Morgunblaðið - 06.01.1999, Page 16

Morgunblaðið - 06.01.1999, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson BJORN Jónsson rekstrarstjóri með viðurkenningarskjalið. Þau Guð- rún Bergmann og Skúli Alexandersson, formenn nefndanna, afhenda Birni innrammað skjalið. Viðurkenning’ fyrir vegabætur Uthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðsins í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson STYRKÞEGAR úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja ásamt stjórnarformanni Sparisjóðsins og sparisjóðsstjóra. Vestmannaeyjum - Fyrir skömmu var úthlutað úr Menningarsjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja en sjóð- urinn var stofnaður til minningar um Þorstein Þ. Víglundsson, íyrr- verandi sparisjóðsstjóra. Arlega er úthlutað úr sjóðnum og var nú út- hlutað úr honum í ellefta skipti. Þrír aðilar fengu styrk að þessu sinni og gerði Arnar Sigurmunds- son, stjórnarformaður Sparisjóðs- ins, grein fyrir forsendum styrkveit- inganna. Björgunarfélag Vest- mannaeyja, sem á 80 ára afmæli á þessu ári, fékk styrk til starfsemi sinnar en Björgunarfélagið var brautryðjandi í slysavörnum á Is- landi. Það safnaði fyrir, keypti og rak í nokkur ár björgunar- og varð- skipið Þór sem var fyrsta skip sem sinnti þessum störfum á Islandsmið- um. Með kaupunum á Þór lagði Björgunarfélagið grunninn að stofn- un Landhelgisgæslu íslands. Björg- unarfélagið og Hjálparsveit skáta í Eyjum sameinuðust fyrir nokkrum árum undir nafni Björgunarfélags- ins og síðan hefur félagið vaxið og eflst til muna. Athafnaverið í Vestmannaeyjaum fékk styrk til starfsemi sinnar. At- hafnaverið er fyrir ungt fólk og tók það til starfa á þessu ári að frum- kvæði bæjarstjórnar Vestmanna- eyja. Bæjarstjórnin fól Þróunarfé- laginu að koma á fót starfsemi fyrir ungt fólk þar sem áhersla væri lögð á upplýsinga- og tölvutækni. Þróun- arfélagið keypti húsnæði undir starfsemi Athafnaversins og bjó það tölvubúnaði af fullkomnustu gerð. Ottó Björgvin Oskarsson, nem- andi í Framhaldsskólanum í Eyjum, hlaut verðlaun fyrir góðan námsár- angur í íslensku en Ottó lauk stúd- entsprófí frá framhaldsskólanum fyrir jólin. Stjórn Sparisjóðsins ákvað fyrir skömmu að framvegis yrðu veittar viðurkenningar úr menningarsjóðnum fyrir góðan námsárangur í íslensku í framhalds- skólanum í Eyjum og í 10. bekk barnaskólans og Hamarsskóla og varð Ottó fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu. Eftir að Arnar hafði gert grein fyrii- styrkveitingum úr sjóðnum afhenti Benedikt Ragnars- son sparisjóðsstjóri styrkina og tóku Adolf Þórsson, formaður Björgunar- félagsins, Páll Marvin Jónsson, for- stöðumaður Athafnaversins, og Ottó Björgvin Óskarsson við þeim úr hendi Benedikts. s Alfabrenna á Heimalandi Hvolsvelli - Álfar, tröll og for- ynjur gengu fylktu liði í kring- um álfabrennu Fljótshlíðinga á Heimalandi sl. sunnudagskvöld. Púkar hrekktu og jólasveinar spjölluðu og skemmtu sér og öðrum. Flugeldar skreyttu nýárshimininn og bálið yljaði í norðankulinu. Það er skemmti- Iegt að Fljótshlíðingar skuli enn viðhalda þessari gömlu hefð. Á hveiju ári mæta áifakóngur og drottning og ganga prúðbúnir „piltar" með íslenska fánann fremstir og allir syngja jóla- og áramótalög. Ávallt koma Ijöl- margir og fylgjast með álfa- brennunni og er siðan farið inn í félagsheimilið og frumlegustu og fallegustu búningarnir fá verðlaun og menn gæða sér á veitingum. Hellissandi - Ferðamenn sem ferð- ast um Snæfellsnes og leggja lykkju á leið sína niður að Djúpalónssandi og niður í Dritvík komast ekki hjá því að sjá að þar hefur umhverfí allt tekið miklum stakkaskiptum. Á hluta vegarins hefur verið lagt bundið slitlag til að draga úr ryk- mekki í hrauninu og gera ferða- mönnum komuna ánægjulegri. Ofan Djúpalóns hefur síðan verið komið upp hringtorgi og bflastæðum til að auðvelda umferð um svæðið. Frá- gangur er þar allur til íyrirmyndar. Það er Vegagerð ríkisins undir umsjón Björns Jónssonar rekstrar- stjóra sem á allan heiður af þessu mannvirki. Björn Jónsson hefur ver- ið mikill áhugamaður um umhverfís- mál og að bæta og auðvelda aðkomu ferðamanna á fjölfarna ferðamanna- staði á Snæfellsnesi síðan hann tók við rekstri Vegagerðarinnar fyrir u.þ.b. 10 árum. Mætti nefna fleiri staði til viðbótar sem hann hefur lát- ið stórbæta eða endurgera. Tveimur nefndum Snæfellsbæjar, umhverfis- og náttúruverndarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd, þótti fyrir áramótin ekki mega draga lengur að veita Birni Jónssyni og Vegagerð ríkisins viðurkenningu fyrir þetta virðingarverða framtak hans og manna hans. Formenn nefndanna, ásamt fleir- um, komu saman ofan Djúpalóns- sands og á Hellnum og afhentu Birni Jónssyni rekstrarstjóra og starfsmönnum hans viðurkenningu fyrir þetta framtak þeirra. Að lok- inni afhendingunni buðu hjónin Guð- rún og Guðlaugur Bergmann upp á kaffiveitingar í húsi sínu í Brekku- bæ á Hellnum. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir TOLVUTÆKNI FRAMTIÐAR TOLVUTÆKNI FRAMTIÐAR TOLVUTÆKNI FRAMTIÐAR TOLVUTÆKNI FRAMTIÐAR TOLVUTÆKNI FRAMTIÐAR sac Vt Tölvufæhní framTTdar MMI MARGMJÐLM L ÞlilVIIIIIAIt GRAFIK ^jfcRKEAí^j. H fl H S fl M H L IÐ R S Tfl R F I VI RAFIÐNAÐARSKÓLINN Skeifan 11 b * Sími 568 5010 Margmiðlunar- og þrívíddarnámið er 260 kennslustundir. Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30 og aðra hverja helgi einn dag í senn frá kl. 8:30-16:30. Námið er að fullu lánshæft. Pl s o' > 90 Pt Z O S» 90 UVailWVUJ INMVinAIOl UVOIIWVUJ INMVinAlOL UVOILWVUJ INMJTLnAlOL UVQILWVMJ INMSfLnAlOL MVOILWVMJ INMVLnATOL * • • # *• # M # • • M ••

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.