eins og þeir aðilar sem nutu slíks réttar í upphafi og nú njóta hans í skjóli laga nr. 38/1990. Samkvæmt framangreindu tel ég óvarlegt að halda því fram að smávægilegar breytingar á 5. gr. laga um stjórn fiskveiða fullnægi þeim kröfum sem Hæstiréttur gerir eða að réttinum hafi orðið á mistök við samningu dómsins. Umræddur dómur er þvert á móti stefnumarkandi um það hvaða sjónarmiðum ber að fylgja og hvaða skorður 65 gr. og 75. gr. stjórnarskrárinnar setja löggjaf- anum við endurskoðun á ákvæð- um laga um stjórn fískveiða. Höfundur er héraðsdömslögmaður. Jóhann Halldórsson Með kveðju til dómnefnda ENN og aftur hef- ur dómnefnd Islensku bókmenntaverðlaun- anna lokið störfum án þess að virða viðlits íslenska barnabókaút- gáfu. Enn og aftur er íslenskum barnabóka- höfundum misboðið og nú er svo komið að fleirum er nóg boðið. Háværar raddir heyr- ast um það ranglæti að þessari bók- menntagi'ein sé skip- aður lægri sess en öðrum, að höfundar sem skrifa fyrir börn og unglinga sitji ekki við sama borð og aðrir rithöfund- ar. Á hátíðlegum stundum er gjarnan talað íjálglega um mikil- Rithöfundar sem skrifa bækur fyrir unga les- endur, segir Hildur Hermóðsdóttir, vinna óeigingjarnt uppeldis- starf í þágu íslenskra bókmennta. vægi þess að börn lesi góðar bæk- ur, um mikilvægi þess að íslenskir höfundar sinni ungum lesendum. í ræðu sinni vék talsmaður dóm- nefndar líka að því að nefndar- menn tæki afskaplega sárt að ganga fram hjá barnabókunum. Hvers vegna var það þá gert? Kannski get- ur dómnefndin svarað því. Kannski geta dómnefndir undanfar- inna ára svarað því - sem sumar hverjar hafa tekið sérstaklega fram að það sé voða leiðinlegt að tilnefna ekki barnabækur. Rithöfundar sem skrifa bækur fyrir unga lesendur vinna óeigingjarnt uppeldis- starf í þágu íslenskra bókmennta. Hlutverk þeirra er ákaflega mikilvægt, ekki bara fyr- ir lesendur barnabóka í dag og á morgun heldur fyrir framtíð bókaútgáfu í þessu landi. Góðir barna- og unglingabókahöfundar eru meðvitaðir um þetta hlutverk og taka það alvarlega. Þeir skrifa bækur sem standa öðrum bestu bókmenntaverkum fyllilega á sporði og þeim er ekki samboðið að sitja endalaust úti í horni þeg- ar almenn bókmenntaumfjöllun og bókmenntaviðurkenningar eru annars vegar. Almenningur er á sama máli ef marka má umræð- una og jólabókamarkaðinn, þar sem barnabækur skipa veglegan og verðskuldaðan sess. Höfundur er harnahökariístjóri Máls og menningar. Hildur Hermóðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.