Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1999 27 LISTIR Gærdagurinn illa nýttur Morgunblaðið/Jón Svavarsson BORNIN á Vesturborg sýna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- sljóra myndirnar seni þau tóku í fyrrasumar undir yflrskriftinni „Borgin séð með augum barna“. Borgarstjóra afhent- ar myndir barna BÖRNIN á leikskóianum Vestur- borg á Hagamel buðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra til sín á föstudaginn, sýndu henni myndir og afhentu stórt og mikið filmusafn. Þau sungu líka fyrir borgarstjórann og svo var boðið upp á ís. „Síðastliðið sumar stóð áhuga- ljósmyndarafélagið Ljósálfar fyr- ir verkefni sem var kallað „Borg- in séð með augum barna“. Það voru börn fædd 1992 og 1993 héðan af Vesturborg og Ægis- borg sem tóku þátt í þessu verk- efni,“ segir Steinunn Sigurþórs- dóttir, leikskólastjóri á Vestur- borg, og bætir við að mörg þeirra séu reyndar hætt, enda orðin sex og sjö ára. Börnin fengu í liendur einnota myndavél og tóku eina filmu hvert og síðan voru myndirnar settar upp á sýn- ingu sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur á liðnu hausti. A Fóstudaginn afhentu svo Ljósálfar og börnin borgarstjór- anum fílmusafnið til varðveislu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og við sama tækifæri var sett upp sýning á hluta myndanna á leik- skólanum. Sjónvarp Sunnudagsleikhúsið DAGURINN í GÆR Handrit: Arni Þórarinsson, Páll Kr. Pálsson. Leikstjóri: Hilmar Odds- son. Kvikmyndataka: Viðir Sigurðs- son, leikmynd: Sigríður Guðjóns- dóttir, Tónlist: Hróðmar I. Sigur- björnsson, búningar: Filippía Elís- dóttir, framleiðandi: Jón Þór Hann- esson/Saga Filni. Leikendur: Dofri Hermannsson, Guðrún Asmunds- dóttir, Viðar Eggertsson, Hanna María Karlsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson, Björk Jakobsdóttir, Valdi- mar Örn Flygenring, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhann Sigurðarson o.fl. DAGURINN í gær olli von- brigðum. Þegar öll kurl voru kom- in til grafar í lok þriðja þáttar reyndist niðurstaðan furðu sund- urlaus, glæpaflækjan leystist upp og varð að engu áður en úr henni raknaði; kannski var hugmynd höfundanna sú að glæpirnir í sög- unni væru aukaatriði. Hin meinta morðtilraun reyndist sjálfskapar- víti fyllibyttunnar, þjófnaðurinn á skartgripaskríninu reyndist elli- glöp eigandans sjálfs, lykillinn að skápnum skipti engu máli, netvin- kona Dagfinns, Iris, reyndist karlkyns og bjó á hæðinni fyrir neðan, hláturmildur hönnuður með slæmar tennur. Fremur langsóttur orðaleikur það, að ekki borgi sig að trúa neinu sem nýju neti - ekki einu sinni interneti. Vel má hugsa sér að ætlunin hafi verið að skapa dálítið skemmtilega geggjað gallerí af fólki - undir sama þaki - og leggja áhersluna á persónurnar í stað flækjunnar. Að viðbættum áhersl- um leikstjórans á kómískt stíl- færðan leikinn, meðvitaða kvik- myndatökuna með sífellt nýjum sjónarhornum, fallega tónlistina, litríka leikmyndina og sérhannaða búninga. Handbragðið á þessu öllu saman var framúrskarandi en handritið reis aldrei til fulls undir herlegheitunum. Engin persón- anna náði nokkurn tímann nokk- urri dýpt, allar