Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 54

Morgunblaðið - 15.12.1998, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LÁRA KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR + Lára Kristín Guðmundsdóttir fæddist á fsafirði hinn 26. febrúar 1958. Hún lést, á Landspítalanum 5. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 11. desember. Vin sínum skal maðurráurvera, þeim og þess vin; en óvinar síns skyli engi maður vinarvinurvera. (Hávamál) Það verður eríitt að sætta sig við að sjá ekki eða heyra meira af kær- um vini. Ég sá Láru í fyrsta sinn haustið 1992, hún kom til mín og spurði hvort sætið við hliðina á mér væri laust. Við höfðum valið sama fagið hjá mjög góðum kennara Hörpu Hreinsdóttur sem kenndi okkur að sk'lja og meta Snorra-Eddu og Hávamál. Kaffitímarnir í skólanum voru nokkuð sem við máttum alls ekki missa af, og þá mátti ekki gleyma að kaupa sér kleinuhring með karamellubráð. Eitt skipti vorum við ræki- lega minntar á hversu miklir fíklar við vorum orðnar. Ung og falleg stúlka, Bergþóra Sig- urðardóttir, sem sat oft með okkur, sagði að nú væri hún orðin svo forfállinn neytandi, að fengi hún ekki sinn kleinuhring þá væri hún orðin svo viðþols- laus um hádegi, að hún neyddist til að fara í bakaríið á leið- inni heim til að kaupa sér kleinu- hring með karamellubráð. Þegar hún ljóstraði þessu upp, var hlegið svo mikið að við tárfelldum. Þegar hlátrinum linnti benti Lára okkur á að við gætum fækkað kleinuhringj- unum, en við færum samt ekki í neitt bindindi. Þetta atvik lýsir Láru vel. Hún hafði alltaf góða stjórn á hlutunum ef með þurfti og lét aldrei hóphyggju eða tísku- strauma i'ugla skýra dómgreind sína. Lára er ein atorkumesta kona t Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLLBJÖRNSSON, Blikahólum 10, lést á Landspítalanum laugardaginn 12. des- ember sl. Útförin auglýst síðar. Elísabet Kristjánsdóttir, Gunnhildur Arndís Pálsdóttir, Victor O'Callaghan, Inga Jóna Pálsdóttir, María Rán Pálsdóttir, Sóirúna Edda Pálsdóttir, Gunnhildur Ingibjörg Gestsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ARI JÓSEFSSON fyrrv. tollvörður, Hraunbæ 5, sem lést á Hrafnistu laugardaginn 12. desem- ber, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 18. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Kristín Aradóttir, Guðmann Sigurbjörnsson, Ómar K. Arason, Áslaug Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORGERÐARJÓNSDÓTTUR, Skarðshlíð 14c, Akureyri, verður gerð frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 16. desember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunar- heimilið Sel. Jóhannes Ólafsson, Elisabet Ballington, Jón Jóhannesson, Sigrún Magnúsdóttir, Sigfús Jóhannesson, Sigríður Elefsen, Guðrún Jóhannesdóttir, Gunnar B. Aspar, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Birgir R. Sigurjónsson, Ingveldur Jóhannesdóttir, Jörundur Traustason, María Jóhannesdóttir, Þorsteinn Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. sem ég hef kynnst um ævina og gædd miklum skipulagshæfileikum. Ríka kímnigáfu átti hún og var kímni hennar og kátína ekki oft langt undan eins og eitt atvik sem mér er minnisstætt sýnir. Ég fylgd- ist eitt sinn með henni horfa á rauð- brystingana hefja sig allt í einu til flugs og leika listir sínar, andlit Láru ljómaði og hlátur hennar varð svo innilegur og smitandi að unun var að vera í návist hennar. Allt i einu hrópar Lára, þarna eru nokkr- ir toppskarfar að fljúga saman í norðvesturátt. og ég sé líka ein- stakar ritur á flugi, og hún bætir síðan við þegar rauðbiystingarnir tóku á rás allir sem einn. Nú vantar bara Steingi'ím Ben. kennara til að taka þátt í þessari gleði okkar. Þarna stóð Lára í vindnæðingnum niðri við Nýja-Vitann á Breiðinni, enginn fugl skyldi fá að fara fram- hjá án þess að hún bæri kennsl á hann. Margur málarinn trúi ég hafi viljað fanga þetta mótív á léreft, því þetta atvik er svo myndrænt í minningunni. Lára þarna með sitt einstaklega fallega bros og sína gíf- urlegu einbeitingu, að reyna að bera kennsl með sjónauka á flesta fugla sem flugu vítt og breitt yfir svæðið. Þessi mynd og margar aðr- ar eru mér ógleymanlegar og fara nú í gegnum