Morgunblaðið - 02.03.1999, Síða 17

Morgunblaðið - 02.03.1999, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 17 VIÐSKIPTI Gott ár að baki hjá Héðni - Smiðju HcLgimðiirinn tvö- faldaðist á milli ára = HÉÐINN SMIÐJA hf. = Úr ársreikningum ársins 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 996 797 +25% Rekstrargjöld -827 -707 +17% Hagnaður fyrir afskr. og fjármagnsliði 169 90 +88% Afskriftir -26 -15 +73% Fjármagnstekjur og (gjöld) 9 1 • Tekju- og eignarskattar -49 -27 +81% Hagnaður ársins 103 49 +110% Efnahagsreikningur 3i.des. 1998 1997 Breyting | Eignir: | Milliónir króna Fastafjármunir 265 271 -2% Veltufjármunir 344 184 +87% Eignir samtals 609 455 +34% | Skuldir og eigið fé: | Eigið fé 363 263 +38% Tekjuskattsskuldb. og langtímaskuldir 23 37 -38% Skammtímaskuldir 223 155 +44% Skuldir og eigið fé samtals 609 455 +34% Sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 126 69 +83% Eiginfjárhlutfall 0,60 0,58 HAGNAÐUR Héðins - Smiðju hf. nam 103 milljónum króna í fyrra, samanborið við 49 milljóna króna hagnað árið 1997. Hagnaðurinn tvöfaldast því á milli ára og gott betur. Heildarvelta fyrirtækisins nam tæpum milljarði í fyrra og jókst um 25% á milli ára. Héðinn - Smiðja er sérhæft þjónustufyrirtæki fyrir vélbúnað fiskiskipa, fiskimjölsiðnað og hvers konar stálsmíði. A síðasta ári ein- kenndist starfsemi fyrirtækisins af verkefnum fyrir útgerðir og loðnu- verksmiðjur, t.d. Síldai-vinnsluna í Neskaupstað, SR-mjöl, Snæfell í Sandgerði, Isfélagið í Vestmanna- eyjum og Hraðfrystistöð Þórshafn- ar. Guðmundur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segist vera mjög ánægður með afkomuna á síðasta ári enda sé hún töluvert umfram áætlanir. „Það er góðæri og við njótum góðs af miklum fjár- festingum í loðnuverksmiðjum en ekki síður vegna endurnýjunar og viðhalds fiskiskipa. Þá er sú hag- ræðing, sem ráðist var í með breyttu rekstrarformi Héðinsfyrir- tækjanna fyrir nokkrum ánim, að skila sér æ betur. Það styrkir t.d. reksturinn að við getum bætt við viðbótarverkefnum án þess að auka fastan kostnað. Síðast en ekki síst hafa starfsmennirnir staðið sig afar vel og eiga stóran þátt í að nið- urstaðan er svo góð sem raun ber vitni.“ Horfur á minni veltu en viðun- andi afkomu Guðmundur á ekki von á að velta fyrirtækisins verði eins mikil á þessu ári og hinu síðasta. „Fram- kvæmdir við nýbyggingu fiski- mjölsverksmiðju Oslands eru á fullu og verða fram eftir ári og auk þess höfum við tekið að okkur tölu- vert af litlum verkefnum. Það er minna um stór lausaverkefni á þessu ári en á hinu síðasta. Við gerum því ráð fyrir minni veltu en viðunandi afkomu eigi að síður.“ Engar viðskiptakröfur voru af- skrifaðar á árunum 1997-98 en við- skiptakröfur eni niðurfærðar um óbeina afskrift að fjárhæð kr. 10 milljónir til að mæta vafasömum kröfum. I upphafi síðasta árs var Héðni hf., sem fór með fasteignir Héðinsfyrirtækjanna, skipt upp og gekk hluti af eignum félagsins inn í Héðin - Smiðju, nánar tiltekið sú fasteign sem Héðinn - Smiðja hf. hafði leigt af Héðni hf. Áhrifum af þessum aðgerðum hefur verið bætt inn í samanburðartölur efnahags- reiknings, en þær eru að fasteignir hækka um tæpar 140 milljónir, tekjuskattsskuldbinding eykst um 14 miUjónir og eigið fé hækkar um tæpar 126 milljónir, þar af hækkar hlutafé um 15,2 milljónir króna. A föstudag hækkaði gengi hluta- bréfa í Héðni - Smiðju um 25% en lítil viðskipti voru að baki hækkun- inni. Engin viðskipti urðu með hlutabréf félagsins á Verðbréfa- þingi í gær. Breytt eignarhald Vífílfells Raskar ekki samkeppni Samtök verslunarinnar vara við lögfestingu lengri kvörtunartíma Hefði í för með sér 