Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 8

Morgunblaðið - 02.03.1999, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKÍTT með Norsk Hydro, foringi, við erum búnir að fá Kristin. Sjö sækja um þrjú laus prestsembætti SJÖ prestar og guðfræðingar hafa sótt um þrjú prestsembætti sem biskup Islands auglýsti laus til um- sóknar í síðasta mánuði. Eru það embætti sóknarpresta á Eiðum og Grenjaðarstað og embætti héraðs- prests í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Tvær umsóknir bárust um emb- ætti sóknarprests á Eiðum í Múla- prófastsdæmi sem veita á frá 1. júní næstkomandi. Eru þær frá guðfræð- ingunum Halldóru Ólafsdóttur og Jóhönnu I. Sigmarsdóttur. Embætt- ið er auglýst með fyrirvara um þær hugsanlegu breytingar að Desjamýr- arprestakall verði fært undir Eiða- prestakall. Séra Einar Þór Þor- steinsson prófastur lætur af störfum sóknarprests í vor vegna aldurs. Um embætti sóknarprests á Grenjaðarstað í Þingeyjarprófasts- dæmi sóttu fjórir: Séra Sigurður R. Ragnarsson, aðstoðarprestur í Mos- fellsprestakalli, séra Stína Gísladótt- ir, sóknarprestm- á Breiðabólsstað í Húnavatnsprófastsdæmi, séra Þor- grímur Daníelsson, sóknarprestur í Neskaupstað, og Sveinbjörn Bjarna- son guðfræðingur. Séra Sigurður Ægisson hefur gegnt embættinu undanfarið en hann var kallaður til þess fyrir þremur árum. Þá sótti séra Guðmundur Guð- mundsson um embætti héraðsprests í Eyjafirði en því hefur hann gegnt undanfarin ár. Embætti héraðs- presta eru veitt til þriggja ára og skipar biskup í það í samráði við við- komandi héraðsnefnd. Nýjar reglur Farið verður nú í fyrsta sinn eftir nýjum reglum um val sóknarpresta og eru þeir skipaðir til fimm ára. Valnefndir, sem skipaðar eru vígslu- biskupi, prófasti og fímm fulltrúum sóknamefnda, velja prest og sendir biskup tillögu þeirra áfram til kh-kjumálaráðherra. Náist ekki sam- komulag í valnefnd ákveður biskup hvaða umsækjanda hann mælir með. Ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast bisksupsembætt- inu í pósti. Morgunblaðið/Jónas Verðmætum bjargað FULLHLAÐIN fiskflutningabif- reið með tengivagn rann til í hálku við Skafthól, rétt vestan við Vík í Mýrdal á laugardags- morgun með þeim afleiðingum að tengivagninn fór á hliðina. Björgunarsveitin Víkveiji frá Vík var kölluð á vettvang til að bjarga þorskinum, sem fór úr fiskikörunum og dreifðist um víðan völl. Öllum þorskinum var bjargað frá eyðileggingu og var hann settur aftur í körin, en verðmæti hans er metið á aðra milljón króna. Komst bifreiðin áfram leiðar sinnar til Reykjavík- ur lítið skemmd um 5 klukku- stundum eftir óhappið. Ráðstefnan Við getum betur Átaksverkefnin má ekki daga uppi VIÐ getum betur er yfirskrift ráðstefnu um forvarnir í vímuefnamálum á Suður- landi sem haldin verður í Fjölbrautaskóla Suður- lands fimmtudaginn 4. mars næstkomandi. Ólöf Thorarensen fé- lagsmálastjóri Árborgar er ein af þeim sem hafa séð um skipulagningu ráð- stefnunnar. „Ráðstefnan er haldin á vegum áætlunarinnar Is- land án eiturlyfja í sam- vinnu við sveitarfélög á Suðurlandi, Landsamtökin heimOi og skóla, unglinga- blaðið Smell og tóbaks- varnanefnd. Tilgangurinn með henni er að efla umræðu um for- varnir, miðla upplýsingum og þekkingu og hvetja sveitarfélög sem og aðra landsmenn til að efla forvaimfr og virkja samfélagið í baráttu við vímuefni.“ Ólöf segir að ekki sé vitað ná- kvæmlega hvernig vímuefnaneyslu ungmenna á Suðurlandi sé háttað miðað við aðra landshluta en hún gerir þó ráð fyrir að hún sé svipuð og landsmeðaltal. „Við höfum í höndunum könnun sem var gerð á vegum SAA fyrir um tveimur árum. Könnunin fór fram á Akranesi, Isaftrði, Mosfells- bæ, Vestmannaeyjum, Egilsstöð- um og á Selfossi. Þá kom í ljós að vímuefnaneysla á Suðurlandi var ívið minni en meðaltalstölur fyrir ofannefnda staði. Við þurfum á hinn bóginn að hafa alveg eins miklar áhyggjur og aðrir lands- menn þar sem þessi munur var ekki það mikill að hann væri mark- tækur. í íyrra fengum við í hendur aðra könnun frá héraðslæknum og þar komu unglingar á Suðurlandi síður en svo betur út en annars staðar á landinu hvað snertir reyk- ingar. í könnun SÁÁ var talið að um 13% nema í 8.