Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.03.1999, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tafír vegna mis- fellu í flugbraut NOKKRAR tafír urðu á flugi ís- landsflugs hf. til Bíldudals í gær- morgun þegar flugmenn vélar flug- félagsins með ellefu farþega innan- borðs ákváðu að snúa við fljótlega eftir flugtak og lenda aftur á Reykjavíkurflugvelli þegar þeir héldu að hjólbarði hefði sprungið á nefhjóli vélarinnar. Hjólbarðinn reyndist þó ekki sprunginn, heldur olli misfella í flugbrautinni því að jafnvægisstill- ing hjólanna raskaðist og hlaust titringur af. Viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var á flugvellinum þeg- ar vélin lenti en lendingin gekk áfallalaust fyrir sig og var skipt um hjólbarða og haldið í loftið 90 mín- útum síðar. Að sögn Omars Benediktssonar, framkvæmdastjóra Islandsflugs hf., brugðust flugmenn háiTétt við aðstæðum með því að taka nefhjól- ið ekki upp þegar titringsins varð vart. Þar sem þá grunaði að hjól- barðinn væri sprunginn hefði nef- hjólið getað fest inni væri hjólbarð- inn tættur. Ómar segir að rekja megi milljónatjón á flugvélum til lélegs ástands Reykjavíkurflug- vallar þótt ekki hafi orðið alvarleg slys af þeim sökum. Að sögn Ómars hefur verið bent á lélegt ástand vallarins í 30 ár og í lok síðasta árs tók ríkisstjórnin ákvörðun um að gera endurbætur á vellinum fyrir rúmlega hálfan annan milljarð króna. Byrjað verð- ur á verkinu í júlí á þessu ári. Ekki seinna vænna að ráðast í endurgerð vallarins Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að ekki sé seinna vænna að ráðast í endurgerð vallarins og fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar. Gert er ráð fyrir að mestallt innanlandsflug fari um völlinn eft- ir endurgerð hans og hugsanlegt er að erlendar vélar, sem í æ rík- ari mæli hafa dregið úr millilend- ingum á vellinum vegna ástands hans, fari að auka komur sínar aft- ur. „Nýr flugvöllur hefur visst að- dráttarafl fyrir alla, en því er ekki að leyna að hér er ákveðin and- staða gegn því að hér sé stundað svokallað ferjuflug og það er nú til umfjöllunar hjá flugmálayfirvöld- um hver stefnan eigi að vera í þess- um efnum í framtíðinni," segir Þor- geir. Að sögn Þorgeirs er verið að vinna að margþættum tillögum að því hvernig megi draga úr hávaða á flugvellinum. „Við leggjum þannig aukna áherslu á umhverfismálin og höfum tekið upp mælingar með nýjum tækjabúnaði sem hefur ver- ið komið upp.“ ^Morgunblaðið/Jón Svavarsson FLUGVIRKJAR huga að nefhjóli ATR-vélar íslandsflugs á Reykja víkurflugvelli í gærmorgun. Horfur á aukinni samkeppni á áburðarmarkaðnum KEA útilokar ekki eigin innflutning Milljónir fyrir heims- met í tug- þraut ÁTTA fremstu tugþrautar- mönnum heims, þar á meðal Jóni Amari Magnússyni, hefur verið boðið að taka þátt í móti í Bandaríkjunum í sumar þar sem reyna á að komast yfir 9.000 stig. Núverandi heimsmet frá 1992 er 8.891 stig. Mótshaldarar heita einni milljón dollara í verðlaun, eða um 70 milljónum króna, verði 9.000 stiga múrinn rofinn. Von- ast er til að um 10 þúsund áhorf- endur mæti hvorn keppnisdag. ■ 70 milljónir boðnar/Bl MARKAÐSHLUTDEILD Áburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi, sem er eini framleiðandi áburðar í land- inu, hefur sl. tvö ár verið 90-95%. Islenski áburðurinn er dýrari en sá innflutti en hefur minna magn þungmálma en innflutti áburðurinn. Islenskir bændur kjósa fremur ís- lenska áburðinn af þessum sökum. Eiríkur S. Jóhannesson, kaupfé- lagsstjóri hjá KEA, kveðst telja lík- legt að innflutningur á áburði aukist á næstunni og útilokar ekki að KEA hefji innflutning. Áburðarverksmiðjan seldi á síð- asta ári um 48 þúsund tonn af Græði, en svo nefnist íslenska fram- leiðslan. Á sama tíma var innflutn- ingur 3-4 þúsund tonn. Heildar- markaðurinn er því 51-52 þúsund tonn á ári. Tonnið af innfluttum áburði kostar, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, um 23 þús- und krónur en 25 þúsund krónur sé um innlenda framleiðslu að ræða. Samkvæmt þessu er söluverðmæti innlendrar framleiðslu rúmir 1,2 milljarðar króna á ári en innflutts áburðar 70-92 milljónir króna. Eggert Hauksson, framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, seg- ir að innfluttur og innlendur áburð- ur sé ekki sambærileg vara. Inn- lendi áburðurinn hafí eins lítið inni- hald þungmálma og kostur er við slíka framleiðslu. Það hafi vissulega sín áhrif