skýrt afmarkaðar týpur sem áhorfandinn kynntist takmarkað í gegnum sögumann- inn og aðalpersónuna Dagfinn, því samskipti hans við íbúa hússins voru svo stuttaraleg að ekkert svigrúm var gefið fyrir annað en undirstrikun helstu einkenna. Hommapar, framhjáhaldspar, ein- hleyp draumadís, perralegur hönnuður, rík kelling og löggupar. Leikararnir voru ekki í neinum vandræðum með að koma þessum einföldu manngerðum til skila, Björk Jakobsdóttir og Valdimar Örn Flygenring voru skemmti- lega samstillt sem hátíðlegir klaufabárðar í löggunni og fynd- inn var Þórhallur Sigurðsson í sínu hlutverki, óvæntum viðsnún- ingi á viðtekinni hugmynd um út- lit kyntrölls. Dofri Hermannsson gerði Dagfinni ágæt skil, var ein- læglega sífellt hissa, forvitinn, bernskur og uppburðalítill. Sem aðalpersóna með þessa eiginleika helsta varð Dagfinnur þó fremur daufgerður, en það hjálpaði hon- um nokkuð að hugsun hans var merkilega skýrt orðuð í rödd yfir mynd. Tæplega átti að taka alvar- lega þá niðurstöðu að atburðirnir í húsinu hefðu stælt Dagfinn svo að hann væri þess vegna fær um að skella símanum á dreifingar- stjóra Dags af nokkurri ákveðni. Hugsanlega hættur að bera út. Slík þróun persónunnar í gegnum jafn lítilfjörlega atburðarás hlýtur að skoðast sem gamansemi af hálfu höfundanna. Hér var talsvert mikið í lagt og margir hafa lagt sitt af mörkum til að úr yrði glæsilega stílfærð sjónvarpsmynd, gamansöm með spennukenndu ívafi, en samt öðru vísi og með sterkum höfundarein- kennum. Hilmar Oddsson sýnir að honum er í lófa lagið að leggja upp stíl og halda honum til enda, stilla saman listræna strengi, leik, myndatöku, hljóð, tónlist, útlit og umgjörð svo úr verði listræn heild. Dagurinn í gær flaut býsna langt á þeirri kunnáttu en ekki al- veg nógu langt, rýrt innihaldið dró myndina niður áður en yfir lauk. Agætt tækifæri til að leggja eitthvað til málanna fór þannig fullkomiega forgörðum. En þá verða höfundarnir líka að hafa eitthvað að segja. Um eitthvað, sama hvað er. Svo reyndist ekki vera. Hávar Sigurjónsson Ljóðrænn hryllingur KVIKMYIVPIR Reguboginn, („THE THIN RED LINE") irkirk Leikstjdri og handritshöfundur Terence Malick, byggt á skáldsögu James Jones. Kvikmyndatökustjóri John Toll. Tónskáld Hans Zimmer. Aðalleikendur Sean Penn, Adrien Brody, Nick Nolte, Jim Caviezel, John Cusack, Ben Chaplin, Woody Harrelson, Elias Koteas, John Tra- volta, George Clooney. 170 . mín. Bandarísk. 20th Century Fox 1998. AÐ UNDANFÖRNU hafa okkur staðið til boða þrjár af þeim kvikmyndum sem hvað kunnastar hafa orðið af þeim aragrúa sem gerðar hafa verið um mannskæðasta hildarleik sögunnar, Heimsstyrjöldina síðari. Lengstur dagur, sem sýnd var fyrir skömmu í sjón- varpinu, er fulltrúi gömlu Hollywood, svart/hvít mynd sem búið er að lita með nútíma tölvutækni. Glaðbeitt, með ódrepandi, stálheppnu innrás- arliði Bandamanna, sem geyst- ist áfram undir sekkjapípu- blæstri og með sigurvilja að vopni gegn einkar óheppnum nasistum sem þora ekki að vekja Adolf karlinn fyrr en allt er um seinan. Gamaldags stór- mynd, gamansöm og prýðileg afþreying. í fyrra fengum við nýjasta seinnastríðstórvirki Spielbergs, Björgun óbreytts