-10. bekk reyktu en í síðari könnuninni var sú tala komin upp í 27%. - Hvernig hefur forvamastarfí á Suðurlandi verið háttað? ,Á síðasta ári var sveitarfélagið Árborg í samvinnu við SÁÁ um víðtækar forvarnir. Það verkefni gekk út á að virkja samfélagið í vímuvörnum og reyna að ná sem flestum félögum og stofnunum í samstarf til að móta sér stefnu og takast á við vandann. Foreldrafélag grunnskólans hef- ur síðastliðina þrjá vetur verið með foreldrarölt sem hefur gefið mjög góða raun og að sögn lögreglu er lítið um að unglingar séu á götun- um á kvöldin. Það þarf hinsvegar að passa upp á að átaksverkefni dagi ekki uppi og vera vakandi fyrir að halda starfmu áfram.“ - Sérstakt forvarnaverkefni hef- ur verið í Hveragerði? „Já, og Guðríður Aadnegard kennari mun kynna það verkefni á ráðstefnunni. Um er _____________ að ræða skólafærni- verkefni sem gengur út á að foreldrar hafa verið fræddir um ung- lingsárin og þær Olöf Thorarensen ►Ólöf Dagný Thorarensen er fædd á Eyrarbakka árið 1952. Hún lauk námi í félagsráðgjöf árið 1976 frá Félagsráðgjafa- skóla Kaupmannahafnar. Ólöf starfaði sem félagsráð- gjafi í Danmörku í nokkur ár. Hún var ráðin félagsmála- stjóri á Selfossi frá 1983 og gegndi því starfi fram til árs- ins 1998 þegar ijögur sveitar- félög á Suðurlandi sameinuð- ust og hún varð félagsmála- sijóri Arborgar. Eiginmaður hemiar er Helgi Bergmann Signrðsson arkitekt og eiga þau tvö börn. breytingar sem þá eiga sér stað og síðan voru umræður milli skóla, barna og foreldra um samræmingu á öllum reglum eins og t.d. útivist- artíma. Þá mun Jens Hjörleifur Bárðar- son, sem starfar í jafningjafræðsl- unni við Fjölbrautaskóla Suður- lands, verða með fyrirlestur. Hann hefur verið í forsvari íyrir hópi sem er að vinna að því að opna vímulaust kaffihús. Það stendur til að kaffihúsið verði reynsluverkefni og bærinn hefur samþykkt að styrkja unglingana í rekstri þess. Kaffihúsið verðm- í Tryggvaskála og unglingarnir munu sjálfir reka stapinn.“ Ólöf segir að ennfremur hafi verið unnið mjög gott forvarna- starf við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi. „Dansleikir við skólann höfðu fengið á sig óorð vegna óreglu. Nemendafélagið og skóla- stjórn tóku höndum saman til að spoma við þessari þróun og það hefur tekist mjög vel. Nemendur hafa í samstarfi við skólastjórn- endur og lögreglu skipulagt dans- leikina og fengu fyrir skömmu við- urkenningu frá ferðaþjónustu KA íyrir árangurinn, góða umgengni og jákvætt starf.“ - Hverjh• halda fyrirlestra á ráð- stefnunni? „Auk þess sem Guðríður Aad- negard heldur fyrirlestur um for- varnir í Hveragerði og Jens H. Bárðarson talar um ungt fólk og forvarnir munu Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra og Karl Björnsson, bæjarstjóri sveitarfé- lagsins Árborgar flytja ávörp. Dögg Pálsdóttir formaður verk- efnisstjórnar ræðir um lsland án eiturlyfja, dr. Sigrún Aðalbjarn- ardóttir fjallar um vímuefna- neyslu og áhrifaþætti í lífi ung- ________________ linga og Jónína Bjart- Vímulaust marz, formaður Land- samtaka heimila og skóla, ræðir um hlut- verk foreldra í for- vörnum. Björgvin Björgvinsson kennari við FB verður með hugleiðingar um stöðu ungs fólks á svæðinu. Að loknum fyrirlestrum verða mál- stofur um forvarnir á Suðurlandi, samstarf foreldra og skóla og hvað sé til ráða með leiðir í for- vörnum.“ Ráðstefnan er öllum opin og er þátttaka ókeypis. Ráðstefnan hefst klukkan 18.45 og henni lýkur klukkan 17.45. kaffihús á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.