Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 22

Morgunblaðið - 02.03.1999, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ____________________________ÚR VERINU___________________________ Isfirðingar bjartsýnir þrátt fyrir fjölda uppsagna fískverkafólks Hlutdeild kjördæma í úthlutuðu aflamarki (allar kvótabundnar tegundir innan lögsögu) -i — 91/92 92/93 93/94 94/95 95/96 96/97 97/98 98/99 Suðurland 14,2% 14,7% 14,9% 14,9% 13,1% 13,9% 12,8% 13,1% Reykjanes 16,8% 16,6% 17,4% 17,7% 15,4% 15,4% 15,1% 16,5% Reykjavík 8,5% 8,3% 9,2% 9,3% 10,2% 9,0% 7,2% 7,9% Vesturland 9,1% 9,2% 9,0% 9,0% 10,4% 9,9% 10,8% 11,0% Vestfirðir 13,1% 12,8% 11,3% 11,2% 12,6% 12,2% 12,0% 10,1% Norðurl. vestra 6,2% 6,4% 6,2% 6,5% 7,2% 7,4% 7,9% 7,1% Norðurl. eystra 17,5% 18,2% 18,2% 18,8% 19,7% 20,8% 22,9% 22,4% Austfirðir 14,5% 13,9% 13,9% 12,7% 11,4% 11,4% 11,3% 11,9% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% 100,0% Úthlutað þorskaflahámark til krókaleyfisbáta L L A 95/96 96/97 97/98 98/99 Suðurland í' c-~ j tonn 511 819 960 1.285 Reykjanes V ■*' V 2714 3.170 4.098 6.627 Reykjavík 2 \868 1.154 1.377 2.036 Vesturland 2.633 3.800 4.249 4.466 Vestfirðir 2.938 4.310 4.664 7.415 Norðurland vestra 569 868 957 1.110 Norðurland eystra 1.864 2.976 3.278 3.635 Austurland 2.133 3.868 5.059 5.029 „Margir hafa áhuga á fisk- vinnslu“ Staða fískvinnslunnar á Vestfjörðum hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu í kjölfar uppsagna um 60 starfsmanna í físk- ---------7— — — - - - —- — vinnslu á Isafírði og Hnífsdal. Helgi Mar Arnason velti fyrir sér stöðu fískvinnsl- unnar fyrir vestan og ræddi við bæjar- -------7-------------------------- stjóra Isafjarðarbæjar og alþingismenn um horfur í atvinnumálum Vestfjarða. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FRA rækjuvinnslu á ísafirði. UPPSAGNIR starfsfólks í físk- vinnslu á ísafirði og Hnífsdal í síð- ustu viku hafa vakið spurningar um framtíð fiskvinnslunnar þar vestra. Nú eru bundnar vonir við að einstak- lingar í þessum byggðarlögum hefji fiskvinnslu í stað þeirra fyrirtækja sem hætt hafa störfum og því muni nokkur hluti þess starfsfólks sem sagt var upp störfum fá vinnu á ný. Formaður Alþýðuflokksins segir að þróuninni í atvinnumálum Vestfjarða verði hinsvegar ekki snúið við nema með breyttu fiskveiðistjómunar- kerfi. í síðustu viku var 29 starfsmönn- um hjá Ishúsfélagi ísfirðinga sagt upp stöfum, 17 Islendingum og 11 erlendum verkamönnum. Þá hefur 25-30 starfsmönnum einnig verið sagt upp hjá Fiskverkun Asbergs í Hnífsdal en þar af voru aðeins 4 ís- lendingar. Þá hefur einnig 5 starfs- mönnum verið sagt upp hjá Básafelli á ísafirði. Töluverður hluti þeirra intra Stálvaskar Intra stálvaskamir fást í mörgum stærðum og gerðum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur lilotið margvíslegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. Heildsöludreifing: Smiðjuvegí 11. Kópavogi Sími 564 1088,(3x 5641089 Fæst í bvQqingavöruverslunum um land allt. sem sagt hefur verið upp á þessum stöðum er þannig erlent verkafólk. Margir þeirra hafa haft fasta búsetu vestra árum saman en aðrir dvalið þar í skemmri tíma. Allir eru engu að síður með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi, borga