á verðið en jafnframt á eig- inleika áburðarins og notkun hans. Langmesta salan um hendur kaupfélaganna Stærsti innflytjandi áburðar í landinu er fyrirtækið Isafold hf. sem er í eigu Bananasölunnar hf. Áburðarmarkaðurinn er þannig uppbyggður að áburðarsalan fer að langmestu leyti fram í gegnum um- boðsaðila sem eru t.d. kaupfélögin í landinu. Þar eru stærstir KEA, Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Borgnesinga og Kaupfélag Héraðs- búa ásamt Sláturfélagi Suðurlands. Eiríkur S. Jóhannesson, kaupfé- lagsstjóri KEA, segir að bændur séu þegar farnir að panta áburð og langflestir biðja um íslenska áburð- inn. 600-700 bændur eru í áburðar- viðskiptum við KEA. Eiríkur telur að það hafi ef til vill ekki reynt nægilega á það hvort innfluttur áburður geti spjarað sig á móti innlendri fram- leiðslu. „Ég á von á að það færist harka í þessa grein og hugsanlega endurmeti bændur stöðu sína. Sp- urningin er líka hvað umboðsaðilar geri núna. Hvort þeir leiti í æ rík- ari mæli eftir tilboðum í áburð hjá Áburðarverksmiðjunni, Isafold og jafnvel erlendum aðilum og hefji í framhaldinu beinan innflutning," segir Eiríkur. Hann segir þetta til marks um aukna samkeppni á öll- um sviðum en tengist ekki á nokkurn hátt þeim aðilum sem gert hafa tilboð í Áburðarverk- smiðjuna. Hann segir að KEA hafí á síðustu misserum stofnað til tengsla við er- lenda framleiðendur áburðar án þess að til innflutnings hafí komið. Hann útilokar ekki að KEA hefji innflutning. Eiríkur segir að þeir aðilar sem stóðu að tilboði í Áburðarverksmiðj- una hljóti að skoða það í framhald- inu hvort þeir taki sig saman um innflutning. „Við munum eðlilega bjóða umbjóðendum okkar ein- hverja kosti,“ segir Eiríkur. Rannsóknarþing Félags íslenskra sjúkraþjálfara Heilsuefling starfsmanna getur verið arðbær VÍSBENDING er um að heilsuefl- ing starfsmanna geti verið arðbær fjárfesting fyrir fyrirtæki. Þetta eru niðurstöður í erindi sem - Hulda Ólafsdóttir hjá Vinnueftirliti ríkis- ins flutti á rannsóknarþingi Félags íslenskra sjúkraþjálfara. í erindi Huldu kom fram að oft er erfítt að meta árangur forvarnar- starfs og erfítt að meta ávinninginn til fjár. Fjallað var um heilsuefling- arátak hjá Samskipum hf. í náms- verkefni í heilsuhagfræði árið 1997. ítrekuð hjai'taáföll meðal skipverja á flutningaskipum fyrirtækisins voru tilefni átaksins. Næringar- fræðingur var fenginn til að gera breytingar á fæði um borð með það að markmiði að bæta líkamsástand skipverja. Markmiðið með verkefn- inu var að athuga hvort tengsl væru milli útgjalda vegna veikindaíjar- vista starfsmanna og fjárfestingar í heilsueflingu þeirra. Verkefnið hófst með því að mataræði skipvex-ja var breytt 1996. Meðaltalskostnaður vegna veikinda árið 1994 var 75.100 krónur en 76.800 krónur árið 1995. Áætlaður meðaltalskostnaður á starfsmann vegna veikinda árið 1996 var um 60.500 krónur, sem er um 21% lækkun frá árinu 1995. Heildarkostnaður vegna heilsu- eflingar starfsmanna jókst um helming milli áranna 1994 og 1995 og sexfalt milli áranna 1995 og 1996. Stærsti kostnaðarliður við heilsuefl- ingu starfsmanna hjá fyrirtækinu árið 1996 var vegna sérfræðiþjón- ustu á sviði næringarráðgjafar. í erindi Huldu kom fram að sam- anlagður kostnaður Samskipa vegna veikinda og heilsueflingar sjómanna lækkaði um tæplega 250.000 krónur, eða um 7%, frá 1995-1996, sem er áætlaður ávinn- ingur Samskipa vegna fjárfestingar í heilsuvernd starfsmanna. Hulda kemst að því að niðurstöðurnar gefi vísbendingu um að fjárfesting Sam- skipa í heilsueflingu starfsmanna hafí verið arðbær. Fjárhagsleg áhætta fyrirtækja við að fjárfesta í heilsueflingu starfsmanna ætti því að vera í lágmarki og allar líkur á að fjárfestingin sé arðbær fyrir fyrir- tæki og starfsmenn. ---------------- Struku til Reykjavíkur TVEIR vistmenn á unglingaheimil- inu Háholti í Skagafirði, fímmtán ára gömul stúlka og sextán ára piltur, stálu bíl og struku til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Pilturinn fannst í Reykjavík í gærkvöldi en stúlkan var þá enn ófundin. Ungmennin fóru í kvikmyndahús á Akureyii ásamt tveimur öðrum unglingum af vistheimilinu og tveim- ur gæslumönnum. Þau notuðu tæki- færið í bíóhléinu og létu sig hverfa. A ÞRIÐJUDOGUM Heimili íslendingar í kennslustund í körfuknattleik hjá Litháen/ B4 Afturelding tryggði sér deildarmeistaratitilinn/ B6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.