hugann, er ég minnist minnar góðu skólasystur og kæru vinkonu. Það er í raun ótrúlegt hvað Lára gat komið miklu í verk. Hún var í námi á náttúrufræðibraut í Fjöl- brautaskóla Vesturlands, vann samhliða sem sjúkraliði á Sjúkra- húsi Akraness, og var sjómanns- kona með heimili og þrjú börn. Hún prjónaði á börnin meðan hún var að hlýða á kennarana í tímum þegar hún þurfti ekki að glósa upp eftir þeim. Allur tími var nýttur, en hún sagði líka að hún ætti góða að, sem reyndu allt hvað þeir gátu til að gera henni kleift að ná takmarkinu sem hún hafði sett sér, en það var að ná stúdentsprófi til að fá inn- göngu í Háskólann. Hún vildi fara í hjúkrun eða sjúkraþjálfun. I raun hefði hún getað valið fjölda annan-a faga er í Háskólann kæmi, því hún var mjög góðum gáfum gædd og ekki mundi kapp hennar og dugn- aður skemma fyrir er þangað væri komið. Mér er sérstaklega minnis- stætt hvað erfðafræðin lá vel íýrir henni og hvað hún var í raun góður námsmaður í öllum fógum. Stundin rann upp og Lára var búin með skólann og útskriftardag- urinn runninn upp, eiginmaðurinn var á sjónum, en þeir ættingjar er gátu mættu við útskriftina. Lára fékk verðlaun fyrir góðan námsár- angur í þeim fögum sem hún var með hæstu einkunn útskriftanema í. Mín skoðun er sú að Lára hefði átt að fá sérstakt viðurkenningar- skjal frá skólanum fyrir ótrúlega góðan námsárangur miðað við að- stæður Það eru ekki margar konur sem hafa þol, einbeitingu og hæfni til að gera það sem Láru tókst að gera. Margir skilja ekki konur eins t ÚTFARARST OFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ og Láru og þessa óstjórnlegu þrá að fræðast og mennta sig. Lára var ein þeirra sem gefast aldrei upp. Hún var baráttukona sem náði tak- marki sínu með ástundun og þrot- lausri vinnu. Lára minnti mig oft á skipstjóra, sem vakir með vökulum augum yfir áhöfn sinni, hún fylgd- ist vel með börnunum sínum, og meðan hún sat í tíma þá flögraði hugurinn oft til þeirra. Oft var far- ið í símann til að athuga hvort allt væri ekki eins og það ætti að vera heima. Elsku Lára mín, hafðu þakkir fyrh' allt, þú varst mér einlægur og falslaus vinur. Þínir góðu kostir fengu mig til að líða ávallt vel í ná- vist þinni. Ég bið góðan Guð að styrkja eiginmann, börn og ætt- ingja hennar í sorg þeirra. Kristrún Jónsdóttir. Hún var íjögurra ára. Hispurs- laus og dirfskufull, ljóshærð og björt, ákveðin og stjórnsöm. Það voru líklega sjö lítil skref á milli heimila okkar á Isafirði í hennar fýrstu heimsókn. En sú leið var gengin flesta daga næstu tíu árin, stundum oft á dag. Hún var ekki fósturbarn í þess orðs fyllstu merk- ingu en hún gerði sig að hálfgerðu fósturbarni samt. Lára var tveim árum eldri en okkar elsta barn og auðséð var hvað henni fannst það í iýrstu mik- ill aldursmunur. Ábyrgðartilfinning hennar fyrir því að börn okkar lærðu það sem hún var búin að skilja að lífið krafðist, var skemmti- lega augljós. Ekki var því stolt hennar lítið er hún fullvissaði sig og aðra um að hún hefði kennt dóttur okkar að þekkja sinn fyrsta staf. Hún gætti hennar síðar sumarlangt er við vorum flutt til Reykjavíkur. Ár liðu og fjarlægðir urðu meiri. Kort hennar, símtöl og bréf er gátu komið frá ólíklegustu stöðum báru þó kveðjur hennar. Verið gat að oft heyrðist ekki frá henni lengi. Hún gat verið í alls kyns vinnu, verið námsmaður eða ferðalangur úti í heimi. En svo kom setningin sem raunar kom aldrei á óvart. Annað hvort hringdi síminn og sagt var: „Ég er komin, getur einhver sótt mig?“ eða bankað var einfaldlega á dyrnar og sagt: „Ég er komin, get ég fengið að vera í nótt?