Ryiin, þar kveður við annan tón, líkt og í Schindler’s List, jafn- vel enn betri mynd hans um aðra hlið á sömu skelfingunni. Þetta er nýja Hollywood, raun- sæ og miskunnarlaus dregur hún upp hörmungarnar án þess að hafa afþreyingargildið að leiðarljósi, heldur umbúðalaus- an sannleikann. Þar sem gyð- inglegur uppruni leikstjórans skiptir vitaskuld miklu máli í þessum heimildarmyndarlegu stórvirkjum. Nú er sú umtalað- asta, The Thin Red Line, komin í hús, ólík öllum öðrum. List- ræn, ljóðræn og raunsæ í senn. Með sterkar tilvitnanir í sam- band manns og alls lífríkisins umhverfis hans; félaganna í stríði, gróðursins, dýranna, fjandmannanna. Firran skoðuð í ljóðrænum svipmyndum frá átökunum við Möndulveldin á Guadaleanal, þeim mannskæð- ustu í Kyrrahafsstríði síðari heimsstyrjaldarinnar. Eyjunni sem bauð uppá einhverja mestu náttúrufegurð og gróðurríki á jörðinni; paradísinni sem breyttist í Helvíti á einni nóttu. Sögumaður er Terence Malick, sem, þrátt fyrir að vera talinn einn virtasti kvikmyndar- gerðarmaður okkar tíma af kol- legum sínum, (allir sem komu að myndinni, frá tökustjóra til óþekktra aukalekara, unnu glað- ir endurgjaldslítið fyrir meist- arnn), hafði aðeins leikstýrt tveimur myndum, Badlands, (‘73), ogDays of Heaven, (‘78). Astæðan mikil vonbrigði Malicks með afar slakt gengi myndanna beggja á markaðnum, þrátt fyrir afburða dóma. Malick skrifar einnig handritið, sem hann bygg- ir á samnefndri sögu James Jo- nes, og var framhald Héðan til eilífðar. Hún er fima löng, og að því er virðist illkvikmyndanleg, að talsverðu leyti hugrenningar um tilveruna í guðlegu sam- hengi. Þetta er mikið skáldverk, Malick hefur orðið að velja og hafna, finna réttu áherslurnar að hans dómi, fyrir bragðið er myndin losaraleg í heild og ekki alltaf borðleggjandi hvað kvik- myndaskáldið er að fara. Per- sónurnar era fjölmargar, her- deildin „C for Charlie", túlkaðar á víxl af heitustu stjörnum sam- tímans og ungum og lítt kunnum hæfileikamönnum. Það fyrir- komulag minnir á slembilukku stríðsins; Enginn er óhultur fyr- ir byssukúlunum, hvar svo sem hann er staddur í metorðastigan- um. Framvinda stríðsátakanna er af og til hvíld með afturhvörf- um í lífríki eyjunnar, einstaklega ljóðrænum og fögram, og for- sögu persónanna, sem era jafn ólíkar og þær eru margar. Þær sem koma mest við sögu er Welsh liðþjálfi (Sean Penn), harðnagli sem reynist drengur góður þegar á hólminn er komið. Andstæðurnar, Tall undirofursti (Nick Nolte), sem sér stríð í dýrðarljóma og hvikar hvergi við að senda menn sína útí opinn dauðann, og Satros kapteinn, sem á hinn bóginn reynir að hlífa mannslífum og lendir því í úti- stöðum við Tall á blóðvellinum. Óbreyttur Witt (James Caviezel) og óbreyttur Beil (Ben Chaplin), koma einnig talsvert við sögu, og era óaðfinnanlega leiknir. Sama má segja um John Cusack, sem kapteinn Gaff, og Woody Harrel- son í litlu en þýðingarmiklu hlut- verki. Aðrir týnast meira og minna í púðurreyk og mann- mergð. Að undanskilinni brokkgengri framvindu og óþarfalengd (hart- nær þijár stundir), sem því mið- ur dregur úr sláandi heildará- hrifunum, er The Thin Red Line, allt að því óaðfinnanleg