3% kostnaðarauka VÆNTANLEG breyting á eignar- haldi Vífilfells ehf. kemur ekki til með að raska samkeppni hér á landi að mati Samkeppnisráðs. Sam- kvæmt áliti ráðsins leiðir fyrirhug- uð yfirtaka CCNB á Vífilfelli ekki til verulegrar aukningar á markaðs- ráðandi stöðu Vífilfells í andstöðu við 1. mgr. 18. gr. samkeppnislaga eða fer að öðru leyti gegn ákvæðum samkeppnislaga. I erindi sem Samkeppnisráði barst 18. janúar sl. frá Baldri Guð- laugssyni hrl., fyrir hönd Coca-Cola Nordic Beverages A/S (CCNB), var leitað álits á því hvort fyrirhuguð kaup CCNB á öllu hlutafé í Vífilfelli ehf. brjóti gegn ofannefndu ákvæði. I erindinu kemur fram að CCNB sé samstarfsfyrirtæki í eigu Carlsberg A/S (sem á 51% hlutafjár) og The Coca-Cola Company (TCCC) sem er hinn endanlegi eigandi 49% hlutafjár. Fram kemur að CCNB sé eigandi átöppunarverksmiðja sem framleiða og selja di'ykki TCCC í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. CCNB hafi jafnframt uppi áform um að eignast átöppunai-- verksmiðjur sem framleiða og selja drykki TCCC víðar í Norður-Evr- ópu. Fyrirhuguð kaup á Vífilfelli séu einn liður í því ferli. Geta gripið til aðgerða í málinu er leitað álits sam- keppnisráðs á því hvort fyrirhuguð kaup CCNB á öllu hlutafé í Vífil- felli brjóti gegn ákvæðum 1. mgr. 18. gr. samkeppnislaga. í því ákvæði er samkeppnisráði veitt heimild til að ógilda eða setja sam- runa eða yfirtöku skilyrði ef sam- runinn eða yfirtakan leiðir til þess að markaðsráðandi staða skapist eða slík yfirburðastaða styrkist verulega. I áliti Samkeppnisráðs kemur fram að CCNB hefur ekki stundað nein viðskipti á íslandi fyrir hin fyr- irhuguðu kaup á Vífilfelli. Jafnframt hefur það verið upplýst að Carls- berg eigi engra hagsmuna að gæta í óáfengum drykkjum sem seldir eru hér á landi. I málsgögnum er einnig horft til þess að meginþátturinn í starfsemi Vífiifells er framleiðsla og sala á vörum sem bera vörumerki TCCC. Af þessu öllu verði að draga þá ályktun að Vífilfell og CCNB og eigendur þess séu ekki beint eða óbeint keppinautar á hinum ís- lenska markaði. Ekkert í gögnum málsins þykir benda til þess að yfir- taka CCNB á Vífilfelli muni ein og sér gefa fyrirtækinu sérstök tæki- færi til að styrkja stöðu sína á markaðnum umfram það sem Vífil- felli stendur til boða við núverandi eignarhald. Komi slíkt til á síðari stigum veita samkeppnislög full- nægjandi heimildir tii viðeigandi að- gerða ef markaðsráðandi staða er styrkt með óheimilum hætti. í ljósi þessa er það mat Samkeppnisráðs að væntanleg breyting á eignar- haldi Vífilfells sem slík raski ekki samkeppni. SAMTÖK verslunarinnar - FÍS vara stórlega við því að lögfest verði að lengja þann tíma sem aðilar eiga að fá til kvörtunar um galla keyptr- ar vöru úr einu ári í tvö ár, eins og gert er ráð fyrir í framvarpi við- skiptaráðherra um lausafjárkaup. Tilkynna ber um galla innan 30 daga í umsögn samtakanna um frum- varpið segir að ákvæði þetta sé úr takti við þá réttarvenju og það skipulag verslunar og viðskipta sem ríki hér á landi og til þess eins fallið að auka kostnað við verslun. Þannig megi varlega áætla að kostnaðarauki verði allt að 3% verði þessi leið farin miðað við SAMTÖK verslunarinnar - FÍS fagna framkomnu frumvarpi við- skiptaráðherra til laga um al- þjóðleg viðskiptafélög og frum- varpi um breytingar á lögum um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra viðskiptafélaga. Styðja samtökin heilshugar að frumvörpin verði að lögum sem fyrst. I umsögn samtakanna um frumvörpin sem send hefur verið efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis segir að ljóst sé að lög um alþjóðleg viðskipta- félög muni