þangað útsvar og sækja þar þjónustu. Sveitarfélag- ið verður þannig af umtalsverðum tekjum missi þetta starfsfólk vinn- una. Þó uppsagnirnar í síðustu viku megi að nokkru rekja til rekstrar- örðugleika fyrirtækjanna eru margir þeiiTar skoðunar að um megi kenna stjórnun fískveiða sem hafi leitt til þess að fiskvinnslur í byggðarlögum fyrir vestan hafi ekki haft úr nægu hráefni að moða, einkum vegna þess að Vestfirðingar hafi selt stóran hluta veiðiheimilda sinna úr kjör- dæminu á síðustu árum. Þá hafi sjó- vinnsla aukist verulega á síðustu ár- um á kostnað landvinnslunnar. Aftur á móti benda margir á uppsveiflu í 1 SSORGAPACK Léttar og liprar handbindivélar IMETASALAIM Skútuvagi ÍB-L Sími SGB 1B1S * Fax SGB 1BB4 bolfiskvinnslu á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Ljóst er að aflaheimildum í Vest- fjarðakjördæmi hefur fækkað nokk- uð á undandörnum árum. I úthlutun veiðiheimilda fyrir yfirstandandi fiskveiðiár komu um 46.830 þorskígildistonn í hlut útgerða í Vestfjarðakjördæmi eða um 10,1% af heildarkvóta landsmanna. A síðasta fiskveiðiári var hlutdeild Vestfjarða- kjördæmis um 11,95% en um 12,20% á fiskveiðiárinu 1996/7. I úthlutuninni má einnig sjá að á yfirstandandi fiskveiðiári var útgerð- um á ísafirði úthlutað um 18.813 þorskígildistonnum. Þessar tölur kunna að hafa breyst nokkuð frá þvi úthlutað var í upphafi fiskveiðiárs- ins. T.d. var frystitogarinn Guðbjörg IS nýverið seldur frá Isafirði en skipinu fylgdi 2.600 þorskígildistonna kvóti við úthlutun- ina sl. haust. Athygli vekur að á síð- asta fiskveiðári seldu ísfirðingar frá sér sem nemur 0,3% aflahlutdeildar í þorski. Aftur á móti voru keypt til Isafjarðar rúm 1,6% þorskkvótans á síðasta fiskveiðiári. Þá var leigður alls um 11.219 þorskígildistonna kvóti frá Isafh'ði á síðasta fiskveiði- ári en um 15.332 þorskígildistonn frá staðnum eða um 4.113 tonnum meira. Fiskvinnsla á Vestfjörðum hefur á síðustu árum byggst í æ ríkari mæli á afla smábáta. Krókabátar eru lang- flestir á Vestfjörðum og hafa þeir stærstan hluta þorskaflahámarksins eða um 7.415 tonn við upphaf yfir- standandi fiskveiðiárs og hefur auk- ist verulega á þeim fjórum árum sem núverandi fiskveiðistjómunarkerfi krókabáta hefur verið við lýði. Heild- arþorskaflahámark krókabáta er samtals um 31.602 tonn. Margir vilja halda áfram rekstri Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði, segir íbúum sveitarfélagsins vitanlega bmgðið þegar svo mörgu fólki sé sagt upp störfum. Sveitarfé- lagið sem slíkt hafi hinsvegar engan inngripsrétt til að breyta rekstri um- ræddra fyrirtækja, enda séu þau í einkaeign. Hann segist hafa orðið var við umræðu og áhuga meðal bæj- arbúa um að koma af stað rekstri í stað þeirra fyrirtækja sem lagt hafi niður vinnslu. „Þegar fyrirtæki hættir störfum losnar húsnæði og gott vinnuafl og margir sjá þai-na tækifæri. Það eykur hjá manni bjart- sýni en hvort úr verður kemur ekki í Ijós fyrr en á næstu vikum,“ segir Halldór. „En ef reyndin verður sú að fólkið fær ekki vinnu aftur munu tekjur sveitarfélagsins augljóslega minnka. Það sem er verra er að við- brögð fólks við þessum aðstæðum virðast vera að það flyst búferlum. Þannig fækkar fólki stöðugt.