“ Hún var alltaf velkomin og næturnar gátu orðið nokkrar. Launin urðu áframhaldandi tengsl á fullorðinsárum og til ævi- loka. Harðdugleg og greind, eins og hún var, gat hún tekið sér fyrir hendur næstum hvað eina er hún hafði löngun til. Að því kom eftir nokkurt hlé vegna vinnu, ævintýra- löngunar og stofnunar á heimili, að hún ákvað að halda áfram námi og gerðist sjúkraliði. Þekking hennar frá því námi hjálpaði henni á marg- an hátt að takast á við veikindi sín. Mikilvægastur var henni þó stuðn- ingur eiginmanns og barna. Eftir að ljóst var að hverju stefndi sýndi hún ótrúlegan kjark og æðruleysi. Hún tók á þessum málum eins og hennar var vandi, af festu og áræði. Lára mín. Við kveðjum þig og þökkum þér samfylgdina í þessu lífi. Þú hefur oft gengið óþekktar slóðir og farnast vel. Við trúum því að leiðir þínai' hjá þeim sem öllu ræður reynist þér greiðar. Innilegar samúðarkveðjur til eig- inmanns, barna, föður og annarra ættingja. Erna og Marinó Þ. Guðmundsson. Að kvöldi 5. desember sl. lést Lára Ki'istín Guðmundsdóttir eftir 4ra ára stranga baráttu við sjúk- dóm sinn. Söknuðurinn er mjög sár Blómabúdin <S\apðskom v/ Fossvogskii'kjugai'3 Símii 554 0500 en sárast er að hugsa um missi Frímanns og barnanna. Hún var svo stolt af þeim og þráði það svo heitt að geta fylgt börnunum sínum lengur í uppvextinum og alltaf hélt hún í vonina. Vegna þess hversu sterk hún var, bæði andlega og lík- amlega, tókst henni oftar en einu sinni að sigrast á krabbameininu, en alltaf sótti meinið á aftur þegar síst skyldi. Og nú síðast í septem- ber þegar allt var að verða svo bjart framundan. Lára fæddist og ólst upp á Isa- firði og vorum við saman í bekk í barnaskóla en urðum ekki vinkonur fyrr en í gagnfræðaskólanum. Hún bjó nálægt skólanum og vorum við vinkonurnar mikið heima hjá henni þegar færi gafst milli kennslu- stunda. Herbergið hennar varð eins og lítil félagsmiðstöð í tengslum við skólann þar sem var hlustað á tón- list, spjallað, hlegið og leikið sér á unglingsárunum. Þetta herbergi hafði Olafur bróðir hennar (sem er látinn) innréttað í risinu á skemmti- legan hátt og eftiriátið henni á með- an hann var í menntaskóla. Við dáð- um Ola, ekki aðeins út af herberg- inu, heldur af því að hann var svo fallegur og greindur og ekki síst vegna þess að hann spilaði og söng í hljómsveit. Þegar hljómsveitin B.G. og Ingibjörg spilaði í félags- heimilinu í Hnífsdal á sumrin, feng- um við stundum að fara með honum inn bakdyramegin og gátum hlust- að smástund á hljómsveitina áður en dyraverðirnir sáu okkur og hentu okkur út. Þá þótti okkur súrt í broti að hafa ekki aldur til þess að dansa á böllum. En svo urðum við sextán, og gát- um næstum allt, og svo eiginlega aftur á þessu ári þegar við urðum fertugar. Þetta er búið að vera skemmt- anaárið mikla sem byrjaði með ferð til útlanda sem Lára skipulagði og kom Sigga vinkona okkar með. Skemmtanahaldið hélt svo áfram og stundum fengu makar og börn að vera með. Sambandið hafði haldist með okkur öll árin sem liðu þarna á milli en veikindi Láru þjögpuðu okkur betur saman aftur. í september héldum við upp á síðustu afmælin og örfáum dögum síðar fékk hún lokadóminn, að krabbameinið hefði tekið sig upp aftur og væri ólækn- anlegt. Hún fór í lyfjameðferð, enn einu sinni, en það var til einskis. Lára og Frímann, maðurinn hennar, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að láta heimilislíf- ið ganga sinn vanagang. Heima naut hún aðstoðar systra sinna, tengdamóður og Áslaugar, vinkonu sinnar, og hún talaði um hvað hún ætti gott fólk að og hve margir væru að koma og færa henni gjafir. Húsið var alltaf svo skínandi hreint og fint þegar við komum í heim- sókn, þar sátum við daglangt á meðan við átum konfektið og dáðumst að blómunum, handverk- inu hennar og öllum fallegu hlutun- um sem hún kunni svo vel að meta. Hún vildi hafa alla hluti ekta, hvort sem það voru skartgripir úr gulli með demöntum eða efni úr silki, en í okkar augum var það hún sjálf sem manneskja sem var mest ekta, svo heilsteypt og 100% í öllu sem hún tók sér fýrir hendur. Það var aldrei neitt hálfkák á henni og hún var hetjan okkar. Hún fór á spítala nokkrum dög- um fyrir andlátið. Við komum til þess að kveðja og freistuðumst til þess að halda aðeins í hönd hennar, sem hún hefði lítt kært sig um hefði hún verið með fulla meðvitund, og fundum að jafnvel þá var hún söm við sig og að það var hún sem hélt í hendur okkar og gaf okkur af kjarki sínum og styrk. Elsku hjartans vinkona, minn- ingin um þig mun ætíð vera umluk- in hreinskilni þinni, fegurð og glæsileika í okkar huga og við þökkum þér fyrir samfylgdina. Við biðjum guð að vera með Frímanni og börnunum og vottum fjölskyldum ykkar beggja okkar dýpstu samúð. Helga Konráðsdóttir og Þómnn Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.