gefa fyrirtækjum aukna möguleika til viðskipta á alþjóðlegum mörkuðum og auka framsækni íslenskra fyr- irtækja. Samtök verslunarinnar gera engar athugasemdir við frum- varp til laga um breytingar á löguin um álagningu skatta og gjalda vegna alþjóðlegra við- skiptafélaga aðra en þá að gildis- tökuákvæði frumvarpsins þurfi að breyta. Hins vegar gera sam- tökin nokkrar athugasemdir við sambærilega útreikninga í Evrópu. Samtök verslunarinnar leggja það til ef þessi leið verður fyrir val- inu að vanefndarúrræðum verði skipt þannig að eingöngu verði hægt að rifta kaupum eða ki'efjast afhendingar á nýjum hlut verði galla vart innan árs frá kaupum. Jafnframt leggja samtökin höfuðá- herslu á að kaupanda beri að til- kynna seljanda um galla innan 30 daga frá því að hans verður vart. Mótmæla samtökin því harðlega að frestur þessi verði lengdur í fimm ár þegar um neytendakaup er að ræða eins og lagt er til í frumvarp- inu. Shkt ákvæði muni auka enn frekar kostnað verslunar, auk þess sem fullvíst megi telja að endur- einstakar greinar frumvarps til Iaga um alþjóðleg viðskiptafélög, m.a. grein frumvarpsins um skil- yrði og kröfur um starfsleyfi og grein um til hvaða vörutegunda viðskipti alþjóðlegra viðskiptafé- laga megi ná. Telja saintökin nokkurn vafa leika á því hvort rétt sé með far- ið í frumvarpinu að alþjóðlegum viðskiptafélögum sé heimilt að stunda viðskipti með sjávarafurð- ir þar sem starfsemi alþjóðlegra viðskiptafélaga sé bundin við við- skipti með vörur sem falla utan EES-samningsins, en samningur- inn taki til viðskipta með sjávar- afurðir. Segir í umsögninni að það verði að vera alveg Ijóst þegar frá upphafi að enginn vafi Ieiki á því að EES-sanmingurinn standi því ekki í vegi fyrir að fyrirtæki geti stundað viðskipti með sjáv- arafurðir þar sem nokkuð öruggt sé að það séu þau visðkipti sem alþjóðleg viðskiptafélög muni stunda, að minnsta kosti fyrst um sinn. kröfuréttur seljenda verði löngu fyrndur. I umsögn Samtaka verslunarinn- ar kemur fram að þau telja þörfina fyrir ný kaupalög stórlega ofmetna og að þau grandvallarsjónarmið sem núgildandi lög byggi á séu enn í fullu gildi. Þá er bent á að innan Evrópusambandsins sé í undirbún- ingi tilskipun sem á grundvelli að- ildar Islands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið muni hafa áhrif hér á landi varðandi réttindi og skyldur aðila í neyt- endakaupum. Til þess að forðast tvíverknað telja samtökin rétt að bíða með allar breytingar á núver- andi kaupalögum þar til sú tilskip- un liggi fyrir í endanlegri gerð. Kaupþing Norðurlands Þorvaldur hættir ÞORVALDUR Lúðvík Sigurjóns- son hefur látið af starfi sem fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands hf. Hann hefur starfað hjá fé- laginu frá árinu 1996 og tók við sem framkvæmdastjóri um síðustu ára- mót. Þorvaldur hyggst færa sig um set til Reykjavíkur og taka við nýju starfi hjá Kaupþingi hf. Þorvaldur Lúðvík vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Morgunblaðið en sagði að ákveðinn ágreiningur hefði komið upp m.a. um starfssvið fi'amkvæmdastjóra og stjómarfor- manns. Þá hafi stjóm félagsins haft aðra framtíðarsýn en hann sjálfur og því eðlilegt að hann viki frá störf- um. Jón Björnsson, stjómarformaður Kaupþings Norðurlands, segir í fréttatilkynningu að starfslokin séu gerð í fullri sátt beggja aðila. „Við töldum að áherslur nýrrar stjórnar og framkvæmdastjóra um framtíð félagsins féllu ekki nægilega vel saman og það var samkomulag beggja að stíga þetta skref,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Frumvarpi um alþjóðleg viðskiptafélög fagnað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.