mynd. Takan er stórfengleg í höndum Johns Toll, nákvæmlega það sama verður sagt um tónlist Hans Zimmers. Yfir öllu vakir ljóðrænt listamannsauga Malicks, sem fatast hvergi. Hvort sem hann er að fanga græna Edensgarða Gu- adalcanals, eða hágrátandi karl- menni í blóðbaðinu miðju. Hon- um hefur tekist að skapa og und- irstrika andstæðurnar miklu, fegurðina og ljótleikann, þannig að aðrir gera það ekki betur. Það er freistandi að bera saman þessar tvær, mestu myndir síðasta árs, The Thin Red Line og Björgun óbreytts Ryans. Spielberg öskrar á okk- ur að stríðið sé ljótt, grimmt og ómannúðlegt, Malick hvíslar. Sæbjörn Valdimarsson Vanda verður til verks LEIKLIST Félagsheimili Kðpavogs GRETTIR eftir Þdrarin Eldjárn og Ólaf Hauk Símonarson. Leiksljóri: Valur Freyr Einarsson. Leikendur: Þóroddur Guðmundsson, Sólveig Jónsdöttir, Sara Valný Siguijónsdóttir, Ragnar Unnarsson, Ágústa Eva Erlendsdótt- ir, Jón Hannes Stefánsson, Sverrir Árnason, Hrefna Hlm Sveinbjörns- dóttir. Félagsheimili Köpavogs, föstudaginn 26. febrúar GRETTIS saga Ásmundarsonar er með lengri Islendingasögunum auk þess að vera sú sem flestir þekkja. Ófáar persónur, atburðir og setningar hafa „sloppið út úr“ sög- unni og lifa nú eigin lífi. Elztu hand- rit era frá lokum 15. aldar en Grett- is er getið löngu fyrir þann tíma. Þótt aldur sögunnar sjálfrar sé ekki alveg á hreinu er vitað að Fönkóperan Grettir er frá 1981 en yngsta uppfærzla hennar er frá síð- ustu helgi, er leikfélag Menntaskól- ans í Kópavogi setti hana upp í fé- lagsheimili þess bæjarfélags, Fann- borg. Er sú alllauslega byggð á Grettis sögu, og segir af Gretti Asmunds- syni, hálfuppburðarlítilli smásál sem í æsku er efni í hinn ágætasta kolbít - ekki svo ólíkt hinum upp- runalega Gretti. Auk þess hétu mæður beggja Ásdís, báðir áttu eldri bróður að nafni Atli, annar systurina Gullauga en hinn bróður- inn Illuga. Þar með má segja að samsvörunni ljúki. Leikendur stóðu sig vel í orðræð- um og töluðu máli, en öðru máli gegndi um söng- og dansatriði. Það var ögn bagalegt þar sem um var að ræða „óperu". Ekki bætti úr skák að hljóðið var eilítið dollulegt, sem er hálfskrítið því hið ágætasta hljóðkerfi er í húsinu. Það gerði að verkum að lagið „Gegnum holt og hæðir“, sem annars var vel flutt af Ágústu Evu Erlendsdóttur í hlut- verki Gullauga, nálgaðist neðri mörk meðalmennskunnar ískyggi- lega mikið. Þar sem Islendingasög- urnar eru nánast helgasti dómur þjóðarinnar verða höfundar að vanda til verks ef þeir ætla sér að vinna út frá þeim, ekki troða inn einhverjum óljósum Tarzan-karakt- erum og öðru slíku. Ekki væri verra að hafa söguþráð en hann gleymdist alveg við skrif þessarar „óperu“. Fleira gleymdist; það sem hvað mest áhrif hafði á Gretti, draugur- inn Glámur. Höfundamir hafa þó áttað sig á því í tæka tíð og klíndu honum milli lína. Þegar grunnurinn er ekki traust- ari en þetta verður byggingin sjaldnast reisuleg. Heimir Viðarsson Dreifing: Logaland ehf. Ertu vel varin(n) í kuldatfðinnl? Kyolic hvitlauksafurðin er ein besta vörnin sem fáanleg er. Éheilsuhúsið Heimasíða: mælir með KYOUC www.kyolic.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.