“ Halldór segir öllum hafa verið Ijóst til margra ára að störfum í fisk- vinnslu og útgerð muni fækka um þriðjung. Hinsvegar hafi ekkert ver- ið gert af hálfu hins opinbera til að koma til móts við þennan samdrátt, þvert á móti sé dregið úr opinberri þjónustu á landsbyggðinni. Gífurlegt áfall fyrir byggðarlagið Einar Kristinn Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir upp- sagnir fiskverkafólks á Isafírði mjög alvarlegar. Atvinnulíf á Isafirði hafi til þessa haft ákveðna sérstöðu. Ná- grannabyggðarlög ísafjarðar hafi lent í hremmingum undanfarin ár en atvinnulífið á Isafirði staðið nokkuð traustari fótum. „Þetta er því gífur- legt áfall fyrii' byggðarlagið í heild svo ekki sé talað um það starfsfólk sem verður beinlínis fyrir uppsögn- unum. Þetta mun hafa keðjuverk- andi áhrif á tekjur sveitarfélagsins og á þjónustuaðila og þar fram eftir götum.“ Einai- segist samt ekki sjá að Al- þingi geti með beinum hætti haft áhrif á þessar ákvarðanii'. Hér sé um að ræða ákvarðanir eigenda fyrir- tækjanna, einfaldlega vegna þess að þeir telji ekki aðrar leiðir færar. „Is- húsfélag ísfirðinga hefur verið burðarás í atvinnustarfsemi á Isa- firði og þar vilja menn veg sinnar heimabyggðar sem mestan. Mér er reyndar kunnugt um einstaklinga sem eru að velta því fyrir sér að hrinda af stað annarri fiskvinnslu- starfsemi á svæðinu og þá er nauð- synlegt að stutt sé við bakið á allri slíkri viðleitni." Kvótaívilnanir fyrir landvinnsluna Einar segir hina veiku stöðu land- vinnslunnar í sjávarútvegi kjarnann í vanda atvinnulífsins á Vestfjörðum. Langvarandi taprekstur landvinnsl- unnar hljóti að enda með ósköpum. Það mættu þeir hafa í huga sem kalla eftir auknum álögum á sjávar- útveginn sem atvinnugrein. „Að vísu horfii- almennt betur um rekstui’ landvinnslunnar núna, sem er auð- vitað ljósið í myrkrinu. Því má held- ur ekki gleyma að í ísafjarðarbæ fer fram öflug og mikil landvinnsla. Það er eðlilegt að fiskveiðistjórnunar- kerfið væri meira ívilnandi l'yrir fisk- vinnsluna í landi. Til þess eni ýmsar leiðir færar. Ég hef meðal annars bent á að þær útgerðir sem leggja fisk til vinnslu innanlands ættu að fá kvótaívilnun. Það myndi styrkja stöðu fiskvinnslunnar í samkeppn- inni við útflutning á ferskum fiski og sjóvinnslu," segir Einar. Þróun sem menn sáu fyrir Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Alþýðuflokks, segir að skella megi skuldinni að stóram hluta á fiskveiði- stjórnunarkerfið. Hann bendir á að þegar kerfið var innleitt hafí mörg sjávarútvegsíyrirtæki á Vestfjörðum verið með sterkustu sjávarútvegs- fyi-irtækjum á landinu. „Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina, megnið af afla- heimildum fyrirtækjanna verið seld- ar og frystihúsin standast ekki sam- keppni við sjóvinnsluna af ýmsum ástæðum. Ég sé ekki að úr því sem komið er sé neitt til ráða í þeim efn- um. Auðvitað gæti þessi þróun breyst með breyttu kerfi sem það virðist ekki vera vilji til þess að hálfu stjórnvalda. Vestfirðingar hafa lengi vitað að þróunin væri á þessa leið en samt sem áður hefur meh-ihluti kjós- enda á Vestfjörðum gi-eitt atkvæði þeim öflum sem hafa barist fyrh- því að fiskveiðum verði stjórnað með þessum hætti,“ segir Sighvatur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.