Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.12.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN afurðum þess. Taka skal skýrt fram að sá einstaklingur sem bað um skýrsluna og kærði synjun ráðuneytisins til úrskurðarnefndar er beiðni Lúðvíks óviðkomandi. Með niðurstöðu úrskurðarnefndar var því slegið föstu að skýrsla Rík- isendurskoðunar og gögn sem henni tengdust hefðu að geyma upplýsingar sem ættu að fara leynt, sbr. orðalag 5. gr. upplýs- ingalaga nr. 50/1996, en þar segir að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða mik- ilvæga fjárhags- eða viðskiptahags- muni fyrh-tækja og annarra lögað- ila. Ráðherra var því ekki aðeins óskylt að afhenda þessum tiltekna einstaklingi skýrsluna, ásamt þeim gögnum sem henni tengdust, held- ur var honum það beinlínis óheim- ilt. Þegar Lúðvík Bergvinsson bar upp beiðni sína við ráðuneytið þurfti því að athuga hvort ein- hverjar aðrar reglur en þær sem upplýsingalög hafa að geyma giltu um aðgang einstakra alþingis- manna að gögnum sem eru í vörslu ráðuneytisins og varða mál þetta, enda hafa alþingismenn ekki rýmri rétt en allur almenningur til að- gangs að upplýsingum á grundvelli upplýsingalaga. Itarleg athugun lögfræðings ráðuneytisins, sem gerð var í samráði við lögfræðing landbúnaðarnefndar Alþingis, leiddi í ljós að engar sérreglur væri að finna í lögum sem veittu einstökum alþingismönnum annan og ríkari rétt til aðgangs að gögn- um um mikilvæga fjárhagsmuni fyrirtækja. Þetta átti Lúðvíki Bergvinssyni, alþingismanni og lögfræðingi, að vera ljóst þegar hann bað ráðherra um áður nefnd gögn og að það væri sama ástæða til að halda leyndum, fýrir alþing- ismanni sem og öðram, viðkvæm- um upplýsingum um Stofnfisk hf. sem m.a. lúta að framleiðslu og verðlagningu á afurðum félagsins, eins og það er orðað í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál. I umfjöllun fjölmiðla um þennan þátt málsins hefur ekki einu orði verið eytt í þá staðreynd að árið 1997 lagði forsætisráðherra fram skýrslu á Alþingi um aðgang að upplýsingum um hlutafélög í eigu ríkisins. Skýrslan fjallaði sérstak- lega um aðgang alþingismanna að upplýsingum um hlutafélög í eigu ríkisins. Var það skýr niðurstaða skýrslunnar sem samin var af Stefáni M. Stefánssyni, prófessor í lögfræði, að réttur einstakra al- þingismanna, með leyfi Alþingis, til að krefja ráðherra upplýsinga samkvæmt 54. gi'. stjórnarskrár- innar og 49. gr. þingskaparlaga nái aðeins til málefna sem talist geta opinber. Til opinberra mál- efna telur Stefán t.d. ársreikninga hlutafélaga í eigu ríkisins, þ.e.a.s. ársreikningana sem slíka, en ekki annað. Þá segir Stefán að ráðherr- um sé, gagnvart hlutafélögum í eigu ríkisins, beinlínis óheimilt að gefa Alþingi upplýsingar sem trúnaðarskylda hvílir á. Hér ber að árétta að beiðni Lúðvíks var ekki borin fram með samþykki Al- þingis, sbr. 54. gr. stjórnarskrár- innar og 49. gr. þingskaparlaga, en af þessu má ljóst vera að þó svo hefði verið, þá hefði niðurstaða ráðherra ekki getað orðið önnur en hún var. Höfundur er landbúnaðarráðherra. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 53 Braun ThermoScan® eyrnahitamælir mælir raunverulegt hitastig líkamans á nákvæman, einfaldan og þægilegan hátt. Mælirinn er lagður í eyrað og mælir hitann á einni sekúndu. Ðraun VitalScan® blóðþrýstingsmælir gerir þér kleift að mæla blóðþrýsting þinn nákvæmlega á þægilegan og einfaldan hátt hvar og hvenær sem er. Fáanlegir í Apótekum Tilvalinn pakki frá afa og ömmu Tllvalinn pakki til afa og ömmu. Smart thinking m : 1 * - § Wh j m l. ■ 1 1 fjp llÍÍjÍ OMEGA OMEGA-úrin eru enn í gangi frá síðustu öld Garðar Ólafsson úrsmiður Lækjartorgi, s. 551 0081. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is v^mbl.is -J\LLTj\f= G/TTHXSAG AÍÝTT~ ★ '*•' -Í:' -k ★ ★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★.★★★★★• Á :4 0 Fyrir falleg heimili ★ ★★★★★ ★ ★ Er etn skemmtilegasta nýjurtgirt í húsgögnum hin síðari ár Er sérstaklega hannaður til að mœta krö/um nútímans um aukin þœgindi Er með innbyggðu skammeli í báðum endasœtum Er með niðurfellanlegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki Er með blaðageymslu þar sem þú gengur að sjónvarpsdagskránni vísri Er/áanlegur í mörgum tegundum, áklœðum og iitum Er húsgagn sem þú vilt ekki vera án iiilHii.— *-* + + + Knl 22.460 eða kr. 4.350 að meðaitali á mán. í 36 mánuði HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.